Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 37 LISTIR Karl Jóhann sýnir í Spari- sjóði Garða- bæjar Á PÁLMASUNNUDAG kl. 14 opn- ar Karl Jóhann Jónsson myndlistar- sýningu í Sparisjóðnum, Garðatorgi 1, Garðabæ. Sýningu sína nefnir hann Bankastemmu og vísar það til portret-seríu af fólki sem gæti verið viðskiptavinir Sparisjóðsins að borga reikninga, segir í fréttatil- kynningu. Karl Jóhann Jónsson útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og hand- íðaskóla ísiands 1993 og hefur hald- ið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjöida samsýninga. Með myndlistinni starfar Karl Jóhann við garðyrkju hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma og stundar einnig söngnám við Nýja Tónlistarskólann. Sýningin verður opin alla daga á afgreiðslutíma Sparisjóðsins og stendur til 7. maí. Þjófar stela þjófum frá KVIkl\lYI\imi Bfóborgin „LOCK, STOCK & TWO SMOKING BARRELS" irk'k Leikstjdri og handritshöfundur Guy Ritchie. Kvikniyndatökustjdri Tim Maurice-Jones. Tdnskáld David A. Hughes, John Murphy. Aðalleikendur Jason Flemyng, Dexter Fletcher, Nick Moran, Jason Statham, Steven Macintosh, Vinnie Jones, Sting, Lenny McLaren, P.H. Moriarty. Bresk. Polygram 1998. BRESKU nýbylgjunni hefur verið haldið óspart á lofti í auglýsingum um þennan nýja gálgahúmorskrimma. Vissulega er Lock, Stock & Two Smoking Barrels bresk, en minnir að öðru leyti ekkert sérstaklega á þær, vissulega ólíku, ágætismyndir sem kenndar hafa verið við þá stefnu. Myndin er hinsvegar undir sterkum áhrifum frá Bandaríkjamönnunum Quentin Tarantino og hinum alamer- íska rithöfundi Elmore Leonard, sem stingur vart niður penna öðruvísi en að afraksturinn sé kvikmyndaður. Þá er myndin greinilega gerð af sjóuðum tónlistarmyndbanda- og sjónvarps- auglýsingaleikstjóra, en nýliðinn, leik- stjórinn og handritshöfundurinn Guy Ritchie, sprettur úr þeim jarðvegi. Ritchie hefur einnig séð gamlar og góðar breskar sakamála- og gaman- myndir. Þó andi Bandaríkjamann- anna svifi skýrast yfir vötnunum þá er myndin hans hanastél úr þessum hrá- efnum öilum. Snúinn söguþráðurinn er eitthvað á þá leið að nokkrir smákrimmar hafa önglað saman talsverðri fjárupphæð sem Tom (Jason Flemyng), sá fram- bærilegasti þeirra, á að ávaxta í pókerspili við ,Axar-“Hairy, klám- kóng og undirheimahöfðingja. Hann snýr á græningjann sem snýr til baka niðurbrotinn, í hálfrar milljón- ar punda spilaskuld, með axarkjagg- ið vofandi yfir fingrrum sínum og fé- laganna, í ódeigum höndum Barrys baptista, drápara glæpahöfðingjans. Smákrimmamir grípa til þess ör- þrifaráðs að fjármagna slysavarnir sínar með því að ræna aðra undir- málsmenn í glæpum. Nágranna, sem hafa stórrán í undirbúningi frá enn öðrum þjófum. Inní þessa endaleysu blandast svo tveir aulabárðar til við- bótar, sem ræna tveimur haglabyss- um fyrir Axar-Harry. Þá má ekki gleyma öðrum innheimtumanni Harrys, Stóra Krissa (Vinnie Jones), sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna í innheimtuaðferðum sem á ylhýra málinu eru kenndar við hand- rukkun. Allt fer úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis í fjármögnunarleiðum smá- þjófanna - sem eru ekki vel vaxnir til stórræða. Ritchie hlífir okkur bless- unarlegá við ofurofbeldi, leggur meiri áherslu á grínið, blandað