Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 59
FRÉTTIR
Erindi um heiðagæsina
og verndun hálendisins
KRISTINN Haukur Skarphéð-
insson, dýravistfræðingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun, flytur erindi sem
hann nefnir: Heiðagæsin og vernd-
un hálendisins. Erindið verður hald-
ið föstudaginn 5. febrúar á Grensás-
vegi 12, stofu G-6, og hefst klukkan
12:20. Allir eru velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
í útdrætti úr erindinu segir:
„Heiðagæsin er algengasta gæsin
hér á landi og byggir afkomu sína
að miklu leyti á íslenskum há-
lendisvinjum. Langstærsta byggð-
Hafna áformum
um menn-
ingarhús
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun um sérstök
menningarhús á landsbyggðinni:
„Stjórn Sambands ungra sjálf-
stæðismanna mótmælir þeim hug-
myndum sem ríkisstjórn íslands
hefur kynnt um menningarhús á
nokkrum stöðum á landsbyggðinni.
Telur stjórn sambandsins að ink-
isvaldið ætti þvert á móti að draga
úr ríkisstyrkjum til menningar-
starfsemi og auðveida þannig einka-
aðilum að hasla sér völl á þessum
markaði þar sem eðlileg og virk
samkeppni ætti að ríkja.“
in í heiminum er í Þjórsárverum
sunnan Hofsjökuls. Heiðagæsin er
hánorræn og skiptist í tvo aðskilda
stofna sem kenndir eru við varp-
stöðvar hennar; Svalbarða annars
vegar og Ísland-Grænland hins
vegar. Fyrrnefndi stofninn er
miklu minni (um 30 þúsund fuglar)
og hefur vetursetu í Danmörku og
Þýskalandi. Sá stofn sem verpir
hér og á Grænlandi telur um 250
þúsund fugla og hefur vaxið mikið
á undanförnum áratugum. Vetrar-
stöðvar hans eru á Bretlandseyj-
um.
Heiðagæsum hefur fjölgað fram
á síðustu ár og nú er íslenski varp-
stofninn sennilega stærri en
nokkru sinni áður. í fljótu bragði
virðist því framtíð heiðagæsanna
björt en blikur eru á lofti; umferð
fer vaxandi um hálendið og svæði
sem áður voru fáfarin eru nú fjöl-
farnar ferðamannaslóðir. Heiða-
gæsir eru viðkvæmar fyrir truflun-
um á varpstöðvum og því þarf að
fara þar um með fyllstu gát. Fyrir-
hugaðar virkjanaframkvæmdir
munu þrengja verulega að heiða-
gæsum, einkum þó miðlunarlón
eins og ætlunin er að mynda í
Þjórsárverum og á Eyjabökkum.
ísland er langmikilvægasta varp-
land heiðagæsa í heiminum og ber-
um við því sérstaka ábyrgð á
verndun þeirra.“
Framlengdur
afmælisleikur
mbl.is
VEGNA ijöida áskorana hefur
verið ákveðið að halda afmælis-
leik mbl.is opnum í nokkra daga
enn.
Leikurinn, sem settur var upp
á mbl.is í tilefni eins árs afmælis
Fréttavefjarins, hefur notið mik-
illa vinsælda og greinilegt er að
gestir afmælisbarnsins hafa gam-
an af að vera með, segir í frétta-
tilkynningu. Ekki spillir heldur
fyrir að þátttakendur eiga mögn-
leika á vcglegum vinningi, ferð
fyrir tvo til Minneapolis í boði
Flugieiða með gistingu í þrjár
nætur á fímm stjarna hóteli og
miðum á eina glæsilegustu leik-
sýningu í borginni.
Afmælisleikur mbl.is stendur
því enn og er áhugasömum gest-
um mbl.is bent á samnefndan
hnapp í flokknum gagn og gaman.
Guitar Islancio í
Hafnarfírði
GÍTAR Islancio heldur tónleika í
Safnaðarheimilinu Strandbergi í
Hafnarfirði í kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 21. Tríóið er skipað gítar-
leikurunum Birni Thoroddsen og
Gunnari Þórðarsyni, og kontra-
bassaleikaranum Jóni Rafnssyni.
Á efnisski’á eru m.a. lög eftir Dj-
ango Reinhardt, Chick Coi’ea, Duke
Ellington, Björn Thoroddsen og
Gunnar Þórðarson.
Menningarkvöld
háskólanema
MENNINGARKVÖLD , háskóla-
nema verður á Sóloni íslandusi í
kvöld, fimmtudag, kl. 22.30. Dag-
skráin er á vegum Röskvu og ber yf-
irskriftina „Stúdentalíf*.
