Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Landafundanefnd, sem Davíð Oddsson for- sætisráðherra skipaði í árs- byrjun 1998, er komin á fullt skrið, en nefndinni var gert að skila tillögum til ríkis- stjórnarinnar um hvernig styðja mætti verkefnið, er minnzt yrði landafunda íslenndinga í Vesturheimi fyrir eitt þúsund árum, árið 2000. Með __ landafundaafmælinu gefst Islendingum einstætt tækifæri til landkynningar í Bandaríkjunum og Kanada, sem ætlunin er að nýta til fullnustu. Hátíðahöld verða af þessu tilefni í mörgum stórborgum og má þar nefna Washington, New York, Boston, Minneapolis, Chic- ago, Los Angeles og Seattle í Bandaríkjunum. Ennfremur verða hátíðir í Kanada, í borgunum Ottawa, Toronto, Winnipeg/Gimli, Halifax, Vancouver og á Nýfundna- landi í L’Anse aux Meadows og St. John’s. í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag sagði Einar Bene- diktsson sendiherra, sem undirbúningur þessa verkefn- is hefur hvílt á ásamt Krist- ínu Sif Sigurðardóttur: „Sem lið í því að skapa þessa varan- legu og hentugu ímynd fyrir ísland eru íslenzk stjórnvöld komin í samband við al- mannatengslafyrirtækið Fleishmann Hillard í New York, en það er mjög stórt og öflugt fyrirtæki á sínu sviði. Samgönguráðuneytið hefur tekið þetta verkefni að sér og hefur Armann Kr. Olafsson aðstoðarmaður samgöngu- ráðherra borið hitann og þungann af því. Tilgangurinn Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. er að byggja upp heildstæða og varanlega Islandskynn- ingu og sköpun jákvæðrar ímyndar fyrir Island vestan- hafs, og auk þess samhæfing í markaðssetningu þar á ís- lenzkri vöru og þjónustu. Síð- an er tilgangurinn að nýta fjölmiðlatengsl til fullnustu en almannatengslafyrirtækið er einmitt sérhæft á því sviði.“ Augljóst er að hátíðahöldin vestan hafs opna okkur Is- lendingum einstakt tækifæri til þess að kynna land og þjóð, útflutningsvörur okkar, menningu og margvíslega þjónustu. Þetta tækifæri eig- um við að nýta til hins ýtrasta. REYKINGAR OG NIKÓTÍN- LYF orsteinn Blöndal, læknir, og samstarfsmenn hans hafa nú sýnt fram á með rannsóknum, að nikótínlyf skipta verulegu máli í baráttu fólks við að hætta að reykja. Niðurstöður þessara rann- sókna hafa verið birtar í virtu brezku læknablaði en þar kemur fram, að tvö nikótínlyf gefin saman í allt að eitt ár skila meiri árangri í þessum efnum en þegar aðeins er gef- ið eitt lyf. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Þorsteinn Blöndal m.a.: „Nú er ljóst, að nikótín- lyf hafa mikið að segja til að bæta árangur reykbindindis. Við notuðum nikótínplástur og nefúða saman og bárum saman við notkun nikótín- plásturs eins sér. í ljósi þessa virðist mér nú, að það geti verið tímabært að huga að því að niðurgreiða þessi lyf svipað og gert hefur verið við lyf sem lækka blóðþrýsting og blóðfitu. Nikótínlyf hafa í þessari rannsókn sannað var- anlegt gildi sitt.“ Þetta eru athyglisverðar niðurstöður. Hugmyndir Þor- steins Blöndals um niður- greiðslu á nikótínlyfjum eru líka umhugsunarverðar. Margir munu segja sem svo, að þeir sem reykja eigi að vera menn til að hætta að reykja og að almenningur eigi ekki að standa straum af þeim kostnaði. A hinn bóginn er alveg ljóst, að skattgreið- endur bera nú þegar mikinn kostnað af völdum reykinga og er þá átt við þann kostnað, sem til verður í heilbrigðis- kerfinu vegna alvarlegra sjúkdóma, sem upp koma vegna veikinda. Það er