Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 38

Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 39 IHtfgnnHnfetfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ORGELKON SERT JÓNS LEIFS ORGELK0NSERT Jóns Leifs verður fluttur í fyrsta sinn hér á landi í Hallgrímskirkju í kvöld. Óhætt er að segja að um stórviðburð sé að ræða í íslensku tónlist- arlífi en tæp sjötíu ár eru liðin frá því að Jón samdi konsertinn en hann lauk honum árið 1930. Eins og fram kom í grein eftir Arna Heimi Ingólfsson í Lesbókinni síðastliðinn laugardag leit Jón ávallt á konsertinn sem eina af sínum merkustu tónsmíðum en í honum kristallast í fyrsta sinn í svo stóru verki sá tón- smíðastíll sem einkenndi æviverk Jóns upp frá því. Ekki voru allir sammála Jóni um ágæti konsertsins en viðtökur við flutningi hans í Þýskalandi voru afar misjafnar. Það var þýskur orgelleikari, Kurt Utz, sem frumflutti verkið árið 1935 á norrænni tónlistarhátíð í Wiesbaden. Viðtök- urnar þar voru yfirleitt mjög góðar og var meðal annars talað um frumlegt og stórfenglegt listaverk. Viðtökurnar voru hins vegar ekki eins góðar er konsertinn var fluttur í annað sinn af Fílharmóníuhljómsveitinni í Berlín í sal Söngakademíunnar í borginni árið 1941 undir stjórn höf- undarins. Eins og fram kemur í grein Árna Heimis hafði hallað nokkuð undan fæti fyrir Jóni í nasistaríkinu á þeim árum sem liðið höfðu frá frumflutningnum og voru viðtök- ur í samræmi við það; þar var talað um „kvalafulla þröng- sýni þess hugmyndaheims, sem verkið birtir“ og notkun slagverks var gagnrýnd þar sem „fjórar pákur drundu og slagverksleikari hamaðist með illkvittnislegri þrjósku á gólfinu með hamar í hendi.“ Flutningur verksins í Berlín var örlagaríkur því að í raun má segja að með honum hafi ferli Jóns í Þýskalandi lokið. Orgelkonsert Jóns Leifs er fyrsti einleikskonsert ís- lenskrar tónlistarsögu og skipar því sérstakan sess í sögu íslenskrar tónlistar. Það er fagnaðarefni að hann skuli nú loks vera fluttur hér á landi. HAGNAÐUR BANKA MIKILL hagnaður íslandsbanka og góður hagnaður Fjárfestingarbanka atvinnulífsins er til marks um, að bankakerfið er að ná sér á strik eftir mikil áföll framan af þessum áratug. Hagnaður Islandsbanka, sem nemur tæpum einum og hálfum milljarði króna, er ótvíræð vís- bending um, að það mikla hagræðingarstarf, sem unnið hefur verið í bankanum eftir sameiningu fjögurra banka, er að skila árangri. Hagnaður Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, sem nemur tæpum 750 milljónum króna, sýn- ir að þessi nýi banki, sem á að baki aðeins eitt ár í rekstri, hefur náð að festa sig vel í sessi. Fyrir nokkrum árum hefðu hagnaðartölur af þessari stærðargráðu vakið spurningar um, hvort bankarnir væru að leggja of mikil gjöld á viðskiptavini sína. Þá var sam- keppni lítil sem engin og samráð umtalsvert og þá var hægt að færa rök fyrir því, að bankarnir gætu nýtt sér einokunarstöðu á fjármálamarkaðnum. Nú eru aðstæður gjörbreyttar. Samkeppni á fjármála- markaðnum er mikil, ekki bara á milli banka og spari- sjóða heldur eru ný fjármálafyrirtæki komin til sögunnar, sem keppa við hinar hefðbundnu lánastofnanir, svo og líf- eyrissjóðir. Þá má gera ráð fyrir, að samkeppni frá út- löndum