Morgunblaðið - 04.02.1999, Side 36

Morgunblaðið - 04.02.1999, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ 2,2% lífeyrissparnaður hentar flestum ÞAÐ ER á ábyrgð hvers og eins að byggja upp sinn framtíðarlífeyri. Yfn-völd hvetja til aukins spai-naðar og bjóða upp á skattalegt hagræði til þeirra sem vilja leggja meira til hlið- ar fyrir efri árin. Framtíðin er óskrif- að blað og mörgum spumingum verður ekki svarað nú, t.d. spurning- um um almannatryggingakerfið og hvort þróun þess verði frekar í þá átt að draga úr þjónustu, fremur en auka hana. Hversu skynsamlegt er íyrir fólk að treysta á tekjutryggingu sem öryggisnet? Mun skattlagning útgreiðslna á lífeyrissparnaði breyt- ast? Verður boðið upp á frekara skattalegt hagræði í tengslum við aukinn lífeyrisspamað? O.s.frv. Lífeyrismál eru í brennidepli þess- ar vikurnar. Fleiri og fleiri láta sig þessi mál varða, fagleg fjölmiðlaum- fjöllun hefur aukist, virk þátttaka samtaka eldiá borgara í umfjöllun um þessi mál hefur aldrei verið meh'i og yngra fólk er í vaxandi mæli að sýna áhuga sinn á þessum málum. Þær breytingar sem hafa verið lögfestar í lífeyrismálum varða alla. Öllum, bæði launamönnum og sjálf- stætt starfandi einstaklingum, ber nú að greiða a.m.k. 10% af iðgjaldsstofni til lífeyrissjóðs. Jafnframt geta nú allir dregið 4% af skattskyldum launatekjum vegna öflunar lífeyris- réttinda samkvæmt lögunum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Með lífeyris- sjóði er átt við félag eða stofnun sem veitir viðtöku iðgjaldi til greiðslu líf- eyids vegna elli til æviloka, örorku eða andláts. Önnur mikilvæg breyting er að frá og með síðustu áramótum er þessum sömu aðilum heimilt að draga frá skattskyldum launatekjum allt að 2% viðbótarframlag vegna lífeyrisspam- aðar til vörslu á séreignarreikningi. Til viðbótai- kemur allt að 0,2% fi’am- Lífeyrissparnaður Það er rangt að þetta sparnaðarform henti alls ekki þeim, segir Kristján Guðmundsson, sem eru komnir um eða yfir miðjan aldur. lag frá ríkissjóði. Samtals verða þetta því 2,2%. Skilyrði frádráttarins er að iðgjaldinu sé varið til aukningar líf- eyrisréttinda í séreign eða sameign og að iðgjöld séu greidd reglulega. Þessar innborganir era séreign við- komandi og þær eru bundnar til 60 ára aldurs og greiðast þá út á sjö ár- um. Tíminn er styttri ef útborgun Helgi Hálfdanarson Hann sjálfur Á AKUREYRI var haldið mál- þing 9. janúar sl. þar sem rætt var um íeikritið Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen. Ekki gat ég sótt þann fund. En meðal framsögu- manna var vinur minn Þorsteinn Gylfason, og hann var svo nota- legur að senda mér ræðu sína. Þar hefur hann það réttilega eftir mér, að í leik þessum skilji ég ekki þá kröfu til sérhvers manns að vera hann sjálfur. Og í ræð- unni kveðst hann vonast til þess, að ég svari því sem hann leggur þar til málanna. Það „svar“ verð- ur honum til lítillar gleði, því ég hlýt því miður að skrifa undir hvert orð sem hann segir. Fyrir það reyni ég að bæta með því að tína til eitthvað sem ekki er sjálf- sagt að hann fallist á. Víst hefur krafan sú arna þvælzt nokkuð fyrir mér, satt er það. Og fleira er óljóst um mikil- væg atriði í þessum merkilega leik, ýmislegt sem klókir menn hafa umvafið stásslegu hyggju- viti, góðri meiningu til halds og trausts. Spyrjum fyrst: Hvað felst í þeirri kröfu til manns að vera hann sjálfur? Er þar gert ráð fyr- ir því, að hann geti verið annað en hann sjálfur? Svo má virðast. En mér er sagt, að það sé vandkvæð- um bundið. Þegar Jakob Þór Ein- arsson er að leika Pétur Gaut, er hann eigi að síður hinn sami Jak- ob Þór og enginn annar. Furðu- fiskurinn, sem hann leikur, er ekki að neinu leyti hann, þótt hins vegar megi svo kalla, að sá hæfl- leiki