Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 29 Eina leiðin til að Jackie liði betur var að láta henni eftir það sem hún vildi, segir Hilary. Það hafði alltaf verið gert. Og nú vildi hún Kiffer. Hún var að mörgu leyti ósjálfstæð og ósjálfbjarga - nema þegar kom að því að leika á sellóið líf. Eignast eiginmann og fjögur börn, en nú væri Jackie komin á heimili sitt, ætti þar athygli allra vísa og vildi ofan í kaupið taka eiginmann- inn frá sér! Og nú væri hann hjá henni, í hennar rúmi! Samtímis fylgdist ég með systur minni líða vítiskvalir, segir Hilary ennfremur. Jacqueline hafí þjáðst gífurlega og Hilary því vorkennt henni. En ég var oft í einkennilegri stöðu, segir hún; ánægð með að hún skyldi leita til okkar eftir hjálp en fannst ég á sama tíma hafa verið svikin og rænd. Þetta líkamlega samband Jackie og Kiffers varði í um það bil eitt og hálft ár. Hilary segir í bókinni að hún undrist ekki þó fólk spyrji hvernig hjónaband þeirra Kiffers hafi getað haldist við þessar aðstæð- ur. Og svarar: Við slepptum aldrei takinu hvort af öðru. Þegar öllu er á botninn hvolft tel ég hjónaband eins og bankai'eikning: því meii’a sem lagt er inn, því meira er mögulegt að taka út. Og þessi tími var dýr. Þar kom að Kiffer gat ekki meira. Astæða umhyggjunnar var vonin um breytingu til batnaðar, en þar sem ástand Jackie breyttist ekki, komst hann á þá skoðun að hún yrði að leita aðstoðar sérfræðings. Það varð úr og smám saman minnkaði þörf hennar fyrir stuðning Kiffers. Vert er að geta þess að Jackie hafði nefnt það við Kiffer, áður en hún fór að ganga til sálfræðings, að hún fyndi oft fyrir dofa í höndum og fótum. Eftir að hún byrjaði hjá sálfræðingnum fór að bera á slíkum dofa í iljum. Jackie eyddi sífellt meiri tíma í London aftm- og lífið heima í As- hmanshworth varð eðlilegt ó ný hjá fjölskyldunni. Henni líkaði afai' vel við sálfræðinginn, Joffe; álagið færð- ist af Kiffer yfir á hann og hún þurfti ekki að treysta svo gífurlega á mág sinn sem hún hafði gert. Sambandið við Daniel varð aftur eðlilegt þarna um haustið - Hilary segist að vísu ekki vita hvernig það gerðist - og fyrr en varði voru þau farin að ferðast um heiminn á nýjan leik, spilandi á tónleikum. í byrjun árs 1973 lék Jacqueline á tónleikum í Toronto í Kanada en gagnrýnendur voru satt að segja ekki ýkja hrifnir. Henni fannst á þessum tíma að hendumar létu ekki fullkom- lega að stjóm og hitnuðu heldur ekki eins og eðlilegt mátti teljast. Attunda febrúar 1973 kom hún svo aftur fram opinberlega í Bretlandi. Lék þá Elgar konsertinn undii' stjóm Zubin Mehta I Royal Festival Hall og augljóslega vai' ekki allt með felldu. Hilary segist hafa liðið skelfilega meðan fyrsti kaflinn hljómaði. í fyrstu hafi hún þó ekki áttað sig á því hvemig stóð á vanlíðan sinni, en smám saman hafi hún gert sér grein fyrir skilaboðunum. „Jackie var að segja okkur eitthvað sem var okkur um megn að skilja eða umbei'a. Áður fyrr var alltaf von í þessari tónlist þegar hún lék hana, en nú var öll gleði horfin. Eg varð vitni að kross- festingu. Þetta var uppgjör og það grafalvarlegt; kveðjustund systur minnar.“ Jackie bauð systur sinni og mági í mat skömmu eftir umrædda tónleika. Maturinn var góður, en Kiffer hafði á orði að ef til vill væri ekki svo vitlaust að salta hann örlítið meira. Þá var það sem Jackie tók upp saltstaukinn af borðinu og ætlaði að rétta Kiffer hann með hægri hendi - en gat það ekki. Höndin lét ekki að stjórn; dingl- aði eins og í lausu lofti. Hilary hélt í fyrstu að systir sín værl að grínast, en hræðslan í andliti Jackie sann- færði hana um að svo var ekki. í október fór Jackie loks í læknis- rannsókn og niðurstaðan lá fyrir 16. október. Hilary var á heimili for- eldra sinna í London þegar Jackie hringdi. „Ég er með banvænan sjúk- dóm, en hafið ekki úhyggjur. Hann er ekki alvarlegur í mínu tilfelli. Þetta verðm' allt í lagi.