Morgunblaðið - 04.02.1999, Side 14

Morgunblaðið - 04.02.1999, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Lagl til að gerð vöruhafnar í Þorlákshöfn verði rannsökuð Kostnaður við stækkun allt að 1,9 milljarðar Formenn hafnarstjórna Þjóðhagsleg hag- kvæmni könnuð ÁRNI Johnsen, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlandskjör- dæmi, lagði fyrir nokkru fram til- lögu til þingsályktunar þess efnis að Alþingi feli samgönguráðherra að hlutast til um að Siglingastofnun ríkisins hefji sem fyrst rannsóknir á gerð vöruhafnar í Porlákshöfn. I greinargerð með tillögunni er kostnaður við stækkun hafnar í Þor- lákshöfn, þar á meðal dýpkun inn- siglingar og bygging brimvarnar- garða og bryggja, sagður geta numið á milli 1,8 og 1,9 milljörðum króna. Miðað við hógværari út- færslu megi þó ná fram umtals- verðri stækkun fyrir um 600 milljón- ir króna. Framkvæmdir fyrirhugaðar Heimamenn telja áform Isfélags Þorlákshafnar hf. um að hefja bygg- ingu 2.000 fermetra kæli- og frysti- geymslu fyrir fiskafurðir á hafnar- svæðinu vera lóð á vogarskálar stækkunar. Þá hefur hafnarsjóður í hyggju að reisa um 500 fermetra stóra tollvörugeymslu fyrir lausa- vöru á sumri komandi. Þoi-valdur Garðarsson, formaður hafnarstjórnar í Þorlákshöfn, segir að portúgalska skipafélagið Port- Line sem siglt hefur reglulega til Þorlákshafnar frá október sl. noti eitt 2.000 tonna skip við saltfísk- flutninga og til greina komi að skip frá félaginu af svipaðri stærð sigli þaðan til Evrópu. Þá sé töluverð umferð vikurskipa um höfnina að sumarlagi, auk annarra flutninga. „Við höfum aðeins einn góðan við- legukant til að afgreiða skipin og um leið og umferð eykst verður höfnin of lítil. Þá þurfum við að lengja brimvarnargarða til að kyrrð verði meiri innan hafnarinnar. Af þessum ástæðum fer að líða að því að þörf sé á að dýpka höfnina og stækka. Ég segi ekki að komið sé að stækkun en hún verður brátt aðkallandi og menn verða að hafa hugfast að slík framkvæmd og undirbúningur hennar tekur talsverðan tíma,“ segir Þorvaldur. Hann segir að við sanddælingu úr höfninni í haust hafí hafsbotninn ut- an hafnar verið kannaður. Áður hafi menn talið að þar væri klöpp sem þyrfti að sprengja til að dýpka höfn- ina, en í ljós hefði komið að einungis sé um sand að ræða sem tiltölulega auðvelt sé að dæla upp til dýpkunar. „Þetta gjörbreytir forsendum fyrir dýpkun hafnarinnar því allar stærð- ir verða viðráðanlegar," segir hann. Hann segir seinustu kostnaðará- ætlanir sem hann hafí heyrt hljóða upp á 1,7 milljarða og þá sé miðað við aðstöðu fyrir allt að 20 þúsund tonna skip, sem menn telji veita allt að tvöfalt stærri skipum ráðnlm til athafna. Helsti kostnaðurinn sé samfara stækkun brimvarnargarða. Sólarhringur sparast „Það sem við höfum umfram höf- uðborgarsvæðið er að skipin frá Evrópu myndu losna við að sigla fyrir Reykjanes og inn í Faxaflóa, sem þýðir að um sólarhringur spar- ast í flutningum til og frá landinu. Menn verða að muna að ekki allar vörur fara til Reykjavíkur og sama máli