Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 65

Morgunblaðið - 26.03.1999, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 65 GREINARGERÐ ARASARGJORN SKYRSLA FLU GSL Y S ANEFND AR Flugfélag Vestmannaeyja hefur óskað eftir birtingu á greinargerð í tengslum við skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa vegna brotlendingar TF-VEL á Bakkaflug- velli á síðasta hausti. Fer hún hér á eftir: FLUGFÉLAG Vestmannaeyja hannar þær getgátur og vangavelt- ur sem koma fram í skýrslu Rann- sóknarnefndar flugslysa vegna brotlendingar TF-VEL á Bakka- flugvelli sl. haust. Það kveður vissu- lega við nýjan tón í skýrslugerð Rannsóknarnefndar flugslysa eftir að hún var gerð sjálfstæð og heyrir ekki lengur undir Flugmálastjóm. Það er eins og Rannsóknarnefnd flugslysa vilji með skýrslu þessari segja: Nú ráðum við, hvað sem hver segir. Og það er ekki bara stuggað við smáfuglunum með rökum og eðlilegri gagnrýni, heldur keyrt á starfsemi okkar með sleggjudómum og loðinmullu í öllu hugsanlegu svo jaðrar við atvinnuróg og er þá vægt til orða tekið. Það boðar ekki gott ef vinnubrögð sjálfstæðrar Rannsókn- arnefndar flugslysa verða með þessum hætti í framtíðinni. Það ætti að vera kappsmál allra í fluginu, eft- irlitsaðila, flugmanna og ekki síst rekstraraðila, að skilgreina hvert það vandamál sem kemur upp eða slys, eða reglur til þess að fyrir- byggja slys, svo öryggi í fluginu verði í hámarki. Skýrsla Rannsókn- amefndar er því miður þess eðlis að það er ekki hægt annað en að mót- mæla ýmsu sem í henni er sem hreinum skáldskap þótt vissulega séu þar einnig ábendingar um það sem betur hefði mátt fara þótt það í sjálfu sér séu atriði sem hafa verið alþekkt í flugþjónustu lítilla flug- véla á Islandi um áratuga skeið, þ.e. til dæmis að flugmenn lítilla véla hafa metið þunga þess takmarkaða farangurs sem má taka um borð í slíkar vélar en ekki vigtað formlega. Ef það á að fara að taka flugrekst- urinn í landinu á beinið á þessum forsendum með offorsi, dylgjum og neikvæðri ski-úðmælgi þá er svo sem ágætt að tukta okkur litlu kall- ana fyrst. Hinir vita þá hvað til síns friðar heyrir, en hvaða árangri ætli þetta skili? Ef eitthvað kemur fyrir mínar flugvélar vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að fá nið- urstöðu sem er rétt svo unnt sé að bregðast við svo sagan endurtaki sig ekki. Skýrsla Rannsóknarnefnd- ar er því miður ekki nema að hluta um þetta slys, hún er miklu fremur heimspekileg ritgerð þar sem sjón- armið flugmanns og vitna sem fylgdust með atburðinum eru ekki virt viðlits. Það er til dæmis ámælisvert að fulltrúi Rannsóknarnefndar flug- slysa mæti snemma morguns á sjúkrabeð flugmannsins sem var þá þungt haldinn og byrji á því að full- yrða að hann hafí verið bensínlaus. Þá var ekki einu sinni búið að rann- saka flakið og síðar kom í ljós að bensín var á geymum þótt mestur hluti þess hafí lekið niður í grasið á slysstað, enda var grasið þar sviðið í margar vikur vegna bensíns sem lak af tönkum eftir slysið. Það er til dæmis mjög ámælis- vert að Rannsóknarnefnd flugslysa kalli á slysstað flugvirkja þann sem var nýbúinn að skoða flugvélina fyrir Flugfélag Vestmannaeyja. Það er allt annað mál að maðurinn er mjög góður flugvirki, en alveg eins og Flugmálastjórn er nú haldið frá málum Rannsóknarnefndar flugslysa þá er óeðlilegt að maður sem ber ábyrgð á viðhaldi flugvél- arinnar skuli kallaður til að