Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 J------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Kæru vinir, alúðarþakkir færum við ykkur fyrir einlæga samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, ÁSTU JÓNSDÓTTUR frá Þúfu í Kjós, Fellsmúla 7 í Reykjavík. í Ijúfu viðmóti vina leynist sá hjartans strengur sem tengir okkur öll saman undir handleiðslu Drottins. Guð blessi ykkur og varðveiti alla tíð. Sveindís Eggertsdóttir Charais, Þorsteinn Veturliðason og fjölskyldur. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Sauðá, Vatnsnesi. Ellert Gunnlaugsson, Aðalheiður Jónsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Sverrir Gunnlaugsson, Matthildur Birgisdóttir, Þorgeir Gunnlaugsson, Þórunn Eiríksdóttir og barnabörn. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR GUÐLAUGSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á deild A7 Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Hjúkrunarþjónustu Karitas. Helgi Þorsteinsson, Elín Helgadóttir, Gunnar Hákon Jörundsson, Guðlaugur Már Helgason, og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR (Gógóar), Austurbrún 6, Reykjavík. Katrín Guðbrandsdóttir, Hrafnhildur Guðbrandsdóttir, Magnús Jóhannsson, Benedikt Guðbrandsson, Jónína Róbertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. r. '> l + Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og lang- ömmu, GYÐU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hólmgarði 9. Sérstakar þakkirtil starfsfólks hjartadeildar B7, Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Birna Ingadóttir, Bragi G. Bjarnason, Guðmundur Ingi Ingason, Sigrún Pálsdóttir, Guðmundína Ingadóttir, Júlíus Ingason, Bettý Ingadóttir, Ástríður Ingadóttir, Hulda Fríða Ingadóttir, Sigurður Ingason, Þóra Árnadóttir, Valgarð Reinhardsson, Magnús Theodórsson, Sigurbjörn Þorleifsson, Sólrún Rögnvaldsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Grímur Guðmundsson, ömmubörn og langömmubörn. HUGO ANDREASSEN + Hugo Andreas- sen fæddist í Reykjavík hinn 16. maí 1928. Hann lést 21. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Inga Lovísa Þorláksdóttir f. 4.8. 1901, d. 15.10. 1970, og Ole Christi- an Andreassen, f. 22.8. 1894, d. 2.10. 1980. Systkini Hugos eru Sofie Marie, f. 3.5. 1925, Sverre, f. 18.5. 1930, d. 1938, og Erling, f. 30.9. 1936. Auk þess átti Hugo tvær systur, Sofie og Ernu sem báðar létust á fyrsta aldursári. Fyrri kona Hugos var Guðrún Karlsdóttir, f. 3.8. 1929. Þau slitu samvistum. Þeirra börn eru 1) Oli Orn Andreassen, f. 17.9. 1951, og á hann fjögur börn. 2) Inga H. Andreassen, f. 10.9. 1952, og á hún þrjú börn. 3) Karl Andreassen, f. 12.6. 1964, og á hann þrjú börn. Hinn 12. október 1985 kvæntist Hugo Margréti Andreas- sen, f. 12.10. 1941. Dóttir Margrétar og stjúpdóttir Hugos er Sigþrúður Þorfinns- dóttir, f. 27.8. 1967. Hugo lauk versl- unarprófi frá Versl- unarskóla íslands vorið 1947. Tveimur árum seinna lauk hann stúdentsprfófi frá sama skóla. Hann hóf há- skólanám í viðskiptafræði en hætti námi eftir eitt og hálft ár. Hugo vann alla sína tíð við skrif- stofustörf og lengst af hjá Máli og menningu. Utför Hugos fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 1. febrúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Hugo, ég þakka þér fyrir alla þína ást, umhyggju og tryggð. Fyrst og fremst þakka ég fyrir að þú varst ekki einungis eiginmaður minn, heldur jafnframt minn besti vinur. Eg veit að þú ert nú kominn á betri stað og að vel hefur verið tekið á móti þér. Megir þú ávallt ganga í ljósinu. Mig langar að lokum að kveðja þig með eftirfarandi ljóðlín- um. Svefninn flýr mig um svartar nætur, sætir þú nú við rúmstokk