gegnir um útflutninginn. Slík stækkun myndi því gagnast Sunn- lendingum fyrst og fremst, en einnig skipafélögum sem vilja stytta sigl- ingar og raunar stórum hluta af landinu ef við gefum okkur að ráðist verði í náinni framtíð í gerð svo kall- aðs suðurstrandarvegar til að tengja byggðir á þessu svæði. Suðurland og Suðurnes er stórt markaðssvæði og menn mega ekki gleyma að Reykja- vík er ekki nafli alheimsins," segir hann. Þorvaldur segir heimamenn jafnframt ætla sér nokkurn hlut í stóriðju og hugsanlegri orkunýt- ingu annarri. „Á þessu svæði verð- ur til mikil orka sem er hins vegar flutt í burtu og nýtt annars staðar. Okkur langar til að snúa þessu við og nýta orkuna fremur í eigin ná- grenni. Þar horfa menn meðal ann- ars til þungaiðnaðar sem hefur mikla flutninga í för með sér, og myndi tvímælalaust þrýsta á um að höfnin verði stækkuð." Hjörleifur Brynjólfsson, oddviti bæjarstjórnar í Þorlákshöfn, segir að undanfarin misseri hafí Atvinnu- þróunarsjóður Suðurlands átt í við- ræðum við norskt stórfyrirtæki sem rekur slípiefnaverksmiðju. Hins vegar hafi þær viðræður ekki leitt til skýrrar niðurstöðu og beðið sé eftir svari norska fyrirtækisins varðandi hugsanlegan flutning slíkrar starf- semi til Islands. Þá hafi um nokkurt skeið staðið yfír viðræður við opin- bera aðila um orkuver. „Höfnin er mjög takmörkuð eins og er, en ef við getum fengið að stækka hana býður hún upp á margs konar möguleika í sambandi við þær hugmyndir sem hér hafa komið fram,“ segir Hjör- leifur. I tillögu þingmannsins kemur fram að lokið var við stækkun físki- og ferjuhafnar í Þorlákshöfn árið 1976 og síðan hafi verið unnið að gerð löndunar- og viðlegumann- virkja innan hafnar. Núverandi hafnarsvæði sé nú nær fullnýtt og anni höfnin að öllu leyti fískiskipa- flota Þorlákshafnar og flutninga- skipum allt að 3.000 tonnum að stærð. Dýpi sé þó takmarkað fyrir djúprist fiskiskip, svo sem loðnu- skip. Ekki stærri en 20 þús. tonn Þá hafí Siglingastofnun að ósk hafnarstjórnar Þorlákshafnar unnið að gerð frumdraga að stækkun hafnarinnar, miðað við annars vegar 10 þúsund tonna flutningaskip og hins vegar allt að 20 þúsund tonna flutningaskip. Vegna þess hversu hafnarsvæðið sé grunnt og takmörk- uð stöðvunarvegalengd innan hafnar sé ekki talið mögulegt að gera ráð fyrir stærri skipum en 20 þúsund tonna í reglulegum siglingum. Miðað við fyrri hugmyndina um stækkun, sem henta myndi t.d. tíu þúsund tonna og 130 metra löngu skipi, segir þingmaðurinn að áætlað- ur heildarkostnaður næmi um 600 milljónum króna. Miðað við stækkun sem henta myndi 20 þúsund tonna og 160 metra löngu skipi næmi kostnaðurinn á milli 1,8 til 1,9 millj- örðum króna. Þingmaðurinn gerir grein fyrir hugmyndinni undir fyrirsögninni „rök heimamanna". Þar segir m.a.: „Helstu rök fyrir stækkun hafnar- innar eru m.a. að við lengingu Suð- urgarðs mun sog í höfninni minnka og hún þar með verða mun öruggari en áður. Þá mundi aðkoma flutn- ingaskipa og stærri fiskiskipa batna mjög. Nú er þar lítið athafnapláss, of mikil