Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tíbrá fyrir tónelska Tónleikaröð Kópavogsbæjar, Tíbrá, hefur verið hleypt af stokkunum í Salnum. Orri Páll Ormarsson ræddi við listrænan höfuð- paur raðarinnar, Jónas Ingimundarson, en þar kennir margra grasa. Morgunblaðið/Árni Sæberg JÓNAS Ingimundarson við slaghörpuna í Salnum. Með honum á myndinni er Vigdís Esradóttir forstöðumað- ur Tónlistarhúss Kópavogs. KÓPAVOGUR hefur á undanfóm- um árum og misserum haslað sér völl sem tónlistarbær. Þar hefur tónmenning verið stjómvöldum óvenju hugleikin - um það ber hið nýreista tónlistarhús vitni. Á engan er hallað þótt fullyrt sé að tónleika- hald í Kópavogi hafi vaxið fyrir at- beina eins manns, Jónasar Ingi- mundarsonar píanóleikara og tón- listarráðunautar bæjarins. „Fyrir fáum áram var lítið um tónleika í Kópavogi," segir um- ræddur Jónas. „Það er því afar ánægjulegt að bærinn skuli á ekki lengri tíma hafa komist á kortið sem tónlistarbær. Tónleikar hafa í seinni tíð verið tíðir í bænum, eink- um í Listasafni Kópavogs - Gerðar- safni en einnig í Digraneskirkju og segja má að þetta starf ásamt öðru hafí fætt af sér Salinn,“ en svo nefn- ist tónleikasalur Tónlistarhússins. Og áfram heldur Jónas: „Salurinn hefur gjörbreytt ástandinu í ís- lensku tónlistarlífí. Frá því hann var tekinn í notkun, 2. janúar síð- astliðinn, hafa alls verið haldnir tuttugu tónleikar og hátt á fímmta þúsund manns notið þeima. Ég hef ekki heyrt eina einustu hjáróma rödd - það fagna allir tilkomu Sal- arins, allir era glaðir í sálinni.“ Gert er ráð fyrir að Salurinn verði í framtíðinni vettvangur tón- leika af öllu mögulegu tagi. Mun hann meðal annars hýsa tónleikaröð Kópavogsbæjar sem undanfarin ár hefur fengið inni í Gerðarsafni. Hef- ur röðin hlotið heitið Tíbrá. „í tilefni af flutningnum fannst okkur við hæfí að fínna röðinni heiti til að skapa henni sérstöðu," segir Jónas, sem er listrænn höfuðpaur hátíðar- innar. „Okkur var vandi á höndum en völdum loks orðið Tíbrá en það er allt í senn - fallegt, sindrandi, gróskumikið og lifandi. Svo finnst mér líka liggja pínulítil brella í orð- inu, sjónhverfíng, sem er við hæfí en eins og við vitum er fólgin svolítil sjónhverfíng í listinni - hún tekur við þegar orðin þrýtur." Jónas kveðst lengi hafa velt orð- inu fyrir sér en það sem gerði úts- lagið var samnefnt kvæði Þorsteins Valdimarssonar. „Kvæðið studdi okkur tvímælaust í valinu enda er það ákaflega fallegt." Blanda af söng og hljóðfæraslætti Að sögn Jónasar er Tíbrá fram til vors hæfileg blanda af söng og hljóðfæraslætti, „auk þess sem Sal- urinn gerir okkur kleift að opna gluggann til útlanda upp á gátt - aðstaðan er orðin boðleg." Tvennir tónleikar hafa þegar ver- ið haldnir undir merkjum Tíbrár, Bach-hátíðartónleikar og söngtón- leikar Auðar Gunnarsdóttur og Gunnars Guðbjörnssonar. Um þriðju tónleikana, þar sem Þor- steinn Gauti Sigurðsson píanóleik- ari kemur fram, er fjallað annars staðar á síðunni. 16. febrúar efna Einar Jóhannes- son klarínettuleikari og Unnur Sveinbjarnardóttir víóluleikari til tónleika í tilefni af því að í vor verða þrjátíu ár liðin frá því þau luku prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Með þeim leikur Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari. Umhverfis jörðina með Skólakór Kársness er yfirskrift kórtónleika sem haldnir verða í Salnum 28. febrúar. Ber Jónas lof á kórinn. „Skólakór Kársness er eitt af djásn- um íslenskrar tónmenningar og stolt Kópavogs. Þar er unnið gífur- lega mikilvægt uppeldisstarf og þá á ég ekki bara við tóneyrað heldur manneskjuna sjálfa.