Morgunblaðið - 04.02.1999, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
IÐNSVEINARNIR, frá vinstri, Víðir Ólafsson, Einar Arason, Hjalti Reynisson og Björn Hallbjörnsson við
fjarfundabúnaðinn sem komið hefur verið fyrir í Höfðaskóla á Skagaströnd. A skjánum er inynd frá kennslu-
stofunni á Sauðárkróki þar sem kennarinn er.
Iðnsveinar á Norðurlandi vestra afla sér frekari menntunar
Fj arfundabúnaður
opnar nýja möguleika
Skagaströnd - Á fimmta tug iðn-
sveina notfæra sér nú nýjan fjar-
fundabúnað sem komið hefur verði
fyrir á þéttbýlisstöðum á Norður-
landi vestra. Stunda sveinarnir,
hver á sínum stað, meistaranám við
Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki
en námið er nýhafið. Er meistara-
námið fyrsta námsbrautin sem boð-
ið er upp á með þessari nýju tækni
hér en ætlunin er að bjóða upp á
fjölbreytta námsmöguleika í gegn-
um fjarfundabúnaðinn í framtíð-
inni.
Það eru Byggðastofnun, Farskóli
Norðurlands vestra, Fjölbrauta-
skólinn á Sauðárkróki, Hólaskóli,
Iðnþróunarfélag Norðurlands
vestra og samtök sveitarfélaga á
svæðinu sem hafa gert með sér
samstarfssamning um að gera íbú-
um á Norðurlandi vestra kleift að
leggja stund á hvers konar nám
með sérstakri áherslu á fjarkennslu.
Til að ná þessu markmiði sínu hafa
þessir aðilar beitt sér fyrir að koma
upp fjarfundabúnaði sem víðast á
svæðinu. Er slíkur búnaður nú kom-
inn í notkun á öllum þéttbýlisstöð-
um á Norðurlandi vestra allt frá
Siglufirði til Hvammstanga. Eins og
áður segir er búnaðurinn einkum
ætlaður til fjarkennslu, endur- og
símenntunar. Þar að auki geta fyrir-
tæki og stofnanir fengið afnot af
búnaðinum sem auðveldlega nýtist í
samskiptum milli viðskiptaaðila inn-
anlands og utan. Þá hafa einstak-
lingar og félagasamtök aðgang að
búnaðinum til annarra þarfa en þó
mun menntun ávallt hafa forgang
fram yfir annað.
Búnaðurinn gerii- allt að 54 stöð-
um kleift að vera í sambandi á sama
tíma þar sem allir geta tekið þátt í
fræðslu og skoðanaskiptum. Verður
leitast við að sem flestar stofnanir
bjóði þjónustu sína á Norðurlandi
vestra með þessari tækni og verður
reynt að koma á samstarfi við
menntastofnanir víða á landinu.
Iðnaðarmennirnir sem voru að
byrja meistaranámið á Skagaströnd
lýstu mikilli ánægju sinni með það að
geta nú stundað þetta nám heima
hjá sér í stað þess að þurfa að dvelja
langdvölum fjarri fjölskyldum sínum
með öllum þeim aukakostnaði sem
slíku fylgir til að geta náð sér í
meistararéttindi.
Framsóknarflokkurinn á Vestfjörðum
Magnús Reynir
gefur kost
á sér í 1. sæti
Ísafírði - Magnús Reynir Guð-
mundsson, fyiTum bæjarritari á
Isafírði, hefur ákveðið að gefa kost
á sér í efsta sæti á lista Framsókn-
arflokksins á Vestfjörðum í kom-
andi þingskosningum. Hann stað-
festi þetta í samtali við blaðið á
þriðjudag.
„Því er ekki að neita að það hefur
verið rætt við mig um að vera í
fyrsta sæti á þessum lista,“ sagði
Magnús Reynir í samtali við blaðið.
„Eg tók mér töluvert góðan frest til
að íhuga þetta mál. Nú er ég búinn
að íhuga það og komast að niður-
stöðu og svar mitt er jákvætt. Ég
geri þetta vegna þess að flokks-
systkini mín hafa lýst málum þannig
fyrir mér, að þrátt fyrir hæfileika
Kristins H. Gunnarssonar og góða
kosti telji framsókaiTnenn mjög viða
óheppilegt að hann sé í forystu fyiir
listanum. Og á grundvelli þess að
þeir hafa sagt að ég nyti nokkurs
stuðnings og treysta mér til þessa
verkefnis þá segi ég já,“ sagði
Magnús Reynir Guðmundsson.
Uppstillinganefnd er að störfum.
Hún leggur tillögur sínar um skipan
framboðslistans fyrir kjördæma-
þing Framsóknarflokksins á Vest-
fjörðum laugardaginn 20. febrúar
nk. og verður þá endanlega gengið
frá listanum.
Morgunblaðið/Ingimundur
UNGIR þátttakendur á Íþróttahátíð UMSB bíða spenntir
Alheims-
meistara-
mót í vík-
ingaskák
ísafirði - Sex kepptu á fyrsta
Islandsmótinu í víkingaskák
sem haldið var á Isafirði sl.
föstudag. Mótið var jafnframt
fyrsta heimsmeistaramótið í
þessari íþrótt. Og ekki nóg
með það, heldur nefndist það
alheimsmeistaramót þótt ein-
ungis jarðarbúar hafí verið
með að þessu sinni hvað sem
síðar verður.