þrengsli til að koma stórum flutningaskipum með góðu móti upp að bryggjum og mjög erfítt getur verið að hemja stærri skip og báta þegar brimar. Lenging Suðurgarðs gefur einnig möguleika á fjölgun bryggjukanta við hann. Þar sem landrými innan hafnar er mjög takmarkað og veruleg þrengsli sem takmarka umferð stærri skipa, telur hafnarstjóm að skoða eigi vandlega þann möguleika að nýr grjótgarður komi austan núverandi Norðurgarðs og nái nýi garðurinn alveg upp í land í Skötubót. Þannig myndast mikið landrými innan hafn- ar sem gerbyltir möguleikum hafn- arinnar til framtíðar og gerir Þor- lákshöfn að öruggri lífhöfn fyrir stór og smá skip á einu erfiðasta haf- svæði veraldar." FORMENN hafnarstjóma á höfuð- borgarsvæðinu segjast telja þær hugmyndir sem fram koma í þings- ályktunartillögu Árna Johnsen þess eðlis að skoða þurfi þær betur og þá í samhengi við heildarstefnu í hafn- armálum. Hins vegar setja þeir ýmsa fyrirvara. Árni Þór Sigurðsson, formaður hafnai-stjómar í Reykjavík, segir að skoða verði hugmyndir um stækkun hafnar í Þorlákshöfn í samhengi við heildarstefnu í hafnarmálum hér- Iendis. í hafnarlögum sé gert ráð fyrir að áður en ákveðið er að leggja fé í t.d. hafnarframkvæmdir, verði að gera svo kallaða hafnarþarfa- greiningu. Þetta þýðir að Siglinga- stofnun meti þörf fyrir hafnarmann- virki út frá hagsmunum stærri svæða á landinu ásamt því að kanna þjóðhagslega hagkvæmni slíkra framkvæmda. Landflutningar betri? „Mér finnst allt í lagi að skoða þessi mál í Þorlákshöfn, en tel að gera verði það í stærra samhengi. Það er ljóst að eins og er og í fyrir- sjáanlegri framtíð er Reykjavík að- alvöruhöfn landsins. Um hana fer obbinn af öllum inn- og útflutningi landsmanna og þar er til staðar allt það sem þarf í öfluga vöruflutninga- höfn. Við fyrstu sýn virðist mér því ólíklegt að það sé þjóðhagsleglega hagkvæmt að ráðast í svo umfangs- mikla framkvæmd í Þorlákshöfn,“ segir Árni Þór. Jón Þorvaldsson forstöðumaður tæknisviðs Reykjavíkurhafnar segir að dýpt sé mjög mismunandi á því svæði sem telst til umráðasvæðis Reykjavíkur, en þar sem dýpt sé mest eigi að vera mögulegt að þjón- usta allt að 20 þúsund tonna skip- um. Aðspurður um þau sjónarmið heimamanna í Þorlákshöfn að fjár- hagslega hagkvæmt sé að stytta siglingartíma skipa, bendir Ami Þór á að Reykjavíkurhöfn sé í um fímmtán mínútna akstursfjarlægð frá um 65% þjóðarinnar og talsverð- ur kostnaður sé samfara því að koma vörunum frá hafnarsvæðun- um landleiðina til dreifíngaraðila og neytenda. Einnig séu sjóflutningar yfirleitt taldir betri en landflutning- ar með tilliti til umhverfísverndar- sjónarmiða. Þá fylgi landflutningum meira slit á vegum, sem þyki kostn- aðarsamt. „Það þarf að taka fjölda- margt með í reikninginn áður en ráðist er í framkvæmd af því tagi sem rætt er um í Þorlákshöfn," seg- ir hann. Höfnin standi undir sér Hörður Jóhannsson, formaður hafnarstjórnar í Kópavogi, kveðst mótfallinn stækkun Þorlákshafnar ef gert sé ráð fyrir að samfélagið greiði fyrir þá framkvæmd. Telji