Morgunblaðið - 04.02.1999, Síða 72

Morgunblaðið - 04.02.1999, Síða 72
72 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ r HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi, simi 530 1919 Sýnd kl. 4.30, 6.40, 9 og 11.20. b.í. 16. ★ ★★; Kvikmyndir.is Mtrr |oe Bt ack Sýnd kl. 5 og 9. ★★★« Mbl ★ ★★ ÁS DV Velkomin í rúöuhúsið llie dollhousc Sýnd kl. 11. www.kvikmyndir.is F£RDU í BÍÓ mnuHi i-iuiiBi mmÆk i -muújIh aMaíiHjF BliHftiim Álfabakka 8, slmi S87 8900 og 587 8905 SPENNA BINZil WflSHIHGTON ANNiTIl BiHINE THE SIEGE ...BBÍCI NIUH ao/TIW SAN DLEB - ■' r-- .. ■■-;■ . ...___........ Nýi grínsmeHurími fra fólkinu sem gerði Tlie Wedding Singer Friðrik Örn Hjaltested Ijósmyndari Með myndavél frá mömmu MÓTORHJÓL, verslunar- keðjur og stórstjömur hafa verið helstu viðfangsefni Friðriks Amar Hjaltested ljósmynd- ara i Los Angeles undanfarin átta ár. Hann hefur komið víða við, myndað fyrir Guess og Disney og verið að- stoðarmaður frægra ljósmyndara á borð við Mark Seliger sem kemur til landsins um helgina og heldur fyrir- lestur í tengslum við sýningu Ljós- myndarafélagsins og Blaðaljós- myndarafélagsins í Gerðarsafni. Friðrik Öm flutti heim til Islands á þessu ári og opnaði ljósmyndastofu ásamt Kristjáni Maaek í Skeifunni. Hann fæst mestmegnis við auglýs- ingamyndir og óhefðbundnar por- trett-myndir og var einmitt verð- launaður á sýningu Ljósmyndarafé- lagsins um síðustu helgi fyrir bestu mynd í opnum flokki. „Þetta er það sem ég hef mest gaman af,“ segir hann og bendir á nokkrar polaroid- myndir eftir sig. „Mamma mín keypti svona vél þegar ég fæddist og hún fylgir mér enn í dag.“ Nóg að hafa kókdós og hníf „Ég fór út fyrir átta áram og hóf ljósmyndanám í Brooks Institute," segir Friðrik Öm. „Eftir ár á skólabekk ’ fór mér að leiðast þóf- ið, enda fannst mér námið ekki nógu krefj- andi. Ég var orðinn blankur og má segja að ég hafí dottið í lukku- pottinn þegar ég hóf starfsnám í Los Angeles hjá Ijósmyndaranum Jay P. Morgan. Ég aðstoðaði hann við að setja upp myndatökustaði og var það skemmtilegur tími. Þetta var áður en Photos- hop kom til sögunnar svo við urðum að gera ævin- týralegar leikmyndir trú- verðugar með sem minnstum til- kostnaði. Ég lærði mikið af honum og umfram allt að ekkert er ófram- kvæmanlegt." Svo mikið segist Friðrik Örn hafa lært af Morgan að seinna þegar hann fékk meðmælabréf frá öðrum Ijósmyndara stóð í bréfinu: „Það er hægt að skilja hann [Friðrik Örn] eftir á eyðieyju með kókdós og sviss- neskan hníf og hann getur byggt hvaða leikmynd sem er.“ Eftir nokkra hríð ákvað Friðrik Örn að spreyta sig á eigin spýtur. Hann komst fljótlega í kynni við ljós- myndarann Peggy Sirota sem tekur J^mikið af tískumyndum fyrir evr- FRIÐRIK speglar ópsku útgáfurnar af Vogue og Elle. „Við fórum meðal annars tvær vikur út í eyðimörkina að mynda Tatjönu Patitz. Hún hefur það orð á sér að vera þurr á manninn við aðstoðar- menn en við urðum fljótt perlumát- ar. Ég komst nefnilega að því að hún er sænsk og notaði tækifærið til að æfa menntaskóladönskuna. Það skildi enginn í því á tökustað hversu vel fór á með okkur,“ segir Friðrik Örn og hlær. „Ég held að það sé ekki síðra há- skólanámi að vera aðstoðarmaður ljósmyndara sem hafa haslað sér völl í heiminum," bætir hann við. „Þá lærir maður hvemig hlutirnir ganga fyrir sig í framkvæmd án þess að þurfa sjálfur að borga brúsann.“ Heima hjá Lee Iacocca Að sögn Friðriks vinna þeir ijós- myndarar sem mest hafa að gera aldrei með eigin búnað heldur taka allt á leigu. „Þá verður ekkert úrelt og þeir hafa alltaf aðgang að því besta á markaðnum,“ segir hann. Hann vann um tíma hjá Smash Box sem leigir út Ijósmyndabúnað og þannig komst hann í tæri við Mark Seliger. „Það myndaðist góður vin- skapur á milli okkar,“ segir hann. „Við fórum víða í tök- ur og einna eftirminni- legast er þegar við fór- um heim til auðjöfurs- ins Lee Iacocca. Þetta var glæsihýsi með sundlaug og öllu til- heyrandi og í vinnu- herberginu var einn veggurinn fóðraður með myndum af hon- um á yfír 150 forsíð- um allra helstu tímarita heims. í íiinsunni. miðjum tökum sl81 þurfti ég að nota sím- ann og settist inn í eldhúsið. Þá sá ég lista sem hékk á veggnum með síma- númerum og þar var margt athyglis- vert eins og bein númer hjá George Bush og Bill Clinton." Friðrik Örn kann ótal svipaðar sögur úr heimi ævintýi'anna í Los Angeles og leikur blaðamanni for- vitni á að vita af hverju hann ákyað að koma heim til Islands. „Ótal margir hafa spurt mig þessarar spurningar og til að byrja með var fátt um svör. Enda hefur mér gengið mjög vel úti. Þegar ég hitti íslenska stúlku sem var nýkomin heim eftir sex ára dvöl á Italíu spurði ég hana því sömu spumingar. Hún svaraði: „Hér á ég heima.“ örnHjaUested NEVE Campbell á mynd Seling- ers úr Rolling Stone ... . í góðum höndum Friðriks. ÆVINTÝRALEG sviðsmynd úr samstarfi Friðriks og Jays P. Morgans. Laugin er hálfs metra djúp og hákarlarnir úr trefjaplasti. PORTRETT af Styrkári Þóroddssyni. FRIÐRIK Örn hefur myndað fyrir bæklinga mótorhjólarisans Honda undanfarin ár. im inn iiiiiTiiiiimiii iii 11 iii 11 iiixmi nrnnTTTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.