sé vaxandi. Þegar umhverfi fjármálafyrirtækja er orðið með þessum hætti er verulegur hagnaður ekki gagnrýnisefni heldur þvert á móti vísbending um góðan og batnandi rekstur. Það breytir hins vegar ekki því, að enn er mikið svig- rúm til hagræðingar á fjármálamarkaðnum. Bankar hljóta að sameinast á næstu árum, útibúum mun fækka og einnig má gera ráð fyrir að starfsfólki banka og spari- sjóða muni fækka mjög. Ein ástæða þess er sú, að banka- viðskipti eru í stórvaxandi mæli að færast inn í tölvur, þar sem fólk situr heima hjá sér eða á vinnustað og stundar bankaviðskipti sín með þeim hætti. Þessi bylting þýðir, að ekki er þörf fyrir dýr útibú og fjölmennt starfslið. Jafnframt má búast við að enn frekari tenging banka, verðbréfafyrirtækja og tryggingafélaga opni einnig ný tækifæri til hagræðingar, sem leiði til sparnaðar og auk- ins hagnaðar fjármálafyrirtækjanna. Launþegahreyfíngin vinnur að undirbúningi fyrir endurnýjun kjarasamninganna árið 2000 Kröfugerðin mót- uð fyrir sumarið FORYSTUMENN Dagsbrúnar/Framsóknar og samtaka vinnuveitenda takast í hendur eftir undirritun kjarasamninga til þriggja ára í aprfl 1997. Fasteignasalar óánægðir með það ástand sem skapast hefur eftir tilkomu Ibúðalánasjóðs Ottast að ekki takist að ganga frá sölu eigna fyrir umsaminn afhendingartíma Undirbúningur vegna næstu kjarasamninga er hafínn innan laun- þegahreyfingarinnar en samningar á almenna vinnumarkaðinum renna út í febrúar á næsta ári, Bankamenn ríða á vaðið að þessu sinni því samn- ingar þeirra losna 1. september nk. Qmar Friðriksson komst að raun um mikla óánægju á almenna vinnumark- aðinum vegna launa- hækkana meðal opin- berra starfsmanna og gj aldskrárhækkana sveitarfélaga. Pær valda óvissu um hvort samið verði til langs tíma í næstu samningum. OLL landssamböndin eru eitthvað komin af stað og mörg aðildarfélög Alþýðu- sambandsins en ég held að það séu ekki enn farin að mótast af- dráttarlaus viðhorf eða efnistök,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, um undirbúningsvinnu laun- þegasamtakanna fyrir næstu samn- ingsgerð. Kjarasamningar flestra landssambanda og stéttarfélaga á al- menna vinnumarkaðinum renna út 15. febrúar á næsta ári. Opinberir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum koma hins vegar í kjölfarið því flestir samningar á þeim vettvangi renna ekki út fyrr en á síðari hluta ársins 2000. Þetta veldur mörgum forystu- mönnum á almenna vinnumarkaðin- um áhyggjum sem segjast óttast í ljósi reynslunnar að þessir hópar muni koma á eftir og semja betur. Viðræður við gagnaðila í haust Stéttarfélög og samtök atvinnurek- enda á almenna vinnumarkaðinum þurfa að fylgja ákveðinni viðræðuá- ætlun samkvæmt lögunum sem sett voru 1996 um stéttarfélög og vinnu- deilur. í viðræðuáætlun Verka- mannasambandsins og vinnuveitenda er t.d. gert ráð fyrir að ekki síðar en fjórum mánuðum áður en samningar renna út (þ.e. fyrir 15. október nk.) skuli samningsaðilar eiga með sér viðræður, þar sem kynntar verði hug- myndir aðila um endumýjun samn- inganna. Setja á sameiginleg megin- markmið og ákveða vinnulag. VMSÍ hóf undirbúning fyrir kjaraviðræð- umar á seinasta ári og hefur gengið frá verkáætlun fyrir allt þetta ár. Ekki liggja enn