Morgunblaðið - 04.02.1999, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
■
^>1
BJÖRN Steinar Sólbergsson við orgelið í Hallgrímskirkju. „Orgelið er eins og snu'ðað fyrir þennan konsert."
Morgunblaðið/Kristinn
Þar sem ís og
eldar mætast
Hallgrímskirkja verður í kvöld vettvangur tónlistar-
sögulegra tíðinda, þegar Sinfóníuhljómsveit Islands
og Björn Steinar Sólbergsson frumflytja hér á landi
Orgelkonsert Jóns Leifs, fyrsta íslenska einleiks-
konsertinn. Orri Páll Ormarsson hitti Björn Steinar
að máli í Hallgrímskirkju og ræddi við hann um
þetta tæplega sjötíu ára gamla tónverk.
EGAR hann var frumfluttur á nor-
rænni tónlistarhátíð í Wiesbaden
1935 vakti hann „langmesta at-
hygli af öllu því, sem þar var leik-
ið“. Þegar hann var leikinn öðru sinni, í
Berlín sex árum síðar, var flutningi hans
mótmælt „með barsmíðum og salflótta".
Eftir það lá hann í þagnargildi í tæpa hálfa
öld, eða þar til Fílharmóníuhljómsveitin í
Stokkhólmi tók hann upp á sína arma 1988.
Vakti sá flutningur mikla athygli og hrifn-
ingu. Hvemig verður brugðist við honum í
kvöld? Nú þegar hann er loksins kominn
heim til landsins, náttúrunnar, sem hann er
sprottinn úr, íslands.
Orgelkonsert Jóns Leifs er ekki aðeins
fyrsti einleikskonsertinn frá hendi íslensks
tónskálds, hann á sér líka merkilegri sögu
en flest önnur íslensk tónverk, eins og Ámi
Heimir Ingólfsson doktorsnemi í tónvísind-
um rekm- í Lesbók Morgunblaðsins síðast-
liðinn laugardag. Hefur konsertinn bæði
verið kallaður frumlegt og stórfenglegt
listaverk sem „hrífur menn miskunnarlaust
með sér með kynngi sinni og hörku“ og al-
gjört hneyksli, hugmyndarheimur hans
sagður einkennast af kvalafullri þröngsýni.
I ljósi þessa hlýtur það að vera nokkur
herhvöt og dirfska að ráðast til atlögu við
verkið, eins og Sinfóníuhljómsveit Islands
gerir í Hallgrímskirkju í kvöld. Við orgelið
verður Bjöm Steinar Sólbergsson org-
anisti Akureyrarkirkju. Er hann ekki log-
andi hræddur?
Hef ekki séð hann svartari
„I fyrstu atrennu var ég hræddur," segir
Bjöm Steinar og spurningin kemur honum
bersýnilega ekki á óvart. „Eiginlega er
þetta fyrsta - og eina - verkið sem ég hef
orðið hræddur við um dagana. Það er
óhemju flókið tæknilega - ég hef ekki í
annan tíma komist í kynni við neitt þessu
líkt. Það sem kom mér mest á óvart er að
þetta er allt annar heimur en ég á að venj-
ast, nótur sem líta vel út áblaði reynast svo
gjörsamlega óspilandi. Eg hef ekki séð
hann svartari.“
Bjöm Steinar byrjaði að kynna sér verkið
fyrir um tveimur ámm en undanfama sex
mánuði hefúr hann svo að segja helgað sig
því alfarið. „Ég fékk listamannalaun í hálft
ár og hef dvalist í Cambridge undanfama
mánuði við stífar æfíngar. Sérstaða verksins
kallaði að hluta til á nýja æfingatækni en
smám saman náði ég tökum á verkinu."
Er hann þá búinn að ná úr sér skjálftan-
um? „Já, það má segja það. Síðustu dagana
íyrir svona stóra tónleika fínnur maður
reyndar alltaf fyrir smá skrekk - en það er
bara eðlilegt."
Bjöm Steinar kveðst hafa fengið hjálp úr
ýmsum áttum meðan á glímunni við
konsertinn hefur staðið. Nefnir hann tvo
menn einkum í því sambandi, sænska org-
elleikarann Gunnar Idenstam og fyiT-
nefndan Ama Heimi Ingólfsson. „Gunnar
lék verkið með Fílharmóníuhljómsveitinni í
Stokkhólmi á sínum tíma og hefur því
gengið í gegnum sömu „hremmingar" og
ég. Þar sem hann er ágætur vinur minn hef
ég getað leitað í smiðju til hans - hef meðal
annars haft upptöku með flutningi hans
undir höndum. Áma Heimi kann ég líka
bestu þakkir en hann skrifaði fyrir tveimur
árum mastersritgerð um orgelkonsertinn.
