Morgunblaðið - 27.02.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.02.1999, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á l'slandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Trillukarlar gera klárt TRILLUKARLAR á Akureyri bíða þess í ofvæni að komast í tæri við þann gula. Bjarki Arn- grímsson, sem gerir út Svöluna EA, sagði að þeir sem reru með línu færu af stað í næsta mánuði en handfærakarlamir ekki fyrr en í aprfl. Bjarki stundar hand- færðaveiðar og notar tímann til að gera trillu sína klára áður en hann setur á flot. Hann sagði það skipta miklu máli að loðna kæmi í Eyjaljörðinn, því þorsk- urinn fylgdi henni. Bjarki t.h. og Hallgrímur Gíslason voru að líta í kringum sig á nýju flotbryggjunni í Sand- gerðisbót er ljósmyndari Morg- unblaðsins var þar á ferð. Þeir félagar voru sammála um að al- menn ánægja væri með þessa nýju bryggju. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Guðþjónusta á Seli kl. 14 og á Hlíð kl. 16. Fundur Æsku- lýðsfélagsins verður kl. 17 á sunnudag. Biblíulestur í safnað- arheimili kl. 20.30 á mánudags- kvöld í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar. Mömmumorg- unn í safnaðarheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag, frjálst, kaffi og spjall. Föstuguðsþjónusta kl. 20.30 á miðvikudagskvöld. Kyrrðar- og fyrirbænastund í há- deginu á fimmtudag kl. 12 og hefst hún með orgelleik. GLERÁRKIRKJA: Barna- samvera verður í kirkjunni kl. 11 á morgun, foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissam- vera frá kl. 12 til 13 á miðviku- dag. Fjölskyldumorgunn frá kl. 10 til 12 á fimmtudag, Dýrleif Skjóldal ræðir um ungbarna- nudd. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, fjölskyldusamkoina með þátttöku barna kl. 17 og unglingasamkoma kl. 20 um kvöldið. Heimilasam- band kl. 15 á mánudag, krakka- klúbbur fyrir 6-10 ára kl. 17 á miðvikudag, 11 plús mínus fyrir 10 til 12 ára á föstudag kl. 17 og flóamarkaður frá kl. 10 til 17 á föstudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20 í kvöld, laugar- dagskvöld. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar kl. 11.30 á morgun, Biblíukennsla fyrir alla aldurs- hópa, Jóhann Pálsson predikar, léttur hádegisverður á vægu verði kl. 12.30. Vakningasam- koma sama dag kl. 16.30, Stella Sverrisdóttir predikar, fjöl- breyttur söngur, fyrirbæn, barnapössun fyrir börn yngri en 6 ára. Vonarlínan, sími 462-1210, símsvari allan sólarhringinn með uppörvunarorð úr ritningunni. KFUM og K: Almenn sam- koma kl. 17 á morgun, ræðumað- ur er Christian Bastke. Fundur í yngri deild fyrir drengi og stúlk- ur 8-12 ára kl. 17.30 á mánudag. ------*-*-«►--- Brynjuísmótið BRYNJUÍSMÓTIÐ í íshokkíi 1999 verður haldið á skautasvell- inu á Akureyri um helgina. Það hefst í dag, laugardag, kl. 9 og er keppt til kl. 14, en þá verður gert hlé til 16.30 þegar mótið hefst að nýju og stendur til 21.30. Á sunnudag verður byrjað kl. 9 og búist við að mótinu ljúki um kl. 14. Morgunblaðið/Kristján Qpið hús hjá Hafró og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Unnið að fjölbreyttum verkefnum ÚTIBÚ Rannsóknastofnunar físk- iðnaðarins, Rf og Hafrannsókna- stofnunai- á Akureyri verða með opið hús í dag, laugardaginn 27. febrúar, frá kl. 13 til 18 þar sem starfsemi stofnananna verður kynnt, sýning verður á sjávarlífverum, kynnt verða verkefni sem unnið er að og forstjór- ar og starfsmenn flytja fyrirlestra. Stofnanirnar eru til húsa á