fyrir ákveðnar lín- ur varðandi kröfugerð að sögn Björns Grétars Sveinssonar, formanns sam- bandsins, en framundan eru samráðs- fundir sem standa fram í maí vegna mótunar kröfugerðar VMSI og aðild- arfélaga þess. Formannafundir verða haldnir með reglulegu millibili og gengið verður frá samningsumboði á tímabilinu frá ágúst til október en þá verður þing VMSÍ haldið. Grétar Þorsteinssop segir að á vettvangi ASÍ- félaganna hafi allir sett sér það markmið að vera komnir vel á veg í undir- búningnum iyrir næsta sumar þannig að menn geti tímanlega tekið upp þráðinn í viðræðum við gagnaðila í haust. Fundir í öllum aðildarfélögum SÍB í febrúar Það verða hins vegar bankamenn sem munu ríða á vaðið að þessu sinni því kjarasamningur Sambands ísl. bankamanna og samninganefndar bankanna rennur út 1. september næstkomandi. Friðbert Traustason, formaður SIB, segir að undirbúning- ur fyrir samningaviðræðurnar sé að litlu leyti kominn í gang. „Fundir verða í öllum aðildarfélögunum í febr- úar og eftir það verður vinnan sett í gang,“ segir hann. Fi-iðbert kveðst gera ráð fyrir að kröfugerð og annar undirbúningur verði orðinn skýr íyrir sumarið. Innan Verzlunarmannafélags Reykjavíkur er hafinn margháttaður undirbúningur íyrir kjarasamningana, m.a. með gerð launakannana og í um- ræðum um nýjar leiðir í samningum, sem fram fóru á kjaraþingi félagsins í seinasta mánuði. I síðustu viku voru einnig lögð fyrstu drög að umræðum vegna undirbúnings kjarasamninga á miðstjómarfundi Samiðnar. „Við emm að leggja upp málefna- gmndvöllinn og ætlum svo að leggja línuna fyrir haustið á sambands- stjómarfundi í vor,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðn- ar. Að sögn hans er ekki farið að ræða kaupkröfur í næstu samningum á vettvangi Samiðnar en ljóst sé af umræðunni að áhersla verði m.a. lögð á skattamál og á að jafna stöðu launa- manna og undirverktaka. Akveðið hefur verið að leggja til við aðildarfé- lög Samiðnar að þau standi saman undir merkjum landssambandsins við næstu kjarasamningsgerð. „Menn eru ósáttir við það hjá okkur eins og annars staðar að það taka ekki allir þátt í að halda stöðugleika þjóðfélags- ins,“ segir Finnbjörn. Hann segir að skoðað verði alveg sérstaklega hvort brugðist verði við því með því að gera styttri samninga eða reynt verði að koma böndum á ríki og sveitarfélög. Að sögn Halldórs Bjömssonar, for- manns Eflingar stéttarfélags, hins nýja sameinaða félags Dagsbrúnar, Framsóknar, Sóknar og Félags starfsfólks í veitingahús- um (FSV), verður haldinn trúnaðarráðsfundur í næsta mánuði sem helgað- ur verður undirbúningi kjarasamninga. Aðspurður um þær áherslur sem uppi eru í kjaramálunum innan félagsins segir Halldór ljóst að margir telji sig ekki hafa orðið vara við góðærið sem alltaf sé verið að tala um. „Hins vegar geta menn ekki neitað því að kaup- mátturinn hefur náttúrlega aukist," sagði hann. „Það er mikill munur á því sem var fyrir tveimur árum þegar lægsta kaup var 49.500 en er nú kom- ið í um 70 þúsund krónur," segir hann. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segist þeirr- ar skoðunar að næstu samningar Launavísitalan vísitala Árin 1997 og 1998 muni að miklu leyti snúast um lífeyi'- isréttindi, flýtt starfslok og séreign- ardeildir og sjúkrasjóðir og skipulag þeirra muni tvinnast inn í þá um- ræðu. „Við höfum beitt okkur mjög ki’öftuglega fyrir því í undanfarandi samningum að hækka dagvinnulaun og láta eitt og annað af hendi til þess að hækka þau. Á Norðurlöndunum eru menn með mun styttri uppsagn- arfrest en hér eða allt niður í viku og menn eru með styttri veikindarétt. I sumum löndum eru menn jafnvel launalausir fyi'sta veikindadaginn. Þetta hafa menn látið af hendi til þess að ná upp föstum daglaunum," segir Guðmundur. Að sögn hans er um helmingur fé- lagsmanna í Rafiðnaðarsambandinu á fastlaunasamningum. „Stórir hópar starfa hjá ríkisfyrirtækjum eða tengdum fyrirtækjum á borð við RARIK og Landssímann. Þeir hafa verið að horfa upp á umtalsvert launaski'ið hjá BSRB-hópunum,“ seg- ir hann. „Það sýður mjög undir í þessum hópum hjá okkur. Eg á ekki von á að það verði mikil átök á al- menna vinnumarkaðinum hjá okkur en ég verð sífellt staðfastari í þeirri trú að það geti orðið mjög harkaleg átök hjá þessum félögum okkar hjá hinu opinbera, fastiaunamönnunum sem sitja blýfastir í ákveðnum launa- flokki og hreyfast ekkert," segir Guð- mundur. Gagnrýna launahækkanir umfram ASÍ-samningana „Það er auðvitað staðreynd að það er víða mjög mikil óánægja vegna at- burðarásarinnar sem varð hjá ýmsum hópum í framhaldi af okkar samning- um. Það snýr þæði að sveitarfélögum sem viðsemjendum og ríkinu. Ég sé ekki annað en að öll varnaðarorð okk- ar séu að koma í ljós. Það er augljós- ast gagnvart sveitarfélögunum, sem hafa allmörg, bæði fyrir ári og aftur núna, hækkað útsvar og ýmis þjón- ustugjöld," segir Grétar Þorsteins- son. Gætu orðið harkaleg átök við ríkið Forystumenn innan launþega- hreyfingarinnar halda því fram að frá því að ASÍ-félögin gerðu kjarasamn- inga á fyrstu mánuðum ársins 1997 hafi ríki og sveitarfélög samið við marga hópa opinberra starfsmanna um töluvert meiri hækkanir en samið var um á almenna vinnumarkaðinum. í aðlögunarsamningum hafi opinberir starfsmenn knúið fram verulegar hækkanir launa eða nálægt 20% að meðaltali fyrir suma hópa. Allt hafi þetta valdið miklu misgengi launa á milli almenna og opinbera markaðar- ins. Samkvæmt launavísitölu Hagstof- unnar hafa laun opinbeiTa starfs- manna og bankamanna frá 1. árs- fjórðungi 1997 til 4. ársfjórðungs 1998 hækkað um 7,4 prósentustig umfram laun á almennum vinnumarkaði. Launavísitalan mælir breytingar heildariauna fyrir fastan vinnutíma, þ.e. breytingar greiddra launa fyrir dagvinnu, eftii*vinnu og næturvinnu að meðtöldum starfs- eða launatengd- um álögum og kaupaukum. Launa- vísitala sem sýnir launabreytingar opinberra starfsmanna og banka- manna hækkaði um 12,9% á árinu 1998 miðað við ársmeðaltal ársins 1997. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum markaði um 7% skv. launavísitölu Hagstofunn- ar. Forystumenn í laun- þegahreyfingunni eru ekki í vafa um að þessi þróun muni setja skýrt mark sitt á viðræðurnar sem framundan eru. Friðbert Traustason, formaður FIB, segir að mæling Hagstofunnar hijóti fyi'st og fremst að sýna hækk- anir sem hafi átt sér stað meðal opin- berra starfsmanna umfram það sem almennt hefur orðið en ekki meðal bankamanna. „Það er af og frá að þessi 10-12% hækkun