Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ Gufunesstöðin hættir á morgun, mánudag- inn 1. febrúar, að veita morse-fjarskipta- þjónustu á 500 kílóriðum. Lárus Jóhanns- son segir morse-fjarskiptin hafa hljómað úr viðtækjum stöðvarinnar í rúmlega 80 ár. Það verður á margan hátt eftirsjá að þess- um fjarskiptamiðli. Morsið hljómar fyrir flestum loftskeytamönnum eins og falleg tónlist. Nú er þessu lagi lokið þó það lifí í minningunni sem taktfastur bjargvættur sjófarenda og samskiptamiðill. ■ W ARIÐ er 1832. Póstskipið SULLY er á leið frá Bretlandi heim til Bandaríkjanna. í matsal skipsins sitja nokkrir menn að snæðingi og eru í alvarlegum umræðum um helstu uppgötvanir og kenningar um raf- magnið. Þar á meðal eru þeir þeir Charles Jaekson frá Boston, einn fremsti skurð- læknir þeirra tíma og Samuel F.B. Morse, þá einn efnilegasti listmál- ari Bandaríkjanna. * Charles Jackson virtist hafa yfírgi-ipsmikla þekkingu á umræðu- efninu, og undrun þeirra borðfélaga verð- ur ekki lýst þegar hann staðhæfði að tilraunir hefðu leitt í ljós að raf- magn færi á augnabliki eftir löngum vírleiðsl- um. Þessi staðhæfing Charles Jacksons gaf Samuel F.B. Morse hugmyndina. Var ekki hægt að senda skeyti með rafmagni? Það mætti eflaust finna merkjakerfi og leiðir til að senda skeyti fram og til baka. Þessi hugmynd átti hug hans allan það sem eftir var sjóferðarinn- ar. Þegar SULLY kemur svo til hafnar hefur Morse samið merkja- , kerfi úr punktum og strikum, sem þýða má í orð. Samuel F.B. Morse kveður skipstjórann með þessum orðum. „Well captain, should you he- ar of the telegraph one of these days as the wonder of the world, remem- ber that the discovery was made on the good ship SULLY.“ eða sem út- leggst á íslensku: Jæja, skipstjóri, ef þú skyldir einhvem daginn heyra af ritsímanum sem undri veraldar, , mundu þá að hann var uppgötvaður hér um borð í því góða skipi, Sully. Samuel F.B. Morse fékk síðar í fé- lag með sér mikinn völundarsmið og : hugvitsmann Alfred Vail, sem átti t stóran þátt í uppfinningu fyrsta not- - hæfa ritsímans og fann einnig upp ¥ morse-sendilykilinn. Alfred Vail sendi fyrstu orðin sem send voru á morse-stafrófinu en Samuel F. B. . Morse tók á móti þeim. Þessi orð p voru: „A patient waiter is no loser.“ ?. sem heimfæra má upp á íslenska orðatiltækið: Þolinmæði þrautir vinnur allar. Afram var unnið af fjölmörgum áhuga- og hugvitsmönnum að því að t geta sent skeyti þráðlaust í gegnum \ _ loftið með rafsegulbylgjum. Þá ) ' horfðu menn helst til þess öryggis sem það hefði fyrir skip að geta haft samband við land, og einnig að geta haft þráðlaus fjarskipti yfir langar vegalengdir. Það var svo í kringum árið 1895 að Guglielmo Marconi hafði tekist að smíða nothæf loftskeytatæki, og er hann af flestum talinn uppfinninga- maður þeirra. 3. mars 1899 var í fyrsta skipti í veraldarsögunni send hjálparbeiðni frá nauðstöddu skipi með loftskeyta- tækjum, þegar vitaskipið á East- Goodwin grynningunum við Bret- land varð fyrir alvariegum skemmd- um af völdum ásiglingar. 500 kHz (kílórið) tíðnin var svo fyrst notuð árið 1902 . Það var e.s. Philadelphia sem setti glæsilegt met í loftskeytasendingu milli skipsstöðv- ar og lands. Með tækjum sem talin voru geta dregið allt að 65 sjómflur, _ sendi loftskeytamaðurinn skeyti úr 150 mflna fjarlægð. Áður höfðu loft- skeytafjarskiptin farið fram á 1000 kHz. Fyrsta auðkenni um að um neyð- arsendingu á morse væri að ræða, var skammstöfunin CQD. Fyrsta loftskeyta- stöðin sem sett var upp á Islandi, var sett upp af Mr. Densham loft- skeytafræðingi frá Marconi félaginu. Þetta var tilraunastöð og var tekið á móti fyrsta loftskeytinu þ. 26. júní 1905 frá Pold- hu í Cornwall á Englandi. Þessi stöð var starfrækt til 12. okt. 1906. Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um loft- skeytafjarskipti var svo haldin árið 1906 í Berlín. Þar var sam- þykkt að SOS yrði al- þjóðlegt neyðarmerki á morse. Þetta merki var upprunnið frá Þjóðverjum, sem not- uðu SOE merkið til að kalla í nálæg skip. Þjóðverjar vildu að það yrði gert að alþjóðlegu neyðarmerki, en þar sem síðasti stafurinn E (einn punktur) virtist ekki nægjanlega glöggur og hætta á að hann gæti fall- ið niður í radíótruflunum var ákveðið að nota S (3 punktar) í staðinn. SOS neyðarmerkið tók þó ekki formlega gildi fyiT en í júlí 1908.1 gegnum tíð- ina hafa verið hafðir uppi skáldlegir tilburðir við að lesa úr merkinu svo sem: „Save our souls.“ „Save our ship.“ „Send out succour," en þetta hefur ekki við nein rök að styðjast. Á ráðstefnunni var ákveðið að enginn mætti vera viðriðinn loft- skeytaflutning nema hafa til þess full réttindi. Vilhjálmur Finsen var fyrsti íslenski loftskeytamaðurinn og fyrsti Norðurlandabúinn sem tók loft- skeytapróf. í bók sinni „Alltaf á heimleið“ sagði Vilhjálmur frá því er hann var á skipi á leið frá Ameríku til Rotterdam og var að tala við stall- bróður sinn á morse, sem var á skipi frá Anchor skipafélaginu er var á leið frá Glasgow til New York. Það skip var nokkru norðar í hafinu en sambandið ágætt. Segir stallbróðir hans honum, að hjá sér sé maður sem þekki hann vel og vilji gjarna heilsa upp á hann. „Hver er það?“ spurði Vilhjálmur. „Mr. Einar Bene- diktsson frá Reykjavík,“ svaraði hinn. „Og svo sat ég þama og talaði íslensku við Einar skáld, áreiðanlega fjórðung stundar eða lengur,“ segir Vilhjálmur í bókinni. Fór „samtalið“ fram á þann hátt, að Einar skrifaði á blað það sem hann vildi segja, af- henti það loftskeytamanninum, sem síðan sendi það til mín á morse. Síð- an skrifaði loftskeytamaðurinn niður það sem ég sagði, og afhenti Einari.“ Árið 1912 var ákveðið á alþjóðlegri fjarskiptaráðstefnu í London að 500 kflórið skyldi vera aðaluppkallsbylgja á morse í skipafjarskiptum og ákveð- in 3ja mínútna þagnartímabil hjá strandarstöðvum á hverjum stundar- fjórðungi, sem gerði þeim kleift að hlusta eftir neyðarmerkjum. Fyrsta loftskeytastöðin sem sett var í íslenst skip var sett í e.s. Goða- foss í júní 1915 og fékk Goðafoss kallmerkið OZS, en loftskeytatæki var ekki sett í íslenskt fiskiskip fyrr en árið 1920, en það var sett í b/v Skallagrím. Fyrsti íslenski loft- skeytamaðurinn sem skráður var á íslenskt skip var Friðbjörn Aðal- steinsson á e.s. Gullfoss. Vlilhjálmur Finsen var fýrsti menntaði loftskeytamaðurinn á Norðurlöndum. SÍMRITARI að störfum með tækjum Morse. morse Með lögum frá Alþingi 1912 var þáverandi ríkisstjórn heimilað að láta reisa loftskeytastöð í Reykjavík eða nágrenni, sem aðallega væri ætl- að að hafa samband við skip, en jafn- framt sem varasamband fyrir sæsímasambandið sem komið var á árið 1906. Hinn 8. maí 1918 var Loft- skeytastöðin í Reykjavík, sem reist var vestur á Melum, að fullu uppsett, með 5 kW neistasendi, loftnetum í 77 metra háum möstrum og tveimur kristalsviðtækjum. Það var svo þann 17. júní sama ár að stöðin var form- lega opnuð til almennra fjarskipta, eftir áralanga baráttu frumkvöðla fyrir þráðlausu loftskeytasambandi við umheiminn. Fyrsta kallmerki stöðvarinnar var OXR en það var fengið að láni hjá Dönum. En árið 1919 fékk stöðin íslenskt kallmerki, TFA, sem hún hefur haft síðan. Loftskeytastöðvar voru síðar settar hér upp víðar um landið, aðallega til öryggis og fjarskipta við skip. A þessum árum fóru öll fjarskipti við skip, sem á annað borð höfðu loftskeytatæki um borð, fram á morse. Síðar komu talstöðvarnar til skjalanna uppúr 1926 og þar með talfjarskiptin. Morsefjarskiptin voru þó aðalfjarskiptaleiðin lengi framan af, en með talstöðvunum opnaðist möguleiki fyrir talfjarskipti og 10. maí árið 