Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ STÓRBEINÓTTAR konur með mikinn vöðvamassa virðast best settar varðandi beinþéttni, en ekki er vitað hvort sá hópur fer frekar í íþróttir en hinar. Stúlkur sem æfa handbolta nota mikið lóð, hoppa og hlaupa, sem allt styrkja beinin. ÆFINGAR STUÐLA AÐ BEINÞÉTTNI Nýj ar íslenskar rannsóknir benda til að hámarksbeinþéttni kvenna sé náð um tvítugt. Einnig að stúlkum fram að þeim þeim aldri sé mjög mikilvægt að stunda líkamsrækt, en ] þó í hófí, því ofþjálfun getur leitt til þess að blæðingar stöðvist, og þá oft samfara næringarskorti. Þar með eykst hættan á beinþynningu. Hildur Friðriksdóttir ræddi við Ornólf Valdimarsson lækni, sem stýrt hefur þessum rannsóknum í samráði við Gunnar Sigurðsson prófessor. Morgunblaðið/Ásdís ÖRNÓLFUR Valdimanison hefur stýrt rannsókuum til að kanna hvenær hámarks bein þéttni er náð og hvort hægt sé að auka hana, þar sem allar konur missa einhverja beinþéttni eftir tíðahvörf. ÖRNÓLFUR Valdimarsson læknir starfar sem stendur á skurðdeild Borgarspítalans, sem vakti strax forvitni blaðamanns um hvers vegna hann hefði áhuga á rannsókn- um um beinþéttni. Þessu skilnings- leysi tekur Ömólfur létt og svarar brosandi, að hann sé langt kominn í framhaldsnámi í bæklunarskurð- lækningum og í þeirri grein verði menn mjög mikið varir við afleið- ingar beinbrota. I sumar liggur leið hans að öllum líkindum til Malmö, þar sem hann mun ljúka náminu, en Svíar hafa mikinn áhuga á þeim rannsóknum, sem hér um ræðir. „Islendingar eru í fararbroddi ásamt öðrum þjóðum að fylgja ungum stúlkum eftir og meta hvort áhrif umhveríisþátta eins og hreyfing, líkamsþyngd, hæð, næring, vöðvamassi og fita skipta máli upp á hámarksbeinmassa," segir hann. Hann segir að vísindamenn séu ekki á einu máli um hvenær há- marksbeinþéttni sé náð. í því sam- bandi hafi verið rætt um aldursbilið 16-35 ára. Erfðir skipta mestu máli varðandi beinþéttni, eða 60-80%, og í þeim hópi eru ljóshærðar konur, sem reykja og eiga móður með beinþynningu í mestri hættu. En þar sem allar konur missa einhverja beinþéttni eftir tíðahvörf fóru menn að velta fyrir sér hvort hægt væri að auka hana með einhverjum Fylgjast þarf vel með ÞAÐ hafa ekki allir þjálfarar, foreidrar né stjórnarfólk í íþróttum verið meðvituð í gegn- um tiðina um vandamál tengd blæðingartruflun- um. Vonandi mun það breytast, því mjög nauð- synlegt er að fylgjast vel með þessum þáttum,“ segir Hlín Bjarnadóttir sjúkraþjálfari, sem hef- ur kynnt sér heilbrigði íþróttakvenna og þjálfað fimleikahópa. Hún segir að áður fyrr hafi verið talið eðli- Iegt að stúlkur sem æfðu mikið íþróttir fengju tíðatruflanir. Jafnvel hafi verið litið á slíkt já- kvæðum augum og Hlín Bjarnadóttir merki um að viðkomandi æfði mikið. Nú séu þetta úrelt viðhorf. Að hennar mati stunda langflestir heil- brigða lífshætti, sem á annað borð stunda íþróttir. Þá á hún við að þeir borði heilbrigt mataræði, búi við reglu- legar svefnvenjur og slíkt. „Hins vegar ef stúlkur fara að þróa hjá sér átvandamál, þá snýst þetta ferli við. Þær fá minni næringu, þá trufi- ast hormónajafnvægi líkamans, sem stuðlar að tíðatrufiunum og jafnvel stoppi. Þá er hætta á beinþynningu og í kjöl- farið aukin hætta á álagsbrotum," segir hún. „Innan íþróttagreina er mest hættan á þessum vandamálum í fimleikum og skautum, sem hVort tveggja eru líkamlega krefjandi en jafnframt er þar krafa um að vera ekki of þungur. Líkamsí- myndin er sú að hafa ákveðið útlit og vera í góðu formi. Þess vegna er meiri hætta á sjúk- legri þróun í þessa átt innan þessara greina.