Morgunblaðið - 26.03.1999, Page 16

Morgunblaðið - 26.03.1999, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI s Póstflutningar á Islandi einkavæddir innan fárra ára Tryggja ber hag dreifbýlisins ið dregið úr því forræði sem sam- gönguráðuneytið og ráðherra höfðu á þessum málaflokki. I þriðja lagi er í lögunum nákvæmlega farið of- an í þær skyldur sem rekstrarleyf- ishafi á sviði póstflutninga undir- gengst." Miklar breytingar orðið Einar sagði að á þeim ái’um sem liðin væru frá því að formbreyting póstþjónustunnar átti sér stað og fyrirtækið Islandspóstur var stofn- aður, hefði mikið breyst og flest til batnaðar. Fyrst og fremst hefðu gæði póstþjónustunnar batnað. „Það er engin smábylting að geta sent bréf og sendingar landshorn- anna á milli þannig að innan við sól- arhringur líður frá því að bréf er sent og þar til það kemst í hendur viðtakanda. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var.“ Einar telur hins vegar stóra vandann sem við blasir bæði hér á landi og í Evrópu allri, snúast um hvernig draga skuli skilin á milli póstdreifingar og annarra sendinga. Að mati Einars er ljóst að póst- þjónustan er að breytast mjög mik- ið og hefðbundin póstdreifing verð- ur að bregðast við þeim breyting- um og fá rekstrarlegt svigrúm en bendir jafnframt á að þá byrji hins vegar vandinn gagnvart keppinaut- um. „Þetta kallar óhjákvæmilega á endurskoðun á einkaréttarhugtak- inu. Ég tel skynsamlegt að vinna á þeim nótum að fara varlega. Reynslan af formbreytingum á þessu sviði hefur sýnt að sú að- ferðafræði er líklegust til árangurs. Um leið og við aukum svigrúm til samkeppni þarf að tryggja þá grunnþjónustu sem við viljum við- hafa í landinu. Breyting á rekstrar- umhverfinu má ekki verða til þess að rýra kosti hinna dreifðu byggða, né leiða til þess að einstakir hópar og landssvæði verði afskipt," sagði Einar. Einar Þorsteinsson, forstjóri ís- landspósts tók undir þá skoðun þingmannsins að vissulega hefði mikið breyst á sviði póstflutninga undanfarin misseri og samkeppni aukist á flestum sviðum. Islands- póstur nýtur nú einkaréttar á dreif- ingu bréfa upp að 250 gr., en Einar telur víst að sá einkaréttur verði aflagður eigi síðar en árið 2003. Vaxandi samkeppni Hvað varðar vöruþjónustu og auglýsingar sagði Einar íslands- póst standa frammi íyrir vaxandi samkeppni á breyttum markaði. „Það sem hefur gerst er að Hrað- flutnings-, flutninga- og póstfyrir- tækin hafa verið að færast nær hvert öðru í þjónustu auk þess sem samkeppnin á auglýsingamarkaðin- um hefur aukist til muna, ekki síst með komu dagblaða inn á þann markað sem kallast fjölpóstur." í ljósi harðnandi samkeppni sagði Einar mikilvægt að Islands- Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf. haldinn í gær Hyggjast flytja erlend fram- leiðslufyrirtæki til Islands Morgunblaðið/Keli FJÖLMENNI var á aðalfundi Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf. Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. 10 stærstu hluthafar, 18. febrúar 1999 Hlutfall 1 Sameinaði Iffeyrissjððurinn 171,6 milljónir kr. 14,41% 2 Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna 102,8 8,64% 3 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 90,3 7,59% 4 Lífeyrissjóður verslunarmanna 88,2 7,41% 5 Dagsbrún og Framsókn 70,7 5,94% 6 Rafiðnaðarsamband íslands 65,4 5,50% 7 Lífeyrissjóður Austuriands 60.1 5,05% 8 Lífeyrissjóðurinn Framsýn 58,9 4,95% 9 Alþýðusamband íslands 56,5 4,74% 10 Félag járniðnaðarmanna 43,8 3,67% 10 stærstu hluthafar samtals 808,5 67,90% Aðrir hluthafar 382,2 32,10% Hlutafé samtals 1.190,7 milliónir kr. 100.00% AFNÁM einkaréttar íslandspósts á póstflutningum er óumflýjanlegt á næstu árum. Breyting á rekstrar- umhverfinu má þó ekki verða til þess. að rýra kosti hinna dreifðu byggða, né leiða til þess að einstök landssvæði verði afskipt. Þetta kom m.a. fram í máli Einars K. Guð- finnssonar, formanns samgöngu- nefndar Alþingis á fundi Verslunar- ráðs Islands í gær. Einar sagði ljóst að póstþjónust- an væri þáttur