Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Mín ljóssælna vís“ MYIVPLIST Listhús Ófcigs MÁLVERK FRIDRÍKUR Opið á tíma skartverzlunarinnar. Til 27. mars. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ verður stöðugt meira áber- andi hvemig ungir hræra saman listgreinum á ýmsa vegu. Mála kannski útfrá inntaki Ijóða eða inn- tak eigin málverka verður þeim innblástur til prósaljóða, eða hvort tveggja fylgist að eins og tilfellið virðist vera hjá unga manninum með listamannsnafnið Friðríkur. Þá leitar alheimurinn, hið yfirskil- vitslega ásamt óendanleikanum, gjarnan á slíka, engar línur beinar, engar hugsanir rökréttar og ekk- ert ferli úthugsað, allt er háð núinu óræðum lögmálum og tilviljunum ásamt tilhneigingunni til að stokka upp hlutina í hráum gráma hvunn- dagsins. Þetta er eins konar leit að haldfestu í óstöðugum heimi, óformlegur leikur við efniviðinn handa á milli svo og lausbeisluð skynhrif. Friðríkur, sem teiknar með kol- um en málar með lituðu parafín- vaxi og olíulitum á hersíanstriga, segir þungamiðjuna í sköpunarferl- inu vera hin andlegu vísindi Martr- inusar. Hver sem þau fræði annars eru, greinast ýmis jarðtengdari áhrif þá hinu meinta andlega inn- taki firrðar og óendanleika sleppir, og þá helst frá Spánverjanum Joan Míró. En andstætt fýrirmyndinni eru vinnubrögðin stórum ósýni- legri og óræðari, hér skortir nefni- lega mjög á þjálfun, dýpri lifanir inn í lögmál forms, flatar, línu og lita, hvað þá innri lífæðar mynd- flatarins, en slíkt næst ekki nema með þrotlausri vinnu. Eðhsbornir en óþjálfaðir hæfi- leikar koma fi-am í myndum eins og „Kennileiti hins óræða (9) og „Sfinx, (10). Ef nokkrar leiðrétt- ingar mínar á texta og nöfnum í skrá eru réttar í þessu skrifi, er einsýnt að hin unga litspíra ætti að læra betur íslenzkt mál áður en hann yrkir og huga að grunnatrið- um myndlistar áður en hann mund- ar pentskúfinn. Bragi Asgeirsson Gítartónleik- ar í Hvera- gerðiskirkju TÓNLEIKARNIR á vegum Tón- listarfélags Hveragerðis og Ölf- uss verða haldnir í Hveragerðis- kirkju á morgun, laugardag kl. 17. Þar mun Kristinn H. Arnason gítarleikari flylja tónverk eftir Fernando Sor, Johann Sebastian Bach, Jón Ásgeirsson, Joaquin Turina og Isaac Albeniz. Kristinn lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins árið 1983. Eftir það stundaði hann framhaldsnám í London, New York og Alicante á Spáni. Kristinn hefur haldið tónleika hér heima og víða erlendis. Þijár geislaplötur hafa komið út með GÍTARLEIKARINN Kristinn H. Ámason. verkum Kristins og hlaut geisla- platan með verkum Sor og Ponce Islensku tónlistarverðlaunin sem klassísk plata ái-sins 1996. Aðgangseyrir 1.000 kr. en tón- Iistarskólanemar og eldri borg- arar greiða 500 kr., einnig fé- lagsmenn Tónlistarfélags Hvera- gerðis og Ölfuss. Rembrandt fær ekki fararleyfí London. Morgunblaðið. BREZKA stjórnin hefur sett út- flutningsbann á Rembrandt-mál- verk og gefið brezkum söfnum þriggja mánaða frest til þess að afla þeirra 9,3 milljóna punda, jafn- virði tólf hundruð milljóna ísl. króna, sem málverkið var selt á. Málverk Rembrandts af eldri manni var í eigu Camborne lá- varðar, en hollenzkir aðilar keyptu það af dánarbúi hans. Þetta er eitt þriggja portretta eft- ir Rembrandt, sem til eru í Bret- landi; hin tvö eru í eigu National Gallery. Takizt brezkum aðilum ekki að afla fjár til kaupanna inn- an þriggja mánaða, má fram- lengja útflutningsbannið um aðra þrjá. Ekki er að efa að National Gall- ery mun freista þess að eignast þriðja Rembrandt-portrettið, en meðan fjár er aflað til þeirra kaupa, fær safnið annað málverk upp í hendumar; portrett af Ces- are Allesandro Scaglia eftir Van Dyck. Það málverk segir The Gu- ardian að ríkið hafi tekið upp í erfðaskatt afkomenda Camrose lá- varðar. amot Þessum húsgagnalínum er ætlað að uppfylla hið fjölþætta hlutverk sem vönduð skólahúsgögn fyrir ungt fólk í örum vexti þurfa að gegna. í dag og á morgun, laugardag. er þér boðið á sýningu þar sem kynnt verða ný og eldri skólahúsgögn GKS. Á sýningunni verður einnig leitast við að veita gestum innsýn í skólaumhverfi framtíðarinnar með heildar- lausnum GKS í innra umhverfi skólans. _____________ H úsgagnagerö 200 Kópavogur Á uppvaxtarárum er mikilvægt að notuð séu húsgögn sem eru sérhönnuð fyrir fólk sem stækkar ört. Sá tími sem börn og unglingar eyða á skólabekk er sífellt að lengjast og því er rétt líkamsbeiting áríðandi. GKS hefur um langt skeið verið f fararbroddi í hönnun og framleiðslu skólahúsgagna og felst velgengnin einkum í góðri og skipulagðri samvinnu fagfólks. Samstarf iðnhönnuða, sjúkraþjálfa og þeirra sem starfa daglega f innra umhverfi skólans hefur skilað sér ( heildstæðum húsgagnalínum GKS fyrir ungt skólafólk. Fax 567 1 688
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.