Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LOFTSKEYTASTÖÐ í stóru farþegaskipi í kringum 1920.
SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 35
Ungbarnasund!
Nómskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Næstu nómskeið hefjast 3. febrúar
í sundlaug Kópavogshælis.
Nánari upplýsingar og skráning í símum 588 6652 og 861 5161.
Sæunn Gísladóttir, íþróttakennari.
■f Hjördís Gestsdóttir, hársnyrtir, hefiir hafið störf hjá okkur
zsa zsa HÁRGREIÐSLUSTOFA ■ HAMRABORG 7 • SÍMI554 1500
Dagmor Agnarsdótfir • Linda Aðalgeirsdóttir
HÚS Loftskeytastöðvarinnar í Reykjavík TFA á Melunum.
NÚVERANDI fjarskiptasalur Gufunesstöðvarinnar.
tekin upp á íslensku strandarstöðv-
unum talfjarskipti við skip á metra-
bylgju (VHF). Með betri tækjabún-
aði og tækni urðu tækin einfaldari í
notkun, og með meiri sjálfvirkni, og
auknu rekstraröryggi fjarskiptabún-
aðar, með tilliti til bilanatíðni,
minnkaði smátt og smátt þörfin fyrir
menn með sérfræðiþekkingu á fjar-
skiptum í áhöfnum flugvéla og skipa.
Alþjóðlegar kröfur um að hafa sér-
fræðimenntaðan fjarskiptamann um
borð í þessum förum minnkuðu
smám saman, og þ.a.l. fækkaði loft-
skeytamönnum smám saman í þess-
um störfum, fyrst í fluginu. Upp úr
1950 breyttist starf loftskeyta-
mannsins á flugvélunum í svokallað-
an NAVRO ( NAVigator and Radio
Operator), er var í áhöfn flugvéla allt
til áranna 1972-73. Síðasti loft-
skeytamaðurinn á íslensku skipi,
Hrafnhildur Björnsdóttir á Stuðla-
fossi (áður Hofsjökli TFLE), fór síð-
an í land á síðasta ári. Margir loft-
skeytamenn sem fóru í land af skip-
um og flugvélum fóru í störf hjá
strandarstöðvunum og við aðra fjar-
skiptaþjónustu, eða hliðstæð í störf í
landi þai- sem starfsreynsla þeirra
hefur áfram nýst í ýmiss konar ör-
yggis- og fjarskiptaþjónustu.
Hin hefðbundnu fjai-skipti við skip
síðustu áratugi, sem við höfum átt að
venjast, eni að breytast. Sjálfvirkni
og gervihnattasambönd eru farin að
taka yfir meira og meira af þeim
störfum sem unnin voru áður af
mönnunum á handvirkan hátt. Þessi
sama þróun á sér stað um allan heim,
morsefjarskiptin eru að hverfa smátt
og smátt úr fjarskiptaumhveríinu, og
víkja fyrir tækni 21. aldarínnai-.
Að kvöldi 31. janúar á miðnætti,
aðfaranótt l.feb. n.k., verður örygg-
ishlustvörslu á morse á 500 kHz í
skipaþjónustunni hætt víða um heim.
Við tekur formlega nýtt öryggiskerfi
fyrir sjófarendur, GMDSS, sem
stendur fyrir Global Maritime
Distress and Safety System, en það
byggist á meiri sjálfvirkni á ýmsum
sviðum og einnig á gervitunglasam-
böndum. Þrátt fyrir það nýtast
áfram ákveðnir þættir hins hefð-
bundna öryggiskerfis fyrir sjófar-
endur sem við eigum að venjast, inn-
an GMDSS kerfisins. Það er e.t.v.
táknrænt að öryggisþjónustan á
morse fyrir sjófarendur er lögð nið-
ur á þessu ári, réttum 100 árum frá
því að fyrsta neyðarkallið var sent á
morse frá skipi.
