Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 VERIÐ MORGUNBLAÐIÐ Halldór Kolbeinsson GUNNAR Felixsson fundarstjóri, Eyjólfur Sveinsson sljórnarformaður, Haraldur Sturlaugsson framkvæmda- sljóri og Bergþór Guðmundsson fundarstjóri greiða atkvæði á aðalfundi Haraldar Böðvarssonar hf. í gær. Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformaður HB, á aðalfundi félagsins „Stjórnmálamenn ógni ekki stöðugleikau EYJÓLFUR Sveinsson, stjómar- formaður Haraldar Böðvarssonar hf., sagði á aðalfundi félagsins i gær að í komandi kosningum til Alþingis væri mikilvægt að stjórnmálamenn höguðu málflutningi sínum um sjáv- arútvegsmál og framtíð fiskveiði- stjómunar með ábyrgum hætti. Sagði Eyjólfur að auk hins farsæla fískveiðistjórnunarkerfis Islendinga væri óumdeilt að stöðugleiki í efna- hagsmálum og kerfisbreytingar á fjánnálamarkaði ættu sinn þátt í uppgangi sjávarútvegs á undan- fómum ámm. Sagðist Eyjólfur vona að stjórnmálamenn, sem á næstu vikum sæktust eftir hylli kjósenda, geri sér grein fyrir þessu og grípi ekki til loforða sem ógni þessum stöðugleika. „I ljósi þess hve gífurlega mikil- vægt það er fyrir íslenskan sjávar- útveg, og þar með íslensku þjóðina, að ekki verði kippt grundvellinum undan fiskiveiðistjómarkerfi okkar er vonandi að umræðan verði á skynsamlegri nótum en oft áður. Raunar era nokkur teikn á lofti um að svo sé. Það er einfaldlega ekki frambærilegt af aðilum sem vilja láta taka sig alvarlega, hvort sem er forystumenn hagsmunasamtaka eða sjómmálaafla, að nýta sér óánægju með útfærsluatriði hvað varðar skattheimtu af sjávarútvegi til þess að kynda undir ófriðarbáli sem er með algerlega óskýr markmið og setur í hættu fiskveiðistjórnunar- kerfið sjálft. En það er einmitt þetta fiskveiðistjómunarkerfi sem sannarlega hefur verið grundvöllur- inn að hagsæld þjóðarinnar á und- anförnum áram.“ Engin eftirmál vegna sölu á hlut í SH Þá vék Eyjólfur í ræðu sinni að sölu HB hf. á 7% eignarhlut í Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hf. fyrir skömmu. Sagði Eyjólfur að söluna hafí borið að á óþægilegum tíma. Ljóst væri að áherslumunur hafi verið á meðal manna úr hópi stjórn- ar og stjórnenda sem að málinu komu. Fullyrti Eyjólfur að hvergi í umræðum í kjölfar sölunnar hafi komið fram neinn vafí um hvað vakti fyrir HB með sölu hlutabréf- anna. „Það er óvefengt að þar höfðu menn hagsmuni félagsins að leiðar- ljósi. Um framgangsmátann hefur hins vegar nokkuð verið rætt og eins og í góðu hjónabandi hafa menn farið yfir þau mál sameigin- lega og metið hvað megi læra af reynslunni. Leyfi ég mér að full- yrða að engin eftirmál munu verða innan félagsins vegna þessara ákvarðana, hvorki í hópi stjórnar né í hópi leiðandi hluthafa,“ sagði Eyjólfur. Uppstokkun á skipaflota I ræðu Eyjólfs kom einnig fram að á árinu 1998 átti sér stað áfram- haldandi framþróun í starfsemi Haraldar Böðvarssonar hf. I fram- haldi af sameiningum undanfarinna ára var ráðist í uppstokkun á skipa: stól auk endurbóta á eldri skipum. í tengslum við þessar fjárfestingar og aðrar á sjó og landi hafa átt sér stað töluverðar eignasölur. Loks var áhersla lögð á áframhaldandi þróunarstarf svipað og gert hefur verið undanfarin ár. Á árinu var tekin ákvörðun um kaup á tveimur nýjum nótaskipum. Sagði Eyjólfur rekstur félagsins hafa skilað viðunandi árangri á ár- inu. Þó væri ljóst að með frekari hagræðingu og