Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍA[œturgaíinn Smiðjuvegi 14, ^(Ópavogi, sími 587 6080 í kvöld leikur hin frábæra hljómsveit Hjördísar Geirs gömlu og nýju dansana frá kl. 21.30—1.00 Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 Nýtt ár - ný og djarfari markmið. Komdu á hraðlestrarnámskeið! Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? Viltu margfalda afköst í námi um alla framtíð? Ef svar þitt er jákvætt, skaltu skrá þig strax á námskeið. Skráning er í síma 565 9500 H RAÐLES'IR A RS KÓ L. IN N www.ismennt.is/veflr/hradlestrarskolinn og Helga Sigurbjörnsdóttir kynna vor- og sumarlitina 1999 V\án. I. feb. Keflavíkurapólek, Keflavík. 3ri. 2. feb. Snyrtivöruverslunin Oculus, Austurstræti. V\ið. 3. feb. Snyrtistofan Guerlain, Óðinstorgi. :im. 4. feb. Snyrtivöruverslunin Glæsibæ :ös. 5. feb. Clara, Kringlunni. \_1 PARIS VOR OG SUMAR 1999 Stephan Rosendhal, förðunarmeistari _______FÓLK í FRÉTTUM_ Rafrænt hanastél Rafmessa verður haldin í Nýlistasafninu í kvöld. Kristin Björk Krist- jánsdóttir kynnti sér hvað framundan værí og ræddi meðal annars við þá Pollock-bræður, Danna og Mike. DAGSKRÁ Raftnessunnar kl. 20.00 í kvöld er hlaðin snilld. Fram koma: Sigur Rós, Voices without Restraint, Megasukk, Sgúnk: Keðju- sög í hálsinum, Bragi Olafsson, Jó- hanna Hjálmtýsdóttir, Osk, Auður Jónsdóttir, Tanya, Sneak Attack, Stína Bongó og Gak. Mike og Danni Pollock, fyrrum Utangarðsrokkarar eru meðal skipuleggjenda Raf- messunnar. Ásamt Birgittu Jónsdótt- ur og Ron Whitehead skipa þeir Voices Without Restraint eða Hömlulausar raddir og hafa það að augnamiði að stefna saman tónlist, texta, óhljóðum og öllu sem þeim dettur í hug í rafrænt hanastél og hrista vel. Rafmessan er fyrsta verk- efni VWR í röð annarra slíkra hér á landi en Ron Whitehead hefur áður skipulagt um 300 fjöllistahátíðir um víða veröld. „Það er allt of mikið um það að fólk sé að rugla hvað í sínu homi og keppa hvað við annað,“ segir Mike. „Menn afkasta miklu meiru með því að vinna saman og það er ná- kvæmlega það sem við viljum gera með Voices Without Restraint.“ Raddimar hömlulausu eru að fara að taka upp geisladisk („From Louis- ville to Reykjavík and Beyond“) sem á að koma út í vor. Meðal þeirra sem hafa talað um að vinna með þeim em rússneski fiðluleikarinn Jelena, Sigur Rós, Sigtryggur Baldursson, „psychobilly“-rokkarinn Jordan Green, Birgitta Jónsdóttir sem segist vera að „koma út úr skápnum sem söngkona“ og írski hörpuleikarinn Emira O’Connor svo fáeinir séu nefndir. í vor stefnir VWR svo á að skella sér á túr til Bandaríkjanna ásamt Sigur Rós, ekkert er þó enn niður neglt. „Kannski verður þetta bara labbitúr, kannski siglingatúr eða flugtúr, það kemur bara í ljós,“ segir Danni um íyrirhugaða tónleika- ferð. Þeir Pollock-bræður hafa margt brallað frá þvi þeir gerðu upp snúrar Flugslysið kannað NIÐURSTÖÐUR hafa fengist í rannsókn sem gerð var á flug- slysi söngvarans bandaríska John Denver sem varð árið 1997. Var nið- urstaðan sú að helstu ástæður þess að flugvélin hrapaði séu að söngvarinn gleymdi að fylla bens- íntankinn og að hann hefði