Fyrsti íslandsmeistarinn,
heimsmeistarinn og alheims-
meistarinn í víkingaskák er
Skúli Þórðarson. Hann fékk
fjóra vinninga í fimm skákum.
I öðru sæti varð Hálfdán
Bjarki Hálfdánsson með þrjá
og hálfan vinning og í þriðja
sæti Sigurður Páll Olafsson
með tvo og hálfan vinning. I
fjórða til fimmta sæti urðu Jón
Reynir Sigurvinsson og Krist-
inn Orri Hjaltason með tvo
vinninga hvor og í sjötta sæti
Þorkell Þórðarson með einn
vinning. Þorkell vann reyndar
það afrek að sigra sjálfan al-
heimsmeistarann í síðustu um-
ferðinni.
Skákstjóri og dómari var
Brynjar Viborg. Undanfarið
hefur víkingaskák verið
þreytt af kappi í Framhalds-
skóla Vestfjarða. Stefnt er að
því að alheimsmeistaramót í
þessari merku og sérstæðu
íþrótt verði árlegur viðburður
á ísafirði.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
KRISTINN Orri Hjaltason og Sigurður Páll Ólafsson
þungt hugsi yfír skákinni.
eftir því að hefja keppni.
Ura 300 keppendur a
Íþróttahátíð UMSB
Borgarnesi - Íþróttahátíð UMSB,
hin ellefta í röðinni, fór fram í
Iþróttamiðstöðinni í Borgamesi 30.
janúar sl. Keppt var í frjálsum
íþróttum og sundi. Mótið er fyrh'
grunnskólanema á félagssvæði Ung-
mennasambands Borgarfjarðar.
Agætur árangur náðist í mörgum
greinum, en mesta athygli vakti ár-
angur Sigurðar Jóns Ásbergssonar,
14 ára, en hann stökk 1,75 m í há-
stökki. Keppendur voru um 300 tals-
ins á aldrinum 5-16 ára frá flestum
ungmennafélögum í Borgarfjarðar-
héraði. Allh' þátttakendur á mótinu
hlutu að gjöf frá Skógræktarfélagi
Borgarfjarðar gjafabréf að birki-
plöntu. En félagið átti 60 ára afmæli
á síðasta ári. I tilefni þess efndi
UMSB til skógargangna víðsvegar
um héraðið í sumar. Fimleikaflokkur
frá Akranesi sýndi dans. Veitt voru
sérverðlaun í sundi og frjálsum
íþróttum frá mótum í sumar og há-
tíðin endaði með því að greint var frá
kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar.
Loðskinn send á markað
Sölutregða vegna efnahagsástandsins
í Rússlandi og Asíulöndum
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
STEFÁN og Katrín í Mön ineð falleg minkaskinn.
Hrunamannahreppi - Katrín Sig-
urðardóttir og Stefán Guðmunds-
son, loðdýrabændur í Mön í Gnúp-
verjahreppi, voru að ganga frá
minkaskinnum og pakka niður fyrir
uppboð í Danmörku þegar fréttarit-
ari leit inn til þeirra nýlega. Þau
fengu aðstöðu til þess að Ásgerði II,
þar sem rekið er stórt minkabú og
ein besta aðstaða til skinnaverkunar
á landinu.
Þau búa með rúmlega 1.000 læð-
ur en tvö ár eru síðan þau hófu loð-
dýrabúskap. Stefán er formaður fé-
lags loðdýrabænda á Suðurlandi og
hann því spurður um stöðuna í loð-
dýi'aræktinni sem er erfíð um þess-
ar mundir.
„Það má kannski segja að þetta
sé öðruvísi kreppa en var fyrir
nokkrum árum,“ segir Stefán. „Þá
stafaði hún af offramleiðslu en í
sjálfu sér er ekki um offramleiðslu
að ræða núna. Það má heldur kalla
þetta sölutregðu vegna efnahagsá-
standsins í Rússlandi og í Austur-
Asíulöndum. Rússar keyptu mikið
af högnaskinnunum, þau eru verð-
meiri enda stærri. Lækkunin er
mikil síðan í fyrra en félagar okkar
í Danmörku og Finnlandi telja að
nú sé kominn ákveðið jafnvægi í
verðið og loðskinn lækki ekki
meira á þessu ári, eiga heldur von
á að þau hækki eitthvað. Nýir
kaupendur eru að koma inn á upp-
boðin, einkum Evrópubúar."
Stefán segir að loðdýrabændur
séu í erfíðum málum, einkum þeir
sem lentu með afurðir sínar í verð-
fallinu fyrir nokkrum árum.
Nokkrir loðdýrabændur á Suður-
landi hafi hætt búskap í haust. Þeir
sem eftir eru standi vonandi af sér
kreppuna. „Fóðurframleiðsla í fóð-
urstöðinni á Selfossi hefur minnkað
og það gerir rekstur hennar óhag-
kvæmari en hún getur afkastað
margfalt meira en þar er framleitt
í dag. Þá þarf að stækka búin og
gera rekstur þeirra hagkvæmari,"
segir Stefán.
Þau Katrín og Stefán segja þessa
búgrein skemmtilega og að loðdýra-
bændur geri mikið til að auka þekk-
ingu sína á skinnaframleiðslu, m.a.
séu loðdýranámskeið á Hvanneyri
betur sótt en í öðrum búgreinum.
Einnig er sótt mikil þekking til
Dana þar sem loðdýrarækt er mjög
öflug. Þau söðu að síðstu vilja
minna á hina árlegu sýningu loð-
dýrabænda sem fer fram á Hótel
Sögu í lok þessa mánaðar.