Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR • • * Varaformanni OBI fínnst hækkunin á grunnlffeyrinum of lftil Stór hluti hækkunar- innar fer í skatta AÐ sögn Garðars Sverrissonar, yaraformanns Öryrkjabandalags Islands, er hækkunin á grunnlíf- eyri almannatrygginga, sem til- kynnt var af ríkisstjórninni í gær, ekki eins mikil og hann hafði gert sér vonir um. Hann sagði að þótt um 7% hækkun væri að ræða þá væri það ekki nema um 1.100 krón- ur og að stór hluti af þeirri upp- hæð færi í skatta, einkum hjá eldri borgurum. „Það þætti nú ekki góð latína á venjulegum vinnustað ef maður slæi fram svona brúttótölu eins og ríkisstjórnin er að gera, tæki bara krónutöluna og margfaldaði hana með hausatölu og tæki hvorki tillit til tekjutenginga né beinna og óbeinna skatta,“ sagði Garðar. Garðar sagði það vera út í bláinn að halda því fram að þessi hækkun kosti ríkissjóð um 520 milljónir því verulegur hluti af upphæðinni kæmi til baka í formi skatta, ekki síst hjá eldri borgurum. Hann sagði að þeir sem hefðu ekkert nema bætur al- mannatrygginga væru að greiða af þessum 1.100 krónum 38% tekju- skatt, sem þýddi að eftir stæðu 680 krónur. Garðar bætti því við, að þessi hópur hefði ekki greitt tekju- skatt áður en þessi ríkisstjóm hefði tekið við völdum. Aðgerðirnar endurspegla ekki skilning stjórnvalda Garðar sagði að honum þætti þessar aðgerðir ekki endurspegla raunverulegan skilning á þeim vanda sem við væri að glíma. Hann sagði að í stjórnartíð sitjandi ríkis- stjórnar hefði grunnlífeyrir og tekjutrygging dregist aftur úr launavísitölu og væru fjarri því að halda í við lágmarkslaun, enda hafí stjórnin byrjað á því að klippa á tengsl bóta og lágmarkslauna. „Grunnlífeyrir er tekjutengdur hjá þeim öldruðum sem hafa lítinn lífeyrissjóð og þurfa að vinna og hjá þeim öryrkjum og öldruðum sem fara yfir 90.000 krónur, sagði Garðar. „Hins vegar er hann ekki tekjutengdur hjá þeim sem eru með háa lífeyrissjóði, þeir njóta því hækkunarinnar að fullu.“ Ríkisstjórnin tók einnig þá ákvörðun í fyrradag að hækka vasa- peninga þeirra lífeyrisþega sem dvelja í stofnunum um 34%, eða um 4.000 krónur, þannig að nú nema þeir tæpum 17.000 krónum. Garðar sagði það hins vegar ekki hafa íylgt sögunni að vasapeningarnir byrji að skerðast áður en sá sem heima væri næði 7.000 krónum í tekjur og að þeir þurrkuðust algjörlega út áður en útivinnandi maki næði 60.000 krónum í mánaðarlaun. Áfangi í að byggja upp grunnlífeyririnn Að sögn Benedikts Davíðssonar, formanns Landssambands eldri borgara, er þessi hækkun nú aðeins áfangi í því að byggja upp grunnlíf- eyririnn. Hann sagðist hafa verið sérstaklega ánægður með þær yfir- lýsingar ráðherranna í fyrradag um að þetta væri aðeins eitt skref í upp- byggingunni. Hann sagði að núna væri í gangi vinna á vegum fjár- mála- og tryggingamálaráðuneyt- anna um samspil almannatrygginga og skattakerfís og sagðist hann von- ast til að eitthvað kæmi út úr þeirri vinnu á þessu ári. Benedikt sagðist ekki vilja trúa því að ákvörðunin um hækkunina væri hluti af kosningabaráttu stjórnarflokkanna þó að hún