Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 43

Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 43 Frumvarp um breytingar á kjördæma- skipan landsins samþykkt Andstaðan við frumvarpið þvert á alla flokka Kjördæmin verða fæst sex en flest sjö bili Morgunblaðið/Kristínn stín Astgeirsdóttir, Þorsteinn Pálsson, ídsson. hann og bendir á að samanlagður fund- artími á Alþingi Islendinga sé mun lengri en í þingum í nálægum löndum. Góður vinnustaður EgOl Jónsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks, tók fyrst sæti á Alþingi fyrir tuttugu árum eða síðla árs 1979. Þá skipaði hann annað sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjör- dæmi og segir hann að það hafi verið í íyrsta sinn sem tveir sjálfstæðismenn komust á þing í því kjördæmi. „Síðan þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið með tvo þingmenn úr kjördæminu, fyr- ir utan tímabilið 1991 til 1995,“ segir hann. Þegar hann er spurður að því hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur þegar þingmennskunni lýkur í vor segir hann: „Sauðburðurinn á Selja- völlum á að byrja sama dag og ég læt af þingmennsku þannig að kannski stend ég mig betur í sauðburði núna en ég hef gert síðustu árin,“ en hann lætur af þingmennsku 8. maí nk. „Það verður náttúrulega mjög þægilegt að fylgjast með vorstörfunum á þeim bæ. Þar er mikið að gera í maímánuði og fram í júní, en svo verður nú annað að ráðast upp úr því,“ bætir hann við. Stefán Guðmundsson hefur eins og Egill setið á þingi í tuttugu ár og kom fyrst á þing árið 1979, sem þingmaður Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra. Aðspurður kveðst Stefán ekki sjá eftir þeirri ákvörðun að láta af þingmennsku. „Eg hef alla tíð átt heima fyrir norðan og fjölskyldan ver- ið þar og ég sætti mig jnjög vel við að láta af þingmennsku. Eg var kosinn í sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitar- félagi í Skagafirði í síðustu sveitar- stjórnarkosningum og ætla mér að vinna þar,“ segir hann, en bætir því við að auðvitað sjái hann að mörgu leyti eftir þinginu. „Það er gaman að vinna á þingi og þetta er góður vinnu- staður. Maður hefur auk þess eignast þar marga góða vini úr öllum flokkum í þessi ár,“ segir hann og tekur fram að starfsfólk þingsins sé afburðagott og þakkar því samstarfið. ALÞINGI samþykkti í gær frum- varp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá Lýðveldis- ins Islands, en það kveður á um breytingu á núverandi kjördæma- skipan landsins. Felst m.a. í frum- varpinu að kjördæmi í landinu verði fæst sex en flest sjö. Fjörutíu og sjö þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en sjö greiddu atkvæði á móti. I þeim hópi voru þingmenn úr öll- um þingflokkum Alþingis og allir nema einn eru landsbyggðarþing- menn. Atta þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna en sex þingmenn voru fjarverandi. Þar sem um breytingu á stjórnarskránni er að ræða þarf nýtt þing að staðfesta frumvarpið til að það taki gildi. Þeir þingmenn sem greiddu at- kvæði gegn frumvarpinu eru: Egill Jónsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks á Austurlandi, Einar K. Guð- finnsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks á Vestfjörðum, Guðjón Guð- mundsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks á Vesturlandi, Hjörleifur Guttormsson, þingmaður óháðra á Austurlandi, Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknarflokks á Vestfjörðum, Ragnar Arnalds, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra, og Ögmundur Jónasson, þingmaður óháðra úr Reykjavík. Skref í átt að einu kjördæmi Nokkrir þingmen gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sagði Hjörleif- ur Guttormsson, þingflokki óháðra, m.a. að með þeirri stjórnarskrár- breytingu sem verið væri að lög- leiða og breyttri kjördæmaskipan sem fylgdi í kjölfarið væri verið að stíga afleitt og afdrifaríkt skerf. „Búin verða til þrjú risastór lands- byggðarkjördæmi, þvert á hefð- bundin samvinnuform fólks og byggðarlaga. Norðurland verður skorið í tvennt, Austurland svipt stöðu sem það hefur haft frá þjóð- veldisöld og höfuðborgin bútuð sundur í tvö kjördæmi.