á síðasta ári eigi við um bankamenn," segir hann. Krafist, verður fastari trygginga „Það hefur verið farið allfrjálslega með þá launastefnu sem var lögð,“ segir Bjöm Grétar Sveinsson. Hann segir Jjóst af umræðunni innan raða VMSÍ að ekki verði litið framhjá þeirri þróun sem átt hefur sér stað á vinnumarkaðinum. „Þar er ég bæði að tala um kaupliðina sjálfa og ekki síður um ýmis réttindamál," segir hann. „Við erum að semja fyrir allt um- hverfið en það em því miður margir sem gefa skít í það og byrja á þeim reit sem við stoppuðum á eftir mikla fyrirhöfn og smyrja síðan ofan á það. Þetta verður skoðað í miklu stærra samhengi núna en í síðustu tveimur kjarasamningum. Það er alveg klárt að krafist verður fastari trygginga en áður,“ segir Bjöm Grétar. „Mín skoðun er sú að nauðsynlegt sé að semja um verulega leiðréttingu launa vegna þess að enn stöndum við frammi fyrir því að okkar hópar sitja eftir,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og formaður fískvinnsludeildar VMSÍ. Að mati Aðalsteins verða starfsmenntamál einnig ofarlega í kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar í næstu samningum. „Síðan verður jöfnuður á kjörum almennra laun- þega og opinberra starfsmanna eitt af stærri málunum. Menn geta ekki horft upp á það lengur að opinberir starfsmenn fái mun hærri greiðslur í lífeyrissjóði en almennir launþegar," segir hann. Meiri kaupmáttaraukning en reiknað var með Mjög skiptar skoðanh' eru um það hvort rétt sé að semja til langs tíma í næstu samningum líkt og gert var í síðustu samningum. Flestum ber þó saman um að núgildandi samningar hafi skilað verulegum árangri. Ljóst er að mun meiri kaupmáttaraukning hefur orðið það sem af er samnings- tímabilinu en jafnvel samningsaðilar sjálfir reiknuðu með við gerð samn- inganna. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna jókst um 6,9% á árinu 1997, samanborið við 2,4% aukningu að meðaltali í helstu viðskiptalöndum. Á öðru ári samningstímabilsins, þ.e. á árinu 1998, jókst kaupmáttur ráðstöf- unartekna hérlendis um 10% að mati Þjóðhagsstofnunar og er nú spáð a.m.k. 5% aukningu kaupmáttarins á árinu 1999. Á árunum 1997 og 1998 jókst kaupmáttur í helstu viðskipta- löndum til samanburðar um 5,5%. „Ég er ekkert frá því að menn horfi til þess að skapaður verði stöðugleiki í þjóðfélaginu með löngum samningi en ég tel að það muni ekki gerast nema með tryggingum sem taka á því ef aðrir hópar fá mun meira heldur en við fáum. Það verður að segja eins og er að opnunarákvæðið sem sett var inn í samningana síðast hefur ekkert að segja og var bara orðagjálfur," segir Aðalsteinn Baldursson. Gjá milli Reykjavíkurfélaga og landsbyggðar? I kjarasamningunum árið 1997 fóru aðildarfélög ASI ýmist sjálf með samningsumboð sitt eða fólu það landssamböndunum. Forystumenn innan VMSI hafa talað fyrir því að fé- lög og samtök innan ASI vinni sem mest sameiginlega í næstu kjara- samningum með ákveðnum fyrirvör- um þó. „Menn verða þá að vera með svipaða sýn á bæði aðferðafræði og markmið og vinna sameiginlega að því,“ segir Björn Grétar. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins eru ýmsir foi'ystumenn innan verka- lýðshreyfingarinnar fullir efasemda um að verkalýðshreyfingunni muni takast að koma sameiginlega að samningaborðinu næsta haust og vísa m.a. til hugmynda sem talsmenn VR hafa sett fram um áherslur í næstu samningum, en þær hafa valdið verulegum titringi innan launþega- hreyfingarinnar á seinustu dögum, skv. heimildum blaðsins. ' í hugmyndum VR er m.a. gert ráð fyrir auknu vægi vinnustaðasamninga og markaðslaun- um í stað kauptaxta þar sem m.a. yrði samið um hlutdeild starfsmanna í hagnaði vegna framleiðniaukningar í fyi’irtækjunum. Sumii' segjast einnig óttast að það sé að myndast gjá á milli stéttarfélag- anna stóru á höfuðborgarsvæðinu og félaga á landsbyggðinni. Telja þeir það mikið áhyggjuefni ef VR og Efl- ing fara eigin leiðir í krafti yfirbm-ða sinna án tillits til hagsmuna launþega út um landið. ASTEIGNASALAR sem Moi'gunblaðið ræddi við í gær, lýstu m.a. áhyggjum af því að innan skamms kunni margir kaupendur og seljendur fast- eigna að standa frammi fyrir því að ekki takist að ganga frá kaupsamn- ingi fyrir umsaminn afhendingartíma hlutaðeigandi eigna vegna þeirra erf- iðleika, sem upp hafa komið hjá Ibúðalánasjóði. Áuk tafanna kvarta þeir undan erfiðleikum við að fá upp- lýsingar frá stofnuninni. Þegar Ibúðalánasjóður tók til starfa um áramót var starfsemi Hús- næðisstofnunar hætt. Jafnframt hætti veðdeild Landsbankans að ann- ast innheimtu og gerð greiðslumats fluttist frá Húsnæðisstofnun til banka og sparisjóða. Forrit ekki enn tilbúið Fasteignasalarnir sögðu að það virðist bæði valda töfum að nýtt forrit fyrir banka og sparisjóði til að byggja á greiðslumat sé ekki tilbúið þótt því hafi margsinnis verið lofað. Þá hafi þjálfun starfsmanna bankanna og sparisjóðanna í gerð greiðslumats verið ábótavant og kerfið hafi ekki verið nema hálfsmíðað þegar það tók til starfa um áramótin og var látið leysa af hólmi kerfi, sem sinnt hafi hlutverki sínu vel í alla staði. „Það er ofboðslegur seinagangur hjá íbúðaiánasjóði," sagði Franz Jezorski, fasteignasali á Hóli. „Þar er illa svarað í síma, varla hægt að fá samband við neinn, og við höfum ekki fengið fasteignaveðbréf afhent svo dögum skiptir. Þetta er allt annað en var áður þegar hlutirnir gengu greið- lega fyrir sig. Við finnum að okkar viðskiptavinir eru orðnir mjög ósáttir við óvissuna og ástandið.“ „Það er eitthvað mikið að þarna. Ef það er ekki hægt að svara í síma og gefa upplýsingar, þá eru hlutirnir ekki í lagi,“ sagði Franz. „Markaður- inn heimtar svör.“ Runólíúr Gunnlaugsson, fasteigna- sali í Höfða, segir að íyrir áramót hafi biðtími hjá Húsnæðisstofnun eftir út- gáfu veðbréfa verið 5-20 dagar, oftast um hálfur mánuður, ef ekkert kom óvenjulegt upp á. Að því loknu tók einn dag að fá útgefin húsbréf. Nú virðist taka 6-7 daga að fá húsbréf en bæði Mikillar óánægju gætir hjá fasteignasölum með það hvernig tekist hefur * til með starfsemi Ibúða- lánasjóðs, sem hóf starf- semi um áramót. Pétur Gunnarsson ræddi við nokkra fasteignasala. hann og Franz segja að sér virðist sem nú stefni í nokkurra vikna eða mánaða biðtíma varðandi útgáfu veðbréfa. Þar með lengist sá tími sem líður frá því að seljandi samþykkir tilboð kaupanda og þar til hægt er að innsigla sölu með því að ganga frá kaupsamningi. 