í grunngerð hvers samfélags. Þó að í sjálfu sér megi kalla póstþjónustu flutningastarf- semi, þá lúti hún líka ströngum lög- málum einfaldlega vegna þess að allt frá öndverðu hefur hún lotið að því að veita öllum borgurum hvers lands tiltekna gi’unnþjónustu, án tillits til búsetu og á viðráðanlegu verði. Um þetta hafi ríkt prýðileg sátt víðast hvar og þar með talið hér á landi. Allar breytingar á þessu umhverfi séu því viðkvæmar og flóknar. Þær krefjist góðs undir- búnings og verði að hafa það í fór með sér að menn sjái fyrir endann á því sem gert er. „Sameiginlegar reglur um þróun póstþjónustu fyrir Evrópusambandið ganga einmitt út frá því að breytingar gerist hægt. Þau lög sem nú gilda um póstþjón- ustu hér á landi, taka mið af þeim veruleika sem evrópureglurnar bjuggu til og marka póstþjónust- unni tiltekið starfssvið. I fyrsta lagi greina lögin á milli einkarréttar- sviðs og samkeppnissviðs. í annan stað hefur með gildandi lögum ver- STARFSEMI ársins 1998 hjá Eign- arhaldsfélaginu Alþýðubankanum hf. einkenndist af auknum fjárfesting- um í félögum sem ekki eru skráð á markaði, af stækkun skuldabréfa- safns félagsins og uppbyggingu á innra starfi félagsins. Þetta kom meðal annai’s fram í ræðu Gylfa Arn- björnssonar, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Afþýðubank- ans, á aðalfundi félagsins í gær. í máli Gylfa kom einnig fram að rædd hefði verið í stjórn félagsins á síðasta ári endurskoðun á stefnu Eignarhaldsfélagsins gagnvart því hvar væri að finna tækifæri í fram- tíðinni. Þar kom fram að ætlunin væri að aðlaga fjárfestingarstefnu félagsins og bæta kynningu á félag- inu. Einnig bæri að stefna að því að efla þekkingu og reynslu innan fé- lagsins, sem myndi leiða til bættrar verkefnastöðu og áhættustýringar. A grundvelli þeirrar þekkingar mætti búa til sérhæfðar lausnir fyrir íjárfesta, til dæmis með stofnun lok- aðra fjárfestingarsjóða sem sér- hæfðu sig í áhættufjárfestingum. Eins taldi stjórnin mikilvægt að nýta þessa þekkingu með þeim hætti að selja þá stjórnunarþekkingu sem Eignarhaldsfélagið byggi yfir og verðleggja fjárfestingartækifæri sem félagið hefði búið til gagnvart ýmsum samstarfsaðilum. Vilja ná inn erlendri Ijárfestingu Gylfi Arnbjörnsson útskýi’ði á að- alfundinum hvernig Eignarhaldsfé- lagið hygðist reyna að ná arðbærri erlendri fjárfestingu til Islands. I þeim tilgangi hefði Eignarhaldsfé- lagið stofnað lokað fjárfestingarfé- lag sem nefnist Allied Efa hf., og á Eignarhaldsfélagið 40% í félaginu en bandaríska áhættufjárfestingar- fyrirtækið Allied Resources Corp. 60%, en Eignarhaldsfélagið væri reyndar hluthafí í Allied Resources Corp. „Við erum að fjárfesta í fyrirtækj- um erlendis til að fara í samstarf við erlenda aðila, og kaupa okkur í áhrifastöður í fyi’irtækjum erlendis til þess að stýra síðan staðsetningu á fyrirtækjum hingað, - en byggt á arðsemisforsendum. Við ætlum að hagnast á þessu, það er engin laun- ung á því. En markmið félagsins er h'ka það, að við viljum með þessum hætti efla arðsama atvinnustarf- semi,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson. Eignarhaldsfélagið hefur keypt í tveimur iyi’irtækjum í samræmi við þessa hugsun, í bæði skiptin í norsk- um fyrirtækjum sem þeir halda að geti verið mjög áhugaverð viðbót inn í íslenskt atvinnulíf. Annað fyrirtækjanna heitii’ Promeks asa og hefur einkaleyfi á nýrri aðferð til framleiðslu á kísil- dufti, en það nýtir rafmagn og jarð- gufu við framleiðsluna. „Við [Allied Efa innsk.] erum þarna komnir með ráðandi hlut, eða 50,8% af félaginu og erum með meirihluta stjórnar.