Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.04.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ástir og erfðir Bíræfinn mál- verkastuldur Sankti Pétursborg. Reuters. ERLENDAR BÆKUR Skáldsaga MENDEL’S DWARF cftir Simon Mawer. Anchor. London 1998. Fyrsta útg. Doubleday 1997. 304 bls. ENGINN áttaði sig á mikilvægi garðyrkjuföndurs austurríska munksins Johanns Gregors Mendel, um miðja síð- ustu öld, jafnvel ekki margir frægustu líf- fræðingar nítjándu aldarinnar sem Mendel sendi ýtarleg bréf um grúsk sitt. Enginn þeirra gerði sér grein fyrir því hvaða áhrif tilraunir munksins með kyn- blöndun garðertu- plantna áttu eftir að hafa, ekki aðeins á vís- indin heldur og örlög fjölda fólks. Enginn gerði sér grein fyrir því að hann hafði fundið upp ný vísindi sem áttu eftir að skaffa eldiviðinn í gasofna Auschwitz, eins og segir í skáldsögunni Mendel’s Dwarf, eftir enska rithöfundinn og líf- fræðinginn, Simon Mawer. Mendel er faðir erfðafræðinnar en hann gerði sér fyrstur manna grein fyrir lögmálum erfðanna. Niðurstöður kynblöndunartil- rauna hans voru birtar 1865 þar sem sú tilgáta var sett fram að eiginleikar erfðust með erfðaþátt- um, það er genum, og að hvert af- kvæmi erfí frá hvoru foreldri einn slíkan þátt fyrir hvem arfgengan eiginleika. Enginn virðist hins vegar hafa lesið niðurstöðumar, að minnsta kosti varð mönnum ekki ljóst mikilvægi þeirra fyrr en um aldamótin 1900, 35 árum síðaj-. Heiti skáldsögu Mawers, Mendel’s Dwarf, vísar til sögu- manns hennar, dr. Benedicts Lamberts, sem er dvergvaxinn af- komandi Gregors Mendels. Hann er einn af fremstu erfðafræðing- um Breta og hefur alla ævi glímt við að finna dvergagenið. Þegar það loks tekst stendur hann frammi fyrir erfiðri siðferðilegri spumingu: Á hann að hafa áhrif á gang náttúrannar eða á hann að láta tilviljun ráða því hvort annar dvergur eins og hann komi í heim- inn - hann getur þóst vera Guð og tekið ráðin í sínar hendur eða látið lögmál lífsins standa eins og Guð skildi við þau. í forgranni sögunnar er sem sé sár og bitur ástarsaga dvergsins Benedicts. Hann hefur alla tíð talið sig eiga frekar lítinn sjens í kvenfólk og sætt sig við að þurfa að kaupa sér greiða og nýta sér óvenjulegt sjónarhorn sitt þegar konur í pilsum era annars vegar. Ein kona hefur þó allt frá því hann kynntist henni fyrst veitt honum meiri athygli en aðrar. Jean er kannski engin mannvitsbrekka á við Ben en hún er hjartahlý og virðist ekki haldin fordómum gagnvart litlu fólki. Þegar hún þarf á hjálp að halda vegna ofbeld- isfulls eiginmanns skýtur Ben því skjólshúsi yfir hana. Upphefst nú mikil og dramatísk flétta. Áður en langt um líður er Jean orðin bamshafandi eftir Ben. Jean verð- ur ekki um sel, enda helmings lík- ur á því að barnið verði eins og faðirinn. Hún ákveður því að láta eyða fóstrinu með dræmu sam- þykki Bens. Skömmu síðar tekur hún aftur saman við eiginmann sinn. Ævintýrið með Ben hefur hins vegar kveikt hjá henni óslökkvandi löngun til þess að eignast barn. Þau tormerki era hins vegar á að eiginmaður henn- ar er getulaus. Hún ákveður því að leita aftur á náðir Bens; hún vill frekar eiga það á hættu að eignast dverg en að fæða barn ókunns sæðisgjafa. I millitíðinni hefur hinum smáa en knáa erfðafræð- ingi tekist að finna genið sem ræð- ur dvergvexti. Hann hefur því möguleika á að grípa inn í tilviljanakennt val náttúrannar þeg- ar sæði hans er notað til að frjóvga egg Je- an. Skáldsaga Mawers er öðram þræði eins konar inngangur að erfðafræði fyrir byrj- endur. Sögu upphafs- mannsins