Morgunblaðið - 26.03.1999, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fimm fyrirtæki undirrita 40 milljdna samstarfssamning við Menningarborgina
Forseti Bandarfkjanna
Þakkar
Davíð
stuðning
DAVÍÐ Oddssyni barst á miðviku-
dag bréf frá Bill Clinton, forseta
Bandaríkjanna, þar sem hann þakk-
ar honum persónulega fyrir stuðning
við ákvörðun Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) um hernaðaraðgerðir
gegn Serbíu. í bréflnu leggur Clint-
on áherslu á mikilvægi þess að ein-
ing ríki meðal aðildarríkja NATO,
sérstaklega nú þegar árásir séu
hafnar. Bendir hann jafnframt á
möguleika þess að ófriðurinn breið-
ist út í stærra stríð í hjarta Evrópu
þar sem engin landamæri frá náttúr-
unnar hendi séu á svæðinu.
„Við vitum öll hve mikil áhætta
fylgir slíkum aðgerðum. En við vitum
einnig að hætturnar sem felast í að-
gerðarleysi eru mun meiri. Ég vil að
þú vitir hve þakklátur ég er fyrir
stuðning þinn og að ég treysti á hann
áfram. Ég hlakka til að vera í nánu
sambandi á næstu dögum,“ segir
Clinton m.a. í bréfi til Davíðs Odds-
sonar.
--------------
Telur sam-
keppnisaðila
hafa brennt
bifreið
LÍTIL bifreið af japanskri gerð
fannst ónýt í Heiðmörk eftir bruna á
þriðjudagsmorgun. Bifreiðin tilheyr-
ir pitsufyrirtækinu Jóni Bakan og
telur Árni Jónsson, rekstrarstjóri
Jóns Bakans, að samkeppnisaðilar á
pitsumai-kaðnum hafi stolið bifreið-
inni og eyðilagt hana vegna ábend-
inga hans um að skattsvik tíðkist
víða í pitsufyrirtækjarekstri.
Tímamót í samskiptum
menningar- og atvinnulífs
Morgunblaðið/Golli
HALLDÓR Ásgeirsson myndlistarmaður framdi Iifandi vatnsgjörning við undirleik Sigurðar
Flosasonar að lokinni undirritun samnings máttarstólpa og Menningarborgar.
SAMSTARFSSAMNINGUR fimm
stórfyrirtækja og Reykjavíkur,
Menningarborgar Evrópu árið
2000, var undirritaður í Gvendar-
brunnahúsinu í Heiðmörk í gær.
Fyrirtækin, sem þegið hafa boð um
að gerast „máttarstólpar Menning-
arborgarinnar“, eru Búnaðarbanki
Islands, Eimskip, Landsvirkjun,
Olís og Sjóvá-Almennar. Samning-
urinn er talinn marka tímamót í
samskiptum menningar- og at-
vinnulífs hér á landi en heildarverð-
mæti hans er um 40 milljónir króna.
í ávarpi Sigurðar Gísla Pálma-
sonar, formanns fjármálaráðs
Menningarborgarinnar, kom fram
að Menningarborgin myndi staifa
með völdum samstarfsaðilum, sem
myndu leggja fram ýmiss konar að-
stöðu og þjónustu. Þar á meðal
væru Flugleiðir, Morgunblaðið, sem
yrði blað menningarársins, Kringl-
an, sem jtöí nokkurskonar upplýs-
ingamiðstöð og SVR, en strætó yrði
bíll menningarársins. Að samning-
um við þessa aðila og fleiri viðbætt-
um er áætlað að heildarverðmæti
samstarfssamninga verði um 80
milljónir kr. Þá munu fjölmörg önn-
ur fyrirtæki og stofnanir koma að
einstökum verkefnum.
Þórunn Sigurðardóttir, stjóm-
andi Menningarborgarinnar, sagði
í ávarpi sínu við undirritunina í
gær að í samkomulaginu væri fólg-
in stærri og mikilsverðari þátttaka
atvinnulífsins í íslensku menning-
arlífi en áður hefði þekkst. „Hér er
brotið blað í samskiptum og skiln-
ingi þessara tveggja mikilvægu
þátta samfélagsins, þar sem báðir
hafa mikið að gefa og mikið að
þiggja.“
Sjálfsagt mál að menning og at-
vinnulíf haldist í hendur
„Ef við horfum um öxl og veltum
fyiir okkur hvað það er sem skapar
sögu þjóðar, hvað það er sem veld-
ur því að ein þjóð skarar fram úr
annarri og rís upp úr meðal-
mennsku þjóðanna, kemur í ljós að
það eru ekki þurrar tölur og grjót-
harðar staðreyndir efnahagslífsins.
Engin þjóð þrífst þannig til lengd-
ar og ef horft er til lengri tíma er
víst að gildi þjóða mælist miklu
fremur af þeirri menningu og þeim
listum sem fengið hafa að dafna.
Atvinnulífið þarf að skilja að menn-
ingarlífið er órjúfanlegur þáttur í
heildarsamhengi daglegs lífs og al-
mennrar velmegunar. Þess vegna á
það að vera sjálfsagt mál að menn-
ing og atvinnulíf haldist í hendur,“
sagði Sigurður Gísli Pálmason.
