Morgunblaðið - 26.03.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
Serbar vörðust með öðrum hætti
en hafði verið spáð
Eins og reiknað hafði verið með
varðist Júgóslavíuher af hörku,
þótt reyndar hefðu varnir hans
verið með talsvert öðrum hætti en
vesturveldin áttu von á. Sendu Ser-
bar sovéskar MiG-herþotur í loft-
bardaga við þotur NATO og sögðu
fulltrúar Bandaríkjahers að þessir
loftbardagar hefðu verið þeir hörð-
ustu síðan í Persaflóastríðinu árið
1991.
Staðfesti Wesley Clark að loft-
varnarsveitir Júgóslavíu á jörðu
niðri hefðu ekki beitt sér að neinu
marki gegn herþotunum, og Ser-
bar munu ekki hafa skotið flug-
skeytum, sem þeir hafa yfir að ráða
á jörðu niðri, í loftið, líklega vegna
hættunnar á því að þeir hæfðu eig-
in flugvélar í stað óvinavélanna.
Fulltrúar bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins sögðu fyrr um dag-
inn að flugmenn NATO væru sann-
færðir um að þeim hefði tekist að
granda þremur júgóslavneskum
MiG-herþotum. Tvær þeirra áttu
bandarískir flugmenn F-15-her-
þotna að hafa skotið niður, en eina
hæfði hollenskur flugmaður F-16-
vélar.
Útvarpsstöð í Belgrad hélt því
fram á miðvikudagskvöld að Ser-
bum hefði tekist að skjóta niður
eina NATO-herþotu en því neitaði
Henry Shelton hershöfðingi, yfir-
maður bandaríska herráðsins, og
sagði að allar flugvélar NATO hefðu
snúið heilu og höldnu til bækistöðva
sinna að loknum loftárásum.
William Cohen, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, greindi frá
því að lögð hefði verið mest áhersla
á að skaða loftvarnarkerfi Serba,
enda stendur herþotum NATO
mest ógn af þessu kerfi, er flug-
menn þeirra fljúga yfir landið. Loft-
vamir Serba ei-u sagðar mjög öflug-
ar, en þeir hafa m.a. yfir að ráða
fjölda sovéskra flugskeyta af gerð-
inni SA-2, SA-3 og SA-6, auk þess
sem þeir gætu beitt hundruðum
stórskotaliðsiylkja gegn herþotum
NATO og jafnvel flugskeytum sem
skotið væri af öxl á þotur í lítilli
hæð. í yfirlýsingu yfirstjómar
júgóslavneska hersins sagði hins
vegar að NATO hefði ekki náð því
markmiði sínu að skaða loftvamar-
kerfið.
Auk loftvarnarkerfis Serba var
einnig reynt að skaða þau hemaðar-
mannvirki sem Serbar hafa beitt
gegn Kosovo-Albönum. Gerði
NATO árásir á a.m.k. 40 skotmörk í
Júgóslavíu skv. upplýsingum Wes-
leys Clarks og þar af var fjöldi
brúa, sem mikilvægar era vegna
flutninga serbneska hersins milli
staða, sem og ýmsar bækistöðvar
hersins.
Ef marka má upplýsingar Jú-
góslavíuhers urðu fimm flugvellir,
fimm bækistöðvar júgóslavneska
hersins, samskipta- og yfirstjómar-
virki og vopnabúr Serba fyrir árás-
um NATO. I sömu yfiriýsingu sagði
hins vegar að „minniháttar" skaði
hefði orðið af árásunum og að góður
andi ríkti enn í herbúðum Jú-
góslavíuhers.
Árásum haldið áfram
Solana sagði í gær að fyrsta lota
árásanna hefði skv. bráðabirgðamati
tekist vel en ítrekaði að til að byrja
með yrði einungis ráðist gegn hem-
aðarlega mikilvægum skotmörkum.
Ef auka ætti umfang árásanna yrðu
leiðtogar NATO-ríkjanna að raeða
það sérstaklega sín á milli fyrst. Áð-
ur höfðu fulltrúar NATO neitað
staðhæfingum ígors Sergejevs,
vamarmálaráðherra Rússa, um að
NATO undirbyggi nú að senda land-
her til Júgóslavíu.
