Morgunblaðið - 26.03.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 55
ræktinni. Búið á Hamrafelli var
rekið með mjólkurframleiðslu og
eggjasölu. Par ríkti árvekni og
snyrtimennska og búfé skilaði góð-
um afurðum.
Byggðin í Mosfellssveit tók að
þéttast um og upp úr 1970 og nýbýl-
in leysti sveitarfélagið til sín eftir
þörfum og góðu samkomulagi við
fólkið sem þar bjó. Annað kom til
þegar frá leið, að fjölskylda gat ekki
séð sér sæmilega farborða á svo
knöppu landi sem hvert býli hafði
sér til afnota. Býlin lögðust af hvert
af öðru og ábúendur stunduðu aðra
atvinnu, en lengst af var búið á
Hamrafelli. Það varð síðasta nýbýl-
ið þar sem ábúendur lifðu á land-
búnaðarframleiðslu. Hjónin brugðu
búi endanlega 1992 og fluttu að
Hlaðhömrum í Mosfellssveit. Þá var
Ólafur farinn að heilsu.
Ólafur ólst upp í Miðfirðinum
ásamt sjö systkinum. Hann fæddist
í Huppahlíð og æskustöðvarnar
voiu heiðarbýlin í Austurárdal
norðan Tvídægru. Þar bjó fólk við
sauðfjárrækt sem lagðist svo niður
smám saman er kom fram um miðja
öldina. Á yngri árum stundaði Ólaf-
ur vinnu hjá ýmsum bændum og
var t.d. eftirsóttur fjármaður á vetr-
um en heyskaparmaður á sumrum
hjá foreldrum sínum og á fleirí bæj-
um.
Ólafur kvæntist Jónu Sveinbjam-
ardóttur frá Bjargarstöðum í Mið-
firði 1937. Hann var fyrst og fremst
bóndi og vildi leggja búmennsku
fyrir sig sem ævistarf. Það tókst og
hann taldi það lán í lífinu að geta
búið á Hamrafelli meðan þrekið
entist og notið samvista við sitt fólk
og komið börnum til manndóms og
mennta.
Ólafur var hægur maður og yfir-
lætislaus en þéttur fyrir ef því var
að skipta. Það sem hann tók að sér
að gera leysti hann vel af hendi.
Þess vegna gaf hann ekki um of
kost á sér til mikilla starfa í félags-
málum. Hann sótti þó alla fundi vel
sem hann taldi skipta máli fólk sitt
eða stétt. Kátur, hlýr og notalegur
reyndist hann í félagsskap, tillögu-
góður og framsýnn. Með Ólafi
hverfur af vettvangi minnisstæður
persónuleiki sem markað hefur sín
spor í vöxt og viðgang samfélagsins.
Hjónaband hans og Jónu konu hans
var farsælt og traust og heimilis-
bragur eftir því. Heilsa Ólafs fór
versnandi seinni árin, og annaðist
Jóna hann af kostgæfni undir hið
síðasta.
Við samferðamenn Ólafs kveðjum
nú með söknuði þennan heiðurs-
mann og þökkum samstarfið. Ást-
vinum hans vottum við samúð, en
hann gengur nú á vit almættisins
laus úr viðjum erfiðs heilsuleysis.
Jón M. Guðmundsson.
„Hvort vildir þú heldur búa í
sveit eða í borg?“ spurði ég son
minn sjö ára er við höfðum búið
nokkra hríð í Mosfellssveit, sem
ennþá var sveit, árið 1969. Það stóð
ekki á svari: „í sveit,“ sagði sá
stutti. „Og hvers vegna?“ spyr ég.
