Morgunblaðið - 04.02.1999, Side 55
MORGUNB LAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 55
ur og ljúfur maður, sem vildi öllum
vel og hafði mikið að gefa. Hann var
stoltur af fjölskyldu sinni, enda
hafði fulla ástæðu til þess. Hann
flíkaði ekki alltaf tilfinningum sín-
um, en þegar menn komust inn fyr-
ir skelina var þar allt litróf kærleik-
ans að finna. Við Magnús náðum vel
saman, hvort heldur var á Spáni eða
í símanum, en lengri samtöl hef ég
aldrei átt við nokkurn mann. Margt
var brallað og margs er að minnast,
þar til við förum að aftur að spjalla
og þá vonandi hressh' og kátir.
Þessar fátæklegu línur eru til að
þakka Magnúsi frábæra vináttu,
styrk og stuðning og elsku Ragn-
heiður, missir þinn er mikill og allr-
ar fjölskyldunnar og ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðjur,
en minningin um góðan mann mun
gera ykkur sorgina léttbærari.
Hermann Gunnarsson.
Félagar í Knattspyrnufélaginu
Þrótti koma til með að sakna góðs
vinar við fráfall Magnúsar Óskars-
sonar. Þróttur haslaði sér völl inn
við Sund í lok sjöunda áratugarins.
Þá hóf mikill fjöldi barna og ung-
linga að æfa og keppa fyrir félagið.
Við sem vorum að þjálfa og leið-
beina krökkunum urðum ekki varir
við mikinn áhuga foreldra eða full-
orðinna almennt íyrir starfsemi fé-
lagsins í þá daga. Þegai’ kappleikir
fóru fram á þeim árum var sjald-
gæft að fullorðnir sýndu þeim
áhuga. Fljótlega tókum við þó eftir
lágvöxnum og snaggaralegum
manni, alltaf með hatt á höfði, sem
iðulega var mættur til að fylgjast
með leikjum. Þarna vai' kominn
Magnús Óskarsson. Fyrr en varði
var hann búinn að taka að sér for-
ystu í félaginu. Hann var ódeigur og
mikill eldhugi og dreif í mörgum
framfaramálum fyrir féiagið. Magn-
ús átti mestan heiðurinn af því að
byggt var veglegt félagsheimili inn
við Sæviðarsund sem vígt var á 30
ára afmæli Þróttar árið 1979.
Eftir að hann lét af stjórnarstörf-
um var hann ávallt boðinn og búinn
að ljá félaginu aðstoð sína þegar
leysa þurfti erfið viðfangsefni.
Skemmst er að minnast vanda-
samra samninga Þróttai' við
Reykjavíkurborg um flutning fé-
lagsins í Laugardal.
Magnús Óskarsson var einstakur
maður og öllum minnisstæður sem
honum kynntust. Ýmsum þótti hann
hrjúfur en við nánari kynni kom í
ljós að maðurinn var hið mesta ljúf-
menni. Hann hafði mjög ákveðnar
skoðanir á öllum hlutum en sérstak-
lega voru stjórnmál honum hugleik-
in. ^
Ég þakka góð kynni við Magnús
og met allt það starf sem hann vann
fyrir sameiginlegt hugðarefni okk-
ar. Fjölskyldu hans færi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guðmundur Gaukur Vigfússon.
Magnúsi Óskarssyni kynntist ég
þegar ég hóf störf á lögmannsstpf-
unni Lögmál í ársbyrjun 1995. Ég
hafði litla reynslu af lögmennsku,
en Magnús tók mér opnum örmum
og studdi mig með ráðum og dáð
þegar ég fetaði mig fyrstu skrefin á
þeirri braut. Slík leiðsögn í upphafí
vegferðar á eftir að reynast mér
ómetanleg. Magnús hafði gaman af
því að segja frá og varð ég oft að-
njótandi einstakrar frásagnargáfu
hans á kaffistofunni á Laugavegin-
um. Eftir því sem spjallstundunum
á kaffistofunni fjölgaði sá ég líka vel
að við Magnús áttum samleið víðar
en á starfssviðinu einu; áhugasvið
okkar fóru jafnframt saman í pólitík
og íþróttum, en að þessum áhuga-
málum sínum vann Magnús af ein-
hverjum þeim mesta þrótti sem ég
hef orðið vitni að. Hafði hann af
mikilli reynslu á öllum þessum svið-
um að miðla og á ég eftir að búa að
því um ókomna tíð. Alltaf ræddi
hann þó við mig sem jafningja, en
það kennir ungum mönnum meira
en flestir gera sér grein fyrir.
Mér lærðist fljótt að þegar Magn-
ús tók að sér störf einhenti hann sér
í þau. Hann var ekki maður sem var
fyrir hálfkák. Annaðhvort tók hann
að sér störf, og lagði í þau ýtrustu
starfskrafta sína, eða sleppti starf-
anum alveg - milliveginn þekkti
hann ekki.
