Morgunblaðið - 04.02.1999, Page 76
ÍWtrjpinMfí§»it!»
WWW.NYHHKJI.LS
IIH Netfinity
<33> NÝHERJI
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF569 1181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Kristinn
RÆNINGINN huldi andlitið lambhúshettu og ógnaði sautján ára
gamalli afgreiðslustúlkunni með dúkahnífi.
Hótaði af-
greiðslustúlku
með dúkahnífí
KARLMAÐUR vopnaður dúka-
hnífi ógnaði sautján ára gamalli af-
greiðslustúlku í söluturni við
Grundarstíg á tíunda tímanum í
gærkvöldi og rændi nokkrum þús-
undum króna úr peningakassa. Um
tíu mínútum síðar var maður á fer-
tugsaldri handtekinn á gangi á
Laugaveginum og er hann sterk-
lega grunaður um ránið.
Afgreiðslustúlkan var bakatil í
versluninni þegar maðurinn kom
inn. Þegar hún kom fram var hann
kominn inn fyrir afgreiðsluborðið
vopnaður hnífi, að öllum líkindum
dúkahnífi, og klæddur drapplitri
lambhúshettu sem huldi andlitið
þannig að aðeins sást í augun, og
dökkri úlpu. Hún lýsir honum svo
að hann hafi verið meðalmaður á
hæð en þrekvaxinn. Maðurinn
krafðist þess að fá peninga og lét
hún hann fá innihald peningakass-
ans, en óljóst er hversu mikið það
var. Þegar ræninginn var á leiðinni
út úr söluturninum ýtti afgreiðslu-
stúlkan á neyðarhnapp og því var
lögreglu gert viðvart strax eftir
ránið.
Lögi’eglumenn handtóku
skömmu síðar karlmann á Lauga-
veginum og fóru klæðnaður og lík-
amsburðir hans saman við lýsingu
afgreiðslustúlkunnar. Hann hafði
auk þess dúkahníf í fórum sínum
og rúmar átta þúsund krónur.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu í
gærkvöldi hafði maðurinn ekki ját-
að verknaðinn. Hann hefur áður
komið við sögu lögreglu.
Deilur um flutninga fyrir varnarliðið á Keflavrkurflugvelli
Eimskip vann mál-
ið fyrir undirrétti
EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur
unnið mál vegna flutninga fyrir
varnarliðið fyrir undirrétti í Banda-
ríkjunum, en málið var höfðað á
hendur bandaríska hemum. Ekki er
vitað hvort málinu verður áfrýjað til
æðra dómstigs, en niðurstaðan þýð-
ir að bjóða þarf út flutninga fyrir
varnarliðið á nýjan leik, að sögn
Þorkels Sigurlaugssonar, fram-
kvæmdastjóra hjá Eimskip.
Þorkell sagðist í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi ekki hafa fengið
þetta ski-iflega staðfest né afrit af
dómnum í hendur, en samkvæmt
þeim upplýsingum sem hann hefði,
þá hefði Eimskip unnið málið og það
þýddi að vamarliðið yrði að hætta að
flytja vömr sínar með þeim aðila
sem hefði flutningana með höndum
og bjóða þá út á nýjan leik.
Ber að bjóða út
Forsaga málsins er sú að sam-
kvæmt milliríkjasamningi milli Is-
lands og Bandaríkjanna ber að
bjóða út flutninga íyrir vamarliðið
og skipta þeim milli lægstbjóðenda
frá hvoru landi fyrir sig þannig að
65% flutninganna komi í hlut félags
í því landi sem lægst býður, en 35%
í hlut þess félags sem býður iægst í
hinu landinu. Flutningarnir vom
boðnir út á síðasta ári og var þeim
úthlutað til bandarísks fyrirtækis
sem heitir Transatlantic Lines LLC
og íslensks fyrirtækis sem heitir
Transatlantic Lines Iceland ehf.
Þorkell sagði að íslenska félagið
væri í eigu sömu aðila og það er-
lenda. Eimskipafélagið hefði talið
að þessi niðurstaða gæti ekki staðist
milliríkjasamninginn og þær út-
boðsreglur sem giltu og því hefði
verið ákveðið að fara í mál við
bandaríska herinn. Niðurstaða lægi
nú fyrir og hún væri sú samkvæmt
þeim upplýsingum sem hann hefði
að bandaríski herinn yrði að aftur-
kalla úthlutunina til þessai’a félaga
og bjóða flutningana út aftur, þar
sem ekki hefði verið fylgt ákvæðum
milliríkjasamningsins né þeim regl-
um sem giltu um útboðið.
