Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 42

Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðviljinn gengur aftur Skrif Sverris Hermannssonar og félaga eru dapurlegur vitnisburður um lýðræðislega umræðu á Islandi í aldarlok. Blaðaskrif Sverris Hermannssonar og fylgismanna hins nýja flokks hans minna á stundum um margt á Þjóðviljann sáluga. Skrif Þjóðviljans einkenndust, sem kunnugt er, af mikilli heift og ofstæki, fukyi’ðaflaumi, útúi’- snúningum, samsæriskenning- um, frumstæðum sæmdai'áskor- unum og, í besta falli, barnslegri einfeldni. Sú mynd sem Sverrir og félagar draga upp af íslandi nútímans er þessi: Sjálfstæðis- flokkurinn sem fer með ríkis- stjórnarforystu gengur erinda „örfárra auðmanna" og á sér þá hugsjón heitasta að „mylja undir þá þjóðarauðinn“, því forystu- menn flokksins telja auðinn „best kominn í VIÐHORF höndum sem fæstra“, en lýð- urinn geti „étið það sem af borðum Bogesenanna hrýtur eða það sem úti frýs“. Forystu Sjálf- stæðisflokksins er það kappsmál að „hafa gróðapungana góða“ því þeir borga í flokkssjóðinn og eru þingmenn flokksins auðsveipir þjónar þeirra. Verstir „gi'óða- Eftir Jakob F. Ásgeirsson punganna" eru „sægammai-nir“, „lénsherrarnir" sjálfii- sem sitja að þjóðarauðnum. Undir „svipu sægi-eifanna" eru sjómenn „kúg- aðir“ til að kasta fiski í stórum stíl. Sú „ósvinna" gengur náttúr- lega nærri „hjarta sjómann- anna“, en þeir eiga engra kosta völ, eru „nauðbeygðir" að hlýða fyrirskipunum „lénsherranna“ til að „bjarga atvinnu sinni og af- komu“. En vegna þessa fiskkasts íslenskra sjómanna munu „millj- ónir manna um víða veröld“, ekkert minna, „deyja drottni sín- um úr hungri“l! Lengi getur vont versnað og þótt ástandið á Islandi sé kolsvart núna, er það þó barnaleikur hjá þeim „óför- um“ sem „bíða á næsta leiti“ ef íslendingar fylkja ekki liði með Svem! Skrif Sverris og félaga birtast jafnan á síðum Morgunblaðsins sem bera yfirskriftina „Umræð- an“ og er ætlað að vera vett- vangur lýðræðislegrar umræðu í landinu. Það er dapurlegt til þess að hugsa að við upphaf nýrrar aldar skuli vera til menn sem vilja heyja lýðræðislega stjórnmálabaráttu á svo lág- kúrulegu plani. í rauninni er enginn snertipunktur til vit- rænnar umræðu við menn sem skrifa á þvílíkum nótum. Ekki alls fyrir löngu birtist skoðanakönnun í DV um fylgi stjórnmálaflokka. Nýr ritstjóri blaðsins túlkaði niðurstöðu könnunarinnar m.a. á þá lund að flokkur Sverris ætti ekki uppá pallborðið hjá þorra kjósenda. Einn helsti fylgismaður Sverris, Jón Sigurðsson fyiTverandi ráðuneytisstjóri, rauk þá fram á ritvöllinn og greip til gamal- kunnra Þjóðviljabragða. Hann notaði þó ekki orðið „leigu- penni“, sem var Þjóðviljamönn- um sérlega kært, heldur „mála- liði“. Hér var nefnilega ískyggi- legt samsæri á ferðinni. Forsæt- isráðherra hafði þvingað útgef- anda DV til að setja málaliða sinn í ritstjórastólinn - og hefur hann það eitt hlutverk að sjá til þess að sjónarmiðum Davíðs sé haldið að lesendum DV! Þótt hinn nýi ritstjóri skrifi undir fullu nafni og hafi verið blaða- maður nær alla sína starfsævi, þá er augsýnilegt að hann hefur ekki sjálfstæðar skoðanir fyrst