Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 7---------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Aðg’erðir í ljósi nýrrar byggðastefnu Kjördæmabreyting stendur nú fyrir dyrum til þess að jafna vægi at- kvæða. Þingmönnum mun fjölga á höfuðborg- arsvæðinu en fækka úti á landi. Hingað til hefur það ekki verið hægt nema með því að fjölga þingmönnum. Nú er sú leið ekki farin. Alþingi hefur sam- ^T>ykkt ályktun um byggðamál á nýjum for- sendum. I anda hennar og í samræmi við tillög- ur kjördæmanefndar- innar skipaði forsætis- Halldór ráðherra byggðanefnd Blöndal 15. október sl. með full- trúum þingflokkanna eins og þeir voru þá. Formaður var Einar K. Guð- finnsson. Með honum voru Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæðisflokki, Magn- ús Stefánsson, Framsóknai-flokki, og Steingrímur J. Sigfússon, frá þing- flokki óháðra. Frá Samfylkingunni voru Svavar Gestsson, Kristján L. Möller og Jóna Valgerður Kristjáns- dótth-, en á þeim tíma skiptist hún upp í þijá þingflokka á Alþingi. Stjórnarand- staðan var m.ö.o. í meirihluta í nefndinni. Nefndin skilaði til- lögum sínum í byrjun mars og eru þær í 11 liðum. Hún lagði áherslu á að tillögurnar miðuðust við aðgerðir sem gætu tekið gildi tafarlaust. I samræmi við það var lagt til að jafna húshitunarkostn- að, framlög til jöfnunar námskostnaðar skyldu aukin og fólki á lands- byggðinni auðveldaður aðgangur að sérfræði- læknisþjónustu. Tillög- urnar gripu inn á fjölgun starfa á landsbyggðinni og lagt var til að fara út í aðgerðir vegna sveitarfélaga þar sem fólksfækkun hefur orðið mikil. Nefndin lagði til að flýta vega- framkvæmdum þar sem íbúaþróun er alvarleg og vegagerð er líkleg til þess að hafa áhrif á byggðaþróun. Atakið skyldi standa í fjögur ár og nema 500 millj. kr. á ári hverju. Eg Samgöngur Það er sorglegt að svo skuli komið, segir Halldór Blöndal, að stöku þingmenn líta það öfundaraugum ef ráðist er í framkvæmd- ir í öðru kjördæmi en þeirra sjálfra. hef orðið var við að reynt er að gera þetta tortryggilegt. Það er sorglegt að svo skuli komið að stöku þing- menn líta það öfundaraugum ef ráð- ist er í framkvæmdir í öðru kjör- dæmi en þeirra sjálfra. A dögunum lýsti ég yfir vilja mínum til þess að ráðist yrði í Sundabraut í Reykjavík svo fljótt sem kostur er. Verkið gæti hafist 2002 eða 2003. Fyrsti áfangi gæti kostað fjóra milljarða króna og heildarkostnaðnr orðið 9-12 millj- arðar króna. Þá er miðað við að 2. áfangi upp í Geldinganes yrði á árun- um 2004-2006 og 3. áfangi upp á Alfsnes og inn í Kollafjörð á árunum 2008-2010. Þetta er bjartsýn áætlun og gæti dregist. En maður verður að setja sér skynsamleg markmið og skipta leiðinni þangað niður í senni- lega áfanga. Vegagerðin fyrir vestan, norðan og austan er af öðrum toga. Það stafar af því að sums staðar eru veg- ir milli byggðarlaga og inn á hring- veginn lokaðir svo mánuðum skiptir eða þungatakmarkanir gera vöru- flutninga nánast ómögulega. Að ég ekki nefni það að mörg ár munu líða áður en lokið er uppbyggingu hring- vegarins. Það er í ljósi þessa sem sá sáttmáli var undirskrifaður af full- trúum allra þingflokka að komið skyldi til móts við byggðarlög þar sem íbúarnir búa við óþolandi ástand í samgöngumálum. Það kemur ekki á óvart að það skuli einkum vera þing- menn úr Þjóðvaka og Guðmundur Arni Stefánsson sem ekki kannast við sáttmálsörkina. I síðustu viku vorum við Guðmundur Árni og Ágúst Einarsson ásamt fleiri þing- mönnum kjördæmisins að fagna því með Grindvíkingum að unnt skyldi að ljúka dýpkun innsiglingarinnar á þessu ári. Hvorki var gert. ráð fyrir því í fjárlögum né hafnaáætlun að svo hratt skyldi farið en öll skynsem- isrök mæltu með því að flýta fram- kvæmdunum. Segja má að byggðatillögurnar hafi með vissum hætti verið prófraun fyrir Samfylkinguna. Fulltrúar hennar tóku þátt í ábyrgðarmiklu starfi sem varðai- hagsmuni þeirra sem búa í héruðum og byggðum þar sem samgöngur eru erfiðar og fjar- lægðir miklar. Fullt samkomulag allra þingflokka var um einstök efn- isatriði tillagnanna og nauðsyn þess að þeim yrði þegai- í stað hrundið í framkvæmd. Nú bregðui’ svo við að einstakir