Ljóst er hins vegar að árásirnar
munu halda áfram á meðan Milos-
evic gefur ekki eftir og Clark sagði í
gær að árásirnar væru afar vel und-
irbúnar. „Við munum halda áfram
árásum og með skipulögðum hætti
beina sjónum okkar að hverju skot-
markinu á fætur öðra.“ Vesturveld-
in eru viðbúin hinu versta og banda-
ríska varnarmálaráðuneytið hefur
spáð því að Serbum gæti tekist að
skjóta niður a.m.k. tíu herþotur
NATO.
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 29
Upplýsingar um starfsemi á árinu 1998
Góð ávöxtun
T raust eignastaða
Helstu niðurstöður ársreiknings 1998
í miiljónum króna
•■MMnHnHHMMMHnnBMnBIMW
Q Rekstur
Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris
1998 1997
Iðgjöld 827,3 720,8
Lífeyrir (364,1) (332,5)
Fjárfestingatekjur 1.531,2 1.203,9
Fjárfestingagjöld (14,6) (11,1)
Rekstrarkostnaður. (24,4) (23,1)
Aðrar tekjur 10,7 13,4
Hækkun á hr. eign án matsbreytinga 1.966,1 1.571,4
Endurmat rekstrarfjármuna 0,2 0,4
Hækkun á hreinni eign á árinu 1.966,3 1.571,8
Hrein eign frá fyrra ári 12.830.0 11.258.2
Hrein eign til greiðslu lífeyris 14.796,3 12.830,0
Q Helstu kennitölur:
Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum................... 44,0%
Kostnaður sem hlutfall af iðgjöldum................... 1,6%
Kostnaður sem hlutfall af hreinni eign................ 0,1%
Kostnaður á hvern virkan sjóðfélaga...............2.104 kr.
Nafnávöxtun að frádregnum rekstrarkostnaði........ 11,5%
Raunávöxtun að frádregnum rekstrarkostnaði......... 10,1%
Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðastliðin 5 ár... 9,0%
Hækkun á hreinni eign................................ 15,3%
Hækkun lífeyrisskuldbindinga.......................... 7,8%
Fjöldi starfsmanna..................................... 4,5
Fjöldi virkra sjóðfélaga, ársmeðaltal................ 6.480
Fjöldi lífeyrisþega.................................. 2.093
Q Efnahagur
Efnahagsreikningur 31.12.1998
1998 1997
Fasteignir 0,0 7,1
Hlutabréf 5.286,3 3.193,4
Skuldabréf 8.658,5 9.238,0
Aðrar fjárfestingar 699.6 413.3
Fjárfestingar alls ... 14.644,4 12.851,8
Kröfur 82,2 47,6
Aðrar eignir 104,5 19,5
Skammtímaskuldir. (34,8) (88,9)
Hrein eign til greiðslu lífeyris .... 14.796,3 12.830.0
Q Tryggingafræðileg staða 31.12.1998
Bókfært verð eigna.................................... 14.796
Endurmat eigna - núvirði fjárm.gjalda.................. 1.013
Verðmæti framtíðariðgjalda....................... 11.549
Eignir til tryggingafræðilegs uppgjörs................ 27.358
Verðmæti áunninna lífeyrisréttinda í sjóðnum 13.657
Verðmæti framtiðarlífeyrisréttar...................... 12.022
Heildarskuldbindingar................................. 25.679
Eignir umfram lífeyrisskuldbindingar................... 1.679
Ávöxtun síðastliðinna 5 ára
16,0%
□ Raunávöxtun
9 Nafnávöxtun
1994 1995
Skipting eigna
Erlend hlutabréf
Skipting lífeyris
Barnalífeyrir 3%
í stjórn Lífeyrissjóðs Norðurlands 1998 voru:
Frá launþegum: Frá atvinnurekendum:
Guðmundur Ómar Guðmundsson, form.
Aðalsteinn Á. Baldursson
Valdimar Guðmannsson
Framkvæmdastjóri: Kári Arnór Kárason
Jón Hallur Pétursson
Björn Sigurðsson
Jón E. Friðriksson
Ársfundur Lífeyrissjóðs Norðurlands
verður haldinn að Skipagötu 14, Akureyri
mánudaginn 26. apríl 1999 kl. 1600.
Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum.
S^mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
Sími: 569 1111 * Bréfsími: 569 1110 * Netfang: augl@mbl.is