Jakobs, að geta látið sem hann sé önnur persóna en hann er, sé nokkuð af honum sjálfum. En þá mætti spyrja: Hlýtur ekki krafan um að vera sjálfum sér samur að vera krafa um að vera sjálfum sér nægur? En í leiknum er það sagt vera einkenni þursa og það sem greini þá frá mönnum. Og þá verður enn spurt: Full- nægir maður boðorðinu að vera hann sjálfur, ef hann vill og getur tileinkað sér aðrar eigindir en honum eru fyrir fram eðlislægar? Ekki er um það að ræða að svara þeirri spurningu almennt með já eða nei. Hér skiptir það eitt máli, hvernig við henni er brugðizt í leikritinu Pétri Gaut. En þau við- brögð verða naumast sögð ein- dregin. í 5. þætti kveður Dofrinn Gaut hafa kappkostað að hlíta heilræði þursanna, að vera sjálfum sér nægur, en kallar þó svo, að það holla ráð hafi gert hann að stönd- ugum manni. Gat það tvennt farið saman? Svo sem vonlegt má kalla, skil- ur Gautur boðorðið um að vera hann sjálfur sem hvatningu til sjálfselsku og eigingirni, og alls hugar feginn lifir hann sam- kvæmt því. Þá skal enn spurt, við hvað sé átt með því að vera sífellt að leita að sjálfum sér. I öllum sínum uppátækjum hlýtur Gautur vænt- anlega að hitta sjálfan sig fyrir, og hefur þá einatt leitað langt yfir skammt. I því tilliti virðist atriðið um laukinn reyndar vera út í hött, svo snjallt og fyndið sem það ann- ars er. Eða getur sú samlíking átt við nokkurn sem á annað borð er til? Réttur skilningur á öllum þess- um atriðum kæmi sér dável, því þar virðist vera um að ræða sjálf- an kjama þessa skáldverks. Þegar langt er liðið á lokaþátt, spyr Gautur hnapparann hvað það merki, að maður sé hann sjálfur. Og hnapparinn svarar því til, að merki um vilja Meistarans megi sjá í ásýnd manns, og um það fái hann grun, þótt hann sjái það ekki. Von er að Gauti þyki svarið loðið nokkuð svo; enda stefnir hér í ógöngur um orð og hugtök. Hnapparinn segir Pétur dæmd- an í deigluna vegna þess að hann hafi vantað „festu“, rétt eins og hnappana sem Pétur sjálfur fleygði í deigluna í leik sínum forðum. En er ekki „festuleysið" nokkuð af Pétri sjálfum? Og er honum þá gefið það að höfuðsök að fullnægja skilyrði þess að telj- ast maður? Undir leikslok heldur sá magri blendna ræðu um það að vera sjálfur á tvennan veg. En dæmi hans af ljósmyndinni nær þar ekki að glöggva eitt né neitt. Hvorki sýnir „réttan" né „rang- an“ neitt annað en hinn sama mann sjálfan. Höfundur hefur verið hrifinn af þessu skemmti- lega tækniundri og að gamni sínu gert hugmyndinni þessa ofætlun. Þegar líður að leikslokum er málum komið í býsna torvelda óvissu. Á það að verða hlutskipti Gauts að heita þursi fyrir það að vera sjálfum sér nægur? Hlýtur hann ekki samt að glata sjálfum sér í deiglunni fyrir að vera festu- laus syndaselur en þó ekki synd- ugri en það að vera sjálfum sér samur? Eða á það fyrir honum að liggja að hafna í möskvum sálna- veiðarans úr neðra, ef honum tekst í því skyni að sanna á sig nógu formleg afbrot? Fleiri kostir virðast ekki liggja á lausu. Gautur tæki dvöl í Víti fram yf- ir ókjör deiglunnar. En til þess að fá inni í þeim notalega gististað eru syndir hans ekki nógu full- komnar. Hér má spyrja: Hvers vegna er sá magri nægjusamari um stórsyndir en hnapparinn, þrátt fyrir erfiðan búrekstur? Hann leitar að Pétri vegna synda sem hnapparinn telur of lítilvæg- ar. Og hvers vegna segir Pétur skilið við þann magra, þegar hann verður þess áskynja, að þar er sjálfur húsbóndinn úr Víti að leita að Pétri Gaut? Ef hann aðeins segði réttilega til sín, stæði hon- um nú opin vist í „hlýjunni", sem honum hafði rétt áður verið synj- að um. Því deigluna hefur Gautur ekki tekið í sátt. Sífellt leitar hann sér undankomu frá henni. Þegar komið er í öngþveiti, er lausn mála látin felast í þeim