„Það er svo miklu betra fólk í sveit-
inni,“ svaraði barnið sem hafði þá
kynnst bændunum, nágrönnum
okkar. Ekki var nema steinsnar að
næsta bæ, Hamrafelli, þar sem
Ólafur bóndi bjó og kona hans, hún
Jóna. Fljótt varð ég vör við að til
Jónu og Ólafs var ég ávallt velkom-
in og mikið var gott að setjast í
borðstofukrókinn á Hamrafelli,
þiggja góðgjörðir og rabba við hús-
ráðendur. Húsfreyjan höfðingleg
með reisn og húsbóndinn viðræðu-
góður, oft góðlátlega kíminn og
þetta hógværa látleysi sem ein-
kenndi hann.
En þau voru ekki aðeins greind
og skemmtileg, Ólafur og Jóna. Þau
létu sig nágrannana varða. Við á
næsta bæ komum þeim við og þau
sýndu okkur umhyggju, nágrönnun-
um, borgarbörnunum. Við vorum í
sveit og alltaf var Ólafur boðinn og
búinn að gera okkur greiða og lið-
sinna í því sem í hans valdi stóð.
Á Hamrafelli var staðið vel að öll-
um hlutum. Ekki voru þau rik af fé
hjónin en höfðingsbragur var þar
mikill og fannst húsbændum sælt að
gefa. Ósjaldan var sent á næsta bæ
kjöt, slátur, egg eða aðrar afurðir
hússins og eggin hans Ólafs voru
einhvem veginn bragðbetri en önn-
ur egg, því Ólafur var góður við
hænumar sínar og gaf þeim gott
fóður. Hann hugsaði vel um veröld-
ina sína, allt á Hamrafelli. Það hef-
ur sjálfsagt verið betra að vera kind
þar en víða annars staðar. Hans
kindur fóru ekki á fjall á sumrin
heldur var beitt á Hamrafellslandið
og þær vom svo sælar og heima-
kærar og vel uppaldar, kindumar
hans Ólafs, að þeim datt aldrei í hug
að stelast yfir í blómkál nágrannans
eða nýrækt i trjám og túlípönum.
í einkalífinu var Olafur farsæll.
Þau Jóna kynntust á barnsaldri,
ólust upp á nágrannabæjum í Mið-
firði, sveit sem nú er komin í eyði.
Reistu saman nýbýli á Hamrafelli
en bjuggu á Hlaðhömrum síðustu
árin. Og ekki er hún Jóna síðri
mannkostamanneskja og mikið
hugsaði hún vel um Ólaf í hans
heilsuleysi síðustu árin. Dæturnar
Guðný og Sigríður Bima bera það
líka með sér að vera komnar af
kjarnafólki og aldar upp á góðu
heimili og kunna að vanda sig við
lífið eins og foreldramir. Ekki hefur
heldur verið einskisvert að vera afa-
barn á Hamrafelli.
Nú er hann Ólafur fallinn frá.
Fallegu lífi er lokið og þreyttur
maður hefur fengið hvíld og ég
þakka Ólafi íyrir kynnin og samver-
una. Eg held að flestir hafi farið
betri menn af hans fundi. Aðstand-
endum votta ég samúð og-Jónu bið
ég allrar blessunar.
Steinunn Marteinsdóttir.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Þetta fallega ljóð segir svo margt
og á svo vel við á skilnaðarstundu
þegar ástvinir sem skipað hafa stór-
an sess í lífi manns eru kvaddir. Og
i hjartanu myndast tómarúm, tóma-
rúm sem fyllist af minningum um
liðna daga, vikur mánuði og ár, af
minningum um kynni við góðan
dreng, um góðar stundir sem hafa
verið gefandi. Þær minningar verða
geymdar en ekki gleymdar.
Elsku Jóna mín, dætur og fjöl-
skylda öll. Innilegar samúðarkveðjur
til ykkar allra. Skarðið í ykkar yndis-
legu fjölskyldu verður ekki fyllt.
Megi ijós lífs og kærleika lýsa
ástkærum eiginmanni, elskulegum
fóður, tengdafóður og afa á nýjum
vettvangi.
