Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.02.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 47, Veljum Kjart- an Ólafsson i 1. sæti! Páll Stefánsson, dýralæknir Stuðlum, Olfusi, skrifar: ÞAÐ er enginn vafl í mínum huga að prófkjör er mjög lýðræðisleg leið til þess að velja fólk til áhrifa í pólitík og það er afar mikil- vægt að fólk geri sér grein fýrir einni af grunnreglum hagfræðinnar, að ef engin er framleiðnin þá lifir fólk ekki endalaust á að þjónusta sjálft sig. Af öllu því ágæta fólki sem gefur kost á sér til forystu hjá sjálfstæðis- mönnum í væntanlegu prófkjöri, tel ég þó einn hæfastan til þess að vinna ötullega að framgangi og uppbygg- ingu framtíðar landbúnaðar á Suður- landi, en það er Kjartan Ólafsson í Hlöðutúni. Hann þekkir sunnlensk- an landbúnað betur en flestir aðrir og veit hversu mikils virði hann er öllu fólki á Suðurlandi. Umfram allt tel ég mikilvægt að fólk nýti sér þann lýðræðislega rétt sem Sjálf- stæðisflokkurinn býður og taki þátt í vali forystumanna flokksins. Með því er fólki boðið upp á beina aðild að mannavali sem mun nýtast öllum Sunnlendingum. ►Meira á Netinu Árna fyrir unga fólkið Þorsteinn Sverrisson háskólanemi, Osp, Selfossi, skrifar: SEM ungur mað- m- á Suðurlandi ætla ég að taka þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins og velti íyrir mér hvexjum sé best treystandi fyiir mínu atkvæði. Hverjum sé best treystandi til að leiða málefni ungs fólks á nýrri öld. Eftir nokkra urnhugsun var ég ekki í vafa um svarið. Árni Johnsen alþing- ismaður hefur sýnt það að hann spannar áhugamál og veröld ungs fólks ekki síður en þeirra eldri. Kynni hans af starfí með ungu fólki hafa varað allt frá því að hann starf- aði í íþróttahreyfíngunni á yngri ár- um til kennslustarfa eftir kennai-a- próf, blaðamennsku og fai-sæls og árangursríks starfs sem alþingis- maður og ekki síst í hvers kyns fé- lags- og mannræktarmálum. Ami á auðvelt með að hrífa ungt fólk með sér í umræðunni og í málefnum ungs fólks er hann yngsti þingmaðurinn! Ég skora á ungt fólk á Suðurlandi að fylkja sér um Arna Johnsen sem er maður nýrrar aldar. Veitum Valþóri sfuðning Helgi Helgason kennari skrifar: ÉG ER ánægður með það hversu margir fylgismenn Samfylkingarinnar í Reykjanesþjör- dæmi hafa gefið kost á sér í próf- kjörinu um næstu helgi. Mér finnst þó ekki á neinn hallað þegar ég bendi þar sérstaklega á Valþór Hlöðversson, fyrrverandi bæjarfull- trúa Alþýðubandalagsins í Kópa- vogi. Valþór á ákaflega auðvelt með að vinna með fólki með aðrar áherslur í pólitíkinni en hann. Hann er for- dómalaus og kappsamur vinnuhest- ur sem viU láta verkin tala. Hann er vel menntaður með góða reynslu til þingstarfa. Þannig menn þurfum við á þing. Þannig mönnum þarf Samíylkingin á að halda ef hún ætl- ar að ná fótfestu í íslenskum stjóm- málum. Ég ætla að kjósa Valþór í 2. sætið og hvet alla til að gera það líka. Hann yrði frábær fulltrúi okkar á Alþingi. Ómetanlegur liðsmaður Samfylkingar- innar Theodór Magmisson varaformaður Bæjarmáiafélags jafnaðar- og félags- hyggjufólks í Reykjanesbæ, skrifar: NÚ LOKSINS er farið að vora í ís- lenskum stjómmál- um. Loks hefur tekist að mynda raunhæfan val- möguleika við Sj álfstæðisflokk- inn. Athygli vakti glæsilegt prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík, þar sem talsmenn sam- einingar jafnaðarmanna allra flokka hlutu glæsilega kosningu. Vilji fólksins er augljós. í Reykjanes- kjördæmi fáum við tækifæri til að viðhalda þeim glæsibrag um næstu helgi. Til