Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fimm fyrirtæki undirrita 40 milljdna samstarfssamning við Menningarborgina Forseti Bandarfkjanna Þakkar Davíð stuðning DAVÍÐ Oddssyni barst á miðviku- dag bréf frá Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, þar sem hann þakk- ar honum persónulega fyrir stuðning við ákvörðun Atlantshafsbandalags- ins (NATO) um hernaðaraðgerðir gegn Serbíu. í bréflnu leggur Clint- on áherslu á mikilvægi þess að ein- ing ríki meðal aðildarríkja NATO, sérstaklega nú þegar árásir séu hafnar. Bendir hann jafnframt á möguleika þess að ófriðurinn breið- ist út í stærra stríð í hjarta Evrópu þar sem engin landamæri frá náttúr- unnar hendi séu á svæðinu. „Við vitum öll hve mikil áhætta fylgir slíkum aðgerðum. En við vitum einnig að hætturnar sem felast í að- gerðarleysi eru mun meiri. Ég vil að þú vitir hve þakklátur ég er fyrir stuðning þinn og að ég treysti á hann áfram. Ég hlakka til að vera í nánu sambandi á næstu dögum,“ segir Clinton m.a. í bréfi til Davíðs Odds- sonar. -------------- Telur sam- keppnisaðila hafa brennt bifreið LÍTIL bifreið af japanskri gerð fannst ónýt í Heiðmörk eftir bruna á þriðjudagsmorgun. Bifreiðin tilheyr- ir pitsufyrirtækinu Jóni Bakan og telur Árni Jónsson, rekstrarstjóri Jóns Bakans, að samkeppnisaðilar á pitsumai-kaðnum hafi stolið bifreið- inni og eyðilagt hana vegna ábend- inga hans um að skattsvik tíðkist víða í pitsufyrirtækjarekstri. Tímamót í samskiptum menningar- og atvinnulífs Morgunblaðið/Golli HALLDÓR Ásgeirsson myndlistarmaður framdi Iifandi vatnsgjörning við undirleik Sigurðar Flosasonar að lokinni undirritun samnings máttarstólpa og Menningarborgar. SAMSTARFSSAMNINGUR fimm stórfyrirtækja og Reykjavíkur, Menningarborgar Evrópu árið 2000, var undirritaður í Gvendar- brunnahúsinu í Heiðmörk í gær. Fyrirtækin, sem þegið hafa boð um að gerast „máttarstólpar Menning- arborgarinnar“, eru Búnaðarbanki Islands, Eimskip, Landsvirkjun, Olís og Sjóvá-Almennar. Samning- urinn er talinn marka tímamót í samskiptum menningar- og at- vinnulífs hér á landi en heildarverð- mæti hans er um 40 milljónir króna. í ávarpi Sigurðar Gísla Pálma- sonar, formanns fjármálaráðs Menningarborgarinnar, kom fram að Menningarborgin myndi staifa með völdum samstarfsaðilum, sem myndu leggja fram ýmiss konar að- stöðu og þjónustu. Þar á meðal væru Flugleiðir, Morgunblaðið, sem yrði blað menningarársins, Kringl- an, sem jtöí nokkurskonar upplýs- ingamiðstöð og SVR, en strætó yrði bíll menningarársins. Að samning- um við þessa aðila og fleiri viðbætt- um er áætlað að heildarverðmæti samstarfssamninga verði um 80 milljónir kr. Þá munu fjölmörg önn- ur fyrirtæki og stofnanir koma að einstökum verkefnum. Þórunn Sigurðardóttir, stjóm- andi Menningarborgarinnar, sagði í ávarpi sínu við undirritunina í gær að í samkomulaginu væri fólg- in stærri og mikilsverðari þátttaka atvinnulífsins í íslensku menning- arlífi en áður hefði þekkst. „Hér er brotið blað í samskiptum og skiln- ingi þessara tveggja mikilvægu þátta samfélagsins, þar sem báðir hafa mikið að gefa og mikið að þiggja.“ Sjálfsagt mál að menning og at- vinnulíf haldist í hendur „Ef við horfum um öxl og veltum fyiir okkur hvað það er sem skapar sögu þjóðar, hvað það er sem veld- ur því að ein þjóð skarar fram úr annarri og rís upp úr meðal- mennsku þjóðanna, kemur í ljós að það eru ekki þurrar tölur og grjót- harðar staðreyndir efnahagslífsins. Engin þjóð þrífst þannig til lengd- ar og ef horft er til lengri tíma er víst að gildi þjóða mælist miklu fremur af þeirri menningu og þeim listum sem fengið hafa að dafna. Atvinnulífið þarf að skilja að menn- ingarlífið er órjúfanlegur þáttur í heildarsamhengi daglegs lífs og al- mennrar velmegunar. Þess vegna á það að vera sjálfsagt mál að menn- ing og atvinnulíf haldist í hendur,“ sagði Sigurður Gísli Pálmason. ■ Vonandi er/38 Spá um horfur á vinnumarkaði Tal gagnrýnir stjórnarformann Landssímans Störfum fækkar 1 sjavarutveg'i ÁRSVERKUM í landbúnaði fækkar um 300-600 á næstu fimm árum og einnig mun fækka um 4.200 í sjávar- útvegi. Á móti mun fjölga um 2.000 ársverk í iðnaði, 2.500 í þjónustu og ef efnahagsskilyrði haldast hagstæð á næstu árum samsvarar það 1.000-1.500 nýjum störfum. Þetta kom fram í erindi Inga Rúnars Eðvarðssonar, vinnufélagsfræðings og dósents við Háskólann á Akur- eyri, á ráðstefnu um vinnumarkaðs- mál í gær og byggi spáin á þeirri þróun sem átt hefur sér stað á ís- lenskum vinnumarkaði undanfarin ár. Samkvæmt spánni fækkar frum- vinnslustörfum úti á landi en störfum fjölgar í þjónustu og stóriðju á höfuð- borgarsvæðinu og í nágrenni þess. Er þetta í samræmi við þróun árs- verka á tímabilinu 1990-1995, en á því tímabili átti fjölgun ársverka sér einungis stað í þjónustu. Fjölgun árs- verka í þjónustu varð langmest hjá hinu opinbera á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu, fjölgaði um rúmlega 2.000 störf, á meðan samdráttur varð í öðrum atvinnugreinum. Framtíðarhorfur vinnumarkaðar- ins felast samkvæmt niðurstöðum Inga Rúnars i því að störfum, sem krefjast menntunar og sérhæfingar, fjölgar en störfum, sem krefjast lít- illar menntunar, fækkar. Einnig er athyglisvert að eldra fólki mun fjölga örar en yngra fólki á vinnu- markaðnum. 65 ára og eldri verða væntanlega rúmlega 60 þúsund af þjóðinni árið 2030, eða 18,8%, en eru í dag um 12%. Er það tífóld aukning á einni öld. ■ Bæta þarf/40 Erfitt fyrir Tal að, gerast aðili að VSÍ ÞÓRÓLFUR Árnason, fram- kvæmdastjóri Tals hf., segir að Þór- arinn V. Þórarinsson, stjórnarfor- maður Landssímans hf., sé í erfiðri stöðu að vera jafnframt fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins. „Það er sjálfsagt af þeim sökum sem við höfum ekki enn feng- ið til okkar sölumann frá Vinnuveit- endasambandinu sem leitar eftir því að við verðum félagi í þeim samtök- um,“ segir Þórólfur. Hann segir að stjómendur Tals hafi velt því mikið fyrir sér að gerast aðilar að Vinnu- veitendasambandinu. „En í núver- andi stöðu er það mjög erfitt," segir hann. Þórólfur vísar á bug þeim ummæl- um Þórarins á nýafstöðnum aðal- fundi Landssímans að forsvarsmenn Tals hafi ásakað Landssímann um að niðurgreiða þjónustuna í GSM-kerf- inu. Það hafi stjórnendur Tals aldrei sagt. Stjómendur Landssímans hafi hins vegar ekki enn sýnt fram á með óyggjandi hætti að verðmæti og eðli- legt mat á rekstrinum sé grundvöll- ur arðsemiskröfu á þessum hluta af starfsemi Landssímans. Ríkið selji strax hlut sinn í ræðu sinni sagði Þórarinn að samkeppnisyfirvöld hefðu staðið gegn því að Landssíminn lækkaði verð á þjónustu í GSM-kerfinu og í því efni farið eftir kröfum keppinaut- arins. Þórólfur segir þessi orð lýsa ákveðnum pirringi en það hafi ekk- ert með starfsemi Tals að gera að framfylgt sé lögum í landinu og það sé Samkeppnisstofnunar og Póst- og fjarskiptastofnunar að svara þessum ummælum. „Við teljum að það sé ekkert ann- að rekstrarform betra í viðskiptalíf- inu en samkeppnin. Við höfum verið í fararbroddi í þjónustu, verði og í vöruframboði og stóraukið við mark- aðinn. Það er líka niðurstaða aðal- fundar Landssímans að aukningin í fjarskiptum hefur orðið mikil með tilkomu Tals. Við teljum bráðnauðsynlegt að rík- ið selji sem fyrst þannig að Lands- síminn, sem á 40-50 milljarða, skili þjóðarbúinu því á meðan hann er þess virði og að við stjórnartauma í Lands- símanum séu handhafar fjármagns, sem fylgist með því að þar sé fé með hirði,“ sagði hann. Sérblöð í dag m d&m Á FÖSTUDÖGUM Amerísku heilsudýnumar Ólíklegt er talið að Arnar geti leikið gegn Andorra /C1 Keflavík vann ÍS og leikur til úrslita við KR/C3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.