Morgunblaðið - 04.02.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 04.02.1999, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ ^50 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR + Hulda Jónsdóttir fæddist 22. júní 1917 á Stokkseyri. Hún lést í Landspít- alanum 28. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Jónatansson, alþing- ismaður, búfræðing- ur og starfsmaður Landsverslunar, f. 13. maí 1874, d. 25. ágúst 1925, og kona _ , hans Kristjana Bene- diktsdóttir frá Yögl- um í Fnjóskadal, f. 31. maí 1877, d. 1. júlí 1954. Systkini Huldu, sem öll eru látin, voru: Anna, f. 22. apríl 1906, d. 24. júlí 1977, húsfreyja á Laugarvatni, gift Bjama Bjarna- syni, skólastjóra; Bjami, f. 30. nóv. 1907, d. 29. okt. 1942, bryti, kvæntur Magnfríði Þorleifsdótt- ur, húsfreyju; Sólveig, f. 4. feb. 1909, d. 6. feb. 1991, húsfreyja, gift Indriða Indriðasyni, ættfræð- ingi; Benedikt, f. 7. sept. 1910, d. 16. júlí 1991, verkstjóri og verk- taki, kvæntur Elínu Þorsteins- dóttur, húsfreyju; Borghildur, f. — <• 3. apríl 1912, d. 19. des. 1997, húsfreyja, gift Þóri Baldvinssyni, arkitekt; Ragnar, f. 4. aprfl 1915, d. 15. maí 1988, af- greiðslumaður; Sverr- ir Jónsson, f. 17. jan. 1920, d. 17. sept. 1965, prentari, kvæntur Onnu Pálsdóttur. Hulda gekk 6. júní 1940 að eiga Birgi Einarsson, cand. phil., starfsmann Raf- magnsveitu Reykja- víkur. Hann var son- ur Einars Jónassonar, sýslumanns á Pat- reksfirði, og Krist- jönu Ragnheiðar Kri- sljánsdóttur Hall. Bigir var fæddur 1. janúar 1910, en hann lést 23. des. 1971. Börn Huidu og Birgis era: 1) Kristjana Ragnheiður Birgis, f. 29. júlí 1940, leiðbeinandi, gift Mikael Franzsyni, auglýsingateiknara. Dætur þeirra em Hulda Maria, ritari, f. 1961, gift Jóni Sigfús- syni, verslunarmanni, og eiga þau þrjár dætur og Ásdís, húsfreyja, f. 1966, f sambúð með Jóhannesi Guðlaugssyni, forstöðumatini, og eiga þau tvo syni. 2) Birgir Orn Birgis, hótelstarfsmaður, f. 1942, kvæntur Aldísi Einarsdóttur, sím- ritara. Börn þeirra eru: Guðrún Hulda, húsfreyja, f. 1961, gift Kri- stjáni Þór Gunnarssyni, fram- kvæmdasljóra, og eiga þau þijú börn, Birgir Svanur, f. 1968, skrifstofusljóri, kvæntur Ragn- heiði H. Ragnarsdóttur og eiga þau tvö börn, Einar Örn, f. 1973, knattspyrnumaður. 3) Drengur, f. 7.12. 1944, d. 9. sama mán. 4) Anna Birgis, f. 11. jan. 1946, gjaldkeri, gift Hjálmari W. Hannessyni, sendiherra. Börn þeirra eru Hannes Birgir, f. 1963, starfsmaður UI, kvæntur Höllu Sigrúnu Arnardóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau tvö börn, Sveinn Kristinn, f. 1971, hótelrekstrarfr., og Anna Karin, f. 1976, ljölmiðlafr. 5) Margrét Birgis, f. 8. nóv. 1954, grafíker, gift Jóni Þorsteini Gunnarssyni, framkvæmda- stjóra. Þeirra dætur eru Lilja, f. 1978, nemi, og Berglind, f. 1989. Hulda fluttist á öðru ári með foreldrum sínum til Reykjavik- ur og bjó á Lindargötu 44 A samfleytt í rúma sjö áratugi, að undanskildu einu ári, að hún bjó í Kaupmannahöfn. Síðustu árin bjó hún í Lönguhlíð 3. Sem ung kona vann Hulda við verslunar- störf, m.a. hjá Ármanni Jakobs- syni. Seinna var hún starfsmað- ur við Tómstundaheimilið við Lindargötu og leiðbeinandi hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur á Fríkirkjuvegi 11. Útför Huldu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. HULDA