einmitt sá kostnaður, sem Clinton, Bandaríkjaforseti, taldi í stefnuræðu sinni á Bandaríkjaþingi fyrir skömmu, að eðlilegt væri að tóbaksfyrirtækin sjálf greiði. Ef einungis er litið á þetta mál frá fjárhagslegu sjónar- miði má færa rök að því, að niðurgreiðsla á nikótínlyfjum sé ódýi'ari leið fyrir skatt- borgarann heldur en sá mikli kostnaður sem leiðir af með- ferð alvarlegra sjúkdóma, sem eiga rætur að rekja til reykinga. Þegar af þeirri ástæðu sé ástæða til að taka vel í hugmyndir Þorsteins Blöndals. En hér kemur fleira til. Það er miklir hagsmunir í því fólgnir að gera íslenzkt þjóð- félag að reyklausu samfélagi og það á að vera hægt, þótt hugmyndin kunni í fyrstu að þykja fjarstæðukennd. Það eru hagsmunir sem tengjast því að fólki mun almennt líða betur og við lifum í heilbrigð- ara samfélagi. Nikótínlyf eru dýr. Það er líka dýrt að reykja. En það er alls ekki ólíklegt, að niður- greiðsla á nikótínlyfjum geti orðið til þess að baráttan gegn reykingum fái nýjan kraft. Þess vegna eiga stjórn- völd að taka hugmyndir Þor- steins Blöndals, læknis, til al- varlegrar meðferðar. LANDAFUNDA- AFMÆLIÐ nÞá segir enn í minnispunkt- um: Ef lýsa ætti með dæmum stíl Sturl- unga sagna mætti segja að Sturlu saga sé frásögn úr næsta nágrenni við höfund íslendinga sögu og Þorgils saga skarða njóti nálægðar höfundar í stíl og efn- istökum, en Þórðar saga kakala, og þó einkum Arons saga, séu vand- ræðalega fjarlægar í stíl og Guð- mundar saga dýra og Svínfellinga saga sagðar með svipaðri kunnáttulegri snerpu og Islend- inga sögur. Aðrar sögur eru skrif- aðar af þekkingu og Prests-saga Guðmundar góða byggð á skjalleg- um heimildum og bóklegum, einsog raunar ýmislegt í flestum sögun- um. Þær bera þess merki að vera sprottnar úr frumheimildum, end- urskrifaðar og lagfærðar, og þá hefur margt farið úrskeiðis, einsog í Þórðar sögu kakala þar sem gleymist að kynna söguhetjuna HELGI spjall einsog gert er t.a.m. í Þorgils sögu skarða. Málfarið er svipað í öllum þessum ritum. 12 ser- Engar stakar sögur eru til af sigurvegurunum á Or- lygsstöðum, Gizuri jarli og Kol- beini unga sem einnig bar hinn efra skjöld í Flóabardaga. Það var hið harðasta él. Skyldi það vera tilviljun að þeir Kolbeinn og Gizur hverfa sögulaus- ir af sviðinu? Svo mætti ætla í fyrstu, en ekki við nánari athugun. -i Q Gizur jarl og Kolbeinn ungi A O voru sigurvegarar í blóðug- um átökum um völd og áhrif. Þeir urðu ofaná einsog sagt er. Slíkir menn hafa söguna einatt í hendi sér. Þó ekki sögu Sturlungaaldar. Það er íhugunarefni. Tilviljun? Nei, ekki þegar nánar er að gætt. Þeir félagar voru einfaldlega and- stæðingar Sturlunga, það var nægileg ástæða til að eyða ekki kálfsskinni á þá sérstaklega. Þannig snerist sigur þeiiTa upp í ósigur. Þeir hafa ekki síðasta orðið í sögu samtíðar sinnar. Það er að finna í Sturlungu sem er rituð í tengslum við sagnaritun úr Snorr- ungagoðorði, sem ég hef áður minnzt á í Bókmenntaþáttum. Að því goðorði víkur Sturla Þórðarson sérstaklega í síðara hluta Islend- inga sögu sinnar, þegar hann segir hróðugur frá því að þessi mikil- væga arfleifð ættarinnar féll í hans hendur. Það hafa verið merk tímamót í lífi Sturlu Þórðarsonar. Gísla saga Súrssonar, Laxdæla, Eyrbyggja, Njála og fleiri sögur eiga rætur í arfieifð og umhverfi þeirra Snorrunga, það er engin til- viljun. Snon-i goði endurfæðist í niðjum sínum, Sturiungum, á 13. öld. Stolt ættarinnar