væri tekin rúmum mánuði fyrir kosn- ingar. Hann sagði að ákvörðunin væri árangur af vinnu sem búin væri að vera í gangi í þó nokkurn tíma. Hann sagði að krafan um samráðsnefnd hefði verið sett á landsfundi Landssambands eldri borgara fyrir tveimur árum, en nefndin hefði verið skipuð um ára- mótin síðustu í kjölfar fyrirheita sem forsætisráðherra gaf í ára- mótaræðunni. Framboðslisti Samfylkingar í Norðurlandskjördæmi eystra Svanfríður tekur 1. sætið SVANFRÍÐUR Jónasdóttir hefur ákveðið að taka 1. sæti á framboðs- lista Samfylkingarinnar á Norður- landi eystra við alþingiskosningarn- ar í vor. Það var ákveðið á fundi upp- stillingarnefndar í kjördæminu í fyrrakvöld, en um síðustu helgi ákvað Sigbjöm Gunnarsson, sem varð í fyrsta sæti í prófkjöri, að gefa ekki kost á sér í fyrsta sætið. Svanfríður sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa greint uppstill- ingamefndinni frá því að hún yrði í 1. sætinu í samræmi við niðurstöður prófkjörs, en stjórnir kjördæmisráða Alþýðuflokks og Alþýðubandalags lögðu það til í kjölfar þess að Sig- björn gaf ekki kost á sér. Það væri niðurstaða hennar eftir að hafa íhug- að þessi mál, því þessi breyting hefði auðvitað orðið nokkuð óvænt. Svanfríður sagði að fyrstu þrjú sætin í kjördæminu yrðu skipuð eins og niðurstöður prófkjörsins gæfu tilefni til, þ.e. að Órlygur Hnefill Jónsson yrði í 2. sætinu og Kristín Sigursveinsdóttir í 3. sæt- inu. Að öðru leyti hefði listinn ekki verið tilbúinn þegar hún hefði farið af fundi uppstillingarnefndarinnai'. Hún vildi því ekki nefna önnur nöfn af honum, en það liti vel út með skipan hans. Svanfríður sagðist hafa sagt eftir að niðurstöður prófkjörsins lágu fyr- ir um miðjan febrúar i vetur að hún myndi að sjálfsögðu fara eftir regl- um og hlíta niðurstöðum þess. Regl- urnar hefðu þá sett hana niður í 3. sætið vegna samkomulags milli A- flokkanna. Núna þegar Sigbjörn Gunnarsson hefði ákveðið að víkja af listanum þá breyttist þetta og þessar sömu reglur flyttu hana upp í 1. sæt- ið. Öskars E. Levys minnst á Alþingi ÓLAFUR G. Einarsson forseti Al- þingis minntist Óskars E. Levy, bónda og fyrrverandi alþingismanns, í upphafí þingfundar á Alþingi í gær. Oskar andaðist mánudaginn 15. mars sl., áttatíu og sex ára að aldri. Óskar varð alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra við þingmennskuafsal aðalmanns frá 1. febrúar 1966 fi-am að alþingiskosningum í júní 1967. Auk þess tók hann sæti varamanns á Al- þingi á árunum 1965 og 1968-1970. Óskar „átti ekki langa setu á Alþingi. Byggðamálin voru honum hugstæði og hér vann hann vel að þeim, þar á meðal skólamálum heimasveitar sinn- ar. Hann vildi veg landsbyggðarinnar sem mestan," sagði Ólafur m.a. og bað alþingismenn að minnast Óskars E. Levys með því að rísa úr sætum sín- um, sem þeir og gerðu. Morgunblaðið/Þorkell Ríkisráðsfundur á Bessastöðum RIKISRÁÐSFUNDUR var hald- inn á Bessastöðum á hádegi í gær eftir að Alþingi hafði verið frestað. Þar voru lögð fyrir þau mál sem liafa verið til umfjöllun- ar og afgreiðslu á Alþingi síðan um áramót, en siðasti rxkisráðs- fundur