Morgunblaðið/Sven*ir
SVERRIR Elefsen og Guunar Sigurðsson, vatnamælingamenn Orkustofnunar, að störfum við Skeiðará í
gærkvöldi, en þá var talið að hlaupið væri hægt vaxandi.
Ekki talið að hlaup í
Skeiðará valdi tjóni
Freysnesi. Morgunblaðið.
11 apótek í
nýrri keðju
ÞESSA dagana er verið að ganga
frá sameiningu Apótekanna og
Lyfjaverslana Hagkaups. Apótekin
eru átta en verða á næstu þremur
mánuðum 11 talsins. Að sögn Guð-
mundar Reykjalín, framkvæmda-
stjóra nýju keðjunnar, er vinna haf-
in við að opna nýtt apótek í Spöng-
inni í Grafarvogi, apótek verður
opnað í Nýkaup Kringlunni í apríl
og það þriðja í maí í Hraunbæ.
Hann segir að til standi á næstu
mánuðum að stofna vörudreifing-
armiðstöð fyrir apótekin í sam-
starfi við aðra, jafnvel erlenda að-
ila. „Fram að þessu hefur hvert ap-
ótek verið að kaupa lyf frá sex
lyfjaheildsölum og til að einfalda
rekstur apótekanna er meiningin
að hafa þessa starfsemi nú alla á
einum stað,“ segir Guðmundur.
HLAUP er hafið í Skeiðará. Magn-
ús Tumi Guðmundsson, jarðeðlis-
fræðingur, segir að hlaupið verði
trúlega ekki stórt, þar sem ekki sé
mikið vatn í Grímsvötnum. Segist
hann eiga von á því að hlaupið
verði innan við helmingur af venju-
legu Skeiðárhlaupi síðustu ára.
Ekki er taiið að mannvirki séu í
hættu af völdum hlaupsins og hafa
því ekki verið gerðar sérstakar
ráðstafanir í þeim efnum af hálfu
Vegagerðar eða Almannavama-
nefndar á svæðinu, en fylgst er ná-
ið með framvindu hlaupsins.
Vatnamælingamenn urðu fyrst
varir við aukningu í ánni í fyrradag
og í gærkvöldi mældist rennsli í
ánni 1.300 rúmmetrar á sekúndu,
en þess má geta til samanburðar
að á fóstudaginn var var rennsli ár-
innar tæpir 25 rúmmetrar á sek-
úndu.
Hægt vaxandi
Sverrir Elefsen, vatnamælinga-
maður á Orkustofnun, segir að
hlaupið sé hægt vaxandi. Hann
treystir sér ekki til þess að fullyrða
að hlaupið hafi náð hámarki. Með-
alhlaup í Skeiðará er í kringum
2.000 til 3.000 rúmmetrar á sek-
úndu en þegar stóra hlaupið var í
hámarki í nóvember 1996 var
rennslið 45 þúsund rúmmetrar á
sekúndu. Venjulega nær hlaup í
Skeiðará hámarki á nokkrum sól-
arhringum.
Töluverð óvissa ríkir nú um
framvindu hlaupsins vegna breyt-
inga sem urðu á ísstíflunni í Grím-
svötnum í stóra hlaupinu, auk þess
sem gos er nýafstaðið í Vatnajökli.
Hins vegar er vatnið í ánni
koldökkt, en ekki er að finna jökla-
fýlu af ánni. Þá hafa borist fregnir
af því að einhver vöxtur sé kominn
í Gígjukvísl.
Arnarnesland
Samstarf
við Lands-
bankann
LANDSBANKI íslands hf. og
Jón Olafsson kynntu í gær
samstarf um uppbyggingu á
Arnarneslandi. Landsbankinn
fjármagnaði kaupin og hyggst í
framhaldi bjóða fjáiTnögnun í
tengslum við uppbygginguna.
Að sögn Jóns Olafssonar er
mikil eftirspurn eftir landinu
en yfir 50 einstaklingar og
nokkur fyrirtæki hefðu óskað
eftir að kaupa lóðir. Jafnframt
hefur hann fengið fyrirspurn
frá verktaka sem hefur sýnt
áhuga á að kaupa allt landið.
■ Stefnt að/C2