og metnaður voru ekki einungis í húfi, heldur orðstír hennar og einhverjir hags- munir. M IMORGUNBLAÐINU í DAG, laugardag, birtist grein um nýtt stjórnkerfi fiskveiða í Suður-Afríku. Þar hafa verið sett ný lög um stjórn fiskveiða og á grundvelli þeirra laga eru veiðiheimildir leigðar út gegn gjaldi og hluta af kvóta stórra útgerðarfyrirtækja dreift til minni fyrir- tækja. Þetta er ekki eina dæmið um slíkar um- ræður og aðgerðir í öðrum löndum. Fyrir rúmum 10 dögum birtist í Verinu, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, grein um fiskveiðimál í Perú, sem sýnir að áþekkar umræður fara fram þar í landi. I Suður-Afríku hafa komið fram svipuð sjónarmið og hér um fiskimiðin sem sam- eign þjóða, um úthlutun veiðiheimilda og gjaldtöku eða kostnaðargreiðslur og að hluta til einnig í Perú. Hið sama er að ger- ast í Bandaríkjunum en þar var birt í des- ember skýrsla nefndar, sem tveir Islend- ingar, þeir Gísli Pálsson og Rögnvaldur Hannesson, áttu sæti í og skipuð var að tilhlutan bandarísks öldungadeildarþing- manns en í skýrslunni er fjallað um nán- ast sömu viðhorf og hér hafa verið uppi í fiskveiðimálum. Morgunblaðið hefur skýrt nokkuð frá efni skýrslunnar en þó fyrst og fremst þeim kafla, sem fjallar um ísland. í öllum löndum mótast slíkar umræður af sérstökum aðstæðum á hverjum stað. í umræðum um fískveiðistjórnunarkerfi Ný-Sjálendinga hefur því töluvert verið hampað, að þeir hafi að fenginni reynslu horfið frá auðlindagjaldi og tekið upp kostnaðargreiðslur af hálfu útgerðar í staðinn. Minna hefur hins vegar verið sagt frá því af hverju. Ástæðan var sú, að frumbyggjar Nýja-Sjálands, Maoríarnir, fengu úthlutað ákveðnum hluta af heildar- kvóta, sem þeir áttu svo að skipta upp sín í milli. Þessi kvóti var talinn þeirra sam- eign. í krafti þess litu þeir svo á, að þeir væru eigendur auðlindarinnar ásamt ný- sjálenzku þjóðinni að öðru leyti og þess vegna bæri þeim ekki skylda til að greiða auðlindagjald eins og öðrum útgerðaraðil- um á Nýja-Sjálandi. Það var auðvitað ófært, að sumir greiddu slíkt gjald en aðr- ir ekki. Af þeim sökum fyrst og fremst var gjaldið fellt niður en kostnaðargreiðslur teknar upp í staðinn. Þegar sú breyting var gerð nánast tvöfölduðust greiðslur út- gerða til hins opinbera frá því, sem verið hafði, þegar auðlindagjaldið var innheimt. í Suður-Afríku eru einnig sérstakar að- stæður. Þar er verið að þurrka út síðustu leifar aðskilnaðarstefnunnar. í skjóli hennar höfðu veiðiheimildir safnazt til fárra stórra fyrirtækja í eigu hvíta minni- hlutans. Hinum nýju lögum er ætlað að skapa meira jafnræði í þessu efnum og tryggja dreifingu veiðiheimildanna m.a. til fyrirtækja í eigu annarra en hvítra manna. í frásögn Morgunblaðsins í dag, laugar- dag, af þessum umræðum í Suður-Afríku segir m.a.: „Pallo Jordan, umhverfisráð- herra Suður-Afríku, gerði grein fyrir helztu breytingunum í fiskveiðistjórnar- kerfinu í ræðu, sem hann flutti í lok ágúst- mánaðar í fyrra. Með vísan til Hvítbókar- innar (sem ríkisstjórn Suður-Afríku hefur gefið út um þetta mál og má nálgast á net- inu. Innskot Mbl.) lagði ráðherrann áherzlu á, að fiskimiðin væru sameign suður-afrísku þjóðarinnar og hluti arf- leifðar hennar. Því bæri að nýta þessa auðlind í því skyni, að allir, núverandi og komandi kynslóðir, nytu góðs af. Sökum þessa þyrfti að tryggja jafnstöðu hvað varðaði aðgang að auðlindinni og leiðrétta það misrétti, sem