var haldinn á gamlársdag. Fundinn sátu forseti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og allir ráðherrar ríkisstjórnar- innar. Skógarás — m. bílskúr — frábær staðsetning Vorum að fá í einkasölu í góðu 2ja haeða fjölb. íb. á efri hæð og I risi 100 fm ásamt góðum bílskúr. Nýlecjt fallegt eldhús, parket. Fallegt út- sýni. Rúmgóð og skemmtil. eign. Ahv. 5 millj. hagst. lán. Verð 9,7 millj. Stangarholt m. mögul. á aukaíb. Fallegt hús á fráb. stað 105 fm íb. á 1. h. og í kj. sem í dag er ein fb. en lítið mál að breyta því ef vill. Áhv. 4,5 millj. húsbr. V. aðeins 8,9 m. Valhöll, fasteignasala, Síðumúla 27, sími 588 4477. Blönduhlíð 27 - Opið hús í dag frá kl. 14-15 Til sýnis í dag falleg 110,5 fm sér- hæð á 1. hæð ásamt 30 fm bíl- skúr. 3 svefnherb. 2 saml. stofur. Skemmtilega skipul. íbúð á fráb. stað. Verð 11,5 m. Sölumaður Valhallar verður á staðnum. Langholtsvegur með bílskúr 4ra herb. Vorum að fá í einkasölu í góðu þríbýlishúsi fallega 4ra herb. risíb. ásamt nýl. 25 fm bílsk. Stórir kvistir, fallegt útsýni. Áhv. hagst. lán. Á að seljast strax. Gott verð 8,9 millj. Samfylk- ingin gagnrýnir fyrirætl- anir ríkis- stjórnar ÁGÚST Einarsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfund- ar á Alþingi í gær og gagn- rýndi ýmsar þær fyrirætlanir sem ríkisstjómin hefði kynnt á síðustu dögum. Þar á meðal fyrirætlanir á „sviði skóla- mála, samgangna og í tengsl- um við aldraða sem hafa áhrif á fjárreiður ríkisins á þessu og næstu árum,“ eins og hann orðaði það. „Ýmsar af þeim fyrirætlun- um sem ríkisstjómin hefur kynnt undanfarið rúmast ekki innan núgildandi fjárlaga og falla ekki undir ófyrirséð atvik auk þess sem þau ná yfir mörg ár. Hér er því á ferðinni ekk- ert annað en kosningaáróður ríkisstjómarinnar," fullyrti hann. Bætti hann við að nýtt þing yrði kosið í vor og að nú- verandi ríkisstjórn gæti ekki bundið hendur þess né næstu ríkisstjóma. „Samfylkingin mótmælir þessum vinnu- brögðum,“ sagði hann og benti á að margar þessara fyrirætl- ana ríkisstjómarinnar væru byggðar á tillögum Samfylk- ingarinnar. „Samfylkingin styður eindregið aðgerðir til að bæta stöðu aldraðra, en bendir á að ríkisstjórnai'flokk- arnir hafa margoft fellt tillög- ur okkar um úrbætur í þeim efnum.“ Ágúst gagnrýndur Davíð Oddsson forsætis- ráðherra benti á að Ágúst hefði fengið að lesa upp yfir- lýsingu frá Samfylkingunni og minnti á að forseti Alþing- is hefði getið þess að hún mætti ekki kalla á umræður. „Það kom fram í máli hæst- virts forseta Alþingis að þing- maðurinn fengi að lesa yfir- lýsingu í skjóli þess að hún kallaði ekki á umræður. Síðan hefur þingmaðurinn hér eld- húsdagsumræður í skjóli þess að yfirlýsingin kalli ekki á umræður. Eg ætla ekki að vanvirða þingið með sama hætti og hinn nýkjörni tals- maður Samfylkingarinnar gerði.“ Geir H. Haarde fjármála- ráðherra tók auk þess fram að allir þeir samningar eða fyrir- ætlanir ríkisstjórnarinnar sem Ágúst hefði gert að umtalsefni væru að sjálfsögðu með fyrir- vara um fjárveitingu af hálfu Alþingis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.