Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ A Utgerðarfélag Akureyringa hf. Nýr samningur um fískverð ÚTGE RÐARFÉLAG Akureyringa hf. og sjómenn á ísfísktogurum fé- lagsins, Harðbak EA, Kaldbak EA og Árbak EA, hafa skrifað undir nýjan samning um fiskverð. Sæ- mundur Friðriksson útgerðarstjóri ÚA sagði að samningurinn hefði verið samþykktur af þorra skip- verja á skipunum þremur. Skrifað var undir samninginn daginn fyrir skírdag og gildir hann til eins árs. I honum er gert ráð fyr- ir að þorskverð lækki frá því sem úrskurðarnefnd sjómanna og út- vegsmanna hafði ákveðið fyrir nokkru en sá úrskurður gilti til þriggja mánaða. Einnig lækkar verð á ýsu en verð fyrir ufsa hækk- ar og karfaverðið er óbreytt. „Við lögðum fram gögn með okk- ar rökum fyrir þvi að vilja gera þessar breytingar á fískverðinu og það er ekki rétt sem komið hefur fram að sjómenn okkar hafí verið beittir einhverjum þvingunum til þess að samþykkja samninginn," sagði Sæmundur. Gylfí Gylfason háseti á Árbak EA og varaformaður Sjómannafélags Eyjafjarðar átti sæti í samninga- nefnd sjómanna. „Ég skrifaði undir samninginn en gef ekki upp hvort mér fínnst hann góður eða slæmur,“ sagði Gylfi í samtali við Morgun- blaðið í gær. Ekki óeðlilegur þrýstingur Víðir Benediktsson stýrimaður á Kaldbak átti sæti í samninganefnd sjómanna. Hann sagði að þetta hefði verið niðurstaðan sem menn Ljósmyndakompan Kristján Pétur sýnir ljós- myndir KRISTJÁN Pétur Sigurðsson opnar sýningu á ljósmyndum í Ljósmyndakompunni á sunnu- dag, 11. apríl kl. 15, en Ljós- myndakompan er að rísa úr vetrardvala og er þetta fyrsta sýningin þar á þessu ári. Sýningin ber yfirskriftina Norðanpiltar og eru myndirnar af félögum þeirrar hlómsveitar auk nokkuira aðdáenda. Sýn- ingin er ekki afrakstur þrot- lausrar og markvissrar vinnu heldur dund, fóndur og ánægju- legt fíkt að sögn höfundar. Kri- stján Pétur er reyndar af ýmsu öðru kunnur en ljósmyndum, en það rímar ágætlega við stefnu Ljósmyndakompunnar sem meðal annars er að sýna ljós- myndir eftir listamenn sem ekki endilega eru ljósmyndarar. Við opnun sýningarinnar verða flutt nokkur lög og ljóð úr smiðju Norðanpilta. Sýningin verður op- in næstu vikur írá þriðjudegi til laugardags frá kl. 14 til 17. hefðu komist niður á, sú niðurstaða hefði verið lögð fyrir sjómennina og þeir samþykkt. „Svo má alltaf deila um hvort menn koma sáttir úr kjarabaráttu. Pað var haldinn fundur með hverri áhöfn og niður- staða þeirra funda hefur verið túlk- uð með ýmsum hætti. Ég get þó ekki sagt að forsvarsmenn UA hafí beitt sjómenn óeðlilegum þrýst- ingi.“ Víðir sagði að rekstur félagsins hafi verið i ákveðinni lægð og kannski hefði þetta verið hlutur sjó- manna til að snúa þeim hlutum í réttan farveg. „Samningurinn er til eins árs og það er aldrei að vita hvað gerist eftir þann tíma og ef staðan hefur batnað verður kannski hægt að fá eitthvað meira.“ Ekki hægd; að ganga lengra Ketill Freysson háseti á Harðbak var einnig í samninganefndinni. Hann sagði það sitt mat að ekki hefði verið hægt að ganga lengra og vissulega mætti deila um hvort samningurinn væri góður eða slæm- ur. „Við erum að veiða fleiri tegund- ir en þorsk og karfí er uppistaðan í okkar afla. Petta þarf því að skoða í því samhengi," sagði Ketill, sem kannaðist ekki við að hafa verið beittur óeðililegum þrýstingi eða þvingunum frá forsvarsmönnum ÚA við samningagerðina. Harðbakur var á landleið með fullfermi og kemur til Akureyrar í kvöld eða nótt. Skipið er með um 200 tonn eftir 8 daga veiðiferð og er aflinn karfi og þorskur. Söfnunarátak Lions- hreyfíngarinnar Holl hreyfing fyrir aldraða SÖFNUNARÁTAK Lionshreyf- ingarinnar, Rauð fjöður, er helgað málefnum aldraðra og fer fram á sama tíma á öllum Norðurlöndum, en tilgangurinn er að stuðla að meiri lífsfyllingu á efri árum. Nýt- ur söfnunin velvilja og stuðnings þjóðhöfðingja