fengið hefði þrifizt. Ör- fyrirtæki, smærri og meðalstór, þyrftu að fá tækifæri til að láta til sín taka á vett- vangi þessarar atvinnugreinar. Aukin dreifing kvótans mundi hins vegar aug- ljóslega ekki falla öllum í geð eða vera fyllilega í samræmi við hagsmuni þeirra... Jafnframt yrði framvegis unnið sam- kvæmt þeirri grundvallarreglu, að sá sem nýtti auðlindina greiddi fyrir afnot henn- ar. Þær tekjur, sem til yrðu með þessum hætti, mundu renna til rannsóknarstarfa auk þess sem kostnaðurinn við eftirlit og stjórn fiskveiða yrði greiddur með þessum fjármunum. Hefur sérstakur sjóður verið stofnaður í þessum tilgangi." Um rökin fyrir slíku gjaldi segir í Hvít- bók ríkisstjórnar Suður-Afríku: „Þeir sem njóta þeirra forréttinda að fá aðgang að auðlindinni eiga að greiða hæfilegt gjald fyrir þann rétt. Stjórn fiskveiða (og er þá átt við yfirstjórn, rannsóknir, þróun og eftirlit) fylgir mikill kostnaður og þann kostnað eiga þeir, sem njóta forréttinda varðandi aðgang að greiða.“ í Hvítbókinni er lagt til, að í framtíðinni verði kvótarnir boðnir upp og leigðir mest til 15 ára. Uppboðið fari fram á frjálsum markaði og geti einstaklingar og fyrirtæki tekið þátt í því. Kvótinn verður leigður mest til 15 ára en á þeim tíma geta kvóta- hafar leigt hann og framselt eins og þeir telja sér henta. I samtali við Morgunblaðið af þessu til- efni sagði Thimba Ngada, að samstarf við hagsmunaaðila hefði verið til fyrirmyndar í tengslum við þessar breytingar og út- gerðarmenn teldu að greiðsla gjalds fyrir veiðiheimildir færi saman við hagsmuni fyrirtækjanna og mundi gera rekstur þeirra traustari vegna þess, að því yrði varið til rannsókna og annarrar slíkrar starfsemi. Eins og af þessari frásögn má sjá eru grundvallaratriðin í hinu nýja fiskveiði- stjórnunarkerfi Suður-Afríku þau sömu og umræður hér hafa snúizt um, þ.e. að fískimiðin séu sameign þjóðarinnar og að svo eigi að vera um ókomin ár, að taka eigi gjald fyrir veiðiheimildir og nýta það í þágu auðlindarinnar og að fullt frelsi eigi að ríkja í viðskiptum með veiðiheimildir. mmmmm svipaðar umræður Perú standa nú yfir í Perú. í frásögn í Verinu, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, hinn 20. janúar sl. sagði m.a.: „Miklar breytingar eru yfirvofandi í sjávarútvegsmálum Per- úmanna. Stjórnvöld vilja taka upp kvóta- kerfi til að auka hagkvæmni og koma í veg fyrir ofveiði á tilteknum stofnum. Kvótum verði úthlutað með hliðsjón af af- kastagetu og veiðireynslu en gert er ráð fyrir, að þeir verði framseljanlegir. Gjald, sem útgerðir þurfa að greiða fyrir rétt þennan á að renna til rannsóknarstarfa." Ljóst er að í Perú hafa menn kynnt sér reynslu okkar Islendinga af kvótakerfi í fiskveiðum og margt af því, sem þeir eru að gera, kemur kunnuglega fyrir sjónir eins og t.d. það, að upphafleg kvótaút- hlutun miðast við uppgefinn afla tiltekin þrjú ár. En jafnframt hyggjast Perúmenn koma í veg fyrir, að of mikill hluti heildar- kvótans lendi í höndum sömu útgerðarað- ila með ákvæðum um, að úthlutun megi afturkalla komist fyrirtæki yfir meira en 20% af heildarafla. Um gjald segir í frásögn Morgunblaðs- ins: „Gjald fyrir veiðiheimildir verður innheimt ár hvert. Fyrirliggjandi tillögur gera ráð fyrir, að það verði 0,018-0,025% af skatti þeim er lagður er á hvern rúmmetra fiskiskipa (hér ræðir um skatt er nefnist UIT á spænsku og er bundinn ýmsum vísitölum). Gjaldið á að greiða í