1938 var opnuð talafgreiðsla milli skipa og símnotenda hér á landi, sem fór fram á millibylgjum, og varð strax mjög vinsæl. Morsefj- arskiptin töldust þó mun öruggari samskiptaháttur þar sem þau byggð- ust upp á merkjakerfi, sem eru stutt eða löng merki raðað saman þannig að þau mynda staf. Þetta merkja- kerfi varð síður truflunum að bráð en talfjarskipti fyrstu áratugina. Einnig hamla tungumálaörðugleikar ekki fjarskiptum á morse milli ólíkra þjóðtungna, því sá sem hefur þekk- ingu og færni í að lesa morse getur tekið við skeyti á hvaða tungumáli sem er, þó hann skilji ekki orð í sjálfu tungumálinu. Á hernámsárunum lagðist allt tal- samband við skip niður og var svo öll styijaldarárin. Öll önnur fjarskipti stöðvarinnar við íslensk skip voru einnig verulega takmörkuð og undir ströngu eftirliti hemámsliðsins. Strandarstöðvamar voru hins vegar í stöðugri notkun til fjarskipta við her- skip bandamanna og að dómi kunn- ugra komu þær að ómetanlegu gagni í hemaðaraðgeðum þeirra. í grein eftir Hallgrím Matthíasson stöðvar- stjóra segir um þetta: „Þegar her- námsliðið, sem hingað kom 10. maí 1940, sá að Loftskeytastöðin í Reykjavík TFA (auðkenni Reykjavík- ur-radíós) var betur búin radíótækj- um bæði til sendingar og viðtöku en hliðstæðar loftskeytastöðvar í Bret- landi, vildu þeir ekki líta við þeim tækjum sem þeir höfðu meðferðis, enda hefðu þau ekki komið að vem- legum notum hér á landi. Þær fjar- skiptastöðvar sem þeir komu sér upp hér á landi vora eiginlega ekki tilbún- ar til fjarskipta fyrr en seint og um síðir. Loftskeytastöðin í Reykjavík varð þess vegna eins konar radíómið- stöð fyrir herskipaflota og skipalestir bandamanna á Norður-Atlantshafi og við strendur Islands.“ Hallgrímur segir einnig frá í greininni: „Bretarnir létu þá skoðun oft í ljós við mig að margt hefði farið á annan veg hefði TFA ekki notið við, og man ég alveg sérstaklega eft- ir því þegar H.M.S. Hood var sökkt fyi-ir norðvestan Island og eltingar- leikurinn við Bismarck, best búna orrustuskip veraldar, hófst. Þá varð einum sjóliðsforingja Breta að orði að „TFA hefði unnið orrustuna um Atlantshafið.“ Á erfiðustu stríðsár- um bandamanna á hafinu, 1941-1943, tók TFA oft, og stundum daglega, við neyðarköllum frá sökkvandi skip- um. Þessi neyðarköll sendi svo TFA áfram til skipa og flugvéla. Þannig átti TFA oft, fyrr og síðar, beinan og óbeinan þátt í björgun óteljandi mannslífa. Stuttbylgjufjarskipti við skip á morse hófust 1960, í fyrstu frá Gufu- nesstöðinni þar sem fjarskipti við flugvélar fóru fram, en sú þjónusta við skip var sameinuð þjónustu Loft- skeytastöðvarinnar í Reykjavík eftir að Loftskeytastöðin í Reykjavík var flutt í Gufunes árið 1963. Á stutt- bylgjum má ná fjarskiptasambandi yfir gífurlega miklar vegalengdii-, milli landa og heimsálfa. Þeir eru ófáir sem eiga morsefjar- skiptunum líf sitt að launa um allan heim, bæði í lofti, láði og legi, allt fram á þennan tíma. Þau líf má ör- ugglega telja í tugum þúsunda ef ekki hundruðum þúsunda í gegnum tíðina. Á síðari árum hefur fjarskipta- tæknin þróast svo hratt að varla festir auga á. Það sem er tæknibylt- ing í dag verður úrelt á morgun. Þrátt fyrir það hafa morsefjarskiptin þó staðist tímans tönn nánast í heila öld og þá lengst af fyrir sjófarendur. Sú staðreynd hlýtur að staðfesta, hversu öruggt það kerfi hefur verið og það traust sem það hefur notið, ekki síst meðal sjófai’enda. En allt hefur upphaf og endi. Eitt tekur við af öðra, maður af manni, kynslóð af kynslóð, sjálfvh’kni af handvii-kni og nýjar tæknilausnir blasa við okkur frá degi til dags. Með tilkomu metrabylgju-talfjar- skipta (VHF) við skip og flugvélar, urðu talfjarskipti mun auðveldari yf- ir styttri vegalengdir. Árið 1967 voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.