ekki haft næga flugreynslu til að geta ráðið við þær aðstæður sem upp komu i fluginu. Samkvæmt skýrslunni segir að líklegt megi telja að Denver hafi ekki getað einbeitt sér að fluginu þegar hann var að reyna að fást við handknúna bensíndæluna og því hiifi farið sem fór. Vélin hrapaði í Kyrra- hafið stutt frá ströndum Kali- forníu. ÞÁTTTAKENDUR rafmessunnar sem haldin verður í kvöld og verður væntanlega alveg rafmögnuð rafmessa. sínar í Utangarðsmönnum þó þeir hafi farið hljótt um. Danni er nýkom- inn heim frá Chicago þar sem hann lét til sín taka í byggingabransanum upp á náð ítölsku mafíunnar þar í borg þar sem hann bjó til „nágranna- hús“ ásamt því að fikta sig áfram með eigin tónlist í eldhúsinu. Stund- um vann Danni með hinum og þess- um skífuþeyturam sem hann er bú- inn að gleyma hvað hétu en kölluðu sig allir DJ eitthvað. Nú er hann hamslaus rödd á kvöldin en baðvörð- ur á daginn. Mike hefur stungið nefinu taktfast upp á yfirborð Reykjavíkur síðastlið- in ár með ljóðaflutningi hér og hvar og er nú að fara að gefa út bókina „No Shortcut to Paradise" með smá- sögum, ljóðum og ljósmyndum í vor. Fleiri en Mike era að plotta útgáfu snilldar þvi Birgitta Jónsdóttir hefur, ásamt því að sjóða saman bók, verið að bauka eitthvað með þeim félögum úr Reptilicus undir heitinu Foolz og stefna þau á að gefa út geisladisk í vor með ljóðum eftir Birgittu og tón- list frá strákunum sem vafalaust verður hressandi ef eitthvað er að marka þeirra fyrri störf. Bókin hennar Birgittu, „Wake Up“ sem inniheldur bæði texta og málverk eftir hana sjálfa mun einnig koma út í vor. Það verður greinilega allt vit- laust í vor. Þetta fólk hefur tapað sér algerlega í áramótaheitunum og sagt: ,Á þessu ári ætla ég að gefa út fimm bækur og þrjár plötur og halda alla- vega hundrað og fimmtíu tónleika," í stað venjulegu loforðanna um að fara í megran og hætta að drekka. Skál fyrir framtaksseminni! Sigur Rós hefur ekki látið mikið á sér kræla í tónleikahaldi upp á síðkastið, enda staðið á haus við að galdra upp væntanlegan geisladisk. Þeir vinna nú í rólegheitum við loka- snertinguna á disknum sem enn er óvíst hvenær kemur út. Það er alltaf einhvers staðar í návígi við trúarlega upplifun að fylgjast með Sigur Rósar strákunum hugsa á hljóðfærin sín þegar vel liggur á þeim. Bakið á manni verður gítarinn sem fiðlubog- inn sendir gæsahúðina eftir og þessi rödd! Hvaðan kemur hún eiginlega? Allavega ekki frá bassanum hans Gogga sem hann hrindir mjúklega áfram af stökum einfaldleika í fylgd áhyggjulausra trommustroka Gústa og Kjartans sem lætur til sín taka á allan fjandann milli þess sem hann líður mjúklega eftir hljómborðinu. Það þarf enginn að taka geðlyfin sín í kvöld því Sigur Rós mun vafalaust sjá um bæði róandi og örvandi áhrifin eftir undangengnar keðjusagir, trumbuslátt, orðahristing, teknó- skrímsli og allt það sem gott rafhana- stél leiðir af sér. Píta með buffi, franskar og kók íiýtt kr.690í Píta með lambasteik, • • franskar og kók kr.690 Píta með kalkún og bacon ásamt frönskum kr690 Rafmessa í Nýlistasafninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.