Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 20

Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR ANNA María Jónsdóttir snyrtifræðingur sem rekur snyrtistofuna KARIN HERZOG. Snyrtistofa á Garðatorgi NYLEGA var opnuð snyrtistofa að Garðatorgi 3 þar sem áður var Snyrtihöllin. Stofan heitir nú KARIN HERZOG snyrtistofa og býður hún upp á sömu þjónustu og aðrar KARIN HERZOG snyrtistofur sem eru í Sviss, London og New York. I fréttatilkynningu frá snyrtistof- unni segir að starfsemi stofunnar byggi á uppfínningum dr. Paul Herzog sem var svissneskur læknir og vísindamaður en honum tókst fyrstum manna að binda súrefni í fast form og þrýsta því ásamt vatni og vítamínum í húðina að því er segir í fréttatilkynningunni. Álfheima- bakarí breytir um svip I DAG, fimmtudag, verður Alf- heimabakarí opnað eftir miklar breytingar. Jóhannes Baldursson bakarameistari sem rekur bakaríið í samstarfi við Mylluna segir að bryddað verði upp á ýmsum nýj- ungum. „Við ætlum að haga úrvalinu eftir klukkunni, þ.e.a.s. bjóða viðskipta- vinum upp á heit rúnnstykki, vínar- brauð og annað sem er freistandi að borða á morgnana, vera með heitar bökur, pítsur, súpur og pítm- í há- deginu og hafa svo nýbakað bakk- elsi þegar líður að kaffitíma." Jóhannes segir að brauðin verði bökuð á steini og hann bendir á að í þeim efnum verði farnar óhefð- bundnar leiðir. „Við bjóðum við- skiptavinum upp á ólífubrauð, kryddbrauð, sveppabrauð og hvít- lauksbrauð svo dæmi séu tekin þótt auðvitað slæðist hefðbundin brauð með líka. Mörg brauðanna minna á brauð í Miðjarðarhafslöndum og því ætlum við líka að bjóða upp á mismunandi kryddolíur, sólþuiTkaða tómata, ólífur, lauka í kryddlegi og aðra vöru sem passar vel með brauðun- um.“ Jóhannes bendir á að áhersla verði lögð á að bjóða upp á nýjung- ar, alls kyns bökur, tertur og eftir- rétti og segir að síðan verði til sölu ístertur, frosin kransahorn og fleira sem fólk geti tekið með sér heim og látið þiðna á tveimur tímum. „Síðan eiga viðskiptavinir að geta komið inn að morgni, pantað rétti fyrir sauma- eða spilaklúbb- inn og komið við á leið úr vinnu og sótt það sem útbúið var fyrir þá. Við verðum með nokkur borð og stóla svo þeir viðskiptavinir sem vilja geti tyllt sér niður hjá okkur og borðað morgunverð eða hádegissnarlið hjá okkur og við bjóðum alltaf upp á nýmalað kaffi.“ 28. janúar til 14. febrúar HiTABELTISPACAR I HACK 500 Chiquita Lukkubananar í verðlaun Fljótandi ávextir Chiquita safinn er íyrir þá sem hugsa um heilsuna þegar þeir svala þorstanum, enda eru þeir gerðir úr úrvals ávöxtum frá Chiquita. Chicjtiita bananarnir koma frá hítabeltinu í Mið-Ameríku, sem oft er kallað bananabeltið, Frá hitabehinu og í Hagkaup er nokkur spölur en þegar bananarnir koma þangað eru þeir svo sannarlega klárir í slaginn rrieð landanum, £ 500 1 Lukkubananar í verðlaun í léttum leilc I Nældu þér í svarseðil í Hagkaupi og freistaðu þess að vinna þennan vinalega Lukkubanana. Eldd bara bananar Undir ströngu gæðamerki Chiquita eru framleiddir hinir ýmsu ávextir. A hitabeltisdögum Hagkaups gefst þér m.a. færi á að reyna gæði vínberja, greips og nektarína. HAGKAUP ^ananai ehff. Súðarvogi 2e, sími 568 1022 Ferskir ávextir og grænmeti daglega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.