kyndugu veðrabrigðum, að dómur Sólveigar verður Gauti óvænt að allsherjar syndakvittun í stað þess að tryggja honum Vítisvist fyrir ævilöng brigð í ástum og forða honum þannig frá glötun í deiglunni. Þetta kynni einhver að kalla fremur snautlega lausn. Þannig frelsast Gautur fyrir dyggð ann- arrar persónu, án eigin verðleika eða nokkurra tilburða til betrun- ar. Langlundar-bið Sólveigar virðist eiga að vera friðþæging fyrir það festuleysi Gauts, sem hlyti að leiða hann til tortímingar. Heldur er það léttúðugur gang- ur mála, að Gautur sárbiður Sól- veigu að þylja sem ákafast allan hans Ijóta syndabálk; og hún snýr þeirri messu upp í skáldlegt raus þeirra beggja um merki Drottins á enni Gauts, sem skyndilega er orðinn hinn sanni og sterki og í ástum ekkert minna en tryggðin sjálf. En leiknum þurfti vitaskuld að ljúka snyrtilega. Þegar alls er gætt, virðist eðli- legt að spyrja að lokum: Hvers vegna orðaði höfundur ekki boð- orðið til hvers manns klárt og blátt áfram: „Maður, vertu ekki sjálfum þér nægur,“ ekki sálufé- lagi þursa, heldur sá sem sífellt kappkostar að verða ögn mætari en sá „hann sjálfur" sem hann er og sækir þar einbeittur á bratt- ann? Var það ef til vill vegna þess, að án hinna óljósu atriða og vafa- sama orðalags hér og þar hefði leikritið ekki fengið ráðrúm til að verða það umsvifamikla, marg- slungna og bráðskemmtilega af- bragð sem það varð. hefst síðar. Sjóðfélagi í lífeyrissjóði getur ákveðið að ráðstafa til annars aðila en þess líf- eyrissjóðs sem tekm- við iðgjaldi vegna hans þeim hluta iðgjalds sem hann kýs að ráðstafa í þessa séreign. Greiðslur úr lífeyris- sjóðum og samkvæmt samningum um lífeyris- spamað verða skatt- lagðar eins og tekjur þegar kemur til útborg- unar úr sjóðnum eða samkvæmt samningn- um. Komi til greiðslu lífeyrissparnaðar til erf- ingja vegna andláts yrðu þær greiðslur skattlagðar sem tekjur en bæru aftur á móti ekki erfðafjárskatt. Ekki er greiddur fjár- magnstekjuskattur vegna þeirra vaxta sem menn ávinna sér á sparn- aðartímanum og eignin sem myndast er eignarskattfrjáls. Ennfi-emur skal þess getið að séreignin erfist og ber ekki erfðafjárskatt. Bankar, verðbréfafyrirtæki og tiyggingarfélög geta auk hinna hefð- bundnu lífeyrissjóða tekið við þess- um lífeyi’issparnaði til ávöxtunar. Þessir „nýju“ aðilai’ hafa því eðli málsins samkvæmt orðið að leggja sérstaka áherslu á að kynna þjón- ustu sína á þessu sviði undanfaraar vikur. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá nokki’um Islendingi sem kominn er til vits og ára. Fjölbreytni ávöxtunai’leiða er mikil og nauðsyn- legt að fólk kynni sér vel þá mögu- leika sem eru í boði, áður en ákvörð- un er tekin. Þá þarf að hafa í huga eigna- og skuldastöðu, afstöðu til áhættu o.fl. Eðlilegt er að fólk spyrji: „Er þetta eitthvað íyrir mig?“ Ekki er til neitt einhlítt svar við þeirri spurn- ingu. Ljóst þó að þetta hentar flest- um. Það er t.d. rangt að þetta sparn- aðarform henti alls ekki þeim sem eiga lítil lífeyrisréttindi fyrir, þar sem það muni skerða tekjutryggingu viðkomandi. Ef það er skoðað nánar- kemur sú augljósa staðreynd í ljós að flestir fá ekki greiddan út lífeyri fyrr en við 67 ára aldur, en það eru þau aldursmörk sem miðað er við að fólk verði búið að fá 2,2%-sparnaðinn gi-eiddan út, kjósi jölk að nýta sér þann möguleika. Utborgun í einni greiðslu við 67 ára aldur mun því ekki hafa áhrif á tekjutryggingu eft- ir 67 ára aldur. Það er líka rangt að þetta sparn- aðarform henti alls ekki þeim sem eru komnir um eða yfir miðjan ald- m-. Ef tekið er dæmi um 65 ára gamlan mann með 160.000 krónur í mánaðarlaun, mun upp- safnaður sparnaður hans við 60 ára aldur væntanlega vera undh- 600.000 króna markinu, sem þýðir að hann getur tekið