að svo geti orðið verður að koma fulltrúi frá Suðurnesjum í eitt af efstu sætunum og þar er maður í kjöri, sem í 20 ár hefur talað fyrir sameiningu jafnaðar- og félags- hyggjufólks. Skúli Thoroddsen er sá maður. Ég held að ekki sé á neinn hallað þó ég fullyrði að Skúli Thoroddsen var aðalhvatamaður að sameiningu' jafnaðar- og félags- hyggjufólks í Reykjanesbæ fyinr síðustu bæjarstjórnarkosningar. Þetta fullyrði ég sem íyiTverandi formaður sameiningarnefndar sömu aðila sem síðar leiddi til stofnunar Bæjarmálafélags jafnaðar- og fé- lagshyggjufólks í Reykjanesbæ. Menntun hans og reynsla mun nýt- ast okkur á komandi árum berum við gæfu til að ljá honum atkvæði okkar. Fyrir Samfylkinguna er Skúli Thoroddsen ómetanlegur liðsmaður og ég skora á Reyknesinga að tryggja honum glæsilega kosningu í 3. sæti listans. Framtaksmað- urinn Árni Johnsen Asmundur Friðriksson framkvæmda- stjóri, Vestmannaeyjum, skrifar: HVAÐA Alþing- ismaður á íslandi er einna best gæddur eiginleik- um einkaframtaks- ins og býr yfir óþrjótandi orku til þess að leiða til lykta framfaramál, hvort sem er á sviði menningar, mennt- unar eða atvinnulífs? Árni Johnsen er einn þeirra þingmanna er best þekkja íslenska náttúru og sjálfbæra þróun hvort sem er í landbúnaði eða fiskveið- um. Aukin áhersla á umhverfísmál í byrjun nýrrar aldar kallar á mann á borð við Árna. Ég hygg að svarið þurfi ekki lengi að velkjast fyrir. Ámi Johnsen er einn þessara al- þingismanna og hefur sannað það á farsælum ferli sínum á Alþingi. Ámi leysir málin á farsælan hátt, hann er ósérhlífinn og hefur mik- inn metnað fyrir hönd kjördæmis síns. Tengsl hans við fólkið í kjör- dæminu eru afar sterk og hann gjörþekkir þarfir atvinnulífs og þjóðlífs. Nú er tækifæri til þess að veita Árna sterkasta stuðning sem hann hefur hlotið til þessa og tryggja honum glæsilega kosningu í fyrsta sætið. Þannig tryggja Sunnlending- ar að þau málefni sem Ámi berst íyrir verði að veruleika kjördæminu og þjóðinni til heilla. Theodór Magnússon Ásmundur Friðriksson ® Opið laugardag ö kl. 13.00 - 16.00 V*rW«m 1, Acc««t jja dyra, ijálfjhiptuK 1.100.000 - 40.000 •> 1.159.000 HYunoni ${■>{ 575 nta Sll*4t<l4 575 Hvíldu vinstri fótinn GCCent cc vél, 9o hestöfl 50% afsláttur a f sjálfshiptingu Piparsteiktur lambavöðvi Botnleðjumenn gæddu sér á hákarli og súrum lambaeistum í forrétt í boði Kristjáns Rafns Heiðarssonar sem eldaði matinn. Hann er faðir Heiðars söngvara. Hráefni 600-800g lambavöðvi úr hrygg eða læri, 1 laukur,fínt saxaður, 100 g sveppir, skornir ( bdta, 1/2 tsk. svartur pipar, grófmalaður, 1-2 dl þurrt rauðvín, 1/2 dl koníak eða brandý, 1 tsk. Dijon sinnep, 2 dl lamba eða nautasoð, 1 -2 dl rjómi .*----——-----—— ----------------;— --;--—v- korna upp. Sinakkið sósuna til og þykkið ef [lurla þykir. Bælið sveppunum út í sósuna ef vill. Ratatouille: Eggaldin, kúrbítur og laukur skorið í bita og steikt á pönnu. 200 g niðursoðnir tómatar, 3-4 pressuð hvítlauksrif, 2dl tómatsafi og 1 msk. tómatmauk brært út í og soðið f 3-4 mfrt. Borið fram með kartöflugratfni ásamt .tuðu brauði og smjöri. Rauðvín: Torres Gran Coronas. Fsft^Iö piparnum yfir kjötið og nuddið honum í bitana. Bninið kjötið á vel heitri pönnu, Ifu. Ristið sveppina f smjðri á heitri pönnunni. Brúnið laukinn í smjöri á —-----*--------——-----————•— rauðvfninu og soðinu úl f og látið sjðða niður f nokkrar Botnleðja við borðið: Haraldur, Ragnar, Heiðar og Kristinn Gunnar, ÍSLENSK.IR SAUÐFJARBÆNDUR » — T
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.