Morgunblaðið - 09.04.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.04.1999, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tíst af trjátoppi SUMARDAGURINN fyrsti er skammt undan og hafa skógar- þrestir flykkst til landsins að undanförnu enda hafa veðurskil- yrði til farflugs verið góð. Brátt fara þeir að skoða hreiðurstaði og heija makaleit um miðjan aprflmánuð. Fuglinn sem söng af trjátoppi í Oskjuhlíðinni fyrir skemmstu hefur þó líklega haldið sig til hlés í gær, fimmtudag, þar sem gekk á með éljum á höfuðborgar- svæðinu, og sparað sönginn uns birti á ný. Verð stakra sundferða barna hækkar um 54% VERÐIÐ fyrir barn í sund er nú 100 krónur í Reykjavík en kostaði 65 krónur í síðasta mánuði. Gjaldið, ef greitt er fyrir einstaka ferð, hef- ur því hækkað um tæp 54% en gjald fyrir fullorðna hækkaði um 21%, fór úr 165 krónum í 200. Að sögn íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur er þetta sumar- verð, en ekki er þó sjálfgefið að það lækki á ný í haust, en sú varð raun- in í fyrra. Tíu miða kort fyrir böm kostar 400 krónur eins og áður og 10 miða kort fyrir fullorðna 1.300 krónur og 30 miða kort 3.600 krón- ur þannig að hækkunin nær aðeins til stakra sundferða. Morgunblaðið/Ómar Krafa um táknmálstúlkun á framboðsræðum í Sjónvarpinu Synjun RÚV á kröf- unum talin lögmæt HERAÐSDOMUR Reykjavíkur álítur með dómi sínum að RUV hafi með lögmætum hætti synjað erindi Félags heyrnarlausra þess efnis að túlka á táknmáli framboðs- ræður í sjónvarpi vegna alþingis- kosninganna 8. maí 1999 um leið og þær fara fram eða gera þær að- gengilegar á annan hátt fyrir heyrnarlausa. Sýknaði héraðsdóm- ur Ríkisútvarpið því af kröfum Berglindar Stefánsdóttur og Fé- lags heyrnarlausra í gær þar sem krafist var þess að synjunin yrði dæmd ólögmæt. Stefnendur kröfðust þess einnig að viðurkennt yrði að stefnda yrði skylt að láta túlka á táknmáli fram- boðsræður í sjónvarpi vegna Al- þingiskosninganna um leið og þær fara fram eða gera þær aðgengi- legri á annan hátt fyrir heyrnar- lausa. í niðurstöðu dómsins kom fram að í útvarpslögum væri ekki gert sérstaklega ráð fyrir túlkun úr ís- lensku talmáli yfir á táknmál fyrir heyrnarlausa. Félag heymarlausra fór þess ít- rekað á leit við RÚV seint á síð- asta ári að framboðsræðurnar í sjónvarpi vegna alþingiskosning- anna yrðu túlkaðar jafnóðum á táknmáli. RÚV hafnaði beiðninni en bauð Félagi heyrnarlausra að lokaumræðurnar fyrir alþingis- kosningarnar yrðu endursýndar rit- og táknmálstúlkaðar í dag- skrárlok daginn fyrir kjördag eða nánast í beinu framhaldi þess að þær færu fram. Hafnaði Félag heyrnarlausra því boði. Dómskröfur stefnenda byggðust m.a. á því að með synjun sinni hefði stefndi, sem opinbert stjómvald, brotið gegn mannréttindum þeirra og þá einkum gegn ákvæði 65. gr. stjómarskrár lýðveldisins um jafn- ræði þegnanna. Jafnræðisreglan tryggir ekki rétt til að fá talmál túlkað Dómurinn taldi hins vegar ekki að í inntaki jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar fælist réttur til handa heyrnarlausum til að fá túlkað tal- mál í útvarpi eða sjónvarpi, í þessu tilviki framboðsræður og umræður frambjóðenda til alþingiskosninga, yfir á táknmál heyrnarlausra jafn- óðum og útsending færi fram, held- ur yrði að telja að til þess þyrfti sérstaka löggjöf. Taldi dómurinn hina umdeildu synjun því lögmæta. Markús Örn Antonsson útvai'ps- stjóri fagnaði því að niðurstaða væri fengin í málinu: „Hefðu dómskröfur F élags heyi’narlausra verið staðfestar væri réttarstaða löglegra dag- skráryfirvalda Ríkisútvarpsins orðin mjög óljós og