rann- saka orsakir flugslyssins. Það er jafn fáránlegt og að ætlast til þess að undirritaður ætti að skrifa skýrslu Flugslysanefndar. Gallinn er hins vegar sá að maður veit ekk- ert hvert Flugslysanefnd er að fara, né hvert er hennar raunveru- lega verksvið. Það er til dæmis furðulegt að í skýrslu Flugslysanefndar sé sagt að vélin hafi tekið óeðlilega krappa beygju, því það rétta er að vélin var í eðlilegri beygju í snörpum norð- anvindi þegar mótorinn missti afl og þá freistaði flugmaðurinn þess að sveigja vélina til lendingar inn á braut. Vélin ofreis ekki, en ekki hefur ennþá fengist viðhlítandi skýring á því hvers vegna vélin hikstaði. Við höfum enga skýringu fengið á mótorbiluninni, en Flug- slysanefnd setur á blað allt aðrar lýsingar en flugmaðurinn gaf og vitni sem fylgdust með atvikinu. Það er sorglegt ef Flugslysa- nefnd ætlar nú að taka upp þann hátt að reyna að hengja menn í stað þess að ná fram því sem raunveru- lega gerðist. Eftir umrætt flugslys beindi Flugmálastjórn ákveðnum tilmæl- um til Flugfélags Vestmannaeyja, t.d. varðandi farþegalista og vigtun og eftir því hefur verið farið, en ástæða þess að ekki voru skráðir farþegalistar á Bakkaflugvelli var sú að öll skráning fór fram á Vest- mannaeyjaflugvelli símleiðis, enda er Bakkaflugvöllur ekki nein stræt- isvagnastöð, fólk hefur haft sam- band símleiðis við flugstöðina í Eyj- um og skráð sig. Nú er skráð á báð- um völlunum. Það er sagt í skýrslu Flugslysa- nefndar að vélin hafí ekki verið of- hlaðin, en þó gefíð í skyn að hún hafi verið það. Hvað á svona hár- togun að þýða í alvarlegu máli? Skýrslan segir að of mikill farangm- hafi verið aftur í vélinni og það hafi ráðið einhverju um það hvernig fór. Við sem höfum hlaðið þessar vélai- þúsund sinnum og flogið þeim vit- um alveg hvar þyngdarpunktur þeiira er og hvernig á að staðsetja misstóra farþega í 3-4 farþega vél- um. í skýrslunni er gert mikið úr því að vélin hafi verið aðeins yfir lendingarvigt, einhverjum tugum kílóa. Vélin eyðir að vísu mjög litlu bensíni á svo stuttri flugleið sem um ræðir, en þess má geta að fyrir skömmu var svokölluðum JAR- reglum breytt þannig að hver far- þegi miðast nú við 98 kg í stað 85. Nýjar reglur hafa sem sagt hækkað viðmiðunarmörkin eða lækkað eftir því hvernig á það er litið. Fyrir nokkrum mánuðum var þetta lög- legt, en ekki lengur. Við þessu er ekkert að gera en það þarf ein- Lfíiigflvttgi 6. sftrti 562 3811 * www.nfkc.com hvern aðlögunartíma til þess að bregðast við þessu og til að mynda hefur Flugfélag Vestmannaeyja verið að endurnýja flugvélakostinn með því að fjölga tveggja hreyfla flugvélum. Við höfum því ekki legið á liði okkar við að gera hlutina bet- ur úr garði. Nú höfum við þrjár öfl- ugar tveggja hreyfla flugvélar á flugleiðum okkar milli lands og Eyja, auk sjúkraflugvélar. Taka verður af fullri alvöru ábendingu Flugslysanefndar um það að vélin hafi ekki verið tækni- lega útbúin til farþegaflugs þar sem bensínsíu hafi vantað undir mótor, en vélin var skráð á sínum tíma án athugasemda um það. I skýrslunni segir að við séum að skrá styttri flugtíma í Bakkafluginu en raun ber vitni. Við erum búin að fljúga þessa leið í mörg, mörg ár, þetta er stysta farþegaflugleið á Is- landi og meðaltíminn er 6 mínútur og 30 sekúndur, en við skráum 7 mínútur aðra leið. Þetta höfum við gert til þess að minnka bókhaldið hjá flugmannínum á þessari 9 mílna flugleið þar sem