Morgunblaðið - 09.04.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 09.04.1999, Síða 48
$8 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hæpin fjár- málastefna ÞREM helstu bönk- um landsins, sem allir voru ríkisreknir, hef- ur verið breytt í hluta- félög. Bönkunum hef- ur gefist tækifæri til að sýna kosti sam- keppninnar. Þeir hafa birst í gróða, sem >nemur allt að milljarði króna á hvern banka. En þjóðin hefur búið við vaxtaokur, verð- tryggingu skulda og óeðlilega lánaþenslu. Vert er að huga að því, að vaxtamunur, Eggert sem svo er kallaður, Haukdal þ.e. vextir af útlánum að frádregnum vöxtum af innlán- um, eru margfalt hærri hérlendis en í ríkjum Evrópu og Vestur- heims. Þar er vaxtamunurinn gjarnan 1%, en hjá okkur 3-4% og stundum miklum mun meiri. Þannig eru útlánsvextir á Islandi a.m.k. þrefalt hærri en utanlands. fÞað bitnar á bæði fyrirtækjum og heimilum. Viðskiptabankarnir hér hafa óspart tekið erlend ián til að auka veltufé sitt til að maka krók- inn betur. Afleiðingin er lána- þensla, sem gerir fólki mögulegt að kaupa nánast allt án stað- greiðslu. Þannig verður til gífur- legur halli á vöruskiptajöfnuði við útlönd, sem hrellir stjórnmála- menn. Þegar Seðlabankinn gerir ráð- stafanir til að draga úr veltunni >með aðhaldsaðgerðum, eins og hans er skylda, verða bankastjórar við- skiptabankanna reiðir og senda ráðamönnum Seðlabankans fúkyrði. Slíkt hefur ekki gerst áður og sýnir óskammfeilni gróða- hyggjunnar. Nauðsynlegt er, að náin samvinna ríki milli Seðlabankans og fjármálaráðuneytis- ins. Aðeins slík sam- vinna megnar að koma í veg fyrir þenslu og kjararýrn- um. íslendingar hafa á liðnum áratugum þolað hörmungar verðbólgu, og enginn vill fá þann ófógnuð yfir Vextir Islendingar, segir Egg- ert Haukdal, hafa á liðnum áratugum þolað hörmungar verðbólgu. landsmenn á ný. Þess vegna er nauðsyn að vera vel á verði. Eitt fyrsta verkefni okkar ætti að vera að afnema verðtryggingu fjár- skuldbindinga, sem nú er nánast hvergi við lýði nema hér. Höfundur er fv. alþingismuður. Enn um nj^a siði eða öllu heldur siðleysi ENN gerist það að niðurstöður rannsókna eru kynntar í fjármála- tímariti (Wall Street Journal Europe, 26.-27. mars, 1999) og dagblaði (Morgunblað- ið, 27. mars, 1999). Reyndar ber þetta meiri keim af auglýs- ingu en kynningu á rannsóknaniðurstöðu. Eg hef áður bent á þetta vandamál í grein sem birtist í Mbl. 16. október 1998 og bar heitið: Nýir siðir með nýjum herrum." Þar varaði ég við því að nota fjölmiðla til að túlka vísinda- niðurstöður, þar sem þeir væru ekki faglega ritrýndir. Það stendur sem ég ritaði áður (Mbl. 16. okt. 1998) : „Ef við höldum okkur ekki við ákveðnar siðareglur varðandi birtingu á niðurstöðum endar það í öngþveiti og enginn veit hvað er satt og hverju logið.“ Þetta hefur einmitt gerst í frásögn af staðsetn- ingu á slitgigtargeni (-genum) sem birst hafa í fjölmiðlum. Þar er sagt óljóst og ruglingslega frá hlutun- um. „Talsmenn beggja fyrirtækja (Jonathan Knowles frá Roche og Kári Stefánsson frá Decode) sögðu að genið væri e.t.v. eitt af mörgum (several) genum sem væru ábyrg fyrir hinum ýmsu gerðum slitgigt- ar.“(Wall Street Journal Europe, 1999) . Morgunblaðið segir: „Hann (Kári Stefánsson) telur ólíklegt að fleiri gen geti valdið sjúkdómnum, hér sé fundið það sem máli skiptir.“ (Mbl. 27. 4. 