Við áttum hér saman svo indæla stund,
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund.
Það geislar af minningu þinni.
(Fr.St frá Grímsstöðum)
Júlíana Grímsdóttir.
t
Mágkona mín og föðursystir okkar,
ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 24. mars.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu 31. mars
kl. 15.00.
Sigrún Gísladóttir,
Valgerður Hjartardóttir, Ásgeir Hannes Eiríksson,
Sigurður Hjartarson, Þórunn Óskarsdóttir,
Kristín Hjartardóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON
bifvélavirki,
Dalbraut 21,
Reykjavík,
áður Laugateigi 9,
er lést á sjúkradeild Hrafnistu að kveldi laugar-
dagsins 20. mars, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju, mánudaginn 29.
mars, kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeir sem vildu minnast hans,
vinsamlegast láti Styrktarfélag vangefinna njóta þess.
Þórdís Guðmundsdóttir,
Guðmundur Þórir Guðmundsson, Sigríður Ágústsdóttir,
Einar S. Guðmundsson,
Ágúst Már Guðmundsson,
Þórdís Guðmundsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GEIRMUNDUR JÓNSSON
fyrrverandi bankastjóri,
Hólmagrund 24,
Sauðárkróki,
sem andaðist á Sjúkrahúsi Skagfirðinga föstu-
daginn 12. mars, verður jarðsunginn frá Sauð-
árkrókskirkju iaugardaginn 27. mars kl. 14.00.
Guðríður Guðjónsdóttir,
Erna Geirmundsdóttir, Einar Jóhannsson,
Vilhjálmur Geirmundsson,
Sveinn Geirmundsson, Anna Pálsdóttir,
Jón Geirmundsson, Anna Björk Arnardóttir,
Ingvi Geirmundsson, Halla Tulinius,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir,
MÁLFRÍÐUR SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Vesturvangi 24,
Hafnarfirði,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans mið-
vikudaginn 24. mars.
Birgir Örn Gestsson,
Kristjana Ósk Birgisdóttir, Eyrún Ösp Birgisdóttir,
Sigurður Freyr Birgisson, Magnea Dís Birgisdóttir,
Magnea Gunnarsdóttir, Sigurður Garðar Gunnarsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GISSUR JÓNSSON,
frá Valadal,
lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga miðvikudaginn
24. mars.
Fyrir hönd aðstandenda,
Valdís Gissurardóttir,
Jón Gissurarson,
Friðrik Gissurarson,
Kristján Gissurarson,
Stefán Gissurarson,
tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn.
t
JÓHANN SALBERG GUÐMUNDSSON
hæstaréttarlögmaður,
fyrrum sýslumaður og bæjarfógeti,
sem andaðist á Landspítalanum föstudaginn
19. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju mánudaginn 29. mars kl. 13.30.
Sesselía Helga Jónsdóttir
og aðstandendur.
t
Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
HELGI GUÐMUNDUR INGÓLFSSON
sjómaður
frá Suðurvöllum,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánu-
daginn 29. mars kl. 13.30.
Soffía Guðmundsdóttir,
Guðmundur Helgi Helgason, Vordís Baldursdóttir,
Sigurður Helgi Helgason, Rakel Haraldsdóttir,
Harpa Helgadóttir, Bogi Kristinsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN L. FRANKLÍNSSON,
Seftjörn 5,
Selfossi,
sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands þriöju-
daginn 16. mars, verður jarðsunginn frá Sel-
fosskirkju laugardaginn 27. mars, kl. 14.00.
Sveinborg Jónsdóttir,
Helga Jónsdóttir, Gunnar B. Guðmundsson,
Andrea Jónsdóttir,
Ásrún Jónsdóttir, Ólafur Ragnarsson,
Axel Þ. Lárusson, Róslín Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Lokað verður eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar KRISTMUNDAR
SÖRLASONAR.
Zinkstöðin hf.