Einhverjar strandarstöðvar í
heiminum munu þó halda áfram
fram á mitt ár öryggishlustvörslu á
500 kHz á morse, eða í nokkra mán-
uði, meðan á yfirgangstíma þessara
breytinga stendur, m.a. vegna þess
að ennþá hefur ekki alls staðar verið
mögulegt af ýmsum ástæðum að
koma upp viðeigandi GMDSS bún-
aði.
Reykjavík-radíó/TFA sem er síð-
asta íslenska strandarstöðin sem
veitir morsefjarskiptaþjónustu, mun,
eins og margar aðrar stöðvar víða
um heim, einnig hætta öryggishlust-
vörslu fyrir sjófarendur á morse á
500 kHz, ásamt fjarskiptaþjónustu á
vinnubylgjum á langbylgju fyrir
morse. Hlustað er ennþá á neyðar-
og kalltíðnir á millibylgju, 2182 kHz,
og á metrabylgju á Rás 16. Jafn-
framt er verið að setja upp tækja-
búnað á íslensku strandarstöðvunum
sem vinnur samkvæmt GMDSS
kröfum, en það er DSC (Digital Sel-
ective Calling, stafrænt valkall á ís-
lensku) á millibylgjum.
Morse fjarskiptin hafa hljómað úr
viðtækjum stöðvarinnar í rúmlega 80
ár. Það verður á margan hátt eftirsjá
að þessum fjarskiptamiðli. Morsið
hljómai' fyrir flestum loftskeyta-
mönnum eins og falleg tónlist. Það
hefur takt, hljóm og hrynjandi og
einnig persónuleika þess sem sendir.
En nú hætta þessir tónar að heyrast
sem „spilaðir“ hafa verið á hörpu
ljósvakans í heila öld. Þessu lagi er
lokið. Það mun lifa í minningunni
sem taktfastur bjargvættur sjófar-
enda og samskiptamiðill í sögu fjar-
skiptanna.
Greinin er hluta til byggð á ritinu Loft-
skeytanienn og fjarskiptin í ritstjóm
ólafs K. Björnssonar
Höfundur er yfirdeildarsljóri
í Loftskeytastöðinni f Gufunesi.
' '
■ . ■ ■ ■ ■■■ ■
Asmundur
Dantel •
Bergmann
Efni:
Jóga gegn kvíða
með Ásmundi Gunnlaugssyni.
Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við
kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í
gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða
leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi
og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga
nauðsynleg.
Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 4. febrúar.
Yoga - breyttur lífsstíll
7 kvölda grunnnámskeið með
Daníel Bergmann.
Mán. og mið. kl. 20-21.30. Hefst 3. febrúar.
Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri, reynsla af
jóga er ekki nauðsynleg. Frír aðgangur að tækja-
sal og opnum jógatímum fylgir meðan á nám-
skeiðinu stendur.
* jógaleikfimi (asana)
★ mataraeði og lífsstíll
* öndunaræfingar
★ slökun
* andleg lögmál
sem stuðla að
velgengni, jafnvægi
og heilsu.
YOGA
STUDIO
Auðbrekku 14, Kópavogi,
sími 544 5560.
Montana »Crans Montana »Crans Montana »Crans Montana »Crans
! Skíðíiferðir tíl SvUs i
ro
c
c
o
LJ
c
fÖ
c
ro
v—
ro
c
ro
4-J
c
o
c
m
LJ
•
ro
c
c
ro
t—
•
rc
C
ro
4-J
C
o
c
ro
v—
LJ
•
ra
c
ro
4-J
C
o
2
11 daga ferð 25. mars til 4. apríl
7 daga ferð 29. mars til 4. apríl
Gisting: Grand Hotel du Parc
og Hotel Olympic
Verð frá kr. 59.300
9
QJ
=3
_ Leitið nánari upplýsinga
• Feröaskrífatofa
GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF.
Borgartúni 34, sími 511 1515
suei3» euejuoþj subjj* eueiuow suei3» euejuoþi suei^* euejuo^
ntana *Crans Montana • Crans Montana «Crans Montana • Crans Montana • Crans