Morgunblaðið - 26.03.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1999 71
B
f
Rýmum fyrir nýjum íþróttaskóm.
Nú er tækifærið!
^ AqL afsláttur af eldri gerðum af
/u sportskóm. Aðeins 14 daga,
miðuilfiirlan lil laimarHanc
miðvikudag til laugardags.
Barnaskór, kvenskór og karlmannaskór.
BATMAN
SKÓUERSLUN
KÓPftUOGS
HAMRABORG 3 • SfMf 554 1754
BRÉF TIL BLAÐSINS
TILBOÐSDAGAR
afsláttur
af öllum
skartgripum.
15-50*
Guðmundur Andrésson
Gullsmíðaversiun
Laugavegi 50, sími 551 3769.
Hjólastólafólk, kórar og bíóin
Laugavegi 30, sími 562 4225
Mjódd, sími 567 4333
Frá Alberti Jensen:
ÞAÐ HLÝTUR að vera umhugsun-
arefni hvað gæðum lífs er misskipt.
Menn eru ríkir, fátækir og allt þar á
milli. Þeir eru misvel útlítandi og
eins er með andlegt atgervi og
heilsu. Óeðlilegt er, að í stórum hluta
heimsbyggðarinnar níða menn skó-
inn hver af öðrum og eru öllum öðr-
um lifandi verum grimmari og sjálf-
um sér verstar. Þeir eru að græða á
að drepa börn með jarðsprengjum
og stórþjóðir láta sér sæma að
þrælka böm. Menn um víða veröld
gera allt sem þeir geta til að láta sér
líða illa, því vandræðin sem þeir vilja
öðrum hittir þá sjálfa í lokin.
Það er sannarlega illa farið með
margrómað vit sem maðurinn telur
sig hafa yfir dýrin, þegar hann notar
það til að eyðileggja umhverfið og
sjálfan sig í leiðinni.
Því var það að góðleikinn hlaut
aukið vægi þegar nokkrar nágranna-
þjóðir okkar áttuðu sig á að mann-
vonska stuðlar að misrétti sem svo
veldur sundrungu. Balkanlöndin eru
nálæg dæmi um eyðileggingarmátt
sundrungar og mannvonsku.
Brautryðjendaþjóðh' mannvænnr-
ai' stjórnunar eru líka farnar að gera
sér ljóst að eyðilegging umhverfis,
græðgi og afskiptaleysi um náung-
ann er undanfari eigin tortímingar.
Þessar þjóðh- urðu fyrstar að líta til
með þeim sem voru ófærir um að
bjarga sér.
Talsverður fjöldi íslendinga er
bundinn hjóiastól þó ekki komi þar
til stríð og önnur illska. Fyrir
margra hluta sakir verður stór hluti
þessa fólks einmana. Það dregur sig
út úr samfélaginu, einangrar sig í
bókstaflegri mei'kingu og finnst það
allstaðar fyrir og kerfið örvar til
flótta. Uppgjöf er oft fylgifiskur
slíkra aðstæðna og varla ámælisvert
þó þeir sem léttir eru til gangs geti
ekki sett sig inn í hugarheim þessa
fólks. En manneskjumar í hjólastól-
unum hafa langanir eins og hver
annar, en bæði stjórnvöld og um-
hverfið gerir þeim erfitt fyi'ir.
Þetta fólk vill ferðast og skemmta
sér eins og aðrh', en séð er um að
það hafi ekki efni á því og þröskuldar
eru um allt þjóðfélagið, um borg,
bæi, í hópbflum og trúlega gleyma
t.d. arkitektar hjólastólum við end-
urhönnun þjóðminjasafnsins. Ég veit
um dæmi þar sem kerfið vinnur
gegn því að hjólastólafólk geti haldið
heimili og mun ég koma að því síðar
og sanna að þetta fólk er í sífelldu
varnarstríði. En það eru ekki allir
sem gleyma eða láta sér fátt um
finnast þegar þessar manneskjur eru
annarsvegar. Það er til fólk sem veit
að það þarf verulega að hvetja og
örva þá sem bundnir eru hjólastól til
að þeir láti verða af því sem þá í
reynd langar að gera svo framarlega
sem þeir komast eða hafa efni. Eig-
endur kvikmyndahúsa hafa í langan
tíma haft frían aðgang fyrir hjóla-
stólafólk að húsunum og sumir eins
og Ami Samúelsson hafa gert dýrar
ráðstafanh' til að vel fari um fólkið.
Kringlu-Bíó ber með sér að eigandi
þess er menningarlega sinnaður
hugsjónamaður. Menn sem þannig
akta eiga heiður skilinn og þakkir og
þeh' gleymast ekki. Það eru ekki
bara Islendingar sem taka eftir
þessum kvikmyndahúsum frum-
kvöðla mannvænnrar menningar, út-
lendingar bera hróður þeirra með
sér.
Laugardaginn 13. mars stóðu 7
kórar, einsöngvarar, hljóðfæraleik-
arar og kórstjórar fyrir veglegum
tónleikum í Langholtskirkju sem til-
einkaðir voru fótluðum. Ai'nesinga-
kórinn í Reykjavík átti frumkvæðið
að hátíð þessari og eiga allir sem að
henni komu þakkir skildar. Verkið,
Á páskum, eftir Sigurð Bragason,
var í lok tónleikanna flutt af öllum
kórunum og vakti það verðskuldaða
athygli og er Sigurður ekki bara vax-
andi söngvari og kórstjóri; hann er
iíka framsækið tónskáld og nýtur
Árnesingakórinn góðs af. Þrátt fyrir
að hátíðin væri tileinkuð fótluðum
mættu örfáir í hjólastólum ókeypis
og sannar það hvað þetta fólk þarf
mikla örvun til að koma sér að því
sem það í reynd þráir.
Ég vil beina þeirri ósk til sem
PANOS EMPORIO
Nýkomið
Glæsilegur
sundfatnaður
flestra kóra að þeir taki bíóin sér til
fyrirmyndar og hafi frían aðgang
fyi'ir hjólastólafólk, það verður þeim
til vegsauka og örugglega verður lít-
ill aukakostnaður af svo skynsam-
legi'i ákvörðun. Engin lítillækkunar-
einkenni yrðu á slíku fyrir hvorn
sem væri, það yrði, með öðru, gleði-
legur menningarauki.
ALBERT JENSEN,
Háaleitisbraut 129.
m* JjjP
^ v VELKOMIN UM BORÐ
RED//GREEN
Laugavegur1 • Sími 561 7760
Dagar hlnna
forsjálu iþróttakappa!