“ Allied Efa er að gera arðsemisúttekt á því að staðsetja hér verksmiðju fyrir þetta fyrirtæki. Fyrh’tækið hafði átt í viðræðum við iðnaðarráðu- neytið á síðasta hausti með það í huga að kaupa Kísiliðjuna við Mý- vatn. „Það gæti skapað Kísiliðjunni nýja framtíð þar sem verksmiðjan myndi hætta að nota Mývatn sem hráefnisuppsprettu, en nota hins vegar verksmiðjuna og mannauðinn á Mývatni til þess að vinna úr inn- fluttu hráefni," sagði Gylfi. Hann sagði að viðræðum hefði verið slitið í desember, án þess að þeir hjá Allied Efa hefðu vitað ástæðuna. Gylfi sagði að framkvæmd af þessu tagi gæti verið mjög arðbær hér á landi, þar sem jarðgufa væri mikil. „Og reyndar kom það upp í gær [miðvikudag] og var samþykkt í ríkisstjórninni að hefja þær viðræð- ur aftur, sem fara eiga í gang í næstu viku um það að Allied Efa kaupi, ef menn ná samkomulagi, hlut ríkisins í Kísiliðjunni.“ í hinu fyrirtækinu sem Allied Efa hefur eignast hlut í með það í huga að setja upp framleiðslu hérlendis var fjárfest fyrir nokkrum vikum síðan. Heitir fyrirtækið SiNor A/S og framleiðir kísilmálm af þeirri gerð sem notaður er í tölvukubba. Eignarhlutur Allied Efa er þar 23%. Þeir staðsetningarkostir hérlendis sem þarf til framleiðslunnar eru raf- magn og kælivatn. Gylfi sagði að Eignarhaldsfélagið hefði einnig tekið þátt í útrás ís- lenskra fyrirtækja með þátttöku ásamt þremur íslenskum útgerðar- fyrh’tækjum í fyrirtækinu Uthafs- sjávarfang ehf., og hefði það fjár- fest í bandarísku sjávarútvegsfyrir- tæki sem héti Atlantic Coast Fis- heries Corp. í New Bedford. Hann sagði að slík samvinna byði upp á mikil tækifæri, enda hefði Eignar- haldsfélagið stjórnunarlega og fjár- málalega þekkingu, en útgerðarfyr- irtækin kæmu inn með þekkingu á vinnslu og veiðum á uppsjávarfisk- um. póstur héldi einkaréttinum enn um sinn meðan félagið væri að taka til í sínum rekstri og aðlagast markað- inum. Markmiðið væri að gera fyr- irtækið að arðvænlegri söluvöru. Óeðlilegt fyrirkomulag Árni Pétur Jónsson, forstjóri TVG Zimsen, gerði athugasemdir við þá þjónustu sem hann sagði Is- landspóst veita í samkeppni við einkafyrirtækin. Hann sagði Is- landspóst hafa í skjóli ríkisins byggt upp öflugt söfnunarkerfi og vörudreifingu á landsvísu sem þeir notuðu síðan fyrir þá þjónustu sem veitt er í samkeppni við einkaaðila. Hann vísaði í orð Einars Þorsteins- sonar um að félagið væri að taka tU í sínum rekstri og sagði í hæsta máta óeðlilegt að það viðgengist í skjóli einkaleyfis. Því þyrfti að stöðva strax samkeppni Islands- pósts við einkaaðila og í framhald- inu að afnema einkaleyfi félagsins. „Núverandi kerfi má líkja við það ef ÁTVR tæki upp á því að fara að selja í útsöluverslunum sínum osta með rauðvíni og konfekt með kon- íaki og er ég hræddur um að kaup- menn hefðu eitthvað við slíkt að at- huga.“ Árni sagði umræðuna í dag vera í þá átt að takmarka einkaleyfí Is- landspósts frá því sem nú þekkist, sem væri jákvætt, því afleiðingin yrði opnari markaður og aukin samkeppni. Hins vegar væri óvið- unandi aðstaða að þurfa að bíða í nokkur ár eftir úrbótum. Vísitölur byggingar- kostnaðar og launa VÍSITALA byggingarkostn- aðar eftir verðlagi um miðjan mai’smánuð 1999 er 235,4 stig (júní 1987=100) og hefur hækkað um 0,1% frá fyrra mánuði. Hún gildir fyrir apríl 1999. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (desem- ber 1982=100) er 753 stig. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,8% sem samsvarar 7,5% hækkun á ári. Síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 2,2%. Launavísitala Launavísitala miðað við meðallaun í febrúar 1999 er 180,9 stig og hækkar um 0,3% frá fyrra mánuði. Samsvar- andi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána er 3956 stig í apríl 1999. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningum frá Hagstofu Is- lands. Hugbúnaður vegna 2000-vanda FJÖLMENNT EHF/Bréfa- skólinn hefur gert samning um innflutning og sölu á hug- búnaði til lausnar á 2000- vandanum í einkatölvum frá Eurosoft-hugbúnaðai’fyrir- tækinu. Um er að ræða hug- búnað sem með nokkrum ein- földum skipunum endurreikn- ar öll kei’fi í tölvunni sem inni- halda dagsetningar, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Með því á að vera tryggt að öll kerfin í PC-tölvunni verði löguð að samhæfðri aldamótalausn og að ekki komi til vandræða hjá tölvu- eigandanum þegar árið 2000 gengur í garð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.