43 mínútur í símanum „Þegar maður hefur þurft að hringja í íbúðalánasjóð hefur hringt út trekk í trekk; eitt skipti var ég svo í 43 mínútur í símanum til að biðja um nafnabreytingu á einu láni og fór fimm hringi milli aðila sem aldrei önsuðu,“ sagði Runólfur. Hann segir að atriði, sem áður voru fastar reglur um, t.d. að hægt væri að fá húsbréf útgefin á það nafn sem beðið var um hverju sinni, virðist nú á undanhaldi og verið sé að setja innan- hússreglur um hluti án þess að taka mið af fyrri háttum og óskum og þörfum viðskiptavina. Fasteignasalarnir segja mikinn mun frá því sem var áður í samskipt- um þeirra við Húsnæðisstofnun og Veðdeiid Landsbanka. Áður önnuðust fasteignasalar sam- skipti við Húsnæðisstofnun fyrir hönd viðskiptavina, gættu hagsmuna kaupenda og seljenda og því hafi ver- ið auðvelt fyrir þá sjálfa og viðskipta- vini að fylgjast með hvar afgreiðsla mála var á vegi stödd og hvenær mætti vænta þess að hægt yrði að ganga frá kaupsamningi, fá afhent veðbréf og húsbréf. Nú er til þess ætlast að kaupendur fari til viðskiptabanka síns með sam- þykkt kauptilboð, þá vinni bankinn greiðslumat og sendi síðan upplýsing- ar til Ibúðalánasjóðs. Franz segir að þarna hafi verið sett upp mikið og ógagnsætt kerfi í stað kerfis sem virkaði án vandamála. Auk þess virðist sem bankarnir hafi alls ekki verið nógu vel í stakk búnir til að takast á við þau verkefni, sem fylgdu greiðslumatinu. Runólfur segir einnig að gleymst hafi að útfæra á nauðsynlegan hátt, áður en nýtt kerfi tók til starfa, sam- skipti aðilanna þriggja sem að málum koma, þ.e. banka, Ibúðalánasjóðs og fasteignasala. „Markaðurinn er búinn að selja það vel í janúar að það hlýtur að vera algjör óreiða þarna niður frá,“ segir Elías Haraldsson, sölustjóri á Hóli. „Við seldum 57 eignir í janúar en höfum ekki fengið afgreiðslu nema vegna nokkurra eigna. Fólk er að hringja og spyrja hvað sé að frétta en fær ekki svör. Við horfum fram á það að það er að koma að af- hendingartíma án þess að hægt hafi verið að ganga frá kaupsamningi. Hvað á þá að gera?“ Dregst afhendingartími? 1 sama streng tók Runólfur Gunn- laugsson, sem bendir á að nauðsyn- legt sé að hægt verði að standa við umsaminn afhendingartíma vegna þess að yfirleitt er um keðjur að ræða í fasteignaviðskiptum, þar sem um er að ræða að margir aðilar eru að selja og kaupa eignir og afhendingartími margra þarf að fara saman til að allt gangi upp. „Það hrúgast upp ófrá- gengnar sölur. Ef greiðist ekki úr þessu sambandsleysi á næstu dögum eða í næstu viku er fyrirsjáanlegt að stór vandamál, koma upp,“ sagði Runólfur. „Ég vona að það rætist úr þessu en mér sýnist að það þurfi verulega hugarfarsbreytingu á þess- ari stofnun ef hún á að geta sinnt þessum markaði.“ Viðmælendur sögðu að mikil um- frameftirspurn einkenni nú fasteigna- markaðinn og góðar eignir á höfuð- borgarsvæðinu standi lítið við á sölu- ski'ám. Því sé þetta sérstaklega slæmur tími til að hægja á gangvei'ki kerfisins meðan verið er að koma lagi á nýtt kerfi. Rétt hefði verið að gefa sér betri tíma til að ganga úr skugga um að nýtt kerfi virkaði áður en það væri tekið í notkun. Samningar bankamanna lausir 1. september Tillögur VR valda titringi I verkalýðs- hreyfingunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.