Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Svertir opinská umfjöllun um sellósnillinginn Jacqueline du Pré minningu hennar eða einkennist hún af ást? Arena Images JACQUEUNE du Pré og Daniel Barenboim fljótlega eftir að þau kynntusl. Tvö undrabörn í tónlist, tveir snillingar, sem tónlistin leiddi saman. ÞAÐ vakti mikla athygli þegar systkin hins látna sellóleikara, systirin Hil- ary og bróðirinn Piers, sendu frá sér bókina A Genius in the Family tíu árum eftir lát hennar. Bókin - sem kalla má Snillingur í fjölskyldunni - er nefni- lega óvenju opinská, svo ekki sé meira sagt og hefur talsvert verið gagnrýnd. Sumir jafnvel tekið svo til orða að hún hefði betur aldrei verið skrifuð; umfjöliunarefnið væri svo viðkvæmt að óeðlilegt væri að bera það á torg. Þær raddir hafa einnig heyrst að systkinin séu að ná fram hefndum; þau hafi ætíð staðið í skugga Jacqueline og því hafi þetta verið kjörið tækifæri. Því hafa þau vitaskuld staðfastlega neitað og gefið aðrar skýringar á tilurð bókarinnar. Jacqueline giftist öðru undrabami í tónlist, píanistanum og hljómsveit- arstjóranum Daniel Barenboim. Hann mun ekki hafa verið hrifinn þegar bókin kom út og greint hefur verið frá því að viðbrögð hans hafi m.a. verið þessi: „Gátu þau ekki að minnsta kosti beðið þar til ég var all- ur?“ Segja má að þeir sem hlustað hafa á Jacqueline du Pré leika hinn róm- aða sellókonsert Englendingsins Ed- wards Elgar (sérstaklega frægustu upptökuna, með Sinfóníuhljómsveit Lundúna undir stjóm Sir Johns Bar- birolli frá því í ágúst 1965) og fundið hárin á höndum sér rísa, verða lík- lega fyrir sömu reynslu þegar þeir lesa umrædda bók systkina hennar. Þannig komst einn bresku gagn- rýnendanna að orði, þegar bókin kom út, og greinarhöfundur leyfir sér að taka undir það mat. Kvikmynd var nýlega fmmsýnd í Englandi, byggð á bókinni, og hafa viðbrögð við henni verið misjöfn. Myndin sem slík þykir raunar flest- um mjög góð, og þegar er farið að Jacqueline du Pré er talin einn besti selló- leikari aldarinnar. En ferill þessa breska undrabarns var stuttur; hún lék aðeins til 28 ára aldurs, þá hún greindist með MS- sjúkdóminn, sem dró hana til dauða fjórtán árum síðar, 1987. Skapti Hallgrímsson kynnti sér líf þessa frábæra listamanns og fjölskyldunnar, frá sjónarhóli systkina hennar, sem sendu frá sér umdeilda bók. gera því skóna að hún verði tilnefnd til Óskarsverðlauna, og aðalleikar- arnir þykja einnig frábærir. Það sem helst hefur verið gagnrýnt er hins vegar að það sem fram komi í mynd- inni sé ekki sannleikanum sam- kvæmt. Á móti hefur verið spurt: hver getur sagt sögu Jacqueline du Pré, af þeim sem enn eru á lífi, ef ekki systkin hennar? En hvað er það sem fólki finnst sverta minningu hinnar látnu? Eink- um er það frásagnir Hilary af líkam- legu sambandi eiginmanns hennar og Jacqueline - sem ekki kom til af góðu, vel að merkja, en nánar verður vikið að því síðar. Einnig hefur verið gagnrýnt að óþarílega opinskátt sé fjallað um þunglyndi listamannsins og hvemig persónueinkenni hennar breyttust mjög til hins verra þegar MS-sjúkdómurinn markaði spor sín. Nóið samband Jacqueline Marie du Pré fæddist inn í enska millistéttarfjölskyldu í Oxford 26. janúar 1945. Músík skip- aði þar stóran sess, móðirin Iris, fædd Greep, var góður píanóleikari