upphæðina út í einu lagi. Hann getur líka kosið að láta sparn- aðinn ávaxtast áfram til 67 ára aldurs og tekið alla upphæðina út þá, sbr. dæmið hér að ofan. Hvers vegna ætti ein- staklingur, sem farinn er að nálgast lífeyrisaldm’, ekki að nýta sér þenn- an möguleika á skattfrestun og tryggja sér jafnframt framlagið sem kemm- á móti frá ríkinu, og annars fengist ekki? Hjá einstaklingum byrjai’ tekju- trygging að skerðast við um 20 þús- und krónur á mánuði eða sem sam- svarar um 241 þúsund króna árstekj- um. Ef um hjón væri að ræða, væri samsvarandi upphæð 14.078 fyrir annað hjóna, eða sem samsvarar um 168.942 krónur á ári. Við 81.943 falla bætur niður hjá einstaklingum, og 76.910 hjá öðru hjóna. Þetta sýnir að mánaðarlegar tekj- ur mega ekki vera háar án þess að þær skerði tekjutryggingu. Hvað varðar 2,2% sparnaðinn þá skiptir það hins vegar í fæstum tilvikum máli, þar sem hann hefur þegai’ verið gi-eiddur út áður en til þess komi að reyni á skerðingu tekjutryggingar. Skattalegt hagræði af þessum sparnaði er umtalsvert eins og nefnt var hér að framan. Að auki koma umrædd 10% frá ríkinu til viðbótar við þá upphæð sem einstaklingurinn leggur fram. Uppsafnaður sparnað- ur verður því alltaf meiri heldur en ef einstaklingur legði sömu upphæð fyrir sjálfur og þyrfti þá að greiða fjármagnstekjuskatt af vöxtum, Það er auðvitað undir hverjum og einum komið að taka ákvörðun um að nýta þennan möguleika til að byggja upp lífeyrissparnað. Sumir vilja frekar nota þetta ráðstöfunarfé strax og fjárfesta með öðrum hætti og til skemmri tíma. Ljóst er þó að þetta væri skynsamleg ráðstöfun fyrir flesta. Höfundur er forstöóunuuhir hjá Landsbanka íslands. Kristján Guðmundsson Getur vinstrihreyf- ing1 verið græn? NÚ Á fóstudag og laugai-dag, 6. og 6. febr- úar, verða stofnuð ný stjómmálasamtök í framhaldi af stofnun kjördæmisfélaga undh’ nafninu Vinstrihreyfing- in - grænt framboð. Nafnið bendh’ til að í þessum samtökum eigi að sameina tvö sjónar- mið: umhverfisstefnu og vinstristefnu, og að und- anfornu hefur verið unnið að því að móta róttæka stefnu í þeim anda og verður hún lögð fyrir stofnfundinn. En þessi sjónarmið, Stjórnmál Báðar hreyfingarnar, segir Einar Olafsson, þurfa að kljást við lög- mál kapítalismans. sem sunir sjá sem tvö, eru þegar á allt er litið eitt, þau ganga ekki upp hvort fyrir sig. Hins vegar hafa menn skipst svolítið í tvö horn eftir því hvort þeir hafa lagt áherslu á umhverfismál eða félagslegt og efnahagslegt réttlæti. En báðar hreyfingamar reka sig á sömu andstæðingana og verða á end- anum að leita sömu lausna. Báðar hreyfingarnar þurfa að kljást við lög- mál kapítalismans, gróðahyggju og sér- hagsmuni, einsýna tæknihyggju og staðn- aða stofnanahyggju. Fá- tækt, misskipting og óöryggi um atvinnu stendur í vegi fyrir um- hverfisvemd um leið og rányrkja og umhverfis- spjöll spilla atvinnu og lífsafkomu. Arðrán og rányrkja eru í raun ná- skyld fyrirbæri og stundum bara tvær hlið- ar á sömu mynt. Reynslan og skyn- semin segja okkur að barátta fyrir rétti og frelsi allra ein- staklinga í nútíð og framtíð til mann- sæmandi lífs, fullrar félagslegarai’ þátttöku og mannlegrar reisnar og barátta fyrir sátt manns og náttúru hljóti að fara saman. Og sú barátta beinist óhjákvæmilega gegn arðráni og efnahagslegum og pólitískum völd- um og fon’éttindum einstakra stétta eða hópa. Sú barátta hlýtur að bein- ast gegn þeim tíðaranda sem ýtir undir brask og óheft fjármagnsflæði og kallar öflugustu tæki stórauðvalds- ins og heimsvaldasinna, tæki eins og NATO og Evrópusambandið, málsvara friðar og réttlætis. Slík bar- átta verður hlutverk hinna nýju stjómmálasamtaka. Höfundur er bókavörður. Einar Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.