Ég hafði haft spurnir af ræðu-
mennsku Magnúsar og hafði í raun
gert mér í hugarlund hvernig ræðu-
maður hann var, því hann hafði ein-
staka frásagnarhæfileika. Síðastlið-
ið sumar hélt ég upp á afmæli mitt
og kom Magnús þangað, enda
aufúsugestur. Mér - og öllum gest-
um mínum - til mikillar ánægju tók
Magnús til máls; mælti nokkur vel
valin orð til mín sem mér þótti mjög
vænt um og verða orð hans mér
veganesti í starfi og leik. Magnús
flutti ræðu sína af slíkri snilld að
gestir mínir tala enn um.
Þegar Magnús tjáði mér að hann
ætti í stríði við óvæginn sjúkdóm
fannst mér æðruleysi hans aðdáun-
arvert - skapgerðarstyrkurinn svo
mikill að ég vart trúði mínum eigin
augum. Hann sagði við mig að það
væri svo margt í lífinu sem hann
væri sáttur við og því gæti hann
haldið á ótroðnar slóðir, beyglaus.
Það er rétt að dagsverki sínu lauk
Magnús með mikilli reisn; en sólin
hefði að ófyrirsynju mátt hníga síð-
ar til viðar á ævikvöldi hans.
Fjölskyldu Magnúsar sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Með honum er genginn góður mað-
ur en minningarnar verma hjarta-
rætumar þegar harmurinn sækir
að - af þeim skildi Magnús gnægð
eftir.
Lúðvík Örn Steinarsson.
Magnúsi kynntist ég í kjölfarið á
kynnum mínum af syni hans og
besta vini minum, Hauki. Þótt í
íyrstu hafi mér fundist Magnús dul-
ur persónuleiki kynntist ég fljótt
hans rétta karakter, húmor hans og
lífsskoðunum. Hann var engum lík-
ur, einn þessara „orginal" manna
sem stöðugt fer fækkandi, því miður.
Á námsárum Hauks lærði hann
oft á tíðum hjá pabba sínum á
Skúlagötunni. Þangað kom ég
nokkrum sinnum í kaffi til hans. Þar
náðum við oft góðum sögustundum,
Magnús var mikill og góður sögu-
maður, talaði vandaða og góða ís-
lensku og setti sögur sínar jafnan
fram í alvariegum búningi „með
bros í bland“.
Einhverju sinni þurfti ég á fag-
mannlegri hjálp að halda og leitaði
til Magnúsar sem lögfræðings með
mín mál, þótt málið ætti rætur að
rekja út fyrir landsteinana. Þá kom
ég ekki að tómum kofunum hjá hon-
um þar heldur, enda var hann mjög
góður og virtur sem lögfræðingur.
Hann var allur af vilja gerður að fá
mín mál á hreint og kláraði það með
miklum sóma.
Magnús var annálaður knatt-
spyrnuáhugamaður, fór meðal ann-
ars á HM í Argentínu, en Þróttur í
Reykjavík átti hug hans allan. Var
hann lengi vel í stjórn knattspymu-
deildar og formaður.
Einhvem tíma þegar Þróttur var
að leika gegn FH var Magnús með-
al áhorfenda og lagði bíl sínum í
brekkunni við Kaplakrikavöll,
horfði á leikinn úr bílnum. Allt í
einu skorar sonur hans Haukur sitt
fyrsta 1. deildarmark, og menn
vissu ekki hvert Magnús ætlaði.
Eitt vitnið orðaði það svo, að hann
hefði ekki haft tíma til að opna
dyrnar á bflnum og stóð á hliðarlín-
unni með vélina í fanginu, til að
samgleðjast syninum!
Ég vil þakka þær fáu en góðu
samverustundir sem við áttum. Mér
til huggunar veit ég að nú fá þeir al-
íslenskan húmor á himnum.
Elsku Ragnheiður (Lína), Þor-
björn, Óskar, Hildur, Haukur og
fjölskyldur, sendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur, megi góður Guð
styrkja ykkur í sorginni.
Ragnar Rögnvaldsson
og Björg Long.
Magnús Óskarsson, fyrrum borg-
arlögmaður, er látinn, aðeins 68 ára,
en það þykir ekki hár aldur nú orð-
ið. Mun mörgum þykja sjónarsvipt-
ir að honum.
Um menn, í því sem kallað er hin-
ar hærri stöður þjóðfélagsins, hef
ég aldrei skrifað, en þó vil ég nú
gera undantekningu í fáum orðum.