og þótti snjall tónlistarkennari. Ætt- arnafnið gæti verið franskt, en er þó ekki; fjölskylda fóðurins, Dereks, var frá Ermarsundseyjunni Jersey. Þar er skýringin komin. Systirin Hilary var þremur árum eldri og bróðirinn Piers fæddist rúmum þremur árum á eftir Jackie, eins og Jacqueline var jafnan kölluð. Móðir hennar varð fyrir því áfalli, þegar Jackie var aðeins 12 daga gömul, að missa íoður sinn. Iris var enn á fæðingardeildinni þegar faðir hennar dó og fréttirnar fengu mjög á hana. Þau höfðu verið afar náin, og óvænt fráfall hans virðist hafa orðið til þess að hið gífurlega dálæti sem hún hafði á foður sínum færðist yfir á litlu dótturina. Skömmu fyrir fimm ára afmælis- daginn heyrði Jacqueline í fyrsta sinn leikið á selló. Móðir hennar var þá einu sinni sem oftar að hlýða á tónlist í útvarpinu meðan hún straujaði. Þetta var bamatíminn og verið var að kynna ýmis hljóðfæri. Hún renndi straujárninu fram og til baka eftir borðinu í takt við músíkina og Jackie hreyfði sig til beggja hliða í takt. Fyrst var flautan kynnt, óbóið og klarinett komu því næst og loks fiðlumar. Þegar tónar sellósins hljómuðu um eldhúsið varð Jackie sem stjörf og hlustaði af mikilli at- hygli. Þai’ með var framtíð barnsins ráðin. Hún hlustaði agndofa allt til enda, greip síðan um fætur móður sinnar og hrópaði: „Mamma, ég vil búa til þetta hljóð“. Móðirin varð himinlifandi yfii’ áhuga dótturinnar og færði henni selló að gjöf á fimm ára afmælisdag- inn. Að sögn Hilary varð sellóið fljót- lega uppáhalds leikfang Jacqueline. Hún segir strax hafa komið í ljós að Jackie gat gert hvaðeina sem farið var fram á við hana og virtist alltaf vita nákvæmlega hvaða hljóði hún vildi ná úr hljóðfærinu. Skortur var hentugri tónlist fyrir böm þannig að móðir þeirra systra skrifaði verk fyr- ir Jackie. Venjan var sú að hún lagði nýtt verk á rúm Jackie eftir að sú stutta var sofnuð, og strax að morgni vakti bamið móður sína með þeim orðum að hún vildi prófa nýja verkið! Systmnum líkaði ekki skólaganga þegar þær vora að vaxa úr grasi og Jaequeline komst margoft upp með að neita að fara. Móðirin ætlaði aldrei að gefa eftir, en eitt ráð dugði alltaf. „Ég vil læra nýju lögin og leika þau með þér“. Hún fékk þvi ósjaldan að sitja heima en Piers og Hilary vora send í skólann, eins og vera bar. Jackie áttaði sig fljótlega á því hve vel henni tókst að tjá sig með tónlist- inni og hvernig hún náði að koma til- finningum sínum á framfæri með þessum hætti. Ekki voru allir jafn hrifnir. Einn kennara Jacqueline í barnaskóla tók hana eitt sinn upp fyrir framan hina nemendurna og sagði: „Hér í bekkn- um er stúlka sem telur sig vera sér- staka og öðra vísi en aðra en ég full- vissa ykkur um að svo er ekki.“ Ótvíræðir hæfileikar Jacqueline komu fljótt í ljós. Fiðluleikarinn Pet- er Thomas, sem nú stjórnar sinfón- íuhljómsveitinni í Birmingham, var jafnaldri hennar. Hann minnist óað- finnanlegs leiks stúlkunnar þegar þau hittust fyrst. Það var ekki eins og fjórtán ára unglingur léki á selló- ið; engu var við að bæta. Hún hafði þá þegar fullkomið vald og djúpan skilning á tónlistinni. Fram kemur í bókinni að þau Peter léku sér gjarn- an saman úti, og er hann sagður hafa undrast mjög hve fljótt hún þreytt- ist. Hilary minnist þess einnig að sem barn hafi