Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 59
_________________UMRÆÐAN
Vefjagigt og þjálfun
Hulda Helga
Jeppesen Aspelund
VIÐ undirritaðar
höfum stjómað vefja-
gigtarieikfimi hjá
Gigtarfélagi Islands í
nokkur ár og höfum
mikinn áhuga á með-
ferð sjúkdómsins.
Okkur langar að miðla
af reynslu okkar og
þekkingu í stuttu máli
í þeirri von að ein-
hverjir geti haft gagn
af.
Orðið vefjagigt er
þýðing á orðinu
fibromyalgia, sem
þýðir verkur í vöðvum
og bandvef. Þessi
sjúkdómur er ekki nýr
af nálinni og líkiegt er að oft hafi
verið talað um vöðvabólgu í staðinn.
Konur em í meirihluta þeirra sem
fá vefjagigt, eða u.þ.b. 85%.
Þreyta og verkir era aðalum-
kvörtunarefni þeirra sem fá vefja-
gigt og líðan þeirra er oft mjög
slæm þrátt fyrir að lítið sjáist út-
vortis. Niðurstöður nýlegrar
bandarískrar rannsóknar era, að
þeir þátttakendur, sem vora með
vefjagigt töldu h'fsgæði sín slakari
en þeir sem vora með liðagigt eða
slitgigt. I rannsókninni vora spurn-
ingalistar lagðir fyrir þátttakend-
ur, þar sem spurt var um ýmis at-
riði, sem fólk í Bandaríkjunum tel-
ur almennt mikilvæg til að því líði
vel.
Sjúkdómsgreining
Saga um útbreidda verki í a.m.k.
þrjá mánuði.
Verkir í báðum hliðum líkamans.
Verkir bæði fyrir ofan og neðan
mitti.
11 af 18 gigtpunktum era
hvellaumir við þreifíngu. (Sjá
mynd nr.l).
Algeng einkenni veQagigtar
Einkenni % sjúkl.
Verkir í vöðvum 100
Þreyta 96
Svefntruflanir 86
Liðverkir 72
Höfuðverkur 60
Pirringur í fótum (restl. leg) 56
Dofi/náladofi 52
Minnkað minni 46
Einbeitingarskortur 41
Taugaóstyrkur 32
Alvarlegt þunglyndi 20
Orsakir
Lítið er vitað um orsakir vefja-
gigtar. Byrjun einkenna tengist
þó oft sýkingum, slysum, eða
langvarandi álagi, t.d. í framhaldi
af vökunóttum vegna veikra ung-
barna. Oftast er um truflun á
svefni að ræða þannig að fólk sef-
ur en vaknar ekki endurnært að
morgni.
Eðhlegt er að svefn sé misdjúp-
ur yfir nóttina. Þegar okkur
dreymir er svefninn frekar grann-
ur og töluverð heilastarfsemi er í
gangi. Um miðbik nætur er djúpur
draumlaus svefn og heilastarfsem-
in í lágmarki. Þessi djúpi svefn er
nauðsynlegur til að við hvílumst
vel. Rannsóknir hafa sýnt að þessi
djúpi svefn er óeðhlega grannur
hjá þeim sem hafa vefjagigt.
Auk þess hafa rannsóknir bent
til óeðlilegs orkubúskapar í vöðv-
um og boðefnakerfi vefjagigtar-
fólks og lækkaðs sársaukaþrösk-
ulds. Hið síðastnefnda hefur í fór
með sér að minna áreiti þarf til að
það sé skynjað sem sársauki.
Vefjagigtarleikfimi
Lítið er vitað um, segja
Helga Aspelund og
Hulda Jeppesen,
orsakir vefjagigtar.
Meðferð
Fræðsla um holla lifnaðarhætti
og hvemig megi lifa með sjúk-
dómnum.
Þjálfun.
Lyf til að bæta svefn.
Ekki hefur fundist nein einfóld
lækning á vefjagigt. Einn stærsti
þáttur árangurs í baráttunni gegn
vefjagigtinni er hins vegar að læra
að þekkja eigin getumörk og finna
gott jafnvægi milli hvíldar og lík-
amlegs sem andlegs álags. Slökun
getur hjálpað í því sambandi. Þá er
mikilvægt að hreyfa sig reglulega
og borða hollan mat, en sumir hafa
góða reynslu af ger- og sykur-
skertu fæði. Til að bæta svefn hafa
geðdeyfðarlyf, tekin inn að kvöldi,
reynst best.
Nánar um þjálfun
I rannsóknum þar sem bornar
hafa verið saman mismunandi
þjálfunaraðferðir fyrir fólk með
vefjagigt virðist þolþjálfun vera ár-
angursríkasta aðferðin. Liðkandi
æfingar, teygjuæfingar og slökun
gefa ekki eins góða raun einar sér.
Ef þolþjálfun er notuð ásamt þess-
um æfingaformum eykst hins veg-
ar árangurinn.
Með þolþjálfun eram við að bæta
starfsemi hjarta og lungna og þar
með líkamlegt úthald. Einnig eykst
framleiðsla eigin verkjastillandi
efna líkamans. Til þess þurfum við
að ná upp hjartslættinum, hitna og
mæðast. Æskilegt er að æfa 3-5
sinnum í viku í 20 mínútur í senn.
Dæmi um þolþjálfun er ganga,
sund, hjólreiðar, dans og leikfimi
sem krefst hreyfingar. Sú hug-
mynd að nýta þolþjálfun fyrir fólk
með vefjagigt, kviknaði þegar nýj-
ar upplýsingar komu fram varð-
andi svefn og eymsli í vöðvum á ní-
unda áratugnum. Þá kom í ljós að
við það að trafla dýpsta svefnstig
heilbrigðra einstaklinga, var hægL
að framkalla sársauka í vöðvum a^*
svipuðum toga og í vefjagigt. Þeir
einstaklingar, sem vora með gott
úthald, fengu hins vegar ekki þessi
einkenni. Vegna þess hve sárs-
aukafullt það getur verið fyrir
vefjagigtarfólk að hreyfa sig, er oft
erfitt að hefja æfingar. En það er
þess virði!
Mikilvægt er að fara rólega af
stað og hafa í huga að þyngd æf-
inganna verði ekki of mikil. Eðli-
legt er að finna fyrir einhverjum
óþægindum eftir æfingar, sérstak-
lega eftir fyrstu skiptin. Ef verkrf^
verða mjög miklir er hins vegar
ráðlagt að minnka álagið og auka
það síðan hægt og rólega, stig af
stigi.
Okkar reynsla er sú að þeim sem
komast yfir fyrsta hjallann líði
mun betur en áður. Ymsar rann-
sóknir hafa sýnt fram á aukið þol,
minni sársaukaupplifun og eymsli,
bættan svefn og betri líðan hjá
vefjagigtarfólki eftir þjálfun.
Hópþjálfun
A undanfórnum árum hefur
Gigtarfélag íslands boðið upp á
fræðslu og sérhæfða hópþjálfun
fyrir gigtarfólk. Þar era meðq^,
annars vefjagigtarhópar, hryggikt--
arhópur, léttir leikfimihópar, kín-
versk leikfimi, jóga og vatnsþjálf-
un. Nú er hafin skráning fyrir ný
námskeið sem hefjast eftir páska.
Allir áhugasamir eru velkomnir í
hópana, en oft er visst aðhald og
stuðningur að taka einhvern með
sér.
Helga starfar við heimasjúkraþjálf-
un á Sjúkraþjálfunarslöðinni.
Hulda starfar á Reykjalundi og HL-
stöðinni.
Opnum klukkan tólf!