Kynni okkar Magnúsar hófust með
því að hjá fyrirtæki sem ég starfaði
við, kom upp vandmeðfarið bóta-
mál. Vantaði lögfræðing og var leit-
að til Magnúsar. Verð ég þá að geta
þess, að um verslunar- og viðskipta-
mál varð ég aldrei fróður eða fær,
þó að ég starfaði við þau um nær 25
ára skeið. En nú þegar ég fór að
lýsa þessu máli fyrir Magnúsi brá
svo við, að mér tókst vel upp, bæði
um smá atriði og stór, enda svaraði
hann því til, að þetta mál vildi hann
taka að sér. Þetta væri mál sem vit
STEFANÍA KATRÍN
ÓFEIGSDÓTTIR
+ Stefanía Katrín
Ófeigsdóttir
fæddist á Miðhúsum
í Gnúpverjahreppi
31. október 1906.
Hún lést á Landspít-
alanum 12. janúar
síðastliðinn og fór
útfór hennar fram
frá Fossvogskirkju
20. janúar.
Stefama Katrín
frænka mín hefur kvatt
í hárri elli. Stebba, eins
og hún var kölluð, var
ömmusystir mín og eins
konar þriðja amma okkar bama-
barna Rúnu ömmu. Það var mikill
fengur í því að eiga þrjár ömmur.
Þegar ég var lítil bjuggum við fjöl-
skyldan í sama húsi og afi, amma,
Stebba og maðurinn hennar Eiki. Ég
minnist þess því að það var víða sem
lítil stelpa var velkomin.
Síðar þegar ég var í húsnæðis-
vandræðum, bauð Stebba mig vel-
komna aftur á Brávallagötuna sem
hefur verið ómetanlegt fyrir mig. Ég
verð henni ævinlega þakklát fyrir
það. Ekki aðeins fékk ég samastað,
heldur var ég aftur komin í nálægð
við afa, ömmu og Stebbu. Á undan-
fömum þremur árum hef ég fræðst
meira en nokkra sinni áður um sögu
fjölskyldu minnar og tel ég mig rík-
ari vegna þess. Stebba frænka var
hlý manneskja og mikil tilfinninga-
vera. Hún talaði af mikilli hlýju um
ár sín sem ung vinnu-
kona í sveitinni og þar
sem henni leið vel innan
um menn og dýr. Hún
varð ung fyrir þeirri
miklu sorg að missa
móður sína úr berklum
og veiktist alvarlega af
þeim sjúkdómi sjálf.
Það var merkjanlegt í
samræðum við Stebbu
að sú reynsla hafði sett
sitt mark á hana, en
gerði henni það jafn-
framt auðvelt að ræða
við mig sem ungling um
ýmis viðkvæm mál.
Stebba var, að ég held, ferðbúin
fyrir sína hinstu ferð. Engu að síður
gætir ákveðins trega þegar tíminn er
kominn. Ég óska Stebbu góðrar
ferðar á vit langþráðra endurfunda
og þakka henni fyrir allt sem hún gaf
mér.
Ema Hjaltested.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
væri í að fást við. En ég furðaði mig
á hvorutveggja, hvemig mér tókst
og hvernig máli mínu var tekið. Gat
ég ekki varist þeirri hugsun, að
áhrif persónuleikans væru mér hag-
stæð. - Málið leystist síðan á skipu-
legan hátt og fór allt vel. En af
þessu leiddi smá-kunningsskap okk-
ar Magnúsar um árabil, og féll
aldrei niður.
Mér fannst ég kynnast, þar sem
Magnús var: atorkumanni, kapp-
sömum manni og hugrökkum
manni, sem lét ekki sitt eftir liggja.
Það er sagt að hann hafi jafnan ver-
ið kominn til vinnu fyrr en ætlast
var til eða klukkan heimtaði; átt
langa vinnudaga og skilað miklu
verki. Áhugamál hans voru marg-
vísleg og marg-greind, mörg þeirra
þjóðfélagsleg, og meðal þeirra var
eitt sem mér þótti og þykir miklu
skipta (mann-fræði). Varð það enn
til að auka samkennd milli okkar. -
Einhvemtíma lenti ég í heldur erf-
iðri aðstöðu, sem ég bjóst ekki við
að losna auðveldlega úr. Þá kom
Magnús mér til stuðnings, ótil-
kvaddur, af eigin hvötum - og allt
lagaðist. Hugsaði ég mér þá, að slík-
um manni skyldi ég ekki gleyma.
Hvemig var Magnús Oskarsson,
frá mínum bæjardyram séð? Ég
kom, einu sinni eða tvisvar í emb-
ættisskrifstofu hans; var þá rætt
um atburði líðandi stundar, og varð
töluverður skriður á samræðunni.
Um það bil sem við vorum að
standa upp, flaut þetta með hjá hon-
um: „Hlutleysi er mér viðurstyggð.“
Þetta fannstmér kjarnyrði.