marzmánuði er kvótanum hefur verið út- hlutað en fyrirtæki geta sótt um að inna greiðsluna af hendi í tvennu lagi þó fyrir 31. maí ár hvert. Greiði fyrirtæki ekki gjald þetta verður það svipt veiðileyfi. Fjármunum þessum verður varið til að standa straum af kostnaði vegna rann- sókna og mats á stofnstærðum." Athyglisvert er að í Perú er ekki stefnt að því að binda kvóta við þau skip, sem fá honum úthlutað í upphafi. Veiðiheimildir verða framseljanlegar og einstaklingar geta keypt og selt kvóta, ef þeim sýnist svo en markaðurinn ákveður verðið. Augljóst er að umræður um þessi mál og undirbúningur að breytingum er ekki kominn jafn langt í Perú eins og í Suður- REVKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 30. janúar Morgunblaðið/Snorri Snorrason VIÐ byggðasafnið að Skógum Afríku og fram kemur í Morgunblaðinu, að mikil andstaða er við þessar breyting- ar í Perú. mmm^^mmm morgunblaðið Bandaríska ,frá, banda- , , . nsku skýrslunm um skyrslan fiskveiðimál í des- embermánuði sl. Skýrsla þessi, sem er mikil að vöxtum, var unnin samkvæmt til- lögu bandarísks öldungadeildarþing- manns og ber þess glöggt merki hve mikla vinnu er hægt að leggja í skýrslu- gerð af þessu tagi vestan hafs enda er þar að fínna gífurlegan fróðleik um þessi mál- efni. Kjarninn í tillögugerð nefndarinnar, sem vann að gerð skýrslunnar, er sá, að heimila eigi kvótakerfi í bandarískum fiskveiðum en hins vegar eigi að gæta mikillar varúðar við upphaflega úthlutun og fyrirkomulag framsals. Jafnframt eigi að huga vandlega að þeirri hættu, sem á því sé að kvóti safnist á fárra hendur. í skýrslunni er lagt til, að Bandaríkja- þing heimili ákvörðun gjalds við upphaf- lega úthlutun kvóta og árlegan skatt á út- hlutaðan kvóta. Lögð er áherzla á, að allur kostnaður við rekstur slíks fiskveiði- stjórnunarkei'fis fáist greiddur. Þá er vakin athygli á, að kvótakerfi í fískveiðum geti leitt af sér tvenns konar ný verðmæti: annars vegar mikinn söluhagnað, sem hægt sé að ná- strax og hins vegar leigu- gjald, sem skapi tekjur síðar. Hér er átt við sama fyrirbæri og við þekkjum að þeir, sem fara út úr atvinnugreininni og selja skip og kvóta hafa í sumum tilvikum haft af því hundraða milljóna og jafnvel milljarða hagnað og hins vegar þá tilfinn- ingu almennings, að kvótahafar geti kom- izt vel af með því einu að leigja kvóta. f skýi-slunni er lagt til, að brugðizt verði við þessu með því að gera almenn- ingi kleift að fá til sín hluta af þeim sölu- hagnaði, sem geti orðið til við upphaflega kvótaúthlutun. Jafnframt verði tekið gjald af kvótanum til að innheimta þann kostn- að, sem í hefur verið lagt og loks að hluti umframhagnaðar af fiskveiðum, sem hér hefur verið nefndur auðlindarentan, komi í hlut almennings en áherzlu eigi að leggja á að nota þá fjármuni til að efla sjávarút- veg sem atvinnugrein fremur en að þeir renni beint í almannasjóði. Þetta síðastnefnda atriði er mikilvægt í þessum umræðum vegna þess, að nú má telja, að almenn samstaða sé orðin um að sjávarútvegurinn eigi að greiða þann kostnað, sem samfélagið hefur af rekstri atvinnugreinarinnar en ágreiningur kann enn að vera um, hvort hluti auðlindarent- unnar eigi að ganga til annarra en kvóta- hafanna. í bandarísku skýrslunni er varað við út- hlutun „gjafakvóta“ til þeirra, sem stundi fískveiðar á þeim tímapunkti, þegar út- hlutun fer fram og einnig er varað við því, að eigendur fiskiskipa skuli einir