Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.03.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 31 ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU Reuters VUK Draskovic, aðstoðarforsætisráðherra Júgóslavíu, á blaðamanna- fundi í Belgrad í gær. Fréttamenn frá N ATO-ríkjunum reknir burt FJOLMIÐLAR Belgrad. Reuters. STJÓRNVÖLD í Serbíu skipuðu í gær öllum fréttamönnum NATO- ríkjanna að koma sér úr landi tafar- laust en í gærkvöldi var tilkynnt að þeim yrði leyft að starfa. Höfðu þá margir fréttamenn yfirgefíð Jú- góslavíu. Voru fréttamennirnir sak- aðir um að hafa „ýtt undir árásirn- ar“ með fréttaflutningi sínum. Að- stoðarforsætisráðherra Júgóslavíu sagði hins vegar, að það væri ekki vilji sambandsstjómarinnar að reka fréttamenn. I fyrradag lokuðu serbnesk stjómvöld stærstu óháðu útvarpsstöðinni í landinu og hand- tóku útvarpsstjórann. f yfirlýsingu serbneska upplýs- ingamálaráðuneytisins um brott- reksturinn sagði, að fréttamenn NATO-ríkjanna hefðu ýtt undir yf- irganginn gagnvart Júgóslavíu með fréttum sínum og flutt umheiminum rangar fréttir um ástandið í land- inu. Var þeim sagt að hverfa úr landi strax en það á aðeins við um Serbíu, ekki Svartfjallaland. Brottreksturinn kom flatt upp á Vuk Draskovic, aðstoðarforsætis- ráðhema Júgóslavíu, en skömmu áður hafði hann fullvissað erlendu fréttamennina um, að þeir væm vel- komnir og mættu vinna sitt verk óhindrað. Sagði hann, að Júgóslavar þyrftu á rödd þeirra að halda gagn- vart umheiminum. Sambandsstjórnin sniðgengin „Petta er ekki afstaða sambands- stjómarinnar,“ sagði Draskovie en ekki er ljóst hvort skoðanir hans mega sín nokkurs. Hann var áður leiðtogi stjómarandstöðunnar í landinu en þáði síðan embætti að- stoðarforsætisráðherra úr hendi Milosevic. í rauðabýtið í fyrradag lokuðu serbnesk stjómvöld útvarpsstöðinni B92 en hún er ein af fáum útvarps- stöðvum í Júgóslavíu, sem flutt hafa óritskoðaðar fréttir. Var því borið við, að sendirinn væri öflugri en leyfílegt væri og útvarpsstjórinn handtekinn. Fréttamönnum stöðv- arinnar tókst þó í fyrradag að halda áfram fréttaflutningi í gegnum Net- ið og talsmaður Evrópsku útvarps- og sjónvarpsstofnunarinnar sagði, að reynt yrði að flytja dagskrá B92 og annarra óháðra útvarpsstöðva í Júgóslavíu um gervihnött. Handtökur og hótanir Serbnesk heryfirvöld voru búin að loka fyrir sendingar erlendra fréttamanna frá landinu áður en þeir vom flestir reknir burt. í Belgrad vom tuttugu frétta- og tæknimenn handteknir í fyrradag, þar af sex Bandaríkjamenn, en látn- ir lausir eftir yfirheyrslur nokkmm klukkustundum síðar og í Pristina í Kosovo var haft í hótunum við fréttamann CNN-sjónvarpsstöðvar- innar bandarísku og samstarfsmenn hans. Vom dekkin á bílnum hans skorin og einn serbnesku foringj- anna sýndi honum tvær byssukúlur og sagði: „Þessar em handa þér.“ Margir múslimar hlynntir árásunum MÚSLIMARÍKIN Kaíró. Reuters. LOFTÁRÁSUM NATO á skotmörk í Júgóslavíu var fagnað í mörgum múslimaríkjum í gær, en Irakar, sem hafa sjálfir orðið fyrir árásum Bandaríkjamanna og Breta, for- dæmdu hemaðaríhlutunina. „Hvers vegna gerist það aftur og aftur að Bandaríkjastjóm beitir flugvélum og flugskeytum gegn Bagdad, Belgrad og fleiri stöðum í heiminum til að leysa pólitísk vandamál, í stað viðræðna og skiln- ings?