Magnús Óskarsson hefur gefið
gott fordæmi með slíkri afstöðu. Ég
heiðra minningu hans.
Þorsteinn Guðjónsson.
Við fráfall Magnúsar Óskarsson-
ar er okkur sem starfað hafa með
honum á undanfömum áram við
bæði kjarasamningagerð og í
stjórnarstarfi lífeyrissjóðs Sóknar
ákaflega minnisstæður persónuleiki
hans og mörg atvik og samtöl koma
fram í hugann. Magnús hitti ég
fyrst 1981 við kjarasamningagerð
hjá Starfsmannafélaginu Sókn en
hann var þá aðalsamningamaður
Reykjavíkurborgar. Þessi samn-
ingalota var erfið vegna þess að ver-
ið vai- að breyta samningum frá
gömlum hefðum jdír í launatöflu-
form og var lengi vakað og harf tek-
ist á um þessa samninga en félagið
fór á ögurstundu og aflaði sér verk-
fallsheimildar til að knýja á um
samningagerð og varð það til þess
að samningsaðilar settust yfir
samninginn og luku honum. Við
svona störf var Magnús fastur fyrir
en vildi vera sanngjam við þá hópa
hjá Reykjavíkurborg sem lægst
hefðu launin. Þessi viðhorf hafði
hann einnig til Dagsbrúnarmanna
og Framsóknarkvenna og veit ég að
ýmislegt var lagað og fært til þess
horfs sem enn er við lýði í vinnu-
skipulagi borgarinnar að tilstuðlan
Magnúsar. Magnús eignaðist við
þessi störf sín vináttu þeirra Aðal-
heiðar Bjarnfreðsdóttur og Guð-
mundar J. Guðmundssonar og veit
ég að hann átti með þeim margar
samverustundir eftir starfslok sín
hjá Reykjavíkurborg.
Við stofnun Lífeyrissjóðs Sóknar
1970 var Magnús Óskarsson til-
nefndur af hálfu Reykjavíkurborgar
í stjórn hans. Því starfi sinnti hann
af trúmennsku og bar hag félags-
manna fyrir brjósti þannig að hann
hafði alltaf að leiðarljósi að fjár-
varsla sjóðsins væri sem öruggust
og ávöxtun sejn best innan allra
áhættumarka. í fyrstu stjórn sjóðs-
ins unnu þau Margrét Auðunsdótt-
ir, þáverandi formaður Sóknar, að
þessu hugsjónamáli fyrir almenna
launþega sem ekki höfðu áður notið
lífeyrissjóðsmöguleika.
I þessari sjóðstjórn áttu sæti auk
hans Höskuldur Jónsson og Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir og síðar
undimtuð og vann þessi hópur
vandað starf undir handleiðslu
Gunnars Zoéga sem var forstöðu-
maður sjóðsins að tillögu Magnúsar.
Magnús var mikill sögumaður og
hafði hann þann sið að í upphafi
hvers fundar sagði hann fólki a.m.k.
eina góða skopsögu og aðra á leið af
fundi ef þannig stóð á. Magnús
sinnti þessu starfi'af sérstakri trú-
mennsku.
Við viljum að lokum þakka Magn-
úsi fyrir samstarfið á liðnum árum
og fyrir þann vináttuhug sem hann
bar til samstarfsmanna sinna á
þessum stai-fsvettvangi. Fjölskyldu
hans vottum við samúð við fráfall
hans.
Fyrir hönd Sóknar, Framsóknar
og Dagsbrúnar nú Eflingar stéttar-
félags.
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir,
formaður Sóknar.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
DAGMAR SIGURÐARDÓTTIR,
Helgubraut 31,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu-
daginn 5. febrúar kl. 15.00.
Þeir, sem vildu minnast hennar, lóti líknar-
félagið Hvítabandið njóta þess.
Minningarkort fást í Kirkjuhúsinu.
Halldóra Erla Tómasdóttir, Stefán G. Stefánsson,
Valdís Ólafsdóttir,
inga Valdís Tómasdóttir,
Magnea Tómasdóttir, Rúnar Þórhallsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Okkar ástkæri,
ÆGIR BREIÐFJÖRÐ FRIÐLEIFSSON,
Tjarnarlundi,
Stokkseyri,
sem lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur mánudaginn 1. febrúar, verður jarðsung-
inn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 6.
febrúar nk. kl. 13.00.
Sveinsína Guðmundsdóttir,
Björg Elísabet Ægisdóttir, Guðmundur Breiðfjörð Ægisson,
Fjóla Breiðfjörð Ægisdóttir, Friðleifur Valdimar Ægisson,
Guðrún Breiðfjörð Ægisdóttir, Kristinn Karl Ægisson,
Gróa Ingólfsdóttir, Ólafía Ingólfsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.