heimamenn í Þorlákshöfn hins veg- ar að þeir geti byggt höfnina, rekið hana og greitt niður framkvæmda- lán án stjmkja úr Hafnarbótasjóði, þar sem er að fínna gjöld af lestun vöru og losun, sé vert að gefa hug- myndinni gaum. „Ég er alfarið mótfallinn því að peningarnir séu teknir úr Hafnarbótasjóði. í sjóðn- um er að finna gjöld sem enginn annar en hinn almenni neytandi greiðir. Hafnirnar þurfa að standa undir sér, hvar svo sem þær eru,“ segir Hörður. „Ætli Þorlákshafn- arbúar í stórfelldan útflutning eða innflutning getur hins vegar verið raunhæft að stækka höfnina þar. Vissulega styttist siglingin mikið við að þurfa ekki að sigla til Reykjavíkur og heill sólarhringur er dýr í flutningum." Hörður segir að innsiglingin og dýpi við Kópavogshöfn sé átta metrar miðað við núllpunktinn, sem gefi stærstu togurum flotans færi til að athafna sig, en hins vegar sé við- legukanturinn ekki nema 95 metra langur, þó svo að gert sé ráð fyrir að hann nái 137 metrum fullbyggð- ur. „Stærsta skip sem hefur komið inn á okkar svæði var 26.700 tonna olíuskip og 186 metra langt, á þeim tíma þegar oh'uafgreiðslan var í Skerjafírði. Skip í dag eru byggð með öðrum hætti og það má segja að nýtískuskip í flotanum risti álíka djúpt og umrætt olíuskip, þannig að hægt væri að taka á móti þeim,“ segir hann. Spurning um grundvöll Valgerður Sigurðardóttir formað- ur hafnarstjórnar í Hafnarfirði, kveðst telja tillögu þingmannsins góðra gjalda verða og ekki sé annað en eðlilegt að hann reyni að verja atvinnuuppbyggingu í kjördæmi sínu. „Við Hafnfirðingar höfum átt góða höfn og bætum hana stöðugt í samræmi við óskir viðskiptavina hafnarinnar um aukna þjónustu. Ég er ekki hrædd við tillögu eins og þá sem Ámi leggur fram og tel eðlilegt að ræða hana, en þá í samhengi við aðrar hafnir á þessu svæði og að teknu tilliti til þess sem þær hafa upp á að bjóða. Menn verða að spyrja hvort grundvöllur sé fyrir öllum þessu stóru höfnum á sama svæðinu, en auðvitað er óskandi að við séum svo farsæl að grundvöllur- inn fyrir þeim sé til staðar,“ segir Valgerður. Hafnarfjarðarhöfn er átta metra djúp við viðlegukant og Valgerður bendir ennfremur á að Hafnarfjörð- ur hafí aðstöðu fyrir skip í Straums- vík þar sem dýpstu höfn landsins sé að finna, eða með 12 metra dýpi. Því geti Hafnarfjörður auðveldlega þjónustað allt að 20 þúsund tonna skip. Árið 1994 hófust framkvæmdir við stækkun Hafnarfjarðarhafnar og var gert ráð fyrir að þeim lyki á um tíu árum. Heildarkostnaður við stækkun hafnarinnar er áætlaður rúmur milljarður króna. Morgunblaðið/Þorkell 60 fyrirlestrar á ráðunautafundi FJALLAÐ var um landnýtingu, skipulagsmál, byggðamál, kornrækt, túnrækt og aðfangaeftirlit á fyrstu dögum árlegs ráðunautafundar Bænda- samtakanna og Rannsóknastofnunar landbúnað- arins. Fundurinn hófst í fyrradag og lýkur á morgun. Hátt í 60 fyrirlestrar eru fluttir á íjói’um dögum. Fjöldi ráðunauta af öllu landinu og starfs- fólk Bændasamtakanna og RALA situr fundinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.