minn, heyrirðu hvemig hjartað lætur, heit meðan falla tár um kinn. Þessum hjartslætti, þessum tárum þó vil ekki skipta neitt, og ekki kvíðanum svona sárum. Hann sýnir það, hvað ég ann þér heitt. (Páll Ólafsson.) Þín elskandi eiginkona, Margrét. Eg kynntist Hugo fyrst þegar ég var 13 ára í minni fyrstu sumar- vinnu hjá Máli og menningu en þá vann hann þar hjá forlaginu. Hugo var maður með mjög létta lund og góða kímnigáfu og féll mér strax vel við hann. Þegar hlátrasköll heyrðust úr kaffistofunni gat mað- ur verið viss um það þar væri Hugo á ferð. Mamma mín og Hugo felldu hugi saman og hófu sambúð þegar ég var 16 ára. Þá kom nú annað hljóð í strokkinn hjá mér. Mér leist ekkert á að hann kæmi og tæki mömmu frá mér sem ég hafði haft út af fyrir mig fram að þeim tíma. Sambúðin leiddi því í fyrstu til nokkurra árekstra milli hins dyntótta ung- lings og mannsins sem elskaði mömmu. Hugo reyndi þó allt hvað hann gat til að vinna vináttu mína og vildi ganga mér í föðurstað. Eftir því sem árin liðu efldist samband okkar og mér þótti alltaf vænt um að hann leit á mig sem dóttur sína. Á öllum afmælis- eða jólakortum skrifaði hann ávallt undir „Hugo pabbi“. Einnig veit ég að Sigurjón leit alltaf á hann sem tengdaföður sinn en tengslin þeirra á milli urðu strax góð. Meðan Hugo hafði heilsu til eyddu þeir ófáum stundum í bíla- viðgerðir og annað dútl í bflskúrn- um. Ég verð líka Hugo ævinlega þakklát íyrir að hafa hvatt mig þeg- ar ég var í námi. Þegar ég var hér um bil hálfnuð með laganámið hellt- ist yfir mig mikill námsleiði og ég ætlaði að hætta. Þá stappaði Hugo í mig stálinu og já, jafnvel hálfmútaði mér með höfðinglegri bókagjöf en hann vissi náttúrlega af bókaást minni. Sjaldan hef ég svo séð hann eins stoltan og þegar ég útskrifaðist úr lagadeildinni tveimur árum seinna. Hugo var maður mjög vinnusam- ur og féll aldrei verk úr hendi. Það var því mikið áfall þegar hann fékk fyrstu heilablæðinguna árið 1995 og missti mál og mátt hægra megin í líkamanum. En Hugo var vilja- sterkur og þrjóskur maður og ætl- aði sér að ná bata. Af þrautseigju og með þrotlausum æfingum fékk hann málið aftur og öðlaðist smá- mátt í hægri fæti og gat aðeins gengið um með staf þótt hann hafi verið meira eða minna bundinn við hjólastól. Mamma og Hugo gengu saman í gegnum ýmsa erfiðleika tengda veikindum þeirra beggja. Mér finnst í raun ótrúlegt að á seinustu árum skuli hvougt þeirra hafa bug- ast. En þau voru samheldin og ástin sterk og þau studdu hvort annað í einu og öllu. Þegar Hugo lá á sjúki-ahúsum heimsótti mamma hann hvern einasta dag og svo hringdust þau einnig á, jafnvel oft á dag. Veikindi Hugos hafa verið lang- vinn og erfið en þegar kallið kom kom það snögglega og varð öllum mikið áfall. En ég trúi því að nú líði honum betur og hann hafi fengið langþráða hvíld. Elsku Hugo, ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þinni hjartahlýju og einstakri kímnigáfu. Þú gafst mér mikið þau ár sem við þekktumst. Ég bið góðan Guð að veita mömmu minni styrk í þeirri miklu sorg sem hún þarf nú að ganga í gegnum. Dúa. Það er 6141 tt að kyngja því að hann elsku afi okkar sé dáinn. Sorg- in er mikil, því hann var svo góður og skemmtilegur, örlátur, glettinn og traustur vinur. Það er gott að hafa átt afa eins og hann. Hann gaf sér tíma fyrir okkur, lék við okkur, spjallaði við okkur tímunum saman og það var alltaf gott að vera nálægt honum. Það kom oft fyrir að hann kryddaði samræðurnar okkai' með fyndnum innskotum og útúrsnún- ingi. Ekki vantaði húmorinn! Brosið hans lífgaði upp allt í kringum hann og brosið eitt og nærvera hans gátu glatt okkur svo mikið að okkur leið vel lengi á eftir. Svoleiðis hefur það alltaf