“ Sagði hann að nær hefði verið að koma á fjórð- ungaskipan með lýðræðislegu valdi, heimavaldi, og gera síðan landið að einu kjördæmi til Alþingis. Ögmundur Jónasson, þingflokki óháðra, tók undir að landið ætti að gera að einu kjördæmi samhliða því að pólitískt og efnahagslegt vald yrði fært til einstakra landshluta með fylkjafyrirkomulagi. „Hér er hins vegar að fæðast óskapnaður sem ég mótmæli með því að greiða atkvæði gegn stjórnarskrárbreyt- ingunni." Einar K. Guðfínnsson, Sjálfstæðisflokki, sagði við at- kvæðagreiðsluna að verið væri að ljúka lagasetningu sem hann óttað- ist að myndi ekki leiða til velfarnað- ar en Sigríður Jóhannesdóttir, þing- flokki Samfylkingarinnar, kvaðst greiða atkvæði með frumvarpinu. Hún bætti þó við: „Það er að mínu mati forsenda fyrir að sameina Suð- urnes og Suðurlandskjördæmi að suðurstrandarvegur verði lagður áður en kjördæmabreyting á sér stað.“ Egill Jónsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að afgreiðsla frumvarpsins væri fráleit og hlyti að leiða til þess að landið yrði gert að einu kjör- dæmi. „Þetta er aðeins áfangi í þá átt og það er vissulega gjörningur sem mér hugnast ekki. Þess vegna greiði ég atkvæði á móti þessu frumvarpi eins og það liggur fyrir.“ Kristinn H. Gunnarsson, Fram- sóknarflokki, sagði eftirfarandi við atkvæðagreiðsluna: „Þetta frum- varp hefur ákaflega skýran tilgang, að fækka þingsætum um þriðjung í þremur fámennustu kjördæmum landsins: Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra og fjölga þingsætum að sama skapi á höfuð- borgarsvæðinu. Ahrif íbúa þessara kjördæma munu minnka að sama skapi og þess mun sjá stað í fjár- veitingum og lagasetningu á kom- andi árum. Sérstaklega þar sem vaxandi tilhneigingar gætir hjá þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu að líta á sig sem fulltrúa staðbund- inna sérhagsmunahópa." Siv Friðleifsdóttir, samflokks- maður Kristins, sagði hins vegar að með samþykkt frumvarpsins væri verið að taka skref í rétta átt. „Hér er um nýja kjördæmaskipan að ræða og meiri jöfnun á atkvæðis- rétti. Ungt fólk hefur talað fyrir þessu máli í langan tíma,“ sagði hún meðal annars. Morgunblaðið/Kristinn u með blónivöndinn sem hann fékk frá samþingmönnum sínum. löggjafarstarf Alþingis hefði einnig batnað og fullyrti að meðferð þing- mála væri nú vandaðri en áður. „Mér þykir því slæmt þegar menn falla stundum í þá gryfju að lýsa Alþingi sem afgreiðslustofnun. Það er rangt og þeir sem svo tala gera ekki annað en að skaða ímynd Alþingis." Ólafur lætur af þingmennsku Eins og kunnugt er lætur Ólafur G. Einarsson af þingmennsku og not- aði hann tækifærið í gær til að þakka samþingmönnum sfnum góða viðkynningu og samstarf á umliðn- um árum. „Hér er gott að starfa, hér er góður andi í þessari virðulegu stofnun og hér verða vinatengsl þvert á öll flokksbönd," sagði hann og kvaðst ennfremur láta af þing- mennsku sáttur við alla og ætti góð- ar minningar um störf sín á þingi. „Eg verð þó um leið að játa að ég hverf héðan með vissum trega. Eg mun sakna Alþingis. Ég hef notið þeirra 28 ára sem ég hef setið á Al- þingi, jafnt sem óbreyttur þingmað- ur, þingflokksformaður og ráðherra og nú sfðast sem forseti Alþingis. Ég hef ekki síst haft mikla ánægju af starfí þingforseta og hef leitast við að gegna því virðulega starfi eins vel og ég hef best getað.