sitja að kvótanum og að aflareynsla eigi að vera eini mælikvarðinn við upphaflega úthlut- un. Hvatt er til þess að úthluta megi kvóta til byggðarlaga eða annarra hópa en út- gerðarmanna og sjómanna. Þá er hvatt til þess, að menn hafi heim- ild til að leigja kvóta frá sér en hins vegar verði slíkar heimildir takmarkaðar til að koma í veg fyrir, að til verði „fjarstödd eignastétt". Og almennt er talið, að sem frjálsast framsal kvóta sé eftirsóknarvert. Bent er á að hægt sé að koma í veg fyrir að kvóti safnist á of fárra hendur með því að setja takmörk á það hversu mikil kvótaeign megi vera. í niðurstöðum bandarísku skýrslunnar er ákaflega athyglisverð athugasemd í ljósi þeirra miklu umræðna, sem hér hafa verið um ákvæði 1. greinar fiskveiði- stjórnunarlaganna um „sameign þjóðar- innar“. En þar segir efnislega á þá leið, að við úthlutun á rétti til að nýta auðlind skuli hafa í huga að fiskimiðin við Banda- ríkin séu í eigu þjóðarinnar („held in trust for the nation“) og að forræðisrétti þjóð- arinnai' verði ekki breytt („the nation’s stewardship as trustee cannot be abrogated"). Sú hugsun sem liggur að baki þessum orðum er merkileg og á sér langa sögu í bandarískri lagahefð. Haldi menn, að um- ræðurnar hér um „sameign þjóðarinnar" séu séríslenzkt fyrirbæri er það misskiln- ingur. Umræður um þetta grundvallarat- riði eiga sér langa sögu í löggjöf og laga- hefð Vesturlanda. Sérstakar aðstæður AF FRAMANSÖGÐU er ljóst, að í a.m.k. fjór- um öðrum löndum hafa farið fram og eru að fara fram umræður um nákvæmlega sömu mál varðandi stjórn fiskveiða og við þekkjum hér. í öllum þessum löndum mótast umræðurnar að hluta til af sérað- stæðum. Á Nýja-Sjálandi koma frum- byggjarnir við sögu, í Suður-Afríku er það aðskilnaðarstefnan og í Bandaríkjunum er auðvitað ljóst, að fiskveiðar eru jaðarat- vinnugrein ólíkt því sem er hér. Það er mikilvægt að átta sig á, að er- lendir sérfræðingar, sem hingað koma, eru að sjálfsögðu mótaðir af eigin um- hverfi og skoða þessi málefni út frá þeim sjónarhóli. Það sem einkennir umræðurn- ar hér er auðvitað hin sérstaka þýðing sjávarútvegsins fyrir afkomu þjóðarinnar. í öllum löndunum er lögð áherzla á, að sjávarútvegur greiði kostnað samfélágs- ins af atvinnugreininni. Það er hins vegar mikið álitamál hvað í því felst eins og að var vikið í forystugrein Morgunblaðsins fyrir skömmu. Þegar þróun fiskveiði- stjórnkerfisins á Nýja-Sjálandi er skoðuð má t.d. spyrja, hvort auðlindagjald hafi verið „falið“ inni í kostnaðargreiðslum sjávarútvegsins. Alltént er athyglisvert hvað greiðslurnar jukust mikið eftir að gjaldið var fellt niður en kostnaðargreiðsl- ur teknar upp. Þá er eftirtektarvert, að í Bandaríkjun- um, höfuðríki kapítalismans, er lagt til að útgerðin greiði hluta auðlindarentunnar og dettur engum í hug að kalla slíkar hug- myndir sósíalisma. Það er gagnlegt fyrir okkur Islendinga að kynna okkur þær umræður, sem fram fara í öðrum löndum um þau málefni, sem vakið hafa svo miklar deilur hér. Það auð- veldar okkur að skoða þessi mál frá hærri sjónarhóli. „Sú hugsun sem liggur að baki þessum orðum er merkileg og á sér langa sögu í bandarískri laga- hefð. Haidi menn, að umræðurnar hér um „sameign þjóðarinnar“ séu séríslenzkt fyrir- bæri er það mis- skilningur. Um- ræður um þetta grundvallaratriði eiga sér langa sögu í löggjöf og lagahefð Vestur- landa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.