landanna fimm sem í sameiningu hafa tekið að sér að vera vemdarar átaksins. Á næstu dögum munu Lionsfé- lagar ganga í hús og afhenda upp- lýsingabækling sem jafnframt er happdrættismiði ásamt rauðri fjöður án þess að taka við pening- um og til að minna á söfnunarátak- ið sem verður í næstu viku. Á Norðurlandi hefst átakið með hollri hreyfingu, en Lionsmenn bjóða í sund, á skíði og í boccía á morgun, laugardaginn 10. apríl. Ókeypis verður í sundlaugarnar á Dalvík og Akureyri, frítt verður á skíði í Hlíðarfjalli og á Bjargi verð- ur kynning á boccía frá kl. 9 til 11.30. PENTAX FERMINGARTILBOÐ PENTAX PC-55 Date Sjálfvirkur fókus Sjálvirkt Ijósop og hraði Einföld filmuþræðing Dagsetning Taska fylgir 3 STK. FUJIFILM SUPERIA filmur fylgja Verð aðeins kr. 7.490 Skipholti 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 Morgunblaðið/Krisyán STARFSMENN í Vaglaskógi, þeir Sigurpáll Jónsson, Benedikt Karlsson og Ingimundur Gunnarsson voru á ferðinni um skóginn í gær að sand- bera, en sú aðferð er notuð í Vaglaskógi til að flýta fyrir því að snjórinn hverfi. „Ódýrasta og virkasta aðferðin," segir skógarvörðurinn. Starfsmenn í Vaglaskógi bera sand á snjóinn Odýrasta og virkasta leiðin STARFSMENN Skógræktar rfkis- ins í Vaglaskógi hafa sfðustu daga verið að bera sand yfir snjóinn í skóginum, en af honum er nóg. I gærmorgun var uni 1,20 metra jafnfallinn snjór yfir. „Það munar geysilega miklu að sandbera, snjórinn er mun fljótari að fara, það eru allt að 80 sentímetra skafl- ar við hliðina á þeim stöðum þar sem við höfum sandborið. Sandur- inn vinnur á snjónum hægt og bít- andi,“ sagði Sigurður Skúlason skógarvörður, en sandburðuriun er að jafnaði með fyrstu vorverk- um starfsmanna skógræktarinnar. „Þetta er ódýrasta aðferðin og hún virkar vel.“ Flýtt fyrir fræhöllinni Þeir Sigurpáll Jónsson, Benedikt Karlsson og Ingimundur Gunnars- son voru á ferðinni með sand í föt- um um skóginn, en nú er verið að flýta fyrir að snjórinn fari af svæði við gróðrarstöðina þar sem reisa á 1.000 fermetra og 8 metra háa fræ- höll. Ætlunin er að hefjast handa við fyrsta tækifæri, en strax og hægt er verður byijað á sökklun- um og 1. júlí í sumar á að hefjast handa við að reisa grindina. Sigurður sagði að meiri snjór hefði verið í skóginum snjóavet- urna 1989-1991 en frá þeim tíma hefði ekki komið svo mikill snjór. Fljótlega í október byijaði að snjóa og frá þeim tíma hefur mikið bæst við. „Hann lá mikið í vestan- og norðvestanáttum í vetur og þá renuur hér inn í skóginn, en við er- um í skjóli fyrir norðanáttinni og sleppum vel þegar sú átt er ríkj- andi,“ sagði Sigurður. Gróðurhús á kafi í snjó Enn er nóg eftir af snjó, tveggja metra há gróðurhús eru á kafi, stórir skaflar eru við starfsmanna- húsið Furuvelli og snjóhengjur liggja yfir gróðurhúsunum. Hann kvaðst þó bjartsýnn á að vorið yrði gott og hægt yrði að hefjast handa við hefðbundin vorverk og byggingaframkvæmdir. „Maður sér það þessa síðustu daga að snjórinn er á hraðferð burtu, fjallst indar sem voru alhvítir um páskana eru að koma í Ijós og mel- arnir stækka." Vetraríþróttir fatlaðra Námskeið fyrir leið- beinendur NÁMSKEIÐ fyifr leiðbeinendur í vetraríþróttum fyi-ir fatlaða verður haldið í Hlíðarfjalli við Akureyri og á skautasvelli Skautafélags Akur- eyrar um helgina. Vetraríþróttamið- stöð Islands og vetraríþróttanefnd Iþróttasambands fatlaðra standa að þessu námskeiði. Námskeið sem þetta hefur ekki verið haldið hér á landi áður en nokkrir hafa kynnt sér þessi mál í útlöndum. Kennarar á námskeiðinu eru Svava Viggósdóttir, sem starfað hefur að þessum málum m.a. hjá íþróttafélagi fatlaðra, Svanur Ingv- arsson, sem er fatiaður og hefur stundað vetraríþróttir með góðum árangri, og Þröstur Guðjónsson, sem dvaldi um nokkurra mánaða skeið í vetur í Bandaríkjunum og sótti námskeið og var þátttakandi í starfshópi sem