“ Hlín bendir á að raun- ar eigi þetta við í fleiri íþróttagreinum eins og langhlaupi, skíðagöngu eða þar sem keppt er í ákveðnum þyngdar- flokkum og þar sem tal- inn er kostur að vera léttur. hætti, þannig að hún kæmi síðar meir ekki að sök. Gert er ráð fyrir að úrvinnslu rannsóknarinnar verði lokið í vor, en alls tóku 335 konur þátt í henni. Fyrstu mælingar voru gerðar árið 1993 og þá meðal 200 stúlkna á aldr- inum 13 og 15 ára, sem valdar voru af handahófí úr tíu grunnskólum á Reykjavíkursvæðinu. Einnig voru þátttakendur látnir svara stórum spurningalista frá Manneldisráði í sambandi við mataræði. Þremur ár- um seinna var sami hópur rannsak- aður og bætt við tvítugum stúlkum auk samanburðarhópi af 25 ára kon- um. „í fyrra litum við aftur á þessar stúlkur, sem voru þá 18, 20 og 22 ára. í ljós kom að beinin þéttast jafnt og þétt við auknar æfingar fram að tvítugu. Fyrirbyggjandi að- gerðir felast því í reglubundinni lík- amsrækt hjá stúlkum, að minnsta kosti fram að þeim aldri, auk þess að þær hugi að mataræðinu." Spurður hvort skólaleikfimi dugi ein og sér segir Ömólfur að þar sem hver klukkutími á viku í þjálfun bæti beinþéttnina, geri hún vissu- !ega eitthvert gagn. „Fyrstu fimm tímarnir í vikunni virtust hafa mest að segja, en eftir það jókst bein- þéttnin ekki eins hratt, þótt áfram bættist við. Niðurstöðumar benda einnig til að æfingar eins og að hjóla og synda gefi ekki eins milda þéttni og æfingar, þar sem þungi er notað- ur, eins og til dæmis lóð, tækjaleik- fimi, hlaup og stökk. Það sem styður þetta ennfrekar er, að stúlkur sem hafa mestan vöðvamassa hafa einnig mesta bein- þéttni og fylgni var milli hreyfmgar og vöðvamassa meðal stúlkna fram að tvítugu. Einnig hefur verið talað um að þéttholda stúlkur væm með meiri beinþéttni en grannar og það er að vissu leyti rétt. Þó virðist skipta meira máli hvað vöðvamass- inn er mikill, fitumagnið kom þar á eftir.“ Handboltastúlkur með 10-12% meiri beinþéttni í fyrra var handboltastúlkum frá tvítugu til þrítugs bætt við rann- sóknarhópinn. Þær æfa mjög mikið og margar þeirra hafa gert það jafnvel frá unga aldri. „Fyrstu tölur benda til þess, að þær hafi um það bil 10-12% meiri beinþéttni en aðrar stúlkur á þeirra reki. Stórbeinóttar konur með mikinn vöðvamassa virð- ast best settar, en ekki er vitað hvort sá hópur fer frekar í íþróttir en hinar. Þama virðist koma sterkt fram hvað líkamsæfingar skipta miklu máli. Stúlkur sem æfa hand- bolta nota mikið lóð, hoppa og hlaupa, en allt styrkir þetta beinin mikið,“ segir Ömólfur. Líklegt er að stúlkur sem hafa æft fram að tvítugu en hætta upp úr því missi beinþéttni að ein- hverju leyti. Stundi þær hins vegar einhverja reglubundna hreyfingu, jafnvel ekki nærri því eins mikla og þær gerðu áður, er líklegt að þær viðhaldi beinmassanum. Talið er að þær sem hafa aldrei þjálfað neitt en byrja að hreyfa sig reglu- lega í kringum 20-30 ára aldurinn, auki beinmassann að einhverju leyti en ekki nálægt eins mikið og á unglingsárunum. Eftir fimmtugt, þegar tíðahvörf verða, er aftur orðið mjög mikilvægt eins og fyrir tvítugt að viðhalda líkamsræktinni til þess að hægja á beinþynning- unni. Segir Örnólfur að sumar rannsóknir hafi jafnvel sýnt fram á einhverja aukningu á beinmassan- um. Ofþjálfun getur skaðað beinin varanlega En allt er gott í hófi, því sam- kvæmt sænskri rannsókn, sem skýrt var frá nýlega í Svenska Dag- bladet, eiga stúlkur sem ofþjálfa á hættu að skaða beinin varanlega. Astæðuna segja Svíar ekki vera þjálfunina sem slíka, heldur sé það vegna næringarskortsins, þar sem öströgenhormón líkamans minnkar verulega í kjölfar næringarskorts. Örnólfur tekur undir þessi orð og segir að stúlkur sem æfi kringum 17 tíma á viku og stúlkur með lyst- arstol eigi það sammerkt að hætta á blæðingum. „Ef þetta stopp varir í ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.