Morgunblaðið - 26.03.1999, Page 39
,Ta, TCTtsTTr^rrfy^r onn^ *>r nimí nT^onrT Ö<?
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 39
LISTIR
Leikhópurinn Leyndir draumar
Frumsýna Herbergi 213
LEIKFÉLAGIÐ Leyndir
draumar er nú að æfa leikritið
„Herbergi 213“ eða „Pétur
mandólín“ eftir Jökul Jakobs-
son. Leikstjóri er Sigurþór B.
Heimisson, Sex leikarar fara
með hlutverk í sýningunni og
frumsýnt verður á morgun,
laugardaginn 27. mars, í Mögu-
leikhúsinu við Hlenim og eru
áætlaðar tíu sýningar.
Jökull Jakobsson skrifaði alls
tuttugu og fjögur leikrit fyrir
svið, útvarp og sjónvarp. „Vin-
sældir Jökuls sem leikrita-
skálds mótast efalaust af því að
persónur hans eru teknar beint
úr samtímanum. Fólk finnur til
skyldleika við þær,“ segir í
fréttatilkynningu frá leikhópn-
um. Leikritið „Herbergi 213“
eða „Pétur Mandólín“ var
frumsýnt á litla sviði Þjóðleik-
hússins 29. desember 1974.
Leikfélagið „Leyndir draum-
ar“ var stofnað haustið 1995.
Að stofnun þess stóð hópur
áhugafólks um leiklist sem sótt
hafði námskeið í Kramhúsinu
undir sama nafni hjá Hlín Agn-
arsdóttur allt frá árinu 1992.
Nokkrir félagar hafa verið eða
eru nú erlendis í leiklistarnámi.
Fyrri sýningar hópsins eru
leikverkið „Magdalena" sem
sýnt var á Galdraloftinu og
byggðist það á Frúnni frá haf-
inu eftir Ibsen og „Mitt bælda
líf“ sem Hlín Agnarsdóttir
skrifaði í náinni samvinnu við
leikhópinn og sýnt var í Mögu-
leikhúsinu við Hlemm. í febrú-
ar 1997 setti leikfélagið á svið
Glæp og glæp, annan af tveim-
ur gamanleikjum sem August
Strindberg skrifaði. Vorið 1998
settu Leyndir draumar upp
verkið „Á bleiku skýi“ eftir
breskan höfundinn Caryll
Churchill. Að auki hefur hópur-
inn unnið bæði með örleikrit,
spunaverkefni og einþáttunga
með ýmsum leikstjórum ásamt
því að mennta sig í framsögn,
raddbeitingu og göldrum ítal-
skrar gamanleikjahefðar.
„Við erum metnaðarfullur
leikhópur sem velur ekki verk
eftir því hvort vonin um aðsókn
sé góð, heldur veljum við það
sem okkur finnst þess virði að
eyða dýrmætum frítíma okkar í
þar sem við erum öll í fullri
vinnu. Auðvitað vonum við
samt í hvert sinn að verkið veki
áhuga leikhúsgesta eins og það
hefur vakið áhuga okkar,“ seg-
ir Júlía Hanna, formaður Leik-
félagsins Leyndir draumar.
Morgunblaðið/Golli
Leikhópurinn Leyndir draumar frumsýnir Herbergi 213 eftir Jökul
Jakobsson á laugardagskvöld.
Skólatón-
leikar í
Egilsstaða-
kirkju
FYRSTU vortónleikar Tón-
listarskóla Austur-Héraðs
verða í Egilsstaðakirkju á
morgun, laugardag, kl. 16.
Þar leika ungir hljóðfæraleik-
arar einleik og í hljómsveit-
um. Flutt verða m.a. lög eftir
nemendur skólans sem samin
hafa verið í vetur.
Flokkur þverflautuleikara
fer til Reykjavíkur 17. apríl
og taka þátt í Degi þverflaut-
unnar. Einn af kennurum
skólans, Charles Ross, hefur
samið verk til flutnings fyrir
hópinn af þessu tilefni.
Aðrir hljómleikar á þessu
vori verða í Egilsstaðakirkju
miðvikudagskvöldið 21. apríl.
Þar koma fram eldri nemend-
ur og lengra komnir.
Gugga sýnir
í Galleríi
Horninu
GUÐBJÖRG Hákonardóttir,
Gugga, opnar einkasýning-
una Grænar grundir í Galler-
íi Horninu, Hafnarstræti 15,
á morgun, laugardag, kl. 16.
Guðbjörg stundaði mynd-
listarnám við Myndlistaskól-
ann á Akureyri, Myndlista-
skólann í Reykjavík, MHÍ og
Listaakademíuna í Helsinki
á árunum ‘85-’95. Hún hefur
tekið þátt í nokkrum sam-
sýningum.
Sýningin er opin frá kl. 11
til 24, en sérinngangur kl.
14-18. Hún verður opin alla
daga nema föstudaginn langa
og páskadag, og stendur til
14. apríl.
Ing’var
Þorvaldsson
sýnir í Café
Mflanó
NU stendur yfir sýning á 10
olíumálverkum eftir Ingvar
Þorvaldsson í Café Mílanó.
Ingvar hefur haldið einka-
sýningar í Reykjavaík, Akur-
eyri og Húsavík og tekið þátt í
samsýningum.
Sýningin stendur til 1.
maí.