Mendels er fléttað inn í atburða- rásina af hugkvæmni þar sem skýrt er frá tilraunum hans og niðurstöðum með hjálp mynda og taflna af ýmsu tagi. Mendel og vísindin flækjast þó aldrei fyrir í sögunni heldur eru eins konar leiðarvísir. Heiti nánast hvers kafla bókarinnar era til að mynda fengin úr orðasafni erfðafræðinn- ar. Kaflinn þar sem Ben bamar Jean heitir þannig „Penetrance" sem í erfðafræði merkir „sýnd, það hlutfall, sú hundraðstala ein- staklinga af tiltekinni arfgerð sem bera viðkomandi einkenni í svip- gerð“ (sbr. ensk-íslenska orða- bók), en hefur vissulega einnig skírskotun til orðsins „penetration". Það er reyndar töluverður samhljómur með sög- um þeirra frænda, Mendels og Lamberts. Báðir eiga þeir við nokkrar takmarkanir að stríða í kvennamálum; Ben vegna genetískrar óheppni en Gregor vegna ævilangrar skuldbindingar sinnar við æðri máttarvöld. Hitt eiga þeir þó einnig sammerkt að glíma stöðugt við brennandi losta- semi í garð kvenna. Báðar era þessar persónur snilldarvel skrif- aðar af Mawer, ekki síst Ben sem fæst við óvilhallar aðstæður sínar af djúpu æðraleysi og óborgan- legri kímnigáfu. Mendel’s Dwarf vekur áleitnar spurningar um siðferðilega hlið nútímaerfðafræði. Þetta eru eink- um spurningar um það til hvers þekkingin, sem þessi vísindi búa til, er notuð. Eða kannski öllu heldur: Til hvers er hægt að nota hana? Það er kannski írónía sög- unnar að Mendel skuli hafa verið hvort í senn trú- og vísindamaður. Þetta tvennt er ósamrýmanlegt í huga flestra nútímamanna, þar á meðal dr. Benedicts Lamberts. Nútímamaðurinn trúir raunar á fátt, - ef eitthvað, þá helst vísind- in. Það væri þó aldrei að Mendel hafi fyrst og fremst verið upphafs- maður að einni áhrifamestu trúar- setningu komandi aldar með plöntupukri sínu. Mendel’s Dwarf er feikilega vel skrifuð bók. Þekking höfundar á hinu vísindalega unfjöllunarefni virðist yfirgripsmikil og ekki skemmir fyrir að það er oftar en ekki skoðað í húmorísku sam- hengi. En burt séð frá þeim fróð- leik sem íslenskir lesendur gætu aflað sér í bókinni um eitt helsta umræðuefni dagsins þá er hún bæði hnýsilegur og skemmtilegur lestur. Þröstur Helgason VOPNAÐIR ræningjar stálu á þriðjudag tveimur málverkum úr rússneska ríkislistasafninu í Sankti Pétursborg, sem saman- lagt eru talin allt að áttatíu milljónum íslenskra króna virði. Mennirnir beittu skotvopnum Þrír kvenna- kórar í Hvera- gerðiskirkju ÞRÍR kvennakórar halda tónleika laugardaginn 10. apríl kl. 16 í Hveragerðiskirkju. Þetta era Kvennakór Hafnar- fjarðar, stjómandi: Halldór Oskarsson. Undirleikari: Hörður Bragason Raddþjálfun: Elín Ósk Óskarsdóttir. Jórukórinn á Sel- fossi, stjórnandi: Helena R. Kára- dóttir. Undirleikari: Þórlaug Bjamadóttir. Kvennakórinn Ljós- brá, stjórnandi og undirleikari: Jörg Söndermann. Allir velkomnir. gegn lögreglunni á flóttanum, að sögn talsmanns listasafnsins, en annað verkanna sem ræningj- amir komust undan með var málverk listamannsins Vasilys Perovs „Gítarleikarinn ein- mana“. ÓLAFUR Gíslason, sérfræðingur við Listasafn Islands, flytur fyrsta af fjóram fyrirlestram um módemisma í myndlist miðviku- daginn 14. apríl. I fyrirlestranum verður fjallað um tilkomu evrópsks módernisma, hugmyndalegar forsendur hans og einkenni, um ólíka strauma innan módemismans, og hvernig þeir bárast inn í íslenska myndlist. Fjallað verður um framúrstefnu- hugtakið og tengsl þess við sögu- hyggju og framfaratrú. Þá verður fjallað um hefðina, andófið gegn Tónlist fyrir alla Tónleikar í Dölum og á Snæfellsnesi