endumýjun í skipa- stól, áframhaldandi endumýjun á framleiðslueiningum og síðast en ekki síst frekari vöraþróun í fram- leiðsluvöram, gæti starfsemin skil- að betri árangri. Að þessum endur- bótum hafi verið unnið og verði unnið áfram. STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN af öllum sleðum árg. '98 og '99 Einstakt tækifæri — takmarkað magn /)) ' ■ Póíarís ehf. y ; Undirhlíð 2 • Akureyri /L/ Sími 462 2840 -Fax 462 5350 Furmliöfða 17 • Revkjavík Sími 587 5128 Kolmunna af Hatton-Rockall landað Morgunblaðið/Friðþjófur KOLMUNNA dælt í lestar Hákons ÞH á miðunum á Hatton Rockall svæðinu, vestur af Irlandi. Kolmunninn magur á þessum árstíma TVÖ íslensk skip lönduðu í gær kolmunna sem veiddist á Hatton- Rockall-svæðinu, um 60 mílur vest- ur af landhelgi Irlands. Hákon ÞH landaði um 1.000 tonnum af kolmunna hjá fiskimjölsverksmiðju SR-mjöls hf. í Helguvík og sagði Þórhallur Jónasson, gæðastjóri SR-mjöls, kolmunnann vera þokka- legasta hráefni. Hann sé reyndar mjög magur á þessum árstíma og gefí því af sér lítið lýsi. Líklega sé fítuinnihaldið aðeins um 1-2%. Mjölnýtingin sé hins vegar nokkru hærri en í loðnu. „Kolmunnamjöl er að mörgu leyti ágætis afurð að því tilskildu að hráefnið sé gott þegar það kemur til vinnslu. Mér sýnist Hákon ÞH koma með gott hráefni að landi, miðað við hve löng sigling var af miðunum,“ sagði Þór- hallur. Mikið af kolmunna á svæðinu Þá landaði Þorsteinn EA um 900 tonnum af kolmunna í Grindavík í gær. Að sögn Birkis Hreinssonar, stýrimanns, fékkst aflinn í 6 hölum á Hatton-Rockall-svæðinu, vestur af Irlandi. Hann sagði veiðamar hafa gengið áfallalaust, enda aflinn fengist á aðeins rúmum sólarhring. „Veðrið var reyndar ekkert alltof gott, 6-7 vindstig. Það er mjög mikið af kolmunna á þessum slóð- um. Þannig voru norsk skip að veiðum nokkuð sunnan við okkur að fá góðan afla. Einnig var góð veiði innan landhelgi Irlands. Að öllu jöfnu ætti kolmunninn að fara að ganga norðaustur á bóginn. Færeyingar hafa hins vegar sagt okkur að það sé óvanalegt að kolmunninn fáist jafn vestarlega og við vorum að veiða. Það er ansi löng sigling í land eða um 500 míl- ur. Við fengum á okkur leiðinda- veður á landleiðinni. En við kælum hráefnið með ískrapa og það ætti þvi að vera í lagi,“ sagði Birkir. Þá lönduðu Bjarni Ólafsson AK og Jón Kjartansson SU kolmunna í Færeyjum í gær sem einnig fékkst á Rockal-svæðinu. Þorsteinn EA hélt á kolmunnamiðin á ný í gær- kvöldi. áatf-yaft- .:v.- H' 1: . KJ l X' H Wm \ 'íív-S * I - n m • 1 1 : . Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson HAFÞÓR Sævarsson, Jón Pálmason og Ari Kjartansson, skipveijar á Þorsteini EA, vinna við löndun úr Þorsteini EA í Grindavík í gær. Aðalfundur IS í dag AÐALFUNDUR íslenskra sjávar- afurða hf. verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu á dag, föstudaginn 26. mars, og hefst fundurinn kl. 13.30. Að lokinni setningu fundarins mun Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, flytja ávai-p og gefst fundarmönnum kostur á að beina fyrirspurnum til ráðherrans að því loknu. Þá verður kynnt skýrsla stjórnar og lagðir fram reikningar félagsins og þeir bornh- upp til samþykktar. Einnig verður lögð fram tillaga um heimild félagsins til að eiga eigin hlutabréf. Auk þess eru á dagskrá fundarins tillaga um þóknun til stjórnar, kosningár og önnur mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.