Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ihugar að
taka att-
unda sætið
Borgarstjóri segir meirihlutann ekki ætla að gefa eftir í deilunni um borgarráð
Skilvirkara að borgarstjóri
stýri fundum borgarráðs
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir að meirihlutinn sé
ekki tilbúinn að breyta þeirri venju
að borgarstjóri stýri fundum borg-
arráðs. Inga Jóna Þórðardóttir, odd-
viti minnihlutans í borgarstjórn, seg-
ir að með tillögu um að fjölga um tvo
í borgarráði sé verið að þenja út kerf-
ið og það verði þyngra í vöfum.
Borgarstjóm mun í dag taka til
umræðu tillögu R-listans um fjölgun
úr 5 í 7 í borgarráði. Ingibjörg Sólrún
sagði þetta fela i sér viðbrögð við úr-
skurði félagsmálaráðherra, sem úr-
skurðaði að borgarstjóri mætti ekki
stýra fundum borgarráðs ef hann
ætti ekki setu í því.
„Sá háttur hefur verið hafður á allt
frá því að borgarráð var stofnað árið
1932 í tíð Jóns Þorlákssonar, að
pólitískt kjörinn borgarstjóri hefur
stýrt fundum borgarráðs. Menn hafa
almennt talið það auka skilvirkni
stjómsýslunnar vegna þess að borg-
arstjóri er bæði með pólitískt og
embættislegt umboð. Þannig hefur
þetta verið allan þennan tíma. Meiri-
hlutinn hefur alltaf haft þrjá kjörna
fulltrúa í borgarráði auk borgar-
stjóra. Við höfum ekkert hugsað okk-
ur að gefa það eftir.
Mér finnst dálítið merkilegt að
minnihlutinn skuli skyndilega sjá
núna ofsjónum yfir því að seta min og
stjórnun á borgarráðsfundum feli í
sér að meirihlutinn sé kominn með
fjóra borgarfulltrúa, en minnihlutinn
aðeins tvo. Þetta hafa aðrir í minni-
hluta mátt búa við í tæp 70 ár. Nú ef
þau geta ekki fellt sig við þetta þá sé
ég engum ofsjónum yfir því að minni-
hlutinn fái einn fulltrúa til viðbótar.
Eg tel aðalatriði að menn hætti þessu
skæklatogi,“ sagði borgarstjóri.
Dýrara og
þyngra kerfi
„Þessi tillaga er augljóslega
viðbrögð R-listans við úrskurði
félagsmálaráðherra. Meirihlutinn
ætlar að kjósa borgarstjóra í borg-
arráð og fjölga þar með í borgarráði.
Þetta era dæmigerð vinnubrögð af
þeirra hálfu og sýnir vel veikleikann í
stjóm R-listans. Það þarf alltaf að
taka tillit svo margra og ólíkra sjón-
armiða. Afleiðingin er einfaldlega sú
að kerfið þenst út. Við eram á móti
þessari fjölgun. Hún leiðir til þess að
sjö borgarfulltrúar af 15 era komnir
inn í borgamáð, sem á að vera fram-
kvæmdaaðili á milli borgarstjórnar-
funda. Þetta veikir borgarstjórn og
gerir kerfið þyngra í vöí'um," sagði
Inga Jóna.
Hún minnti á að meirihluti vinstri-
manna, sem var við völd 1978-1982
hefði fjölgað í borgarstjórn úr 15 í 21.
Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók
aftur við völdum hefði borgarfulltrú-
um aftur verið fækkað niður í 15.
Sama verði upp á tengingnum þegar
Sjálfstæðisflokkurinn nær aftur völd-
um. Þá verði fækkað í borgarráði nið-
ur í fimm.
Inga Jóna sagði að fjölgun um tvo
fulltrúa í borgarráði yki launa-
kostnað borgarinnar um 11 milljónir
á heilu kjörtímabili. Þessum pening-
um væri óskynsamlega varið.
GUÐNÝ Guðbjörnsdóttir alþingis-
maður er alvarlega að hugleiða að
taka áttunda sætið á lista Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík og hyggst
hún gefa ákveðið svar um í dag.
Eftir prófkjörið í Reykjavík lýsti
hún því hins vegar yfir að hún
ætlaði ekki að taka sæti á listanum.
Hún kveðst hafa fengið ótal-
margar áskoranir um að halda sæt-
inu frá einstaklingum úr öllum
flokkum og tekur auk þess fram að
sér hafi borist skrifleg áskorun frá
hópi ungra kvenna innan Kvenna-
listans sem kalla sig Bríeturnar.
