Morgunblaðið - 26.03.1999, Side 61

Morgunblaðið - 26.03.1999, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN R-listinn hlunnfer 16 ára unglinga R-LISTINN hefur ákveðið að lækka tíma- kaup 16 ára unglinga í unglingavinnunni á komandi sumri um níu aura. Með þessari að- gerð fá þessir unglingar því ekki þá 3,6-3,65% launahækkun, sem sanjið var um á almenn- um vinnumarkaði, og kom til framkvæmda um síðustu áramót. Pessi kjaraskerðing verður enn ógeðfelldari þegar haft er í huga að flestir hópar hafa fengið mun meiri launahækk- anir. Samkvæmt ný- birtri launakönnun hef- ur kaupmáttur lágmarkslauna t.d. hækkað um 11,5% frá síðastliðnu sumri, kaupmáttur launa opinberra starfsmanna um 7,5% og á almenn- um markaði um 6,8%. Þessi aðgerð R-listans er því ámælisverð og ger- samlega á skjön við þróun launa í þjóðfélaginu. Löglegt en siðlaust R-listinn notfærir sér að 16 ára unglingar hafa ekki samningsrétt eða formælendur og lætur þá sitja eftir á meðan allir aðrir hópar fá um- talsverðar launahækkanir. Þessi að- gerð er því lögleg en afar siðlaus. Með henni ganga borgarfulltrúar R- listans blygðunarlaust gegn því grundvallarviðhorfi að enginn lág- launahópur skuli sitja eftir þegar aðrir fá kjarabætur. Þessum ung- lingum er þannig gefið skýrt til kynna að þeirra vinna sé ekki jafn verðmæt og sú vinna sem jafn- aldrar þeirra inntu af hendi í fyrra. Þannig eru þeir hlunnfamir yf- ir hásumarið, sem er jafnframt bjargræðis- tími þeirra, þar sem flestir unglinganna halda áfram námi að hausti. Fjölskyldufjandsani- leg skilaboð Unglingavinnan er fyrsta reynsla þúsunda unglinga af vinnu- markaði. Sú aðgerð að taka einn hóp unglinga út og skerða kjör hans hlýtur að misbjóða réttlætiskennd þeirra, sem fyrir skerðingunni verða, og rýra traust þeirra á vinnumarkaði. Með þessu fá unglingarnir þau skilaboð frá hinum svonefndu fé- lagshyggjuflokkum að vinnuframlag þeirra sé svo lítið metið að sjálfsagt sé að lækka launin á milli ára. Eru það réttu skilaboðin til unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði? Unglingavinnan er eina tækifæri fjölmargra unglinga til að afla sér vasapeninga yfir sumarið og fyrir komandi vetur. Þessi laun skipta bamafjölskyldur því miklu máli, ekki síst vegna þess að barnabætur falla niður við sextán ára aldur. Þessi kjaraskerðing kemur því verst niður á barnafjölskyldum eða þeim sem síst skyldi. Kjartan Magnússon Unglingavinnan Flestir hefðu að óreyndu, segir Kjartan Magnússon, búist við því að R-listinn gripi til annarra sparnaðarleiða en að skerða kjör sext- án ára unglinga, sem hafa ekki samningsrétt. Breiðu bökin í borginni? Allir vita að fjárhagur borgarinnai- er erfíður og skuldir hennar hafa næstum tvöfaldast á valdaskeiði R- listans. Kjaraskerðing til sextán ára unglinga er fyrsta sparnaðartillagan sem komið hefur frá R-listanum um langt skeið og er talið að hún muni spara borginni um 1.800 þúsund krónur. Að undanfömu hafa borg- arfulltrúar R-listans verið upptekn- ir við að auka yfirbyggingu borgar- innar og nú í vikunni var t.d. ráðið í nýjar stöður Miðborgarstjóra og Menningarmálastjóra hennar. Var- lega áætlað nemur kjaraskerðingin í Unglingavinnunni 3-4 mánaða launum þessara nýju stjóra. Flestir hefðu að óreyndu búist við því að R-listinn gripi tO annarra sparnaðarleiða en að skerða kjör sextán ára unglinga sem njóta ekki samningsréttar. Nú vita Reykvík- ingar betur. Borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar R-listans telja sig greinilega hafa fundið breiðu bökin í borginni, sem eiga að axla kjara- skerðingu, mitt í góðærinu. Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjóm Vinnuskóla Reykjavíkur. FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 61 Framhliðar a Nokia sno Nokia 5110 Ending rafhlöðu allt að 5 klst. í notkun og 270 klst. í biðstöðu Upplýstur skjár fyrir 5 línur með stöfum og táknum Upplýstir takkar Númerabirting ásamt nöfnum efnúmerer í minni Endurvalsminnifyrir 8 síðustu númersem valin voru Val um 30 hringitóna, þarafi3 stef Möguiegt að skipta umframhlið KR. 17.980,- Með GSMFrelsifrá Nokid 5110 Og FrelSI Símanum f ærðu: - GSM númer - talhólfsnúmer - 2000 kr. inneign Listaverð 25.480,- -1000 kr. aukainneign við skráningu KR. 2O.98O,- Frelsí Kostimir eru ótviræðir: - engir reikningar - engin mánaðargjöld - engin binding TilboBið gildir til 15. april eða meðan byrgðir endast SIMINN Dreifikerfi Símans nær til 95% landsmanna -fáanlegar sem aukabúnaður Listaverð 21.980, * Ármúli 27 • Kringlan • Landssímahúsið v/Austurvöll • Síminn Internet ísafjöröur • Sauðárkrókur • Akureyri • Egilsstaðir • Selfoss • Reykjanesbær PASKATILBOÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.