Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 16

Morgunblaðið - 27.02.1999, Side 16
16 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á l'slandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Trillukarlar gera klárt TRILLUKARLAR á Akureyri bíða þess í ofvæni að komast í tæri við þann gula. Bjarki Arn- grímsson, sem gerir út Svöluna EA, sagði að þeir sem reru með línu færu af stað í næsta mánuði en handfærakarlamir ekki fyrr en í aprfl. Bjarki stundar hand- færðaveiðar og notar tímann til að gera trillu sína klára áður en hann setur á flot. Hann sagði það skipta miklu máli að loðna kæmi í Eyjaljörðinn, því þorsk- urinn fylgdi henni. Bjarki t.h. og Hallgrímur Gíslason voru að líta í kringum sig á nýju flotbryggjunni í Sand- gerðisbót er ljósmyndari Morg- unblaðsins var þar á ferð. Þeir félagar voru sammála um að al- menn ánægja væri með þessa nýju bryggju. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Guðþjónusta á Seli kl. 14 og á Hlíð kl. 16. Fundur Æsku- lýðsfélagsins verður kl. 17 á sunnudag. Biblíulestur í safnað- arheimili kl. 20.30 á mánudags- kvöld í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar. Mömmumorg- unn í safnaðarheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag, frjálst, kaffi og spjall. Föstuguðsþjónusta kl. 20.30 á miðvikudagskvöld. Kyrrðar- og fyrirbænastund í há- deginu á fimmtudag kl. 12 og hefst hún með orgelleik. GLERÁRKIRKJA: Barna- samvera verður í kirkjunni kl. 11 á morgun, foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissam- vera frá kl. 12 til 13 á miðviku- dag. Fjölskyldumorgunn frá kl. 10 til 12 á fimmtudag, Dýrleif Skjóldal ræðir um ungbarna- nudd. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, fjölskyldusamkoina með þátttöku barna kl. 17 og unglingasamkoma kl. 20 um kvöldið. Heimilasam- band kl. 15 á mánudag, krakka- klúbbur fyrir 6-10 ára kl. 17 á miðvikudag, 11 plús mínus fyrir 10 til 12 ára á föstudag kl. 17 og flóamarkaður frá kl. 10 til 17 á föstudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20 í kvöld, laugar- dagskvöld. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar kl. 11.30 á morgun, Biblíukennsla fyrir alla aldurs- hópa, Jóhann Pálsson predikar, léttur hádegisverður á vægu verði kl. 12.30. Vakningasam- koma sama dag kl. 16.30, Stella Sverrisdóttir predikar, fjöl- breyttur söngur, fyrirbæn, barnapössun fyrir börn yngri en 6 ára. Vonarlínan, sími 462-1210, símsvari allan sólarhringinn með uppörvunarorð úr ritningunni. KFUM og K: Almenn sam- koma kl. 17 á morgun, ræðumað- ur er Christian Bastke. Fundur í yngri deild fyrir drengi og stúlk- ur 8-12 ára kl. 17.30 á mánudag. ------*-*-«►--- Brynjuísmótið BRYNJUÍSMÓTIÐ í íshokkíi 1999 verður haldið á skautasvell- inu á Akureyri um helgina. Það hefst í dag, laugardag, kl. 9 og er keppt til kl. 14, en þá verður gert hlé til 16.30 þegar mótið hefst að nýju og stendur til 21.30. Á sunnudag verður byrjað kl. 9 og búist við að mótinu ljúki um kl. 14. Morgunblaðið/Kristján Qpið hús hjá Hafró og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Unnið að fjölbreyttum verkefnum ÚTIBÚ Rannsóknastofnunar físk- iðnaðarins, Rf og Hafrannsókna- stofnunai- á Akureyri verða með opið hús í dag, laugardaginn 27. febrúar, frá kl. 13 til 18 þar sem starfsemi stofnananna verður kynnt, sýning verður á sjávarlífverum, kynnt verða verkefni sem unnið er að og forstjór- ar og starfsmenn flytja fyrirlestra. Stofnanirnar eru til húsa á