1999). Hér gætir því misræmis í frásögn þessara tveggja blaða. Bæði blöðin láta þess getið að 40 milljónir manna þjáist af slit- gigt. I Morgunblaðs- greininni 27. mars sl. eru nafngreindir tveir læknar, Þorvaldur Ingvarsson bæklunar- Alfreð læknir og Helgi Jóns- Árnason son gigtlæknir, en þá þekki ég af góðu einu. Mig langar að leggja íyrir þá spumingar um rannsóknina. Arið 1991 kom grein í Lækna- Siðareglur Ef við höldum okkur ekki við siðareglur varðandi birtingu á nið- urstöðum, segir Alfreð Arnason, endar það í öngþveiti og enginn veit hvað er satt og hverju logið. MALSOKN is Taktu þátt í léttum leik á mbl.is og þú gætir unnið glæsilega leðurtösku, blekpenna eða miða á myndina Málsókn. Kvikmyndin Málsókn, sem byggð er á sannri sögu, fjallar um lögfræðing sem tekur að sér málsókn til að krefjast skaðabóta fyrir foreldra sem misst hafa börn sín af völdum mengunar. Myndin skartar úrvals leikurum á borð við John Travolta og Robert Duvall. Taktu þátt í leiknum á mbl.is og hver veit! vg'mbl.is £ITTH\TA£> NÝTI blaðinu eftir læknana Þorvald Ingvarsson og Halldór Baldursson er nefndist: „Er staðbundin slitgigt í mjöðmum arfgeng? Sautján al- systkini með slitgigt í mjöðmum". Ættartré sem sýnt er í greininni sýnir að móðir systkinanna og fimm systkini hennar höfðu líka shtgigt í mjöðmum auk ömmu í móðurætt (Læknablaðið, 1991). Mér virðist þarna um ríkjandi erfðahátt að ræða. Ekki er líklegt að slitgigt erfist almennt þannig. Og nú spyr ég: 1. Var ofangreind ætt í hópi þeirra sem vitnað er til í Mbl. 27.mars sl.? 2. Ef svo er, var útslag (lod score) í ofangreindri ætt á sama litninga- svæði og í öðrum slitgigtarættum? 3. Var um sama litningasvæði að ræða í öllum ættunum? Þegar þetta er ljóst má kannski ráða í hvort öll slitgigt sé af sömu erfðafræðilegum orsökum eins og látið er í veðri vaka. Það er alltof fljótt að tala um lækningu á þess- um grunni eins og ýjað er að í greininni. Hvað varðar fréttaflutninginn þá er hann óviðunandi, óvísindalegur og blekkjandi. Hér er vafalaust líka við blaða- og fréttamenn að sakast. Þeir kynna sér ekki málin nógu vel, ragla vísindalegum hug- tökum og leita ekki ráða hjá þeim sem þekkja til mála. Ég held að þetta stafi m.a. af því að þeir treysta vísindamönnum. Sjúkling- amir treysta þeim líka. Svona fréttaflutningur brýtur niður það traust sem er nauðsynlegt við vís- indastörf. Menn mega ekki láta skammtíma gróðasjónai-mið villa sér sýn. Tilvitnanir: The Wall Street Journal Europe, 26.-27. mars, 1999 Morgunblaðið, 27. mars, 1999 Morgunblaðið, 16. október, 1998 Læknablaðið, 77:160-152,1991 Höfundur er erfðafræðingur. »4»/innlent Frjáls félagasamtök halda menntaþing MENNTAÞING verður haldið laugardaginn 10. apríl á sviði tómstunda-, íþrótta- og félags- starfs. Félög sem starfa á þessum vettvangi hafa haft of lítið sam- starf og ekki fylgst mikið með því hvað aðrir hafast að m.a. á sviði fræðslumála. Öll þessi félög og fé- lagasamtök starfa í sama anda og að sama markmiði: Að gefa börn- um-, unglingum og ungu fólki tækifæri til að stunda þroskandi iðju í frítíma og tómstundum. „Menntaþingið er tilraun til að sameina mismunandi félög- og fé- lagasamtök um ákveðinn atburð. Það er einnig tækifæri til að láta reyna á samstarfsvilja þeirra sem nú um stundir eru í forystu fé- laga- og félagasamtaka og opin- berra aðila sem starfa á vettvangi frítímans. Gangi það eftir verður samstarfið þróað í framhaldi af Menntaþinginu,“ segir í fréttatil- kynningu. Á heimasíðu Menntaþings fer nú fram umræða á svokallaðri „kaffistofu“ um málefni þingsins. Einnig verður bein útsending á netinu heim á hvern sveitabæ ef svo ber undir og landsbyggðar- fólk og aðrir sem sitja heima hringja síðan inn sínar fyrir- spurnir. Umfjöllunarefni þingsins er menntun til framtíðar sem ef- laust mun að miklu leyti fara fram í fjarnámi á Netinu. Morgunblaðið/Þorkell EIGENDUR Hársnyrtistofunnar Hárbliks. Eigendaskipti á Hárblik EIGENDASKIPTI hafa orðið á Hársnyrtistofunni Hárblik, Kleifarseli 18, og eru nýir eig- endur Gerður Sævarsdóttir og Jónína Einarsdóttir hársnyrti- meistarar. Stofan er opin mánudaga til miðvikudaga kl. 9-18, fimmtudaga kl. 9-20, föstudaga kl. 9-19 og laugar- daga kl. 10-14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.