óstöðvandi, upp-púrrandi tónlist, allt frá rokki til Theodorakis. Útkoman Yinnustofu- lokun ÁSGEIR Lárusson efnir til lok- unar vinnustofu sinnar og gallerís á Skólavörðustíg 8, á morgun, laugardag, frá kl. 14-18. Til stendur að rífa húsnæðið á vor- dögum. Á lokuninni verða til sýnis og sölu nýleg verk og einnig eldri og verður viðhaft frjálslegt verðlag, enda salurinn rýmdur, segir í fréttatilkynningu. Lokunin stendur frá kl. 14-18. er misgóð. Minnipokamannafyndnin virkar best, sá miklisannleikur sem Leonard, Hiaasen og fleiri góður menn hafa lifibrauð sitt af um þessar mundir, að menn eigi ekki að færast meira í fang en þeir ráða við. Síst bjálfar. Nokkrar persónur eru einnig skýrar og skemmtilegar. Fyrst og fi-emst Stóri Krissi, sem Vinnie Jones, gamii sóknarjaxlinn í Wimbledon, leikur með trúverðuugm tilþrifum. Harry er einnig vel borgið í höndum P.H. Moriarty og skelmirinn Barry baptisti, sem reyndar er spegilmynd Lawrence Tiemey-karaktcrsins í Reservoir Dogs, en Lenny McLean kemst upp með það. Vandamálið eru yngri leikaramir í smákrimmagengj- um þremur. Þeir em flestir sviplaus hjörð sem er íjandakomið ekki hægt að greina í sundur. Altént ekki þegar þeir era komnir í einn graut. L, S & TSB, hefur gengið vel í heimalandinu, naglasúpa sem þessi gengur vel í Bretlandi. Spuming hvort aðrir séu nógu vel með á nótunum, en skemmt- unin er fyrir hendi Sæbjörn Valdimarsson VINNUSTOFA Ásgeirs Lárs- sonar verður rýmd á laugardag. Samkór- inn Björk í tónleika- ferðalag SAMKÓRINN Björk úr Austur-Húnavatnssýslu held- ur tvenna tónleika á morgun, laugardag. Fyrri tónleikarnir verða í Safnaðarheimilinu á Akranesi kl. 14 en hinir síðari í Kópavogskirkju kl. 20. í Kópavogskirkju kemur Húnakórinn í Reykjavík til liðs við samkórinn. Húnakór- inn er blandaður kór stofnað- ur haustið 1993 og sam- anstendur af kórfólki hún- vetnskrar ættar og burtflutt- um Húnvetningum. Telur hann um 30 manns. Stjórn- andi kórsins er Kjartan Ólafsson og syngur hann einnig einsöng með kórnum. Undirleikari er Hólmfríður Sigurðardóttir. Þrjátíu félagar í kórnum Samkórinn Björk hefur starf- að í 15 ár. Félagar eru 30. St- arfsemin hefur verið blómleg og síðastliðið haust gaf hann út sinn fýrsta geisladisk, Bjarkartóna. Stjómandi og undirleikari kórsins er Tómas Higgerson, Varmahlíð. Einsöngvarar með kómum era allir úr röðum kórfélaga, Sigfús Pétursson, Álftagerði og hjónin Halldóra Á. Gestsdóttir og Steingrímur Ingvarsson, Litlu Giljá. Karlakórinn Hreimur syngur í Y íðistaðakirkju Húsavík. Morgunblaðið. KARLAKORINN Hreimur í Suð- ur-Þingeyjarsýslu heldur tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun, laugardag, kl. 20. Söng- kvartettinn Ut í vorið kemur fram á tónleikunum og syngur bæði sér og með kómum. Efnisskráin á tónleikum karla- kórsins Hreims er fjölbreytt og sungin verða bæði innlend og er- lend lög. Auk kórsöngs er sunginn einsöngur og era það þeir Ás- mundur Kristjánsson, Baldur Baldvinsson, Einar Hermannsson, Guðmundur Jónsson og Sigurður Þórarinsson sem það gera. Karlakórinn Hreimur hefur um langt árabil haldið uppi öflugu söngstarfi í Þingeyjarsýsiu og era félagar í kórnum búsettir víða í héraðinu. Það þýðir að þeir 50 söngmenn sem skipa kórinn aka margir hverjir langar vegalengdir á æfmgar og þrír Þingeyingar koma