“ Stjórnandi kórsins er Þórann Bjömsdóttir. Jóhann Smári Sævarsson bassa- söngvari og Helga Bryndís Magn- úsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum 15. mars. Leggjast þeir tónleikar vel í Jónas. „Það verður gaman að hlusta á Jóhann Smára. Hann er menntaður í Þýskalandi og starfaði um tíma við óperana í Köln. Nú kennir hann við óperudeild Tón- listarskólans á Akureyri." 30. mars mætir Kristinn H. Áma- son með gítarinn á Tíbrá. „Það verður gaman að heyra í Kristni en hann er í hópi okkar mörgu góðu gítarleikara og hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn og geislaplötum hans hefur verið einkar vel tekið,“ segir Jónas. Páskabarokk og skáldvaka Páskabarokk er fastm’ liður í tón- leikaröð Kópavogs og verður þráð- urinn nú tekinn upp í Salnum. Flautuleikararnir Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir verða sem fyrr í broddi fylkingar og munu fá til sín gesti. Vaka til heiðurs Þorsteini Valdi- marssyni skáldi verður haldin 10. apríl með þátttöku Skólakórs Kárs- ness, Hamrahlíðarkórsins undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur og fleiri listamanna. Jónas gerir ráð fyrir umfangsmikilli dagskrá til heiðurs „þessum mikla öðlingi". Rit- listarhópur Kópavogs og Lista- og menningarráð Kópavogs standa að dagskránni. Guðrún S. Birgisdóttir kemur fram á flaututónleikum 14. apríl. Með henni leikur Peter Máté á píanó. Finnur Bjamason barítonsöngv- ari verður gestur Tíbrár 23. apríl en með honum leikur breski píanóleik- arinn Graham Johnson en hann er einn eftirsóttasti undirleikari heims um þessar mundir. „Segja má að Graham Johnson sé Undirleikarinn í heiminum í dag, með stóra u-i,“ segir Jónas. „Fyrir utan að vera frábær píanóleikari er hann með allt á hreinu, stórt og smátt, og söngvarar líta á það sem forréttindi að fá að vinna með honum. Finnur naut handleiðslu Johnsons í Lund- únum og hafa þeir unnið talsvert saman, meðal annars haldið tón- leika úti um hvippinn og hvappinn. Mér fannst því tilvalið að fá þá fé- laga hingað á Tíbrá og reyndist það mál auðsótt. Það er afar ánægjulegt en Johnson er stöðugt á faraldsfæti, í Ástralíu í dag, í Suður-Ameríku á morgun og í Salnum í apríl." Jónas segir mikinn feng í Johnson og ekki spillir það fyrir að hann mun halda tvö Master piass-námskeið, undir yfirskriftinni „I meistara hönd- um“, í Salnum laugardaginn 24. apríl. Norræn vika Noraæn vika í tilefni af nýju tón- listarhúsi og afmæli Kópavogs verð- ur 9.-16. maí. „Markmiðið er að gefa gestum frá vinabæjum Kópa- vogs á Norðurlöndum tækifæri til að kynnast nýja tónlistarhúsinu og tónlistarlífinu í bænum. Vonandi verður einhverjum Kópavogsbúum í framhaldi af þessu gert kleift að fara í staðinn utan til að kynna sér sambærilega hluti hjá þeim.“ Lokatónleikar starfsársins verða haldnir 18. maí en þá stíga á svið Hlín Pétursdóttir sópransöngkona og Gerrit Schuil píanóleikari. Hlín starfar í Þýskalandi, eins og svo margir íslenskir söngvarar, nánar tiltekið í Múnchen. Hlé verður gert á Tíbrá næsta sumar en strax næsta haust verður ný dagskrá kynnt. Fullyrðir Jónas að þar muni margt gleðja eyi’að. „Ég er þegar farinn að huga að framhaldinu í Tíbránni, næsta ári og jafnvel því þarnæsta líka. Það er miklu auðveldara að gera áætlanir fram í tímann þegar maður hefur aðstöðuna en í þessu fagi þarf mað- ur að geta séð fram á veginn, því margt af okkar fremsta tónlistar- fólki er mjög upptekið.