“ Að lokum óskaði hann alþingismönnum góðrar heimferðar og heimkomu og árnaði þeim allra heilla. Rannveig Guðmundsdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, þakkaði forseta Alþingis sömuleiðis fyrir gott samstarf og færði honum blómvönd frá þingmönnunuin. Fjöldi fyrirlestra á Heilbrigðisþingi Háöldruðum tí ölgar mest Fjöldi fyrirlestra var fluttur á Heilbrigðisþingi ____1999 sem fram fór í Salnum í Kópa-_ vogi í gær. Heilbrigðisþing er haldið á fjögurra ára fresti. MEÐAL fyrirlesara var Magnús Pét- ursson, forstjóri fjölmennasta vinnu- staðar landsins, hins sameiginlega fyrirtækis Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. I tölu sinni vakti Magnús m.a. at- hygli á því að skoða yrði vandlega það ferli sem hefði færst mjög í vöxt í seinni tíð, að eftirlit með og gerð kjarasamninga hefði verið að færast inn á vinnustaðina og það yrði, eins og að undanfomu, „viðvarandi verkefni samningsaðila“ eins og hann komst að orði. Magnús sagðist ekki geta um það sagt hvort þetta iyrirkomulag myndi færa opinbera starfsmenn nær vinnuafli í einkageiranum í launum. Pálmi V. Jónsson, lyf- og öldrunar- læknir, fjallaði um „góða heilsu á efri árum“. Hann sagði að meðalævilíkur hefðu farið vaxandi alla öldina og væru nú við fæðingu 80,4 ár fyrir kon- ur og 77 ár fyrir karla. Síðastliðin fimm ár næmi það eins árs aukningu hjá konum en fimm ára aukningu hjá körlum. Öldruðum fjölgaði samkvæmt þessu, háöldruðum mest, en á sama tíma hefði heilsufar og fæmi aldraðra batnað. Pálmi vitnaði einnig í banda- ríska skýrslu frá 1994 þar sem 39% eldri en 65 ára og 31% eldri en 85 ára töldu sig hafa góða eða ágæta heilsu. Davíð A. Gunnarsson ráðuneytis- stjóri sagði að drögin að heilbrigðisá- ætlun lofuðu góðu nú þegar haldið væri inn í nýja öld. Þau færðu alla hluti nær hver öðrum og auðvelduðu Ld. alla fjárlagagcrð svo eitthvað væri nefnt. Hann gat þess og að þokkalegt samkomulag hefði verið um drögin og það væri mikilsvert þar sem þau voru unnin út frá þverfaglegum grunni. Sagði Davíð að það styrkti drögin nú þegar fleiri kæmu að umræðunni. Vilborg Ingólfsdóttir yfirhjúkrun- arfræðingur ræddi stefnu Alþjóða- heilbrigðismálastofriunarinnar um heilbrigði á 21. öldinni og Evrópuá- ætlun WHO, Heilsa 21, sem hún sagði íslensku heilbrigðisáætlunina að veru- legu leyti byggjast á. „Nú horfir Al- þjóðaheilbrigðismálastofrmnin til nýrrar aldar og í ljósi þess hafa áherslur og markmið verið endur- skoðuð. Síðasta alþjóðaþing sam- þykkti ramma að stefnumörkun fyrir 21. öldina og sett hafa verið tíu mark- mið sem ná til alls heimsins,“ sagði Vilborg m.a. Ólafur Hergill Oddsson, héraðs- læknir Norðurlands, kallaði erindi sitt „Aðgengi, jöfnuður og þörf fyrir þjón- ustu“. Haim sagði m.a. að rannsóknir í löndum Vestur-Evrópu sýndu mikinn ójöfiiuð í heilbrigði milli þjóðfélags- stétta, sjúkdómar væru algengari og dánartíðni hærri í lægri stéttum og Norðurlöndin, að íslandi meðtöldu, væru þar engin undantekning. Sagði hann að stefnt væri að því að árið 2020 hefði munurinn á heilbrigðisástandi ríkja á starfssvæði Evrópuskrifstofu WHO verið minnkaður um þriðjung. Þórður Helgason verkfræðingur flutti tölu sem bar heitið „Heilbrigðis- tækni, stuðningur við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í nútíð og framtíð" og fjallaði m.a. um nauðsyn þróunar í upplýsingatækni innan veggja heil- brigðisstofnana þar sem „sjúkrahúsin og heilbrigðisþjónustan yfirleitt væru að verulegu leyti upplýsingavinnslu- stöðvar", eins og