verið. Afi gat líka verið alvarlegur. Hann skildi okkur vel. Hann skildi alvöruna í vandamálum okkar og gat sett sig inn í þau og hjálpað okkur að finna lausn á þeim. Hann var strangur þegar þess þurfti, en þó alltaf strangur á skynsamlegan hátt. Hann vildi að okkur liði vel og að við værum skynsöm og kæmum vel fram við aðra. Sjálfur kom hann alltaf vel fram við okkur. Stundum var hann þrjóskur. Hann var ekki þrjóskur við okkur barnabörnin, en við tókum eftir því að hann gaf sig sjaldan. Þegar við vorum lítil í Hraunbænum hjá honum og ömmu, fann hann alltaf eitthvað spennandi til þess að sýna okkur og fræða okkur um. Hann gaf okk- ur margar bækur til þess að lesa, strumpa til þess að leika okkur að og sagði okkur frá langafa og langömmu til þess að kenna okkur að fjölskyldan er það mikilvægasta sem við eigum. I sorginni finnum við hvað við erum heppin að eiga góða fjölskyldu. Eftir að þau amma skildu var sambandið minna á tímabili, en alltaf jafn gott. Afi var alltaf afi, umhyggjusamur og hress, aldrei langt í brosið. Þessi síðustu ár með afa hafa verið okkur dýrmæt. Hann þurfti því miður að ganga í gegnum sjúkdóma og langa sjúkrahúslegu, en alltaf batnaði honum. Alltaf tókst honum að verða hann sjálfur aftur. Alltaf kom hann okkur á óvart með hvað hann mundi mikið þrátt fyrir allar þessar hörmungar, sem við vildum óska að hann hefði ekki þurft að þola. Þrjóskan kom honum vel. Hann var ákveðinn í að halda áfram að vera hjá okkur og njóta þess. Hann fékk að sjá fyrsta barnabarnabarn- ið sitt, hana Brynhildi Sól. Elín- borg Dís náði ekki að hitta hann, en hún, eins og öll önnur börn sem munu fæðast inn í þessa fjölskyldu, mun fá að heyra mikið gott um hann. Afi tók okkur alltaf vel, við vorum alltaf velkomin til hans og hann var aldrei of veikur til þess að brosa til barnabarnanna og gantast og spjalla við okkur. Hann sýndi okkur vel hvað honum þótti vænt um okk- ur og sú ást var gagnkvæm. Það er erfitt að kveðja afa í hinsta sinn, en hann er ekki horfinn úr huga okkar. Afi er með bros á vör og opna arma í minningunni og sú minning er ómetanleg. Þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur, afi. Friður sé með þér. Erna, Edda og Snorri. Elsku Hugo langafí. Takk fyrir allar góðu hugsanirnar. Nú geturðu fylgst með okkur alltaf. Við gleym- um þér aldrei og seinna mun Binna kenna Ellu að „H er stafurinn hans Húddó langafa". Hvfldu í friði. Langafastelpumar, Brynhildur Sól og Elínborg Dís. Elsku afi minn. Þú gast grætt mig af gleði alveg síðan þú veiddir upp klosann minn úr moldvörpuhol- unni á tjaldferðalaginu í Svíþjóð þegar ég var lítil. Yfirleitt grét ég af gleði þegar ég hitti þig af því að ég hafði saknað þín síðan síðast. Núna sakna ég þín svo mikið að orð fá því ekki lýst. Þú hefur verið mér ómet- anlegur og einstakur vinur sem reyndist mér alltaf vel. Þú verður alltaf ofarlega í huga mér og til- hugsunin um þig yljar mér um hjartarætumar. Nú ertu farinn til langafa, langömmu og Sverris. Ég elska þig, afi minn, og ég vona að þér líði vel. Þín, Erna. Elsku afi. Við þökkum þér fyrir þann tíma sem við höfum fengið að njóta návistar þinnar. Þú varst alltaf svo skemmtilegur við okkur og það var svo gaman að heimsækja þig í haust og nú í janúar. En nú fá- um við ekki að sjá þig aftur og vilj- um við kveðja þig með bæninni sem þú fórst svo oft með fyrir pabba okkar. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Bless elsku afi okkar og guð blessi þig. Aron Orn Karlsson, Sara Karls- dóttir, Sandra Karlsdóttir. Elsku afi okkar, núna ert þú farinn frá okkur. Þú sem varst svo glaður og skemmtilegur þegar við vorum nálægt þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.