hann er nánast farinn að undirbúa lendingu um leið og hann er kominn í fulla flughæð. Þetta hefði Rannsóknarnefnd flug- slysa getað sannreynt með því að fljúga flugleiðina á samsvarandi flugvélum, í stað þess að bera upp á okkur að við skráum 19% styttri flugtíma en ætti að gera. Það skyldi þó aldrei vera að klukkum hafi ekki borið saman þennan dag upp á mín- útu hjá aðilum og til að mynda var starfsmaðurinn á Bakka að vinna úti við stóran hluta dagsins. Flugslysanefnd gerir mikið úr því að flugrekstrarbók hafi ekki verið í vélinni. Slíkt getur skipt máli á löng- um leiðum innanlands, í hálendis- flugi eða á Evrópuleiðum, en það er ástæðulaust að gera þetta atriði tor- tryggilegt í skýrslunni á flugleiðinni Bakki-Eyjar. Það segir sig sjálft að það er ekki mikill tími til bóklesturs á flugleiðinni Bakki-Eyjar. I skýrslunni er alið á torti-yggni þar sem sagt er að flugmaðurinn hafi unnið mikið mánuðina áður en slysið varð, en sé samt innan marka. Er ekki aðalatriðið að vera innan marka? Þá er sagt að hann hafi átt langan vinnudag. Flugmað- urinn fór fyrstu ferðina upp á Sel- foss frá Eyjum kl. 8, en skylt er að mæta 30 mínútum fyrir brottför í innanlandsflugi en ekki 60 eins og segir í skýrslunni. Síðan hafði flug- maðurinn frí til hádegis. Eftir há- degi var flogið 5 ferðir á Bakka, flug sem tók alls 2 klst. og 15 mín. með góðum hvíldum á milli og eins og fram hefur komið var ástæðan fyrir seinkun síðasta flugsins sú að það dróst að farþegarnir kæmu á Bakka. Það vigtar því ekki þungt að gera þetta tortryggilegt eins og skýrslan gerir. Við hjá Flugfélagi Vestmanna- eyja höfum verið mjög lánsöm í okkar farþegaflugi með mörg þús- und farþega á hverju ári. Við erum meira en fús til þess að skerpa á öruggari vinnubrögðum þegar menn taka þann kóssinn, en við frábiðjum okkur árásargirni þegar ástæða er til þess að vinna saman, því flugið gengur ekki vegna emb- ættismanna, heldur farþeganna sem eiga skilið að fyllsta öryggis og réttlætis sé gætt. Við starfs- menn Flugfélags Vestmannaeyja sendum inn athugasemdir okkar við skýrslu Flugslysanefndar, en erum ekki einu sinni virtir viðlits, ekkert er tekið til greina sem við segjum og því lesum við hluta skýrslunnar sem skáldsögugerð þótt laganna hljóðan reikni vart með því. Það eru líka nýmæli að Flugslysanefnd skuli dæla skýrsl- unni í fjölmiðla og hvorki Flug- málastjórn né Flugráð fái að fylgj- ast með. Nú skal taka einhvern í gegn virðist mottóið vera hjá Rannsóknarnefnd. Ef það er verið að freista þess að hengja bakara fyrir smið með þessari spjall- skýrslu um okkur, þá vísum við því til lendingar á heimavelli. Okkar metnaður liggur hins vegar í því að hafa sem best samstarf við alla að- ila flugsins, hvort sem er Flug- málastjórn eða Rannsóknarnefnd flugslysa. En samstarf byggist á því að menn séu virtir viðlits og nú er það stóra spurningin hvort það hafi ekki verið mistök að útiloka . flugeftirlit Flugmálastjórnar frá aðild að rannsóknum flugslysa. Það er hins vegar óskandi að Rann- sóknarnefnd flugslysa nái góðum tökum á eðlilegu verklagi við mikil- vægt hlutskipti sitt, en rökföst nið- urstaða er lykillinn að slíkum ár- angi-i. Valur Andersen. Flugfélagi Vestmannaeyja. Glæsilegt úrval af vorfatnaði Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið \ irka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-15.00.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.