■ Vonandi er/38
Spá um horfur á vinnumarkaði
Tal gagnrýnir stjórnarformann Landssímans
Störfum fækkar
1 sjavarutveg'i
ÁRSVERKUM í landbúnaði fækkar
um 300-600 á næstu fimm árum og
einnig mun fækka um 4.200 í sjávar-
útvegi. Á móti mun fjölga um 2.000
ársverk í iðnaði, 2.500 í þjónustu og
ef efnahagsskilyrði haldast hagstæð
á næstu árum samsvarar það
1.000-1.500 nýjum störfum. Þetta
kom fram í erindi Inga Rúnars
Eðvarðssonar, vinnufélagsfræðings
og dósents við Háskólann á Akur-
eyri, á ráðstefnu um vinnumarkaðs-
mál í gær og byggi spáin á þeirri
þróun sem átt hefur sér stað á ís-
lenskum vinnumarkaði undanfarin
ár.
Samkvæmt spánni fækkar frum-
vinnslustörfum úti á landi en störfum
fjölgar í þjónustu og stóriðju á höfuð-
borgarsvæðinu og í nágrenni þess.
Er þetta í samræmi við þróun árs-
verka á tímabilinu 1990-1995, en á
því tímabili átti fjölgun ársverka sér
einungis stað í þjónustu. Fjölgun árs-
verka í þjónustu varð langmest hjá
hinu opinbera á höfuðborgarsvæðinu
á tímabilinu, fjölgaði um rúmlega
2.000 störf, á meðan samdráttur varð
í öðrum atvinnugreinum.
Framtíðarhorfur vinnumarkaðar-
ins felast samkvæmt niðurstöðum
Inga Rúnars i því að störfum, sem
krefjast menntunar og sérhæfingar,
fjölgar en störfum, sem krefjast lít-
illar menntunar, fækkar. Einnig er
athyglisvert að eldra fólki mun
fjölga örar en yngra fólki á vinnu-
markaðnum. 65 ára og eldri verða
væntanlega rúmlega 60 þúsund af
þjóðinni árið 2030, eða 18,8%, en eru
í dag um 12%. Er það tífóld aukning
á einni öld.
■ Bæta þarf/40
Erfitt fyrir Tal að,
gerast aðili að VSÍ
ÞÓRÓLFUR Árnason, fram-
kvæmdastjóri Tals hf., segir að Þór-
arinn V. Þórarinsson, stjórnarfor-
maður Landssímans hf., sé í erfiðri
stöðu að vera jafnframt fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins. „Það er sjálfsagt af þeim
sökum sem við höfum ekki enn feng-
ið til okkar sölumann frá Vinnuveit-
endasambandinu sem leitar eftir því
að við verðum félagi í þeim samtök-
um,“ segir Þórólfur. Hann segir að
stjómendur Tals hafi velt því mikið
fyrir sér að gerast aðilar að Vinnu-
veitendasambandinu. „En í núver-
andi stöðu er það mjög erfitt," segir
hann.
Þórólfur vísar á bug þeim ummæl-
um Þórarins á nýafstöðnum aðal-
fundi Landssímans að forsvarsmenn
Tals hafi ásakað Landssímann um að
niðurgreiða þjónustuna í GSM-kerf-
inu. Það hafi stjórnendur Tals aldrei
sagt. Stjómendur Landssímans hafi
hins vegar ekki enn sýnt fram á með
óyggjandi hætti að verðmæti og eðli-
legt mat á rekstrinum sé grundvöll-
ur arðsemiskröfu á þessum hluta af
starfsemi Landssímans.
Ríkið selji strax hlut sinn
í ræðu sinni sagði Þórarinn að
samkeppnisyfirvöld hefðu staðið
gegn því að Landssíminn lækkaði
verð á þjónustu í GSM-kerfinu og í
því efni farið eftir kröfum keppinaut-
arins. Þórólfur segir þessi orð lýsa
ákveðnum pirringi en það hafi ekk-
ert með starfsemi Tals að gera að
framfylgt sé lögum í landinu og það
sé Samkeppnisstofnunar og Póst- og
fjarskiptastofnunar að svara þessum
ummælum.
„Við teljum að það sé ekkert ann-
að rekstrarform betra í viðskiptalíf-
inu en samkeppnin. Við höfum verið
í fararbroddi í þjónustu, verði og í
vöruframboði og stóraukið við mark-
aðinn. Það er líka niðurstaða aðal-
fundar Landssímans að aukningin í
fjarskiptum hefur orðið mikil með
tilkomu Tals.
Við teljum bráðnauðsynlegt að rík-
ið selji sem fyrst þannig að Lands-
síminn, sem á 40-50 milljarða, skili
þjóðarbúinu því á meðan hann er þess
virði og að við stjórnartauma í Lands-
símanum séu handhafar fjármagns,
sem fylgist með því að þar sé fé með
hirði,“ sagði hann.
Sérblöð í dag
m d&m
Á FÖSTUDÖGUM
Amerísku heilsudýnumar
Ólíklegt er talið að Arnar geti
leikið gegn Andorra /C1
Keflavík vann ÍS og leikur
til úrslita við KR/C3
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is