hann er ekki með Sverri, það sér hvert mannsbarn að hann er í vasa „lénsherranna" sem halda varnarlausum almenningi í gísl- ingu(!). Er nema von að Valdimari Jó- hannessyni finnist hann eiga heima í þessum félagsskap, en síðasta frægðarverk hans vai' að líkja Davíð Oddssyni og Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur við Hitler, Mússólíní og Idi Amin! Þjóðviljinn varð gjaldþrota eins og sá málstaður sem hann barðist fyrir. Eitt best rekna blað í nútíma fjölmiðlun er viku- ritið The Economist. Það er þekkt að því að vera sérlega gagnrýnið á valdsmenn hverju nafni sem þeir nefnast. I nýlegu hefti blaðsins fylgir kálfur um Norðurlönd og m.a. fjallað allít- arlega um efnahags- og þjóðfé- lagsástand á Islandi. Þar segir að Islendingar hafi haldið skyn- samlega á sínum málum undan- farin ár með þeim afleiðingum að 5% hagvöxtur hafi verið í landinu síðustu þrjú ár, atvinnu- leysi aðeins um 2%, og Island sé nú í fimmta sæti á heimslista OECD yfir kaupmátt ráðstöfun- artekna. Almennt er sagt um þjóðlíf á Islandi að landsmenn séu vel menntaðir, tæknivæddir, fylgist vel með í tölvuheiminum, menningarlega sinnaðir, unni náttúru landsins, og hafi víða út- sjón í sambandi sínu við um- heiminn, sæki jafnt til Vestur- heims og Evrópu. Viðurkenning- arorðum er farið um skipan vel- ferðai-mála í landinu og hvernig Islendingum hefur tekist að haga nýtingu fiskistofna sinna sem séu undirstaða byggðar í landinu. Þá er lokið sérstöku lofsorði á þá stefnu ríkisstjórn- arinnar að beita sér fyrir auknu írjálsræði í efnahagsmálum í kjölfar aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu, en jafnframt varar blaðið við blokkamyndun í viðskiptalífi. Þetta er fógur mynd, en af hverju skyldum við ekki kannast við hana? Auðvitað er margt í ís- lensku samfélagi sem betur mætti fara, en hvers vegna að neita að kannast við það sem snúist hefur á betri veg? Stað- reyndin er sú að við stöndum nú í þeim sporum, rétt eins og á Viðreisnarárunum, að landinu hefur verið vel stjórnað tvö kjör- tímabil í röð. Allir útlendir sér- fræðingar sem koma hingað til lands taka eftir þeim umskiptum sem hafa orðið á þessum áratug sem er að líða. Og svo eru til menn hér uppi á Islandi sem ætla að heyja kosningabaráttu á þeim nótum að við búum í mið- aldasamfélagi þar sem allur al- menningur er kúgaður af fá- mennri klíku auðmanna og hér stefni allt óðfluga til fjandans! Það segir sitt um lýðræðislega umræðu á Islandi að rausið í Sverri og félögum í anda gamla Þjóðviljastaglsins fær margfalt pláss í fjölmiðlunum á við efnis- lega umfjöllun um þjóðfélagsmál eins og þá sem blaðið The Economist stendur fyrir. UMRÆÐAN/PROFKJOR Flóttamenn- irnir og við TALIÐ er að í heim- inum séu 25-30 millj- ónir manna á flótta eða á vergangý í heima- landi sínu. I raun veit enginn hve fjöldinn er mikill upp á hár, því að eðli málsins sam- kvæmt er skráning flóttamanna vand- kvæðum bundin nema fólk hafi leitað skjóls hjá hjálparstofnunum. Hvað sem því líður er ljóst að fjöldinn er gíf- urlegur og hefur farið hratt vaxandi á liðnum áratug. Lok kalda stríðsins veittu von um friðvænlegra líf fyrir jarðarbúa. Sú von