Glerár- götu 36. Hafrannsóknastofnun hóf starf- semi á Akureyri árið 1991, en útibú frá stofnuninni eru á fimm stöðum á landinu. Starfsmenn eru fjórir og hafa þeir sinnt ýmsum rannsóknum á Eyjafirði, m.a. umfangsmiklum rannsóknum á vistfræði fjarðarins auk rannsókna á samspili ígulkera og þai-a auk ýmissa annarra verk- efna. Nýlega hófust rannsóknir á hi-ygningu þorsks í firðinum og úti fyrir Norðurlandi. Þá taka starfs- menn þátt í rannsóknaverkefnum í samvinnu við starfsmenn í höfuð- stöðvunum. Rannsóknabáturinn Einar í Nesi er gerður út frá Akur- eyri. Sérfræðingar Hafró á Akureyri sinna kennslu í sínum fræðum við Sjávarútvegsdeild Háskólans á Ákureyri. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur starfrækt útibú á Akureyri frá árinu 1979. Lögð er áhersla á að veita góða þjónustu á sviði örveru- og efnamælinga og er örveirurann- sóknastofan á Akureyri allvel búin og fær um að taka að sér fjölbreytt verkefni. Með tilkomu Háskólans á Akur- eyri efldist Rf á Akureyri verulega og getur nú sinnt rannsóknum í auknum mæli til viðbótar þjónust- unni. Þríi- sérfræðingar við útibúið sinna kennslu við sjávarútvegsdeild og sinna að auki rannsóknum. Sam- starf Rf og háskólans leiddi m.a. til stofnunar matvælaframleiðslubraut- ar við sjávarútvegsdeild þar sem boðið er upp á fjögurra ára nám í Húsnæðissamvinnufélagið BÚMENN auglýsir eftir umsóknum félagsmanna um íbúðir sem félagið hyggst byggja á Eyrarlandsholti á Akureyri. Umsóknareyðublöð liggia frammi á skrífstofum Búmanna hst, Hverfisgötu 103, Reykjavík og Búseta hsf., Skipagötu 14, Akureyri. Umsóknarfrestur er til 10. mars 1999. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 552 5644 (Búmenn) og 462 6899 (Búseti). Búmenn hsf., Eyjafjarðardeild. vantar í efri hluta Giljahverfis á Akureyri. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. k Morgunblaðið, Jr Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461-1600 Morgunblaðið/Kristján STARFSFÓLK Hafrannsóknastofnunar og Rannsdknastofnunar fiskiðn- aðarins á Akureyri, frá vinstri, Jenný Dögg Björgvinsdóttir, Erlendur Bogason, Jóhann Örlygsson, Hreiðar Valtýsson, Steingrúnur Jónsson, Rannveig Björnsdóttir og Axel Eyfjörð, en á myndina vantar Grún Ólafs- son, Svanhildi Gunnarsddttir, Maríu Pétursdóttur og Þrúði Gísladóttur. greinum tengdum matvælum og rekstri. Meðal rannsóknaverkefna má nefna Evrópuverkefni sem hefur að markmiði að kanna hvort hægt er að auka stöðugleika í gæðum fiskafurða með því að nota Maillardefni og verð- ur reynt að svara því hvort litarefnin sem myndast geti haft vaxtarhindr- andi áhrif á bakteríur. Brúni liturinn á bjór og brúnuðum kartöflum stafar af flóknum efnahvörfum sem verða þegar prótein og amínósýrur hvarfast við sykrur, sama skýring er á brúna litnum sem færist yfir brauð- sneiðar þegar þær eru ristaðar. Þessi brúnu litarefni og nýju bragðefnin sem myndast við hitun ganga undir samheitinu Maillardefni. Þá má nefna tvö verkefni sem snúa að geymsluþolstilraunum á fiski og fiskafurðum sem eru að hefjast og fyrir rúmu ári hófst þriggja ára verk- efni um örveiruflóru lúðuseiða í start- fóðrun, en markmið þess er að kort- leggja og fylgjast með breytingum sem þar verða, þar sem eldi iúðu- seiða er þeim annmörkum háð að fóðra þarf seiðin með lifandi fóðri, dýrasvifi. Þeim fylgir mikill fjöldi ör- veira sem líkur benda til að hafi víð- tæk áhrif á afkomu seiðanna. Blaðbera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.