Morgunblaðið/Sigríður
STJÓRNANDI hljómsveitarinnar, Ingvar Jónasson, fiðluleikari, á
æfingu með kórnum í Borgarneskirkju.
A
SA sækir Borg-
firðinga heim
Reykholt. Morgunblaðið.
EKKI verður annað séð en að kóra-
starf sé í miklum blóma í Borgar-
firði. Nú hafa þrír kirkjukórar
slegið saman í einn og æfa þeir af
fullum krafti verk sem flutt verða
með Sinfoníuhljómsveit áhuga-
manna í Reykholtskirkju nk. laug-
ardag kl. 16. Kórarnir syngja alla-
jafna hver í sinni kirkju, þ.e. í
Borgarnesi, Reykholti og á Hvann-
eyri, en hafa áður í sameiningu
flutt stærri verk. Þó svo að vega-
lengdir standi ekki verulega í
mönnum nú til dags hefur æfíngum
verið skipt niður á staðina til
hægðarauka, enda metnaðarfull
dagskrá sem samstilla þarf.
Hljómsveitin, sem skipuð er um
30 hljóðfæraleikurum, hefur heim-
sótt ýmsa staði á landinu og leitast
við að eiga samstarf við heimakór á
hverjum stað fyrir sig. Er nú komið
að Borgfirðingum að þiggja heim-
sókn hljómsveitarinnar og hefur
efnisskráin að geyma verk eftir
Bach, Hándel, Mascagni og Mozart.
Dagný Sigurðardóttir mun
syngja einsöng á tónleikunum, en
hún hefur verið mikill liðsstyrkur
fyrir kórastarf í Borgarfírði. Meðal
efnis sem flutt verður er lokakafli
úr Matteusarpassíu eftir J.S. Bach
og 1. kafli úr konsert eftir Mozart
fyrir klarinett og hljómsveit.
Allt gengur út á eitt
KVIKMYMPIR
Háskólubíó
YOUR FRIENDS AND
NEIGHBORSfHt
Leikstjórn og handrit: Neil Labute.
Aðalhlutverk: Amy Brenneman, Aar-
in Eckhart, Catherine Keener,
Natassja Kinski, Jason Patric og Ben
Stiller. Polygram Filmed Entertain-
ment 1998.
LEIKSTJÓRINN Neil Labute
átti aðra mynd á kvikmyndadög-
unum Hal og Sprund, en sú hét
„In the Company of Men“. Hún
fjallaði um samskipti kynjanna
eins og þessi mynd, hafði eina
samvisku- og siðlausa karlper-
sónu og gekk í hreinskilni sinni út
á að reyna að ganga fram af
áhorfendum.
Tvö vinapör eiga hvort um sig
við erfiðleika að stríða í ástarlíf-
inu. Þau eru hvert um sig mjög
ólíkar persónur og taka á vanda-
Úrval fermingargjafa
málunum með misjöfnum hætti,
og á það eftir að hafa afdrifaríkar
afleiðingar fyrir alla.
Mér finnst þessi mynd
skemmtilegri en sú fyrri. I stað
þess að ganga út frá einni hug-
mynd, byggir handritið á ríkum
persónulýsingum sem eru mun
meira gefandi, þótt handritið
hefði mátt vera viðburðaríkara.
Leikararnir eru allir hinir íín-
ustu, og það er gaman að sjá Aar-
on Eckhart aftur, en hann er
mjög ólíkur sér frá fyrri mynd-
inni.
Þetta er skemmtilega heiðarleg
og oft mjög fyndin mynd um hin
eilífu vandræði í samskiptum
karla og kvenna, en of auðveld til
að vera eftirminnileg.
Hildur Loftsdóttir
WHITE
SWANi____________J
Dreifing: Engey ehf. Hverfisgata 103
s: 552 8877 fax: 552 0060
Tónleikar Skóla-
hljómsveitar
Kópavogs
SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs
heldur sína árlegu vortónieika í
Salnum í Kópavogi á morgun,
laugardag, kl. 15. Fram koma um
120 ungir hljóðfæraleikarar í
þi-emur hljómsveitum.
Á efnisskránni eru lög úr söng-
leikjum og óperum, íslensk og er-
lend dægurlög, þjóðlög og marsar.
Einnig verða flutt nokkur lög sem
notuð verða í tónleikaferð elstu
sveitar hljómsveitarinnar til Eng-
lands í maímánuði. Þar mun
hljómsveitin taka þátt í tveimur
tónlistarhátíðum með viðamikla
dagskrá, sem felst í að tvinna sam-
an tónlist, ljósmyndir og talað mál.
Stjórnandi hljómsveitarinnar er
Össur Geirsson.
Aðgöngumiðar verða seldir við
innganginn frá kl. 13.
DAGSKRÁ
1. Starfsáætlun: Jóhann J. Ólafsson
2. Rekstraráætlun og félagsgjöld:
Guðmundur G. Kristinsson
3. Kosning skoðunarmanns / endurskoðanda
4. Erindi vinnuhóps um svæðaskipulag Reykjavikur:
Stefán Hermannsson, borgarverkfræðingur
5. Opin umræða.
Framhaldsstofxifundur Samtaka
um betri byggð á höfuðborgar-
svæðinu verður í Norræna
Húsinu_ laugardaginn
27. febrúar kl. 11:00
Sðmtök um betn bysgð
Fundarstjóri: Ágústína Ingvarsdóttir
2000-2100