JÓNSDÓTTIR Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er seíúr hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Elskuleg tengdamóðir mín hefur nú lagt upp í ferðina löngu, sem bíður okkar allra. Eftir stutta sjúkrahúslegu var hún kölluð héðan 28. janúar sl. umkringd ástvinum sínum, börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um, hún hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. I lifanda lífi leið henni aldrei betur en þegar hún gat haft allt fólkið sitt í kringum sig og gat þá ættmóðirin horft stoltum augum yfir sinn föngulega hóp. Fyrir mér var hún ekki bara tengdamóðir, heldur líka góður vinur, og þegar ég lít yfir farinn veg á samleið okkar í hartnær 40 ár, er margs að minnast og af nógu að taka í minningunum. Hulda var 81 árs þegar hún lést og hafði hún lifað tímana tvenna. Var oft gaman að heyra hana segja frá því sem á daga hennar hafði drifið, frá bamæsku, unglingsárum og fullorðinsárum sínum á Lindar- götunni. Hún var næstyngst níu bama þeirra sæmdarhjóna, Krist- jönu Benediktsdóttur og Jóns Jónatanssonar alþingismanns, svo nærri má geta að oft var fjör á heimilinu, elsta barnið fætt 1906 og það yngsta 1920. Húsið á Lindar- götunni þykir ekki stórt á nútíma- mælikvarða og fólki í dag þætti það þröngur kostur að búa í með níu böm. En þar eins og á svo mörgum heimilum í þá daga þótti svo sjálf- sagður hlutur að hýsa alla skylda og óskylda sem komu til Reykjavík- ur, til lækninga eða að sinna öðrum erindagjörðum, skipti þá ekki máli hvort um langan eða skamman tíma var að ræða. Alltaf var pláss, börnunum bara þjappað saman og húsráðendur gengu oftar en ekki úr rúmi fyrir gestina og þótti ekkert tiltökumál. Að alast upp í slíku um- hverfi þar sem gildi mannlífsins voru höfð í fyrirrúmi hlýtur að móta persónuna, það gerði það svo sannarlega því betri manneskja gagnvart öllum þeim sem minna máttu sín var vandfundin. Föður sinn missti Hulda átta ára gömul og hjálpuðust systkini henn- ar við að halda áfram heimili með móður sinni af miklum dugnaði. Kært var alla tíð milli þeirra systk- ina og er hún nú sú síðasta til að kveðja af þeim. Ragnar bróðir hennar bjó í kjall- aranum á Lindargötunni alla tíð eða þar til hann lést 15. maí 1988, var hann einn af okkur í fjölskyldu hennar. Samkenndin var mikil milli ná- grannanna, gaman var líka að heyra hana segja frá fólkinu í Sig- urðarhúsi, Hóli, Aldísarhúsi, Mið- húsum, Steinhúsinu og Pálsbæ og þegar allir fóra í kýlubolta eða aðra leiki í sundinu, þá fullorðið fólk með bömum sínum. Hulda giftist Birgi Einarssyni 6. júní 1940 og bjuggu þau á Lindar- götunni, þau eignuðust fimm börn. Mann sinn missti Hulda 23. desem- ber 1971. Kynni mín af tengdaforeldram mínum vora alveg sérstök, alveg frá fyrsta degi var mér tekið sem einni af dætram þeirra og allar götur síðan hefur mér fundist ég vera ein af þeim. 3.-16. febrúar ' -il ftottjsmbU&ih í allri sinni mynd! Ég man þegar við Birgir ung að áram áttum von á fyrsta barninu okkar, þá kom ekkert annað til en að við byggjum hjá þeim í þeirra umsjá, það verður aldrei fullþakk- að. Þar voram við í tvö ár með Guð- ránu Huldu okkar og granar mig að tengdamóður minni hafi nú stundum þótt ég hafa lítið verksvit og vera klaufsk með hvítvoðunginn, en aldrei lét hún mig finna það eða gerði lítið úr mér. Eg sé það alltaf betur og betur að frá þeim tíma er ég flutti á Lindargötuna hef ég ver- ið í lærdómssmiðju hjá henni. Hún var óþrjótandi brannur hugmynda hvemig ætti að fram- kvæma hlutina, listræn með af- brigðum, það var enginn efnisbút- ur svo ómerkilegur að ekki mætti gera listaverk úr, sá brannur tæmdist ekki fram á síðasta dag. I banalegu sinni lýsti hún fyrir Asdísi barnabarni sínu hugmynd- um og hvemig mætti framkvæma saumaskapinn á væntanlegum brúðarkjól hennar, þetta var tengdamóðir mín. Ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér svo góða tengdaforeldra sem þau vora. Að síðustu og að öllum barna- bömum hennar ólöstuðum, langar mig til að þakka Lilju og Berglindi kærleikann fallega er þær sýndu ömmu sinni. Lilja mín, amma hafði oft að orði hvað það væri sérstakt að þú skyldir hringja á hverju kvöldi til sín og bjóða góða nótt og eram við öll hin sammála um það og þökkum þér fyrir, vinan. Nú að leiðarlokum vil ég þakka þér samfylgdina og allt sem þú hef- ur gert fyrir okkur Birgi og fjöl- skylduna okkar. Ég býð þér góða nótt, elsku tengdamamma. Með ást og virðingu kveð ég mæta konu. Guð gefi okkur öllum ástvinum hennar styrk í sorginni og söknuðinum. Þín tengdadóttir, Aldís. I dag kveðjum við heiðurskonuna Huldu Jónsdóttur. Hún hafði á síð- ari áram átt við nokkur veikindi að stríða, en ávallt náði hún sér á milli. Hún hélt reisn sinni til hins síðasta, sama á hverju gekk. Seint á síðast- liðnu ári greindist hún með þann sjúkdóm, sem svo marga leggur að velli. Átti þó enginn von á því að kallið kæmi jafn skyndilega og raun ber vitni. Við, sem á eftir göngum, huggum okkur við, að hún þurfti ekki að heyja mjög langa og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm; kallið kom eftir aðeins tveggja sólarhringa dvöl á sjúkrahúsi. Öll verðum við að viðurkenna staðreyndir lífsins og í ljósi þeirra er hægt að taka andláti konu á níræðisaldri æðralaust, þakka fyrir langt og farsælt ævi- starf og ylja sér við minningamar. Fyrst hitti ég tengdamóður mína fyrir 37 áram, í sextán ára afmæli miðdótturinnar. Hulda var þá stór- glæsileg 44 ára gömul kona. Hvorki þá né síðar kom hún mér fyrir sjón- ir sem hin hefðbundna tengda- mamma. Hún hafði alla tíð einstak- an hæfileika til að láta fólki líða vel í návist sinni. Þess naut ég alla tíð. Það hefur til dæmis verið sérlega eftirtektarvert, hversu nánu og góðu sambandi hún náði við öll bamabömin. I henni ömmu Lindó, eins og hún var alltaf kölluð, áttu þau, eins og við hin, svo sannarlega bakhjarl og vin, sem gott var að leita til. Minni Huldu brást ekki til hins síðasta og hún var ráðagóð. Eftir því sem ég fór að verða bí- ræfnari við að hafa samband við dótturina, tók Hulda til við að rekja úr mér gamimar um ættir og fleira. Um tíma bar ég ættfræði- fróðleik á milli hennar og ömmu minnar. Ekki gat ég greint, hvor hafði meiri ættfræðiáhuga. Var það aðeins eitt af allmörgum sameigin- legum áhugamálum þeirra þegar fram liðu stundir og tengdust dótt- ur annaixar, en dóttursyni hinnar. I upphafi leist mér þó ekki nema rétt svo á blikuna, því Hulda sagði í gríni, að ég væri afkomandi eins lygnasta manns landsins eins og lesa mætti í ævisögu Þórbergs. Er amma heyrði það, hló hún við og sagði dóttur Huldu, sem átti eftir að verða lífsförunautur minn, vera af frekustu ætt landsins! Þetta vora ný fræði fyrir ungling, sem ekki hafði