kennir vetraríþróttír í Aspen í Colorado. Nemendur á námskeiðinu eru frá Akureyri, Reykjavík, Isafirði, Siglu- fii'ði, Olafsfirði og Dalvík. -------------- Samfylkingin opnar skrifstofu SAMFYLKINGIN á Norðurlandi eystra opnar kosningaski-ifstofu á Ákureyri sunnudaginn 11. apríl kl. 15 að Skipagötu 18, 2. hæð. Við opnunina verða frambjóðendur kynntir og ávörp flutt, auk þess sem skemmtiatriði verða á dag- skránni. Kosningaskrifstofan verður svo opin frá kl. 15-18 jafnt virka daga sem um helgar. Þar verður jafnan heitt á könnunni og allir hjartanlega velkomnir, eins og segir í fréttatil- kyningu frá Samfylkingunni. Þá hef- ur Jón Daníelsson verið ráðinn kosningastjóri í kjördæminu. -------------- Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kyirðar- stund verður í Grenivíkurkirkju kl. 21 á sunnudagskvöld, 11. apríl. Tengsl á milli heilsufars og þjóðfélagsstöðu Heilsufar barna sem búa við bág kjör verri en hinna HEILSUFAR barna sem búa við verstu kjörin er verra en þeirra sem búa við betri kjör og er í því sambandi miðað við menntun for- eldra þeirra, atvinnu og tekjur. Þetta er niðurstaða viðamikillar samnorrænnar rannsóknar á heilbrigði og líðan barna og ung- linga á Norðurlöndum sem gerð var árið 1996. Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir kynnti þær niðurstöður könnunarinnar sem fyrir liggja í fyrirlestri um tengsl heilsufars og þjóðfélags- stöðu með sérstöku tilliti til barna, sem hann flutti í Háskól- anum á Akureyri í gær, en hann sá um framkvæmd könnunarinn- ar fyrir íslands hönd. Athygli hefur beinst að því á síð- ari árum að munur er á heilsufari fólks eftir stéttarstöðu þess og á það ekki síður við í hinum norrænu velferðarríkjum en þeim sem verr eru á vegi stödd. Rannsóknin sem um ræðir náði til 15.000 manns alls, eða 3.000 í hverju landi, og var spumingalisti um almennt heil- brigði og líðan bama og foreldra lagður fyrir foreldrana. Þrjú atriði, menntun, atvinna og tekjur, voru notuð til að skipta svarendum í þjóðfélagshópa og nokki'ir möguleikar gefnir í hvor- um flokki fyrir sig. Ástæða þess að augum var beint að börnum sér- staklega var m.a. sú að þau hafa sjálf lítil áhrif á eigin aðstæður og einnig fýsti menn að vita hvort samhengi væri á milli þjóðfélags- stöðu og aðbúnaðar í æsku á sjúk- dóma síðar á lífsleiðinni. Fræði- lega væri einnig auðvelt að bæta úr slæmum aðbúnaði hefði hann ekki varað mjög lengi. Einkum voru tvær spurningar lagðar til gmndvailar í tengslum við heilbrigði barna, þ.e. hvort þau ættu við langvinna sjúkdóma að stríða eða fötlun, og vom gefnir upp 13 algengir langvinnir sjúk- dómar og þá var spurt um algeng einkenni eins og höfuðverk, svima, svefn- og lystarleysi. Einnig var athugað hversu stór börnin væru. Fram kemur í rannsókninni fylgni milli bágra kjara og þess að börnin voru lágvaxinn, verra heilsufar hefur þannig áhrif á vöxt og þroska barna en vissu- lega hafa fleiri þættir áhrif þarna á. Greinileg stígandi var einnig í einkennum langvinnra sjúkdóma, fötlunar og minniháttar kvilla nið- ur í lægstu þrep þjóðfélagsins en mestur var munurinn á heilbrigði barna í þeim fjölskyldum þar sem menntunin var minnst. Mikilvægt að draga úr niun milli þjóðfélagshópa Matthías sagði mikilvægt að draga úr þeim mun sem væri milli þjóðfélagshópa með því að bæta kjör þeirra verst settu og þá þyrfti einnig að ryðja úr vegi þeim hindr- unum sem þeir verst settu byggju við þannig að þeir hefðu tækifæri til að breyta lífsstíl sínum. Einnig væri stefna sjórnvalda í skattamál- um mikilvæg í þessu samhengi, þ.e. að neysluskattar á heilnæmt fæði væru ekki háir, og þá myndi það verða til heilla ef hægt væri að efla sjálfsmynd fólks þannig að það ætti auðveldara með að taka sjálfstæðar ákvaðanir um líf sitt en fylgja ekki ávallt straumnum eins og algengt væri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.