hefur ekki ræst. Um leið og krumla stórveldanna losaði takið á alþjóðastjórnmálun- um leystust úr læðingi öfl sem megnið af þessari öld hafði verið haldið niðri. Þjóðirnar sem áður höfðu lifað undir oki Sovétríkjanna, sem og í Júgóslavíu, lýstu hver á fætur annarri yfir sjálfstæði. I Af- ríku losnuðu ríki undan fjarstýr- ingu stórvelda, sem áður höfðu talið stuðning við Afríkuþjóðir hafa hernaðarlegt gildi í valdatafli kalda stríðsins. Víða hratt sjálfstæðisbar- áttan af stað átökum á milli þjóðar- brota og þjóða. Stríðin í Júgóslavíu og Tsjetsjníu og algjör samfélags- leg upplausn í Afríku- ríkjum eins og Kongó og Líberíu, eru hörmulegur vitnis- burður um hildarleik liðins áratugar. Upptalning stríðs- átaka gæti orðið æði löng en staðreyndin er sú að í upphafi árs 1999 geisa tugir stríða eða svæðisbundinna átaka um allan heim. Fæst þeirra eru talin stór í sniðum og enn færri ná athygli heimspressunnar. Þótt fæst okkar séu meðvit- uð um tilvist átakanna er fórnarkostnaður mannkyns vegna þeirra einn og hinn sami. Og fómarlömb átakanna þurfa á að- stoð okkar að halda. Stefnu stjórnvalda vantar Síðastliðin þrjú ár hafa íslensk stjórnvöld á hverju ári veitt hópi flóttamanna frá gömlu Júgóslavíu hæli á Islandi. I byrjun þessa ára- tugar var tveimur hópum flótta- manna frá Víetnam veitt skjól hér á landi. Fram að þeim tíma hafði örfáum hópum flóttamanna verið hleypt til landsins á lýðveldistím- anum. Flestum ber saman um að mót- Þórunn Sveinbjarnardóttir taka flóttamanna hafi tekist vel og hún ekki síður verið gæfuspor í lífi okkar sem þjóðar, en í lífi þess fólks sem nú er landar okkar. Því verður það að teljast undarlegt að móttaka flóttafólks hér á landi er bundin vilja eins manns, félags- málaráðherra, sem margoft hefur sagt að á meðan hann sé ráðherra verði tilteknum fjölda flóttamanna veitt skjól á hverju ári. Vilji ráð- herra er góður en betur má ef duga skal. Löngu tímabært, segir Þórunn Sveinbjarnar- ------------7----------- dóttir, að Islendingar móti langtímastefnu um þróunarsamvinnu. íslenskum stjórnvöldum ber að marka stefnu til langs tíma um að- stoð við flóttamenn, bæði um það hversu mörgum eigi að veita hæli hér á landi árlega og um það hvernig við hyggjumst veita fé til alþjóðlegs hjálparstarfs í framtíð- inni. Að auki er löngu tímabært að Islendingar móti langtímastefnu er varðar þróunarsamvinnu við önnur lönd. Stefnu er tekur á umfangi samvinnunnar jafnt sem viðfangs- efnum hennar, og hefur hag þeirra sem aðstoðaðir eni að leiðarljósi. Slíka stefnu vill Samfylkingin móta og þar með tryggja að mannúð, framsýni og fagleg vinnubrögð verði höfð að leiðarljósi í alþjóðlegu samstarfí Islendinga á nýrri öld. Höfundur tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar i Rcykjanes- kjördæmi. Ríkið skattleggur fjarlægðir Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 ÍSLAND er mjög strjálbýlt, en firðir, fjöll, ár og óbyggðir hafa gert fjarlægðir að einu helsta viðfangs- efni þjóðarinnar. Auð- vitað hafa bættar sam- göngur, vegir, brýr og jarðgöng stytt vega- lengdir að ákveðnu marki en eðli vandans er enn hið sama. Fjar- lægðir eru einnig helsti