Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjármálatengsl ASÍ og
atvinnurekenda áhrifamikil
Niðurstöður rannsóknar sem Herdís Dröfn
Baldvinsdóttir gerði á tengslaneti milli
ASI og atvinnurekenda sýna að það er
mikið að vöxtum og veldur ákveðinni þver-
—---------------------7-7-------------------
sögn í starfsemi ASI. I samtali við Guð-
rúnu Guðlaugsdóttur sagði Herdís að
margt benti til að fjármálatengsl þessara
aðila, einkum í lífeyrissjóðakerfínu, hefðu
vaxandi áhrif á afkomu fyrirtækja og al-
mennra launþega í landinu.
TENGSLANET fjárhags-
legra afla á íslandi
(Networks of Financial
Power in Iceland) er fyrir-
sögn doktorsritgerðar
sem Herdís Dröfn Bald-
vinsdóttir hefur nýlega varið við
háskólann í Lancaster í Bretlandi.
Undirfyrirsögn er í lauslegri þýð-
ingu á íslensku Þversögn verklýðs-
hreyfingarinnar eða The Labour
Movement Paradox. í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins sagði
Herdís að hún hefði byrjað að vinna
að þessu verkefni árið 1990 með
styrk frá British Council. „En það
reyndist mun umfangsmeira en ég
hélt fyrst þegar farið var að vinna
við það,“ sagði hún. í ritgerð þess-
ari, á röskum þrjú hundruð síðum,
er skoðuð samvinna atvinnurek-
enda á Islandi við verkalýðshreyf-
inguna - ASÍ - í fjármálageiranum,
einkum í lífeyrissjóðakerfinu.
„Eftir nám mitt við í sálaríræði
við Háskóla íslands fór ég yfir í
mastersnám í vinnumarkaðsfræð-
um og stjómun við háskólann í
Lancaster. í upphafi doktorsverk-
efnis míns byrjaði ég með eina
rannsóknarspurningu,“ segir Her-
dís. „Þessi spurning var grundvöll-
uð á kynnum mínum af Alþýðusam-
bandi íslands, en fyrir einstök félög
innan sambandsins vann ég tvö stór
rannsóknarverkefni í félagi við
Hansínu B. Einarsdóttur. I þessu
starfi okkar öðlaðist ég þá sýn á
ASI að þar færu sterk samtök en
sem eigi að síður skiluðu ekki miklu
til sinna félagsmanna og það þótt
mér rannsóknarvert. Fyrsta spurn-
ingin var því: „Hver er skýringin á
því að ASÍ er sterkt samband fé-
lagslega og fjárhagslega en það
skilar sér ekki til félagsmanna
þess?“ Það sem ekki síst vakti mig
til umhugsunar um þetta mál var
að 1989 var Islandsbanki stofnaður
með fulltingi ASÍ - þann veginn að
Aiþýðubankinn rann saman við
hinn nýja banka og lífeyriskerfi fé-
laga í ASÍ er stór bakhjari íslands-
banka. Þetta leiddi mig út í ná-
kvæmari sldlgreiningu á rannsókn-
arspurningunni og varð hún á
þessa leið: „Getur útskýringin fyrir
þessari þversögn (Paradox) í starfi
ASÍ legið í tengslum á milli at-
vinnurekanda og stjómenda félaga
í ASÍ, sérstaklega í gegnum sam-
vinnu þeirra í stjómun íslands-
banka og almennu lífeyrissjóðanna.
Þessi nánar útfærða rannsóknar-
spuming leiddi svo til að ég setti
UPP þrjú rannsóknarmarkmið: í
fyrsta lagi að meta hvort samvinn-
an milli leiðtoga ASÍ og atvinnurek-
enda hafi haft áhrif á a) miðstýr-
ingu fjármagns, b) láglaunastefnu
og atvinnuleysi (sem ríkti um þær
mundir). í öðru lagi að skoða þá
þverstæðu sem þessi samvinna sýn-
ist vera fyrir ASÍ og í þriðja lagi að
gefa innsýn inn í núverandi valda-
kerfi með því að greina uppbygg-
ingu fjárhagslegs valds á íslandi.
En fékk Herdís upplýsingar sem
leiddu til þess að hún gæti svarað
þessum spumingum þannig að full-
nægjandi væri? „Það var mjög
erfitt og tók langan tíma. Ég tók
viðtöl við formenn lífeyrissjóða, al-
marga formenn félaga innan ASÍ,
þáverandi forseta sambandsins og
formann Vinnuveitendasambands
íslands. Miklar upplýsingar fékk
ég úr Morgunblaðinu. Tengdamóð-
ir mín sendi mér blaðið í sex ár og
ég klippti samviskusamlega út allar
greinar sem snera t.d. að lífeyris-
sjóðsmálum, hlutabréfamarkaði,
kjarasamningum, íslandsbanka og
bankakerfinu yfirleitt. Skýrsla
Samkeppnisstofnunar um stjómun
og eignatengsl í íslensku atvinnulífi
var einnig mildlvæg heimild. Svo og
bók Örnólfs Árnasonar Kolkrabb-
Stjórnunartengsl á milli valdakjarna og aimennu lífeyrissjóðanna
í stjóm 5 fyrirtækja
í stjóm 4 fyrirtækja
í stjórn 3 fyrirtækja
í stjóm 2 fyrirtækja
ÍSLANDSBANK! HF.
Einar Sveinsson
Guðmundur H. Garðarsson ■
Sveinn Valfells
Örn Friðriksson
Ásmundur Stefánsson ----
Magnús Geirsson---------
Brynjólfur Bjamason
Indriði Pálsson —
SJÓVÁ-ALMENNAR HF.
- Benedikt Sveinsson
Hjalti Geir Kristjánsson
Garðar Halldórsson
Kristinn Björnsson
Kristján Loftsson------
Einar Sveinsson
ÓlafurB. Thors
FLUGLEIÐIR HF.
Hörður Sigurgeirsson
Aml Vilhjálmsson
Benedikt Sveinsson
GrétarB. Kristjánsson
Indriði Pálsson
J.ón Ingyarsson
Ólafur 0. Johnson
Halldór Þ. Halldórsson
Þorgeir Eyjólfsson
EIMSKIPAFÉLAG ÍSL. HF.
Indriði Pálsson
Garðar Halldórsson
Baldur Guðlaugsson
Benedikt Sveinsson
Gunnar Ragnars
Hjaiti Geir Kristjánsson
Jón tngvarsson
Kristinn Björnsson
Hörður Sigurgestsson
Þórður Magnússon ——
EIMSKIP
SKELJUNGUR HF.
Indriði Pálsson
Bjöm Haiigrímsson
Hörður Sigurgestsson
Sigurður Einarsson
Kristinn Björnsson
Haraldur Sturlaugsson
Jónatan Einarsson
SÖLUM. HRAOFRYSTIH
- Jón Ingvarsson
Brynjólfur Bjarnason
Gunnar Ragnars
Haraldur Sturlaugsson
JónPall Hálldörsson
Rakel Olsen
Sigurður Einarsson
Finnbogi Jónsson
Friðrik Pálsson
Ólafur B. Ótafsson
GRANDI HF.
Árni Vilhjálmsson
Ágúst Einarsson
Benedikt Sveinsson
Grétar B. Kristjánsson
Gunnar Svavarsson
Jón Ingvarsson
Brynjólfur Bjarnason
TRYGGINGARMIÐST. HF,
Gisli Ólafsson
Guðfinnur Einarsson
Haraldur Sturlaugsson
Jón Ingvarsson
Sigurður Einarsson