“ Fyrstu píanó- tónleikarnir í Salnum ÞRIÐJU tónleikar vetrarins í Tíbrá verða haldnir á þriðju- daginn kemur en þá heldur Þorsteinn Gauti Sig- urðsson fyrstu pía- nótónleik- ana í Saln- um. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30. Þorsteinn hefur leik sinn á þrem- ur smástykkjum eftir George Gershwin, kallast þau prelúdí- ur. Þá leikur hann Gnossíu eft- ir Eric Satie og Tunglskins- sónötu Ludwigs van Beet- hovens. Eftir hlé verða fluttar Etýður eftir Frédéric Chopin op. 10 nr. 4, 6 og 8 og tónleik- unum lýkur með sónötu op. 26 eftir Samuel Barber. í frétt frá Tónlistarhúsi Kópavogs segir að það séu tíð- indi þegar íslenskur píanóleik- ari tekur sér það fyrir hendur að flytja síðastnefnda verkið, „eitt glæsilegasta píanóverk samið á þessari öld“. Sónatan er skrifuð 1948 og Vladimir Horovitz frumflutti hana ári síðar í Havana á Kúbu. „Sónat- an er tímamótaverk nýrra strauma." Uppákomukvöld í Listaklúbbi Leikhúskjallarans „dzt...“ er óstaðbundið gallerí fyrir blandaða, lifandi listmiðla eins og gjörninga, hljóðverk, myndbandsverk o.fl. Gjörningar, hljóðverk og mynd- bandsverk UPPÁKOMUKVÖLD á vegum „dzt...“ verður í Listakiúbbi Leikhúskjallarans annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. í fréttatilkynningu segir að „dzt...“ sé óstaðbundið gallerí fyrir biandaða, iifandi listmiðla eins og gjörninga, hljóðverk, myndbandsverk o.fl. Stofnendur „dzt...“ eru lista- mennirnir Gulleik Lövskar og Kristinn Pálmason, sem hyggj- ast skipuleggja „dzt...“-viðburði nokkrum sinnum á ári og bjóða innlendum og erlendum Iista- mönnum þátttöku. Að sögn Kristins eru öll verk- in sem flutt verða í Leikhúskjall- aranum annað kvöld ný og hafa verið gerð sérstaklega fyrir þetta kvöld. Listamennirnir sem taka þátt í þessari fyrstu „dzt...“-uppákomu eru Magnús Pálsson, Sara Björnsdóttir, Páll Thayer, BalduríSjón, Haraldur Jónsson og Þóroddur Bjarnason. Kristinn segir að „dzt...“ sé ekki skammstöfun heldur bara hljóð. Hann segir stefnt að því að skipuleggja lifandi listvið- burði á um það bil tveggja mán- aða fresti og jafnvel minni við- burði inn á milli. Hann leggur áherslu á að gallerfið sé óstað- bundið og að ætlunin sé að fá áhorfendur til að taka virkan þátt í viðburðunum. Uppákoman hefst kl. 20.30 en húsið verður opnað kl. 19.30. Miðaverð er 800 krónur. „Beat“-kynslóð- in í Odda RON Whitehead, ljóð- skáld og bókmennta- fræðingur frá Banda- ríkjunum, flytur opin- beran fyrirlestur í boði heimspekideildar Há- skóla íslands í stofu 101 í Odda, mánudag- inn 1. febrúar kl. 17.15. Fyrirlesturinn ber heitið „The Beat Generation and the Process of Writing" og verður fluttur á ensku. Ron Whitehead var bókmenntakennari við University of Louis- ville frá 1992-97 en hefur síðan verið sjálf- stætt starfandi Ijóðskáld og rit- stjóri. Sem forstöðumaður The Literary Renaissance hefur hann skipulagt fjölda ljóða- og menning- arsamkoma, auk þess sem hann hef- ur haldið fyrirlestra og flutt ljóð sín víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Ron Whitehead hef- ur gefíð út verk nokk- urra „Beat“-skálda og þekkti mörg þeirra persónulega, þ.á m. Al- len Ginsberg, William S. Burroughs, sem nú eru látnir, Gregory Corso, Hunter S. Thompson og Lawrence Ferlinghetti, segir í fréttatilkynn- ingu. Þá kemur fram hóp- urinn Voices Whitout Restraint, en í honum eru auk Rons, Birgitta Jónsdóttir, Danny og Mike Pollock. Einnig kemur fram Stína Bongó og Sneak Attack. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Ron Whitehead
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.