Skáldin Auður Jónsdóttir, Guð-
mundur Andri Thorsson o.fl. „stíga á
stokk og skilgreina „stúdentalíf‘,“
segir í fréttatilkynningu.
Tannverndar-
dagurinn
TANNVERNDARDAGUR verður
föstudaginn 5. febrúar nk. Að þessu
sinni verður hann m.a. helgaður
tannlæknaþjónustu við aldraða.
Tannlæknafélagið hefur í sam-
vinnu við Tannverndarráð mörg
undanfarin ár staðið fyrir fræðslu
fyrh’ almenning um varnir gegn
tannskemmdum. Farið hefur verið á
stofnanir og í stórmarkaði til að
kynna tannheilbrigðismál, segii’ í
fréttatilkynningu.
Nýlega hefur Tannlæknafélagið og
Tannvemdarráð gefið út bækling um
tannlækningai’ aldraðra og munu
sjálfboðaliðar í tannlæknastétt heim-
sælqa stofnanii’ um land allt, kynna
bældinginn og fræða um tannlækning-
ar, bæði starfsfólk og þá sem umönn-
unai’ njóta, sem og þá möguleika sem í
boði eru til að viðhalda tannheilsu.
Tannlæknafélagið hefur einnig í
samvinnu við Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni skipulagt
ráðstefnu 27. mars nk. Þar verða
fluttir fyrirlestrar um tannheilsu
aldraðra. Ráðstefnan verður í Glæsi-
bæ v/Álfheima kl. 14-16.30.
Fundur um
fjölgun kvenna
á Alþingi
OPINN kaffifundur verður haldinn í
Hafnarfirði í kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 20.30 á Gaflinum, 2. hæð.
Umræðuefni er mikilvægi þess að
auka hlut kvenna á Alþingi og staða
kvenna í kjördæminu.
Til fundarins hafa verið boðaðar
framboðskonur sjórnmálaaflanna.
LEIÐRÉTT
Brúðgumi rangfeðraður
í DÁLKNUM Árnað heilla í gær var
brúðguminn Oddur Steinarsson, sem
gekk að eiga Brynju Ki’istínu Þórar-
insdóttur, sagður Steinsson og er
beðist er velvirðingai’ á mistökunum.
Prófkjör
Heimasíða Finns
Birgissonar
Fjölskyldan
og skattarnir
FINNUR Birgisson, arkitekt
og frambjóðandi í prófkjöri
Samfylkingarinnar á Norður-
landi eystra, hefur sent frá sér
bæklinginn „Fjölskyidan og
skattarnir", en hann hefur að
geyma blaðagreinar og fleira
efni sem Finnur hefur skrifað
um þessi mál. Bæklingurinn
er 36 blaðsíður og í A5 broti.
Hann mun liggja frammi sem
víðast í kjördæminu og afhent-
ur þeim sem áhuga hafa við
þau tækifæri sem gefast.
Efni bæklingsins er einnig
að finna á Netinu á heimasíðu
Finns sem nú hefur verið auk-
in og endurskoðuð í tilefni af
framboði hans í prófkjöri
Samfylkingarinnar í kjördæm-
inu. Slóðin er: http://www.is-
hoT.is/finnur.ark
Svanfríður
með aðstöðu
við Ráð-
hústorg
SVANFRÍÐUR Jónasdóttir
opnar prófkjörsmiðstöð sína
við Ráðhústorg 1, Akureyri,
föstudaginn 5. febrúar með
móttöku í Ráðhúskaffi kl. 17
og eru stuðningsmenn og vel-
unnarar hvattir til að mæta.
Opið verður yfir helgina frá
kl. 14-18 og alla daga fram að
prófkjöri frá kl. 17.
Agúst með
prófkjörs-
miðstöð
STUÐNINGSMENN Ágústs
Einarssonar alþingismanns
hafa opnað prófkjörsmið-
stöðvar í Bæjarhrauni 10 í
Hafnarfirði og Hafnargötu
48a í Reykjanesbæ vegna
prófkjörs Samfylkingarinnar
í Reykjaneskjördæmi föstu-
dag og laugardag, 5. og 6.
febrúar.
^ SUZUKI
Nýr
§ órhj óladrifinn
Baleno Wagon
verð aðeins:
1.675.000 kr
BALENO
• Nýtt stílhreint og glæsilegt útlit • Sérlega rúmgóöur • ABS
• Sameinar mikiö afl og litla eyðslu • Öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is