Glerár- götu 36. Hafrannsóknastofnun hóf starf- semi á Akureyri árið 1991, en útibú frá stofnuninni eru á fimm stöðum á landinu. Starfsmenn eru fjórir og hafa þeir sinnt ýmsum rannsóknum á Eyjafirði, m.a. umfangsmiklum rannsóknum á vistfræði fjarðarins auk rannsókna á samspili ígulkera og þai-a auk ýmissa annarra verk- efna. Nýlega hófust rannsóknir á hi-ygningu þorsks í firðinum og úti fyrir Norðurlandi. Þá taka starfs- menn þátt í rannsóknaverkefnum í samvinnu við starfsmenn í höfuð- stöðvunum. Rannsóknabáturinn Einar í Nesi er gerður út frá Akur- eyri. Sérfræðingar Hafró á Akureyri sinna kennslu í sínum fræðum við Sjávarútvegsdeild Háskólans á Ákureyri. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur starfrækt útibú á Akureyri frá árinu 1979. Lögð er áhersla á að veita góða þjónustu á sviði örveru- og efnamælinga og er örveirurann- sóknastofan á Akureyri allvel búin og fær um að taka að sér fjölbreytt verkefni. Með tilkomu Háskólans á Akur- eyri efldist Rf á Akureyri verulega og getur nú sinnt rannsóknum í auknum mæli til viðbótar þjónust- unni. Þríi- sérfræðingar við útibúið sinna kennslu við sjávarútvegsdeild og sinna að auki rannsóknum. Sam- starf Rf og háskólans leiddi m.a. til stofnunar matvælaframleiðslubraut- ar við sjávarútvegsdeild þar sem boðið er upp á fjögurra ára nám í Húsnæðissamvinnufélagið BÚMENN auglýsir eftir umsóknum félagsmanna um íbúðir sem félagið hyggst byggja á Eyrarlandsholti á Akureyri. Umsóknareyðublöð liggia frammi á skrífstofum Búmanna hst, Hverfisgötu 103, Reykjavík og Búseta hsf., Skipagötu 14, Akureyri. Umsóknarfrestur er til 10. mars 1999. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 552 5644 (Búmenn) og 462 6899 (Búseti). Búmenn hsf., Eyjafjarðardeild. vantar í efri hluta Giljahverfis á Akureyri. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. k Morgunblaðið, Jr Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461-1600 Morgunblaðið/Kristján STARFSFÓLK Hafrannsóknastofnunar og Rannsdknastofnunar fiskiðn- aðarins á Akureyri, frá vinstri, Jenný Dögg Björgvinsdóttir, Erlendur Bogason, Jóhann Örlygsson, Hreiðar Valtýsson, Steingrúnur Jónsson, Rannveig Björnsdóttir og Axel Eyfjörð, en á myndina vantar Grún Ólafs- son, Svanhildi Gunnarsddttir, Maríu Pétursdóttur og Þrúði Gísladóttur. greinum tengdum matvælum og rekstri. Meðal rannsóknaverkefna má nefna Evrópuverkefni sem hefur að markmiði að kanna hvort hægt er að auka stöðugleika í gæðum fiskafurða með því að nota Maillardefni og verð- ur reynt að svara því hvort litarefnin sem myndast geti haft vaxtarhindr- andi áhrif á bakteríur. Brúni liturinn á bjór og brúnuðum kartöflum stafar af flóknum efnahvörfum sem verða þegar prótein og amínósýrur hvarfast við sykrur, sama skýring er á brúna litnum sem færist yfir brauð- sneiðar þegar þær eru ristaðar. Þessi brúnu litarefni og nýju bragðefnin sem myndast við hitun ganga undir samheitinu Maillardefni. Þá má nefna tvö verkefni sem snúa að geymsluþolstilraunum á fiski og fiskafurðum sem eru að hefjast og fyrir rúmu ári hófst þriggja ára verk- efni um örveiruflóru lúðuseiða í start- fóðrun, en markmið þess er að kort- leggja og fylgjast með breytingum sem þar verða, þar sem eldi iúðu- seiða er þeim annmörkum háð að fóðra þarf seiðin með lifandi fóðri, dýrasvifi. Þeim fylgir mikill fjöldi ör- veira sem líkur benda til að hafi víð- tæk áhrif á afkomu seiðanna. Blaðbera

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.