Hún hefur hjálpað mér mikið við undirbún-
inginn, einkum hugmyndafræðilega."
I desember síðastliðnum hélt Björn
Steinar síðan til Frakklands þar sem hann
lék konsertinn fyrir gamlan kennara sinn,
Susan Landale. Segir hann Landale hafa
heillast mjög af verkinu.
Þegar Björn Steinar er beðinn um að
lýsa orgelkonsertinum kemur honum orðið
„hrikaleiki" fyrst í hug. „Það hefur oft ver-
ið talað um kraftbirtingu íslenskrar nátt-
úru í verkum Jóns Leifs og það á svo sann-
arlega við hér. Það nær enginn þessu
rammíslenska á jafn magnaðan hátt og
Jón, þessum ógurlega krafti. Maður sér
nánast eldgos í Vatnajökli fyrir sér þegai-
hlýtt er á konsertinn. Is og eldar mætast í
þessu verki.“
Eitt af bestu verkum Jóns
Og orgelleikarinn lætur ekki þar við
sitja. „Konsertinn ber rosalegi’i vogun vitni
- Jón hreinlega lætur vaða. Ég hika ekki
við að segja að þetta sé eitt af hans allra
bestu og glæsilegustu verkum - og er þó af
nógu að taka.“
En hvað með viðtökur? Era íslenskir
tónleikagestir tilbúnir að hlýða á þetta sjö-
tuga en framúrstefnulega verk? Óttast
Björn Steinar ekki að bragðist verði við
flutningnum með salflótta og glymjandi
hlátrasköllum eins og í Berlín forðum?
„Nei, það geri ég ekki,“ segir hann og
brosir. „Það hefur mikið vatn rannið til
sjávar frá því konsertinn var fluttur í
Berlín. Verkum Jóns hefur verið sýndur
mikill áhugi á undanförnum árum og miss-
erum, bæði hér heima og erlendis, og mikil
eftirvænting virðist ríkjandi fyrir þessa
tónleika."
Þeim orðum til stuðnings er sú stað-
reynd að miðar á tónleikana seldust upp
fyrir nokkrum dögum.
En hvers vegna í ósköpunum hefur þetta
sögufræga verk ekki verið leikið á tónleik-
um hér á landi áður? „Ég hugsa að skýr-
ingin sé fjTst og fremst sú að hljóðfærið
hefur ekki verið til staðar," segir Bjöm
Steinar. „Það er ekki fyrr en með tilkomu
orgelsins hér í Hallgrímskirkju að þetta er
hægt.“
Og gott betur! „Aðstæður eru frábærar
hér í Hallgrímskirkju, gætu ekki verið
betri. Orgelið er eins og smíðað fyrir þenn-
an konsert."
Sænska útgáfufyrirtækið BIS mun
gangast fyrir upptöku á konsertinum á
morgun og gerir Björn Steinar ráð fyrir að
hann verði gefínn út á geislaplötu innan
tíðar. „Það er mjög mikilvægt að hljóðrita
verk af þessu tagi, kannski verður geisla-
platan til að kveikja áhuga víðai’."
Mótettukór Hallgrímskirkju
syngur Requiem
Tónleikamir í kvöld hefjast á öðra verki
eftir Jón Leifs, Requiem, sem Mótettukór
Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harð-
ar Áskelssonar. Verkið var samið árið 1940
en tilefnið var sá hörmulegi atburður að
dóttir Jóns, Líf, drakknaði í skerjagarðin-
um utan við Stokkhólm.
Tónleikunum lýkur svo á Sjöttu sinfóníu
Antons Bruckners sem samin var á árun-
um 1879-1881. Hún er ekki meðal þekktari
sinfónía tónskáldsins og var ekki flutt í
heild sinni meðan það var á lífi. Það var
ekki fyrr en 1899, þremur áram eftir and-
lát Bruckners, að Fílharmóníuhljómsveit
Vínarborgar flutti verkið í heild sinni undir
stjórn Gustavs Mahlers.
Hljómsveitarstjóri kvöldsins er Kín-
verjinn En Shao. Hann er orðinn nokkuð
hagvanur hjá Sinfóníuhljómsveitinni en
síðast var hann hér á ferð í september á
síðasta ái’i við hljóðritanir á verkum Jóns
Leifs. En Shao er eftirsóttur hljómsveit-
arstjóri og hefur stjórnað mörgum þekkt-
ustu hljómsveitum Evrópu. Hann er fast-
ur stjórnandi fílharmóníuhljómsveitar
BBC.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.