hann komst að orði. Börn, heilbigði, þjóðfélag Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir ræddi um Evrópumark- mið 1-3 sem fjalla sérstaklega um böm. Inntakið var, eins og Matthías komst að orði, að fátt væri jafnræki- lega staðfest með rannsóknum og það, að heilbrigði fullorðinna væri tengt fé- lagslegri stöðu þeirra. Því verri sem staða hópsins væri, því verra heil- brigðisástand. Síðan gi-eindi hann frá niðurstöðum norrænnar rannsóknar sem sýndi þjóðfélagsmun á heilsufari bama á aldrinum 2 til 17 ára Guðrún Högnadóttir rekstrarráð- gjafi flutti tölu um gæðastjómun og framþróun og kom víða við. Hún sagði m.a. að marka yrði skýra heildar- stefriu fyrir íslenska heilbrigðisþjón- ustu og að rekstrarumhverfi íslenskra heilbrigðisstofnana yrði að hvetja til umbóta- og framfarastarfs. Þá stakk hún upp á skilvirkum og samhæfðum árangursmælingum og skýrari verka- skiptingu milli einstakra deilda og stoftiana. Urelt eftir fimm ár Margrét Oddsdóttir skurðlæknir talaði m.a. um þá fullyrðingu sem haldið er á loft að „helmingur með- ferðarmöguleika og úrræða sem við' notum við lækningar í dag verði úr- eltur eftir fimm ár“. Sagði hún það athugunarvert að á sama tíma og mannekla væri í heilbrigðisgeiranum á íslandi færu námsmöguleikar inn- an veggja heilbrigðisstofnana minnkandi og nám í geiranum væri mjög langt. Einnig má nefna erindi þeirra Bald- urs Johnsen, forstöðumanns upplýs- ingasviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur, um tækniframfarir, Guðmundar Þor- geirssonar um spumingamar fjórar: Til hvers eigum við að stunda rann-' sóknir í heilbrigðisvísindum á íslandi? Hvað er gert? Hvert stefrrfr? Hvað vantar?, Onnu Bjargar Aradóttur um „þverfaglegar aðgerðir“ við heilsuefl- ingu, Ragnheiðar Haraldsdóttur um samhæfingu forvama og Þorgerðar Ragnarsdóttur um þverfaglegar að- gerðir við áfengis-, fíknieftia- og tó- baksvamir. Sigríður Snæbjömsdóttir hjúkmn- arforstjóri ræddi um þjónustu sjúkra- húsa og fór yfir hefðbundið skipulag og hlutverk sjúkrahúsa og þá miklu þróun á þjónustu sem orðið hefur á stuttum tíma. Hún gerði hlutverk stjómenda að umræðuefirf og gerði greinarmun á leiðtogum og stjómend- um. I lokin setti hún fram nokkrar hug- myndir um framtíðarspítala þar sem gjörgæslusjúklingum, sjúklingum með smitsjúkdóma, sjúklingum í end- urhæfingu og öldruðum sjúklingum myndi fjölga en svokölluðum milli- veikum sjúklingum yrði sinnt á göngudeildum eða utan sjúkrahúsa í heimahjúkrun og á stofum úti í bæ. „Þessi þróun kallar á hæira hlutfall vel menntaðra starfsmanna," sagði hún. „Gerðar verða auknar kröfur til mælanlegs árangurs á þjónustu, kostnaður verður greindur niður á sjúklinga og kostnaðarvitund starfs- fólks og almennings mun aukast“ Draga verður úr miðstýringu Stefán Þórarinsson, héraðslæknir Austurlands, fjallaði um heilsugæslu og heilbrigðisþjónustu á landsbyggð- inni og sagði brýnt að fjölga nemum í læknisfræði og taka upp kennslu læknanema á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. Hann sagði og nauð- synlegt að draga úr miðstýringu frá Reykjavík og minnti á það óöryggi sem landsbyggðin byggi við þegar kæmi að sjúkraflugi og neyðarhjálp. Sagði hann að öryggisins vegna væri vel búin sjúkraflugvél best staðsett á Akureyri til að sinna landsbyggðinni. „Það verður að efla sjúkraflug," sagði hann. „Það á enginn það kerfi og það er ekki skipulagt eins og allt annað í heilbrigðisþjónustunni.“ Lúðvík Ólafsson, héraðslæknir í Reykjavík, ræddi heilsugæslu- og sér- greinaþjónustu í þéttbýli en benti auk þess á að leiðrétta þyrfti úrskurð kjaradóms um laun heilsugæslu- lækna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.