“ sagði íraska dagblaðið al- Thawra. Irakar sögðust vita hvað Júgósla- var þyrftu að þola og létu í ljós þá von að ef loftárásimar bæm ekki árangur myndu Bandaríkjamenn hugsa sig tvisvar um áður en þeir beittu aftur hervaldi í írak. „Réttlætinu loksins fullnægt," I öðrum múslimaríkjum eru menn almennt þeirrar skoðunar að Serbar verðskuldi hemaðaraðgerðir NATO vegna kúgunar þeirra á múslimum í Kosovo. „Réttlætinu er nú loksins fullnægt af hálfu Vestur- landa, sem hafa alltaf gerst sek um tvískinnung í málefnum múslima," sagði 46 ára verkfræðingur í Marokkó. „Við fögnum þessum árásum á Serba, sem hafa myrt trú- bræður okkar í Kosovo og áður Bosníu. írak er allt annað mál. Við höfum alltaf verið andvíg árásum Vesturlanda á Irak og eram það enn.“ í Egyptalandi eru flestir hlynntir árásum NATO en nokkrir Egyptar hafa þó látið í ljós óánægju með að bandalagið skyldi ekki óska eftir samþykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Petta eru skilaboð til allra einræðisherra um að þeir kom- ist ekki upp með glæpi sína. Þetta sýnir að Bandaríkjamenn gera ekki aðeins sprengjuárásir á írak vegna þess að þeir eiga í deilum við Saddam Hussein," sagði skrifstofu- maður í Kaíró. B-2 notuð í fyrsta sinn í hernaði HATÆKNI f LOFTÁRÁSUM NATO á júgóslavnesk skotmörk í gær var bandaríska B-2 sprengju- þotan notuð í fyrsta sinn í hernaði. Þotan er eitthvert fullkomnasta vopn sem völ er á. Smíði þotunnar, sem er af- kvæmi kalda stríðsins og átti að leysa B-52 sprengjuvélina af hólmi, var lengi haldið leyndri og viss dulúð hefur hvílt yfir vélinni allt frá því hún var fyrst sýnd opinberlega árið 1988. Bandarísk hermálayfirvöld hafa lýst því yfír að frumraun B-2 þotunnar hafi gengið vel í alla staði, og svöruðu þar með efasemdarröddum sem hafa kallað smíði þotunnar tíma- eyðslu og sóun fjármuna. Hef- ur gagnrýnin einkum beinst að kostnaðinum en hvert eintak kostar yfir 140 milljarða ís- lenskra króna í framleiðslu. Vélin er búin þeim einstæðu eiginleikum að geta flogið án þess að ratsjár óvinarins nemi ferðir hennar. Eru vélarnar þaktar sérstakri dökkri máln- ingu sem „hrinda frá sér“ rat- sjárgeislum, þær eru samsettar úr sérstökum málmblöndum og útlit hannað á sérstakan hátt. DÝRASTA SP'RENGJUÞOTA VERAIDAR Bandaríska B-2 „Stealth" sprengjuþotan var í gær notuð í hernaði í fyrsta sinn er hún tók þátt í loftárásunum á skotmörk í Júgóslavíu. B-2 vélarflugu frá Whitman herstöðinni í Missouri í Bandarikjunum og vörpuðu gerfihnattastýrðum stýriflaugum sem vega tæpt eitt tonn. TÆKÍMBUNABUR B-2 Stýribúnaður Upplýsingar frá þrýstings- nemum berast til flókins stjórnkerfis vélarinnar Þrýstikraftur 7.850 kg hvor vél. Flugstórnarklefi Tveir flugmenn fljúga vélinni en pláss er fyrir þriðja áhafnarmeðlim. Fimm eru í áhöfn B-52 flugvélar. B-2 er fjölhæf sprengjuflugvél sem getur jafnt flutt venjulegar sprengjur og kjarnahleðslur. Hún getur flogið 9.600 km án áfyllingar. Sérstakur búnaður ------------------ Vélin svarar illa innrauðum geislum, hljóðsjám, rafsegul- og ratsjár- geislum og þess vegna eiga loftvarnakerfi erfitt með Heimildir: Jane's Information Group, U.S. Department of the Air Force. Margt af þeim tæknibúnaði og raun ber vitni, er þó enn á sem gerir vélina eins „torséða“ huldu. /eprfc W/K HEMHIl EVHÓF0 ÁIIH 2:0'©© Helsinki menningarborg Evrópu áríó 2000 ísamvinnuvið RÍKISÚTVARPIÐ Finrrski fprleiHgurinn Art gcDes Kapakka djass, teknó og kitlandi klassík um allan bae 26.- 26. mans 1 999 wmf , -, '“.'‘f .............i w Föstudagur 26. mars Solon Islandus Anna-Mari Káhárá Band kl. 22.00 Raakel Lignell & Kirmo Lintinen » m V, - GaukuráStöng Rinneradio kl. 24.00 Kaffi Thomsen DJ Bunuel kl. 23.00 Laugardagur 27. mars Iðnó kl. 16.00 Lenni-Kalle Taipale Trio Raakel Lignell & Kirmo Lintinen Gaukur á Stöng DJ Bun kl. 23.30 Finland FLUGLEIDIR Sunnudagur 28 mars Gaukur á Stöng Rinneradio kl. 21.30 Lenni-Kalle Taipale Trio Anna-Mari Kahara Band DJ Bunuel
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.