Morgunblaðið - 04.02.1999, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 31
Leikara-
skipti í
Snuðru og
Tuðru
HREFNA Hallgrímsdóttir hefur
tekið við hlutverki Tuðru af Lindu
Ásgeirsdóttur í leikritinu Snuðra og
Tuðra eftir Iðunni Steinsdóttur sem
sýnt er í Möguleikhúsinu. Hlutverk
Snuðru er sem fyrr í höndum Drífu
Arnþórsdóttur.
Þetta er fyrsta hlutverk Hrefnu
hjá Möguleikhúsinu en hún lærði
ieiklist í Flórída og lék um hríð í
New York. Hér heima hefur hún
m.a. leikið í Hróa hetti og tekið þátt í
Leikhússportinu.
Næsta sýning á Snuðru og Tuðru
er sunnudaginn 7. febrúar.
---------------
MYNDIN Grænn eftir Önnu
Jóu er meðal verka á sýningunni
í Slunkaríki.
Anna Jóa
sýnir í
Slunkaríki
MYNDLISTARKONAN Anna Jóa
opnar sína fímmtu einkasýningu í
Slunkaríki, Isafírði, á laugardag kl.
16. Á sýningunni, sem ber yfir-
skriftina Gulur, rauður, grænn og
blár, svartur hvítur, fjólublár, eru
sjö málverk sem lýsa mismunandi
ásýnd fjalla, hugarástandi manna
og tengslin þar á milli.
Anna Jóa hefur lokið prófí frá
Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands og Ecole Nationale
Superieure des Arts Decoratifs
(ENSAD) í París. Anna Jóa hefur
haldið þrjár einkasýningar í
Reykjavík og eina í París. Hún hef-
ur einnig tekið þátt í samsýningum
hér heima og erlendis. Um þessar
mundir má sjá verk hennar á sýn-
ingu í Tallin, Eistlandi, sem opnuð
var 22. janúar sl.
Sýningunni lýkur sunnudaginn
21. febrúar.
-----♦-♦-♦----
Örleik-
rit í Flens-
borgarskóla
LEIKFÉLAG Flensborgarskóla í
Hafnarfirði frumsýnir leikverkið
Meðal áhorfenda eftir Þorvald Þor-
steinsson föstudaginn 5. febrúar kl.
20.30. Sýningin er byggð á örleikrit-
um Þorvaldar ásamt einþáttungn-
um I tilefni dagsins.
Áhorfendur fylgjast með ferðum
Magnúsar nokkurs í blíðu og stríðu.
Leikið er í íbúð Snorra, fyrrverandi
húsvarðar Flensborgarskóla, og
áhorfendur ferðast bókstaflega með
Magnúsi milli Iífsskeiða, eru inni á
gafli hjá honum og upplifa sig því
sem sannkallaða Gaflara í leikslok.
Leikstjóri er Stefán Jónsson.
-----♦“*♦-----
*
Baldur Oskars-
son gestur Rit-
listarhópsins
BALDUR Oskarsson, rithöfundur
og fyrrverandi útvarpsmaður, les úr
ljóðverkum sínum í Gerðarsafni,
Listasafni Kópavogs, í dag kl. 17.
Aðgangur er ókeypis.
FYRSTI upplestur á verðlaunaleikritinu Leitum að ungri stúlku sem sýnt
verður í Iðnó í febrúar.
Verðlauna-
verkið æft
ÆFINGAR á verðlaunaleikriti Kristjáns Þórðar
Hrafnssonar, Leitum að ungri stúlku, eru hafnar í
Iðnó. Kristján Þórður bar sigur úr býtum í leikrita-
samkeppni sem efnt var til í tilefni af opnun Iðnó
og bárust 56 leikrit eftir 42 höfunda í keppnina.
Leikritið verður fyrsta verk sem sýnt verður í há-
degisleikhúsi Iðnó og verður frumsýnt, í lok febrú-
ar.
Leitum að ungri stúlku fjallar uin tvo einstak-
linga sem hafa ólíkar skoðanir á listinni. Það verða
því einkennileg skoðanaskipti þegar fundum
þeirra ber saman.
Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Leik-
mynda- og búningahönnuður er Snorri Freyr
Hilmarsson. Mað aðahlutverk fara þau Gunnar
Hansson og Linda Ásgeirsdóttir.
Nýja G3 PPC vélin
fráApple
Macintosh heitir
Yosemite. Allt að
400 MHzog
diskrými allt að
100 GB.
Auðvelt að opna týrir ísetningu aukahluta.
64 MB-1GB vinnsluminni.
Yfir 100 GB diskrými á þremur sleðum.
Allt að 400 MHz G3 örgjörvi, 1 MB
skyndiminni og 100 MHz kerfisörgjörvi.
ATI Rage 128 grafískur hraðall og 16 MB
skjáminni.
Innbyggt USB-tengi, tengjanlegt við 127
jaðartæki.
Sleði fyrir 56 K mótald.
Tvö háhraða
FireWire-tengi.
Þrjár 64 bita/33
MHz PCi raufar og
ein fyrir 32 bita/66
MHz.
10-100Base-T
Ethernet kort,
stækkanlegt í 1 GB.
Allarfrekari
tœkniupplýsingar
og ítarlegri verðlista
finnurpú á vefnum
okkar-
www.apple.is
Aco Ú Apple búðin
Skipholti 21 ■ Sími 530 1820 ■ www.apple.is