þingmenn Samfylkingar- innar vilja ekki standa við tillögurn- ar. Samfylkingin hefur fallið á próf- inu. Og það mun koma á daginn að innan hennar finnst engin rödd með þann styrkleika að á hana verði hlustað af flokksbrotunum öllum sem hana mynda. Höfundur er samg’önguráðfterra. Stórsvig í Skollahvilft - PASKA mB0ÐSDAGAR Húfur, hanskar luffur -20% arnakulda gallar Skíðahjálmar skfðagleraugu -15% Brettapakki -25% SKÍÐAPAKKAR -20% Brettafatnaður -20-40% SKIÐAGALLAR 3.900 til 7.900 Gönguskíða TILBOÐ 0Z0N úlpur og buxur -30% frá 14.668 Skíðaskór -15-30% ALURAIRWALK G0TUSK0RA 1.900 ^ toppurímv v útwtit n i SKEIFUNNI 6 • Sími 533 4450 Snjóflóðavamimar vom staðsettar hjá Veður- stofunni af því að þar em beztu upplýsingam- ar að finna varðandi komandi óveður og snjó- komu. Þeim var ætlað að vera yfirstjóm vam- anna, en glötuðu strax stjórnun á verkefninu þegar þeir tóku að sér að setja Flateyringum úrslitakosti um að ann- aðhvort samþykktu þeir tillögur VST/NGI um rangt stáðsetta vamar- garða þar eða ekkert yrði gert í vömum fyrir byggðina. Síðan hafa starfsmenn Snjóflóða- varna og VST verið uppteknir af að verja þessi mistök, sem hafa stórspilit öllu umhverfi Flateyrar til eilífðar. Morgunblaðið birti 18. mars sam- eiginlega greinargerð þeirra og VST um spjóflóðið sem féll úr Skollahvilft 21. febrúar og em þeir þar enn að reyna að breiða yfir mistökin við gerð vamanna. Þessi ritsmíð minnir á um- sögn Njálssögu, að þvi verr gefast heimskra manna ráð, sem þeir koma fleiri saman. Lýsing þeirra á stórsvigi snjóflóð- anna í Skollahvilftinni er óþarfur óvitaskapur, því að allir vita að snjó- flóð á hreyfingu falla eins og vatn og leita ávallt að lægsta punkti, sem þama er í lækjarfarveginum í miðri skálinni. Til beggja hana em tveir há- ir hjallar, sem engin snjóflóð geta far- ið yfir, og falla þau því út út skálinni í fullum bönd- um fram um Skollagróf- ina, sem lækurinn úr sjálfri Hvilftinni hefir grafið niður í aldanna rás. (Sjá mynd #3, bls. 4, #8 og #9. bls. 7. og sér- staklega # 5, bls. 11, og #17, bls. 13, en hér er vitnað til umsagnar minnar eftir vett- vangskönnun 23. sept- ember 1998 að loknum framkvæmdum við gerð vamanna, sem send hef- ir verið öllum ábyrgum aðilum vamanna, þar með talið Snjóflóðavöm- um, VST og NGI.) Lýsing þeirra á rennsli snjóflóða neðan Skollagrófarinnar, sem þeh- kjósa að nefna gilkjaftinn, er vísvit- andi röng og ber þeim að leiðrétta þau orð sín. Þá segja þeir að rennsiið „kunni að einhverju leyti að skýrast af landmótun í tengslum við efnis- töku í garðana, en henni var hagað þannig að snjóflóð stefndu síður til vesturs á vamargarðana.“ Þetta er hrein folsun á staðreyndum. Það var toppurinn eða ávalinn á Hryggnum, sem klauf snjóflóðin í tvo megin- strauma, en efsti hluti Hryggsins er enn óhreyfður og heldur áfi-am að kljúfa snjóflóðin þarna strax fyrir neðan Litla-Klett (sjá myndir #15, bls. 11, og #16, bls. 12). Eg hafði lagt til (í vettvangsumsögn minni 17. júní 1996) að gerð yrði snjóflóðabraut Snjjóflóðavarnir Lýsing þeirra á stór- svigi snjóflóðanna í Skollahvilftinni, segir —n---------*------------ Onundur Asgeirsson, er óþarfur óvitaskapur. neðan Skollagrófarinnar með því að ýta toppnum af Hryggnum til beggja hiiða og halda þannig snjóflóðunum í fullum böndum allt til sjávar. Á þetta hefir ekki verið hlustað, en stað- reyndirnar tala nú skýrt sínu máli. Það er óverjandi að beita slíkum blekkingum í opinberri skýrslu og í fjölmiðlum. Ekki er mjög kostnaðarsamt að gera snjóflóðabraut neðan Skolla- grófarinnar og ná fram stýringu á snjóflóðunum, og er ekkert áhorfsmál að láta vinna það verk. Hafa verður þó í huga, að enn er bein óvarin lína úr Skollahvilft og á bátahöfnina, því að snjóflóðið 21. febrúar sýndi að hún og e.t.v. fleira er í hættu. Neðsti hluti eystri varnargarðsins er ófullnægj- andi vörn, þvi að hann er ekki rétt staðsettur. Hvorki VST, NGI né Snjóflóðavamir geta fengi hrós eða þakklæti fyrir frammistöðuna frá mér. Þetta er dapurleg staða, en við hverju er að búast? Ilöfundur er fyrrverandi forstjóri. Önundur Ásgeirsson I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.