Jackie verið mjög kraftlítil, nema þegar tónlistin var annars vegar, vel að merkja; hún gat leikið klukkustundum saman á selló- ið án þess að þreytast. Peter þessi vai- einmitt íþróttaáhugamaðui- og duglegur að iðka íþróttir, en hann vai’ í raun ávallt löngu uppgefinn áð- ur en Jackie tók í mál að hann hætti að leika á fiðluna. Jackie byrjaði að læra á selló í skóla Herbert Walenn í London en tíu ára hóf hún nám hjá William Pleeth, sem hún talaði gjaman um sem „selló-pabba“ sinn. Síðar nam hún um tíma hjá Pablo Casals í Sviss, Tortelier í París og Mstislav Rostropovich í Moskvu. Þegar Jacqueline var sextán ára, 1961, lék hún í fyrsta sinn opinber- lega sem atvinnumaður. Það var í Wigmore Hall, þar sem enskir tón- listarmenn leika einmitt gjarnan í fyrsta sinn sem fulltrúar allra fjöl- miðla eru boðaðir á vettvang. Ókunnur velgerðarmaður Jacqueline hafði séð henni fyrir hljóð- færam fram að þessu og snemma árs 1961 bárast móður hennar boð um að fara með dóttur sína til að reyna nokkur selló. Og skilaboðin vora skýr: hún átti að prufa nokkur og velja það sem henni þætti best. Aldrei var vafi í huga Jackie hvað hún vildi; Stradivarius hljóðfæri frá 1673, sem fundist hafði í Bandaríkjunum og kostaði sex þúsund pund, sem þótti dýrt á þeim tíma. „Hil, komdu og sjáðu hvað ég á,“ kallaði Jackie á systur sína þegar heim kom. „Ég er orðin ástfangin!" Tónleikamir fóra frarn 1. maí og urðu eftirminnilegir. Óhætt er að segja að Jackie hafi þegar í stað sleg- ið í gegn. Salurinn tekur 500 áhorf- endur og var troðfullur. Jafn margir urðu reyndar frá að hverfa. Hún lék af ótrúlegu öryggi á tónleikunum og blaðadómar vora einróma. í umsögn Timcs sagði m.a.: ,Að segja [hana] efnilega jaðraði við móðgun, vegna þess að hún hefur náð slíku valdi á hljóðfærinu að undravert má teljast miðað við aldur.“ Hilary er einnig tónlistarmaður; leikur á flautu, og á unglingsáranum tók hún þátt í tónleikum hér og þar. Sautján ára kynntist hún Christoper Finzi, þegar hann stjómaði hljóm- sveit á sömu tónleikum og hún tók þátt í. Christoper, sem aldrei er kall- aður annað en Kiffer, varð síðar eig- inmaður Hilary og kom mikið við sögu í lífi þeirra systra eins og áður er getið. Hann er sonur tónskáldsins Geralds Finzis. Vemduð Jackie var vernduð sem barn og unglingur. Hún svaf oft út á morgn- ana og móðirðin taldi einfaldlega að fyrst hún gerði það hlyti hún að þurfa svo mikla hvíld. „Hvað er að henni?“ spurði Kiffer þegar hann kom einhverju sinni í heimsókn. „Ekkert. Hún sefur oft út á morgn- ana,“ svaraði Hilary. Hann trúði vart eigin eyrum, fór upp til hennar, reif af henni sængina og kom hlæjandi í lok annar voru svo haldnir tón- leikar og þar ákvað Jackie að hefna sín. Þegar að henni kom hvíslaði hún að Hilary, áður en hún hélt á svið: „Fylgstu með frú Mounsey (en svo hét kennarinn); ég ætla að koma henni til að gráta". Eitt verkanna var úr Camival of the Aminals eftir Saint-Saéns; móðirin gaf tóninn á pí- anóinu og einbeiting Jackie var slík, áður en hún hóf að leika, að engu var líkara en hún væri stödd í öðram heimi. Og hún fangaði viðstadda með undurfögrum leik. Ekki leið á löngu þar til fjöldi fólks þurfti að grípa til vasaklúta sinna - þar á meðal frú Mounsey. Fullkomið vald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.