Guðný leggur áherslu á að hún
hafi unnið að sameiginlegu fram-
boði þeirra aðila sem standa að
Samfylkingunni í tvö ár og taki hún
sæti á listanum gefi það henni
tækifæri til þess að klára það verk-
efni að koma Samfylkingunni á
legg.
Morgunblaðið/Ásdís
Útför Valdimars Jóhannssonar
ÚTFÖR Valdimars Jóhannssonar, stofnanda og fyrr-
verandi forstjóra bókaútgáfunnar Iðunnar, var gerð
frá Dómkirkjunni í gær.
Séra Bragi Skúlason jarðsöng og orgelleikari var
Hörður Áskelsson. Félagar úr Schola cantorum sungu
við athöfnina og Elísabet F. Eiríksdóttir söng einsöng.
Þeir sem báru kistu hins látna voru Þorsteinn frá
Hamri, Arnbjörn Kristinsson, Sigurður Svavarsson,
Þorgeir Baldursson, Guðmundur Árnason og Lúther
Jónsson.
2.089 útlendingar með atvinnuleyfí
858 starfa við
fískvinnslu víða
um landið
ALLS 2.089 útlendingar voru með
gild atvinnuleyfi hér á landi í byrj-
un þessa árs, samkvæmt upplýs-
ingum frá útlendingaeftirlitinu.
Þetta kom m.a. fram í máli Páls
Péturssonar félagsmálaráðherra
er hann svaraði fyrirspurn Svav-
ars Gestssonar, þingmanns
Alþýðubandalags, í fyrirspurnar-
tíma á Alþingi í gær.
Af þessum rúmlega 2.000 út-
lendingum voru 858 með atvinnu-
leyfi í fiskvinnslu, en þeim tölum
ber þó að taka með fyrirvara þar
sem einhverjir kunna að vera
komnir í önnur störf. Flest eru at-
vinnuleyfin í Reykjavík, á Reykja-
nesi og á Vestfjörðum.
„I Reykjavík eru þau 33%, á
Reykjanesi 19%, á Vesturlandi 8%,
á Vestfjörðum, 18%, Norðurlandi
vestra 2%, Norðurlandi eystra 5%,
Austurlandi 8% og Suðurlandi
8%,“ sagði ráðherra. Að sama
skapi búa flestir útlendinganna í
Reykjavík eða alls 99 og á ísafirði
eða alls 68, en búsetustaðurinn
getur verið í öðru sveitarfélagi en
vinnustaðurinn. Þá búa alls 31 í
Reykjanesbæ, 43 á Flateyri, 45 á
Garði, 41 á Neskaupsstað, 35 í
Þorlákshöfn, 30 í Bolungarvík, 28 í
Stykkishólmi, 28 á Suðureyri, 26 á
Hellissandi, 24 á Patreksfirði, 23 á
Grundarfirði og 23 í Ólafsvík.
Að sögn Páls er hlutfall útlend-
inga tæplega 11% af starfandi fólki
í fiskiðnaði á Islandi, en þá eru
ekki taldir með þeir sem koma af
Evrópska efnahagssvæðinu.
Andlát
Búfé verði haldið frá þjóðvegum með girðingum
ÞORSTEINN H.
HANNESSON
ÞORSTEINN H.
Hannesson söngvari
lést aðfaranótt síðast-
Hðins miðvikudags, 81
árs að aldri. Þorsteinn
fæddist 19. mars 1917 á
Siglufirði. Foreldrar
hans vora Kristín Björg
Þorsteinsdóttir og
Hannes Jónsson.
Þorsteinn lauk prófi
frá Samvinnuskólanum
1935 og stundaði
söngnám hjá Sigurði
Birkis frá 1939 til 1943
og við Royal College of
Music í London 1943 til
1947. Hann var einnig í
einkatímum hjá Josep Hislop og Irvin
Dennis. Þorsteinn var aðaltenór hjá
The Covent Garden Opera Company
1947 til 1954 og söng jafnframt sem
gestur hjá the Royal Carl Rosa
Opera Company, the Sadler’s Wells
Opera Company og óperanum í Cork
á Irlandi og í Amsterdam. Hann söng
einnig á tónleikum og í útvarpi í París
og á tónleikum víða á Bretlandseyjum
á þessum áram.
Þorsteinn söng og lék mörg hlut-
verk í Þjóðleikhúsinu frá 1954 og var
yfirkennari við söngdeild
Tónhstarskólans í
Reykjavík 1955 til 1966.
Hann starfaði í nokkur
ár sem innkaupafulltrúi í
ÁTVR og var aðstoð-
artónlistarstjóri og síðar
tónlistarstjóri Ríkisút-
varpsins 1975 til 1981.