alia leið frá Akureyri. St- arfsvettvangur kórsins er í félags- heimilinu Ýdölum og er æft að jafnaði tvisvar í viku við venjuleg- ar aðstæður. Starfsár kórsins hófst um miðj- an október og á haustdögum vora haldnir fernir tónleikar, þ.e. á Breiðumýri, í Fellsborg á Skaga- strönd, Miðgarði í Skagafirði og Laugaborg í Eyjafirði. Á öllum þessum stöðum fékk kórinn mjög góðar undirtektir. Stjórnandi kórsins frá árinu 1988 er Robert Faulkner tónlistar- kennari við Hafralækjarskóla, en hann stundaði söngnám við Guild- hall School of Music and Drama og nam síðar kór- og hljómsveitar- stjórn við Royal Academy of Music. Juliet Faulkner kona hans er undirleikari hjá Hreimi, en hún stundaði nám í píanóleik við Royal Academy og vann um skeið sem undirleikari. Störf þeirra sem tónlistarkenn- arar við Hafralækjarskóla frá 1986 hafa vakið athygli og við skólann hefur verið ráðist í upp- færslu á söngleikjum og óperum að framkvæði Faulkner-hjón- anna. Á næstunni verður kórinn á faraldsfæti, en til stendur að fara í vikuferðalag til Þýskalands á sunnudag og verða þar haldnir tvennir tónleikar í Meiningen og Wiesenbach, en kórinn verður einnig á íslensku kvöldi í Wiesen- bach og ætlunin er að syngja í lúthersku kirkjunni í Bamberg. Undirbúningur fyrir þessa söng- ferð hefur staðið í langan tíma og að sögn Ásmundar Kristjánssonar á Stöng í Mývatnssveit sem situr í stjórn kórsins hafa heimamenn í Þýskalandi veitt ómetanlega hjálp við undirbúninginn. Kynni hafa komist á í gegnum ferðaþjónust- una á Stöng og þess skal geta að í Wiesenbach verður kynning á Húsavík og Þingeyjarsýslu áður en tónleikar Hreims hefjast. f§m bl.is _ALLTAF etTTHVAÐ NÝJT Nám, . ... . Enyrri old Ráðstefna um framtíðarskipulag náms á ffamhaldsskólastigi í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum verður haldin laugardaginn 27. mars 1999, kl. 13-17, á Hótel Lofdeiðum Td ráðstefnunnar er boðað til að kynna nýtt skipulag á námi í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum á Islandi. Einng munu fulltrúar frá nágrannalöndunum kynna nám í Svíþjóð og Danmörku. Dagskrá: • Mæting. • Ráðstefnan sett. Hjörtur Guðnason, framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar. • Ávarp, Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. • Thorbjörn Öhrnell, Grafiska Fackföreningen, Svíþjóð. • Anders Mosumgaard, Grafisk Arbejdsgiverforening, Danmörk. • Kaffihlé • Baldur Gíslason, Starfsgreinaráð upplýsinga- og fjölmiðlagreina. • Ráðstefnuslit. Ráðstefnan er ætluð ljósmyndurum, tölvumönnum, prentsmiðum, prenturum, bókbindurum, blaðamönnum og öllum þeim sem vinna við upplýsingaiðnaðinn. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Hlutverk Starfsgreinaráðs upplýsinga- og fjölmiðlagreina Samkvæmt lögum nr. 80/96 er hlutverk starfsgreinaráðs meðal annars: Starfsgreinaráð skilgreinir þarfir starfsgreina fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna. Starfsgreinaráð skal hafa frumkvæði að tillögugerð um breytta skipan náms í þeim starfsgreinum er undir ráðið heyra. Starfsgreinaráð gerir tillögur um uppbyggingu starfsnáms og námskrá í sérgreinum viðkomandi starfsnáms, svo og um tilhögun námsmats. Prenttæknistofnun Hallveigarstig 1 • Sími 562 0720 • Netfang pts@pts.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.