hvatinn til þess að þéttbýli myndist svo hægt sé að spara bæði tíma og fjármagn í erli lífsins. Þess vegna er það flutnings- kostnaður sem ræður mestu um búsetu í landinu, en í raun eru fjar- lægðir á milli fólks eini reginmun- urinn á dreifbýli og þéttbýli. Þrátt fyrir þessa staðreynd, miðar skattastefna ríkisins að því að hækka flutningskostnað verulega innan landsins. Þetta þýðir ein- faldlega að ríkið skattleggur fjar- lægðir sérstaklega og leggur gjöld á þá sem búa utan stórra þéttbýlis- svæða. Bílar eru helstu samgöngutæki landsmanna og meira en það. Þeir ALHLBA TOLVUKERFI eru í raun grundvöllur fyrir nútíma búsetu úti á landi. En þessi þarfasti þjónn lands- byggðarmanna er skattlagður margfald- lega hérlendis. Jeppar og aðrir fjórhjóla- drifsbílar, sem nauð- synlegir eru fyrir vetrarsamgöngur, lúta 65% vörugjaldi og um 70% af verði bifreiðaeldsneytis eru skattur til ríkisins. Afrakstur ríkisins af Jón gjöldum tengdum bif- Bjarnason reiðum er líka umtals- verður eða 27 millj- arðar á ári að mati FIB. Byrði landsbyggðarmanna er einnig að sama skapi þung, en skv. könnun- um Hagstofunnar eyðir hver landsbyggðarmaður að jafnaði um 40% meira í rekstur ökutækis síns en íbúi höfuðborgarsvæðisins, sem þýðir 40% meiri skatt til ríkisins. Þetta hefur tvenns konar afleið- ingar. I fyrsta lagi verður lands- byggðarfólk að spara við sig í öðru til þess að geta greitt þessa auknu skatta. í öðru lagi rýrir hár flutn- ingskostnaður samkeppnisstöðu landsbyggðarfyrirtækja og veldur því að ýmiss konar rekstur verður óhagkvæmur úti á landi. HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Frábær þjónusta Cpi KERFISÞRÓUN HF. jSJB I Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Hér með er aðeins hálf sagan sögð, því ríkið skattleggur einnig fjarlægðir með 24,5% virðisauka- skatti sem er með því hæsta sem gerist í heiminum. Þegar vörur eru fluttar á milli staða bætist flutningskostnaður við verð þeirra og á það verð leggst endanlega virðisaukaskattur sem kaupendur greiða. Þetta jafngildir því að ríkið auki flutningskostnað um fjórð- ung. Enda sýnir áðurnefnd könn- un Hagstofunnar, að hver íbúi á landsbyggðinni þarf að eyða mun Bíllinn er þarfasti þjónn landsbyggðarmanna, segir Jón Bjarnason. Bíllinn er skattlagður margfaldlega. meiri fjármunum til matarinn- kaupa en tíðkast á Reykjavíkur- svæðinu. Þannig er með beinum hætti rekið á eftir fólki og fyrir- tækjum að flytja til höfuðborgar- innar. Þá er einnig ljóst að sú stefna að skattleggja fjarlægðir hamlai' nýsköpun og kemur í veg fyrir uppbyggingu iðnaðar og þjónustu úti á landi. Afleiðingin verður einhæfni í atvinnulífi því landsbyggðin á fárra annarra kosta völ en að leggja áherslu á frumvinnslugreinar þar sem hrá- efnið er við höndina. Islenskt skattkerfi mismunar þeim sem búa á landsbyggðinni og hvetur til byggðaröskunar. I ljósi þeirra fólksflutninga sem nú eiga sér stað er brýn þörf á skattabreyt- ingum sem leiðrétta þessa mis- munun. Höfundur er skólastjóri Hólaskóla, og býður sig fram í fyrsta sæti i prófkjöri á lista Samfylkingar á Norðurlandi vestra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.