Þorsteinn var um
skeið kennari við
Söngskólann í Reykja-
vík. Hann átti sæti í
stjórn Sinfóníu-
hljómsveitar Islands
1956 til 1960 og 1975 til
1981 og í útvarpsráði
1963 til 1971. Hann
gegndi fjölmörgum öðram trúnaðar-
störfum um árabil. Hann var m.a. í
undirbúningsnefnd að stofnun tónlist-
arskóla Kópavogs og sat í stjóm hans
í fjögur ár. Hann átti sæti í stjóm
Bandalags íslenskra listamanna um
árabil og var varaforseti þess í tvö ár.
Þorsteinn annaðist tónlistarþætti í
ríkisútvarpinu í áratugi og las einnig
margar útvarpssögur.
Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er
Kristín Pálsdóttir. Hann lætur eftir
sig fjögur böm.
Girt verði þar sem slys
eru tíð og alvarleg
NEFND sem landbúnaðamáðherra
skipaði sl. sumar til að fjalla um leiðir
til að halda búfé frá helstu þjóðveg-
um landsins er sammála um að helsta
leiðin til að ná því markmiði sé að
setja upp samfelldar girðingar með
vegum þar sem því verður við komið.
Yrði lögð áhersla á fjölfómustu vegi
og þá vegi þar sem slys era alvarleg-
ust og tíðust.
„Við uppsetningu slíkra girðinga
verði stefnt að lokun ákveðinna vegs-
væða með skipulagðari hætti en
hingað til hefur verið gert, með það
að markmiði að friða vegi fyrir
ágangi búfjár. Það verður því aðeins
gert að allh- hlutaðeigandi taki hönd-
um saman um verkefnið og að því
verði tryggt fjármagn frá hinu opin-
bera,“ segir í áfangaskýrslu nefndar-
innar. Þá segir að nefndarmenn séu
sammála um að miðað við núverandi
búskaparhætti sé ekki mögulegt að
leggja til lögfestingu á algeru banni
við lausagöngu búfjár, slíkt myndi
hafa veraleg áhrif á sauðfjárbúskap
og jafnvel hrossabúskap víða á land-
inu. Segir í skýrslunni að slíkt myndi
kalla á mikla byggðaröskun sem vart
verði á bætandi.
Nefndin kannaði fjölda umferðar-
slysa og óhappa þar sem ekið var á
dýr á vegi og fékk upplýsingar hjá
lögreglu og Umferðarráði. Árin 1988
til 1997 urðu 40 slys á mönnum og af
þeim létust tveir. Tíu slösuðust alvar-
lega, eignatjónsóhöpp urðu 437 og
segir að óhætt sé að fullyrða að um-
ferðaróhöppin séu fleiri en fram komi
í skýrslum.
Þörf á girðingum verði metin
Nefndin leggur til að Vegagerðin
og sveitarfélög kanni stöðuna sameig-
inlega, hvar lausaganga búfjár sé
mest og á hvaða vegum og vegarköfl-
um slys séu tíðust og alvarlegust.
Þessir aðilar meti þörf á girðingu og
ástand þeirra girðinga sem ætlað er
að halda búfé frá vegum. Skuli þessu
verki lokið 1. júlí í ár. Lagt er til að
metinn verði áætlaður kostnaður við
aðgerðimar og að fjárveiting verði
fengin til verksins á þremur áram.
Þá leggur nefndin til að hannað
verði sérstakt umferðarmerki sem
vari við lausagöngu búfjár, að trygg-
ingafélögin kosti árlega fræðsluher-
ferð um varúð í umferð gagnvart búfé,
að Bændasamtökunum verði falið að
leita samráðs við Vegagerðina um
endurskoðun á notkun rykbindiefna
og að þau kynni meðal bænda hver sé
lagaleg og siðferðileg skylda búfjár-
eigenda til að halda búfé frá þjóðveg-
um landsins. Einnig er lagt til að lög-
leitt verði bann við rekstri búfjár á
þjóðvegum í rökkri og myrkri og að
stefnt skuli að þjóðarátaki á næsta ári
sem snúist um að bílar og búfé eigi
ekki samleið á vegsvæðum.
í nefndinni áttu sæti Níels Árni
Lund, deildarstjóri í landbúnað-
arráðuneytinu, sem var formaður
hennar, Olafur R. Dýrmundsson land-
nýtingarráðunautur, Runólfur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri FÍB, Stefán
Eiríksson, deildarstjóri í dómsmál-
aráðuneytinu, Stefán Erlendsson, lög-
fræðingur frá samgönguráðuneytinu,
og Valgarður Hilmarsson oddviti. Rit-
ari nefndarinnar var Sigríður Norð-
mann, lögfræðingur í landbúnað-
arráðuneytinu.