GUNNAR Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari heimsækja skóla á Snæfellsnesi og á Dölum næstu daga og leika fyrir nemendur. Á 10 skólatónleikum flytja þau öll- um grunnskólanemendum á svæðinu fjölbreytta tónlist sem sniðin er hverju sinni að þeim áheyrendahópi sem sækir tónleikana. I fréttatilkynningu segii’: „Gunnar og Selma eiga að baki tugi skólatón- leika undanfarin ár. I dagskrá sinni segja þau frá hljóðfærum sínum, sögu þeirra og gerð, hvað þau eiga sameiginlegt og hvað greinir þau að, bæði hvort frá öðru og frá öðrum hljóðfærahópum. Þau fjalla um möguleika hljóðfæranna í tónlistar- iðkun og tónlistarlífi og segja frá hvað þurfi til að verða hljóðfæraleik- ari og listamaður. Þau leika tónlist sem er nemendum ekki of erfið og sem hefur einhvern þann bakgrunn eða skírskotun er megi auðvelda þeim að fá áhuga og njóta. Um leið eru nemendur fræddir um ákveðin tónskáld og tónlist þeirra og tónlist- arsögu almennt. Dagskrána hafa þau Gunnar og Selma áður flutt þúsund- um nemenda á Suðurlandi, Suður- nesjum og í Kópavogi.“ Almennir tónleikar Eins og jafnan áður verður efnt til almennra tónleika í tengslum við tónlistarheimsóknir í skóla og verða tónleikar Stykkishólmskirkju sunnu- daginn 11. apríl kl. 17, Grundaifjarð- arkirkju mánudag 12. apríl kl. 20.30 og Olafsvíkurkirkju þriðjudaginn 13. apríl kl. 20.30. Á efnisskrá kvöldtón- leikanna eru sónötur fyrir selló og píanó nr. 5 í e-moll eftir Vivaldi og op. 38 í e-moll eftir Brahms, Fantasiestiicke op. 73 eftir Schumann auk vel þekktra smá- verka fyrir selló og píanó s.s. Ave Maria eftir Bach-Gounod, Svanurinn eftir Saint-Saéns og Vocalise efitr Rachmaninoff. hefðinni og þá spurningu hvort módernisminn hafi á endanum orðið að hefð. Um leið verður leit- að svara við þeirri spumingu hvort sérstakar félagslegar og menning- arlegar aðstæður á Islandi hafi sett mark sitt á annars alþjóðlegt eðli nútímahyggjunnar, og hvort hægt sé að tala um íslenskan módernisma í því samhengi. Fyrirlestrarnii’ verða haldnir í fyrirlestrasal Listasafns Islands á miðvikudagskvöldum næstu fjórar vikurnar og hefjast kl. 20.15. Þátt- takendur í fyrirlestraröðinni fá af- hent námsgögn og farið verður í gegnum valdar myndir til frekari útskýringar. Þátttökugjald er 6.500 kr. og era þátttakendur beðnir um að skrá sig á skrifstofu safnsins. Tónleikar í Hveragerðis- kirkju TÓNLISTAFÉLAG Hveragerðis og Ölfuss stendur fyiir sínum ár- legu áskriftartónleikum sunnudag- inn 11. apríl. Að þessu sinni koma fram þær Greta Guðnadóttir, fiðlu- leikari og Helga Bryndís Magnús- dóttir, píanóleikari. Þær leika verk eftir Ludwig van Beethoven, Karol Szymanowski og Francis Poulenc. Tónleikarnir hefjast kl. 14. Fundur Mannverndar Breskur rithöfundur talar um gagnagrunn á heilbrgðissviði MANNVERND heldur fund í Háskólabíói á morgun, laugar- dag, kl. 14. Þar mun breski líf- fræðingurinn og rithöfundur- inn Simon Mawer halda fyrir- lestur um gagnagrannsmálið og siðfræði erfðafræðinnar en hann er höfundur nýútkominn- ar skáldsögu, Mendel’s Dwarf, sem hefur erfðafræði að um- fjöllunarefni. (Ritdómur um bók Mawer er hér til hliðar.) Mawer birti grein um gagna- grunninn í New York Times 23. janúar síðastliðinn. Gagn- rýnir hann þar harðlega sam- þykkt ríkisstjórnar Islands á gagnagrunnsfrumvarpinu. A fundinum munu auk Mawer taka til máls dr. Har- aldur Briem, læknir, og sr. Örn Bárður Jónsson. AJlir era velkomnir á meðan húsrúm leyfír. Simon Mawer Fyrirlestrar um ís- lenskan módernisma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.