áður velt meintum ættarein- kennum fyrir sér neitt sérstaklega. Það var fleira sem var nýstár- legt í litla húsinu á Lindargötunni. Til dæmis var þar spáð í bolla af vísindalegri nákvæmni og mikið hlegið að alls konar uppákomum í því samhengi. Trúmál og andatrú vora meðal umræðuefna og það var eins og að vera kominn sjálfur aftur til kreppuáranna þegar Hulda var að segja frá lífsbarátt- unni á þeim erfiðu tímum atvinnu- leysis og fátæktar. Hún missti föð- ur sinn 7 ára og má nærri geta hversu mikil áhrif fráfall hans hef- ur haft á barnmargt heimili. Þá standa frásagnir hennar af ýmsum þjóðkunnum mönnum á 3. og 4. áratugnum mér enn Ijóslifandi fyr- ir hugskotssjónum. Meðal starfa Huldu hjá Æsku- lýðsráði Reykjavíkur var að leið- beina ungu fólki við föndur og ým- iskonar sköpun. I því starfi fengu hæfileikar hennar og hugmynda- auðgi að njóta sín. Hún var í raun listamaður sem allt lék í höndunum á. Áratugum saman hannaði hún og saumaði föt á bömin og bama- börnin og raunar fleiri. Ekkert óx henni í augum í því sambandi, t.d. saumaði hún gullfal- lega bráðarkjólinn, sem miðdóttir hennar gifti sig í fyrir 33 árum. Dúkkur, nomir, jólasveinar og bráður í bráðuleikhús vora meðal fjölmargra sköpunarverka. Jólin og áramótin 1967-68 var Hulda hjá okkur Önnu og Hannesi Birgi í Bandaríkjunum og var sú heimsókn okkur öllum afar mikils virði. Þá era okkur einnig minnis- stæðar heimsóknir hennar til okk- ar í Brassel, Stokkhólmi og Bonn. Þrátt fyrir langar dvalir okkar er- lendis undanfarin ár, vora sam- verastundir margar og góðar í frí- um. Síðasliðið ár, eftir heimkomu okkar frá Kína, hefur verið Önnu konu minni sérlega dýrmætt, enda Hulda þá tiltölulega heilsuhraust mestallan tímann. Ættmóðirin Hulda Jónsdóttir hefur nú kvatt þetta jarðlíf. Hún var stöðugt vakandi yfir velferð barna, barnabamanna tíu, bama- barnabarnanna, sem orðin era tólf, og annarra ættingja og vina. Við hjónin stöndum í ævarandi þakkar- skuld við hana fyrir ómetanlega að- stoð fyrr og síðar, en ekki síst á fyrstu þremur áram eldri sonar okkar. Við þökkum öll farsælt líf og starf hennar. Guð blessi minningu Huldu Jónsdóttur. Hjálmar W. Hannesson. Á Landspítalanum liggja á sama tíma tvær konur sem era mér ákaflega kærar. Önnur til þess að fæða sitt þriðja barn en hin liggur þungt haldin og ljóst hvert stefnir. Með fárra klukku- stunda millibili berast gleði- og sorgarfréttir. Við slíkar aðstæður verður hugsunin óhjákvæmilega ákaflega heimspekileg, þ.e. velt er fyrir sér lífi og dauða, sorg og gleði og umfram allt tilganginum með lífinu. Það er að nálgast 2 ái'atugi síðan ég kynntist Huldu fyrst þegar ég kom sem kærasti elsta barnabarns hennar í heimsókn á Lindargötuna, þar sem hún bjó lengst af sinnar ævi. Þá þegar skynjaði ég hversu þægilega og góða nærvera Hulda hafði. Það er kannski alltaf sól þegar maður í minningunni hugsar um þá sem manni þykir vænt um en mér era ákaflega minnisstæðar þær stundir sem Hulda hefur átt með okkur Gúddý og krökkunum í Fífu- hjallanum. Sitjandi úti í garði og spjalla yfir kaffibolla í íslenskri sumarblíðu. Skoða plönturnar og blómin sem mörg hver áttu ættir sínar að rekja til hennar garðs á Lindargötunni. Mörg ráð voru þeg- in af henni varðandi hvað mætti betur fara í garðræktinni enda var

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.