“ Ekkert okkar vissi hvað multiple sclerosis var, segir Hilary í bókinni. Daniel var á sífelldu flakki um heiminn, en eftir að ljóst var að Jackie væri haldinn þessum alvar- lega sjúkdómi vildi hann reyna að vera sem mest í námunda við hana. Þegar Sir George Solti hætti með Parísarsinfóníuna var Barenboim boðin staða tónlistarstjóra þar á bæ og þáði það kostaboð. Þaðan var stutt til Lundúna og hann gat því skotist heim annað veifið til konu sinnar. Eftir á að hyggja telja systkinin að sjúkdómurinn hafi verið farinn að láta á sér kræla löngu áður en lækn- ar greindu hvers kyns var. Enda hrakaði Jackie hratt og ekki leið á löngu þar til hún var bundin við hjólastól. Fyrst í stað fékkst hún svolítið við kennslu á sellóið og kom stöku sinn- um fram opinberlega hér og þar. En heilsunni hrakaði smám saman eftir því sem árin liðu og hún varð jafn- framt ruddalegri í tali og framkomu. Hún bjó áfram á heimili þeirra Dani- els í London, og var í umsjá hjúkrun- arkonu. Það mun hafa verið um 1980 að síminn hringdi á heimili Hilary og Kiffers. Húsmóðirin svaraði og yngri systir hennar bað hana að skila því til Kiffers að koma til London þegar í stað því hún þarfnaðist þess að hann hefði við sig kynmök. Hilary varð sem lömuð. Kiffer ræddi um stund við Jackie og sagði henni að ekki væri hægt að fara með þessum hætti til baka í tíma. Sér þætti það leitt, en svarið væri nei. Jacqueline skellti á hann. Hilary segist þá hafa áttað sig á því, og nefnt við Kiffer, að þetta væri líklega í fyrsta skipti sem einhver meðlimur fjölskyldunnar hefði neitað Jacqueline um nokkuð. Jackie talaði ekki við Kiffer framar. Mikil ásl Andy Paterson, framleiðandi myndarinnar Hilary og Jackie, sem byggð er á bókinni, orðaði það svo við greinarhöfund síðastliðið haust að þeir sem helst gagnrýndu bókina hlytu að vera þeir sem ekki hefðu les- ið hana. „Það er mikil ást í þessari bók,“ sagði Paterson þá, og undir það er hægt að taka. Bókin er mögnuð, og það skal játað hér og nú að sá sem þetta skrifar skynjaði bókina ekki þannig að systkinin vildu sverta minningu systur sinnar. Þvert á móti tók hann það trúanlegt sem þau nefna, að nokkrum árum eftir lát hennar hafi þau íyrst treyst sér til að fara gegnum ýmis bréf og önnur gögn og komist að þeiirí niðurstöðu að með því að skrifa bók um samband sitt og Jaequeline tækist þeim best að „eignast" aftur minninguna um sysL urina látnu. Hún hefur fyrir löngu verið sett á stall sem stórkostlegur listamaður, en sú Jacqueline sem þau þekktu og vildu líka muna, systirin, fannst þeim gleymd. Ég get því tekið undir það að í bókinni er mikil ást. „Þetta em minningar okkar. Bók- in er ekki ævisaga eða uppgjör á ferli Jackie. Þetta er einfaldlega það sem gerðist. Við bjóðum lesandanum sögu fjölskyldu okkar, innan frá,“ segja höfundarnh' í aðfaraorðum bókarinnar. í dómi um hana í Sunday Times sagði m.a. á sínum tíma: „Bók sem þessi gerir skáld- skap óþarfan," og mikill sannleikur felst í þein'i umsögn. Bókin er ótrú- leg. Hilary segir frá því í bókinni, að Piers hafi fyrii' nokkrum árum rekist á tilvitnun, sem þau birta - án þess að skýra ástæðu þess frekar. Raunar má áætla að hún þurfi ekki útskýr- ingar við, og systkinin séu henni sammála. Hún er svona: „Þrjú börn, hið minnsta, eru hvem fjölskyldu nauðsyn. Sé eitt þeirra snillingur þarf tvö honum til stuðnings.“ Eftii' lestur bókarinnar vh'ðist þetta raun- sætt mat. Jacqueline du Pré lést á heimili sínu í London að kvöldi mánudagsins 19. október. Daniel var hjá henni. Útsala 30. ianúar -13. febrúar mmmem m m , í? -1 llWp 1 i ■ r 1 l m ■ ll ll: I I jf I 1 i ffi S i St...1...! 111 I I 1 ■ . lll II 1 M lil || II I III S 8 B New York skápa/hillusamsfœða: 39.900,- verð áður: 79.100,- Lisbonne kommóða: 19.522,- verð áður: 39.330,- UtSCllQ y q pyj Q |*y> Myndarammar: 45% afsláttur Pacino sófi: 39.900,- verð áður: 59.900,- ht iQnonn S \ xJ w \A I I Capo hilla: 7.900,- verð áður: 14.400,- Lago söfaborð: 19.900,- verð áður: 34.800,- ftiUíir Binari matarstell: 75% afsláttur Marco eldhússtólar: 2.900,- verð áður: 4.900,- t jrvn I % 'wi I Porto barna-bókahilla: 12.900,- verð áður: 22.500,- Osara borðstofuborð: 21.950,- verð áður: 31.950,- ntcn h 1*J i I vJ Leikföng: 70% afsláttur Lampar og Ijós: 30% afsláttur fleira Ailar vörur sem ekki eru á útsölu eru með 15% afslœtti. habitat KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.