afleiðingarnar hefðu orðið mun víðtækari en ætla mætti í fljótu bragði. Pað hefði að mínu mati skapað stóralvarlegt fordæmi ef dómstólar hefðu dæmt tiltekin efnistök inn í dagskrá Sjón- varpsins íyrirfram,“ sagði Markús Örn. „Á sínum tíma beitti ég mér fyr- ir því ásamt öðrum, að fréttir á táknmáli fyrir heyrnarlausa voru teknar upp í Sjónvarpinu, þó vitað sé að sá hópur sem verið er að þjóna með þessum sérstöku að- gerðum er mjög fámennur. Nú var kröfugerð Félags heyrnarlausra óeðlilega mikil, mjög teygjanleg og óljós. Við höfðum boðizt til að end- ursýna síðasta framboðsþáttinn kvöldið fyrir kosningar með tákn- máli síðar sama kvöld. Það boð stendur að sjálfsögðu enn.“ Fyrsta konan til að fá þyrlu- réttindi á Islandi er frönsk „Ogleymanleg reynsla“ MARION Henæra er fyrsta kon- an á Islandi til að ljúka þyrlu- prófi, en hún flaug í fyrsta skipti ein á fóstudaginn langa. Hún sagði að sú reynsla hefði verið engu lík og hreint ógleymanleg. Mai-ion, sem er 26 ára og frá Nice í S-Frakklandi, fluttist til ís- lands fyrir um þremur árum, en hún starfar sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Akureyi-ar og er hörpuleikari í Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands. „Þegar ég flýg sakna ég hörp- unnar, en þegar ég spila sakna ég flugsins," sagði Marion en bætti því við að þyrluflugið og hörpu- leikurinn færu mjög vel saman. Marion, sem hóf þyrluflugnám- ið síðasta sumar, sagðist lengi hafa haft áhuga á flugi, enda hafi hún lært á flugvél áður en þyrlu- flugnámið hófst. Hún lærði hjá Þyrluþjónustunni, sem er eina fyrirtækið á Islandi sem býður þyrlukennslu. Marion sagði að sér hefði þótt þyrlan meira spennandi og krefjandi farartæki og því hefði hún ákveðið að hætta hefðbundnu flugnámi og hefja þyrluflugnám og hún sagðist ekki sjá eftir því. Hún sagði að reynd- ar væri námið nokkuð dýrt því flugtíminn í þyrlu kostaði um 20.000 krónur og til að ljúka sóló- prófi þyrftu menn að ljúka a.m.k. 25 tímum. Ekkert frekar fyrir karlmenn Walter H. Ehrat, yfirkennari Þyrluþjónustunnar, sagði að Marion hefði verið góður nem- andi og að sú reynsla sem hún hefði fengið í listflugi hefði nýst henni nokkuð vel þar sem mikið væri um finhreyfmgar í því flugi. Annars sagði Walter að yfirleitt væri ekki gott að fljúga til skiptis flugvél og þyrlu, því handtökin væru töluvert frábrugðin. Walter sagði að þyrluflug væri ekkert frekar fyrir karlmenn heldur en konur, en að einhverra hluta : Mmmamm Morgunblaðið/Árni Sæberg FYRSTA konan til að fá flugréttindi á þyrlu, Marion Herrera, lærði að fljúga hjá Þyrluþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli. vegna hefðu konur ekki lagt stund á þetta nám. Hann sagði að nokkrum sinnum hefðu konur byrjað að læra en aldrei klárað fyrr en nú að Marion lauk sóló- prófi. Að sögn Marion má hún enn ekki taka neina farþega með sér því hún hefur bara lokið sólóprófi, en hún sagðist stefna að því að ljúka einkaflugmannsprófi í sum- ar og að langtímaáætlunin væri að Ijúka atvinnuflugmannsprófi. Hún sagði að reyndar væru at- vinnuhorfurnar hér eða í Frakk- landi ekkert mjög góðar en að hana langaði samt til að starfa við flugið. Hún sagði að ef til vill væni bestu atvinnuhorfurnar í Kanada eða á Grænlandi. MARION Herrera, frá Frakk- landi, flaug ein þyrlu í fyrsta skipti á fóstudaginn langa. I Sérblöð í dag Plnrjgm#lfa|t||> 8 SÉBCIfi.... ÁFÖSTUDÖGUM Magnús Sigurðsson áfram hjá Willstátt / C1 Baráttuglaðir FH-ingar fögnuðu sigri á Fram / C3 Fylgstu með nýjustu fréttum > S www.mbl.is E
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.