Morgunblaðið - 09.04.1999, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 09.04.1999, Qupperneq 48
$8 FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hæpin fjár- málastefna ÞREM helstu bönk- um landsins, sem allir voru ríkisreknir, hef- ur verið breytt í hluta- félög. Bönkunum hef- ur gefist tækifæri til að sýna kosti sam- keppninnar. Þeir hafa birst í gróða, sem >nemur allt að milljarði króna á hvern banka. En þjóðin hefur búið við vaxtaokur, verð- tryggingu skulda og óeðlilega lánaþenslu. Vert er að huga að því, að vaxtamunur, Eggert sem svo er kallaður, Haukdal þ.e. vextir af útlánum að frádregnum vöxtum af innlán- um, eru margfalt hærri hérlendis en í ríkjum Evrópu og Vestur- heims. Þar er vaxtamunurinn gjarnan 1%, en hjá okkur 3-4% og stundum miklum mun meiri. Þannig eru útlánsvextir á Islandi a.m.k. þrefalt hærri en utanlands. fÞað bitnar á bæði fyrirtækjum og heimilum. Viðskiptabankarnir hér hafa óspart tekið erlend ián til að auka veltufé sitt til að maka krók- inn betur. Afleiðingin er lána- þensla, sem gerir fólki mögulegt að kaupa nánast allt án stað- greiðslu. Þannig verður til gífur- legur halli á vöruskiptajöfnuði við útlönd, sem hrellir stjórnmála- menn. Þegar Seðlabankinn gerir ráð- stafanir til að draga úr veltunni >með aðhaldsaðgerðum, eins og hans er skylda, verða bankastjórar við- skiptabankanna reiðir og senda ráðamönnum Seðlabankans fúkyrði. Slíkt hefur ekki gerst áður og sýnir óskammfeilni gróða- hyggjunnar. Nauðsynlegt er, að náin samvinna ríki milli Seðlabankans og fjármálaráðuneytis- ins. Aðeins slík sam- vinna megnar að koma í veg fyrir þenslu og kjararýrn- um. íslendingar hafa á liðnum áratugum þolað hörmungar verðbólgu, og enginn vill fá þann ófógnuð yfir Vextir Islendingar, segir Egg- ert Haukdal, hafa á liðnum áratugum þolað hörmungar verðbólgu. landsmenn á ný. Þess vegna er nauðsyn að vera vel á verði. Eitt fyrsta verkefni okkar ætti að vera að afnema verðtryggingu fjár- skuldbindinga, sem nú er nánast hvergi við lýði nema hér. Höfundur er fv. alþingismuður. Enn um nj^a siði eða öllu heldur siðleysi ENN gerist það að niðurstöður rannsókna eru kynntar í fjármála- tímariti (Wall Street Journal Europe, 26.-27. mars, 1999) og dagblaði (Morgunblað- ið, 27. mars, 1999). Reyndar ber þetta meiri keim af auglýs- ingu en kynningu á rannsóknaniðurstöðu. Eg hef áður bent á þetta vandamál í grein sem birtist í Mbl. 16. október 1998 og bar heitið: Nýir siðir með nýjum herrum." Þar varaði ég við því að nota fjölmiðla til að túlka vísinda- niðurstöður, þar sem þeir væru ekki faglega ritrýndir. Það stendur sem ég ritaði áður (Mbl. 16. okt. 1998) : „Ef við höldum okkur ekki við ákveðnar siðareglur varðandi birtingu á niðurstöðum endar það í öngþveiti og enginn veit hvað er satt og hverju logið.“ Þetta hefur einmitt gerst í frásögn af staðsetn- ingu á slitgigtargeni (-genum) sem birst hafa í fjölmiðlum. Þar er sagt óljóst og ruglingslega frá hlutun- um. „Talsmenn beggja fyrirtækja (Jonathan Knowles frá Roche og Kári Stefánsson frá Decode) sögðu að genið væri e.t.v. eitt af mörgum (several) genum sem væru ábyrg fyrir hinum ýmsu gerðum slitgigt- ar.“(Wall Street Journal Europe, 1999) . Morgunblaðið segir: „Hann (Kári Stefánsson) telur ólíklegt að fleiri gen geti valdið sjúkdómnum, hér sé fundið það sem máli skiptir.“ (Mbl. 27. 4. 1999). Hér gætir því misræmis í frásögn þessara tveggja blaða. Bæði blöðin láta þess getið að 40 milljónir manna þjáist af slit- gigt. I Morgunblaðs- greininni 27. mars sl. eru nafngreindir tveir læknar, Þorvaldur Ingvarsson bæklunar- Alfreð læknir og Helgi Jóns- Árnason son gigtlæknir, en þá þekki ég af góðu einu. Mig langar að leggja íyrir þá spumingar um rannsóknina. Arið 1991 kom grein í Lækna- Siðareglur Ef við höldum okkur ekki við siðareglur varðandi birtingu á nið- urstöðum, segir Alfreð Arnason, endar það í öngþveiti og enginn veit hvað er satt og hverju logið. MALSOKN is Taktu þátt í léttum leik á mbl.is og þú gætir unnið glæsilega leðurtösku, blekpenna eða miða á myndina Málsókn. Kvikmyndin Málsókn, sem byggð er á sannri sögu, fjallar um lögfræðing sem tekur að sér málsókn til að krefjast skaðabóta fyrir foreldra sem misst hafa börn sín af völdum mengunar. Myndin skartar úrvals leikurum á borð við John Travolta og Robert Duvall. Taktu þátt í leiknum á mbl.is og hver veit! vg'mbl.is £ITTH\TA£> NÝTI blaðinu eftir læknana Þorvald Ingvarsson og Halldór Baldursson er nefndist: „Er staðbundin slitgigt í mjöðmum arfgeng? Sautján al- systkini með slitgigt í mjöðmum". Ættartré sem sýnt er í greininni sýnir að móðir systkinanna og fimm systkini hennar höfðu líka shtgigt í mjöðmum auk ömmu í móðurætt (Læknablaðið, 1991). Mér virðist þarna um ríkjandi erfðahátt að ræða. Ekki er líklegt að slitgigt erfist almennt þannig. Og nú spyr ég: 1. Var ofangreind ætt í hópi þeirra sem vitnað er til í Mbl. 27.mars sl.? 2. Ef svo er, var útslag (lod score) í ofangreindri ætt á sama litninga- svæði og í öðrum slitgigtarættum? 3. Var um sama litningasvæði að ræða í öllum ættunum? Þegar þetta er ljóst má kannski ráða í hvort öll slitgigt sé af sömu erfðafræðilegum orsökum eins og látið er í veðri vaka. Það er alltof fljótt að tala um lækningu á þess- um grunni eins og ýjað er að í greininni. Hvað varðar fréttaflutninginn þá er hann óviðunandi, óvísindalegur og blekkjandi. Hér er vafalaust líka við blaða- og fréttamenn að sakast. Þeir kynna sér ekki málin nógu vel, ragla vísindalegum hug- tökum og leita ekki ráða hjá þeim sem þekkja til mála. Ég held að þetta stafi m.a. af því að þeir treysta vísindamönnum. Sjúkling- amir treysta þeim líka. Svona fréttaflutningur brýtur niður það traust sem er nauðsynlegt við vís- indastörf. Menn mega ekki láta skammtíma gróðasjónai-mið villa sér sýn. Tilvitnanir: The Wall Street Journal Europe, 26.-27. mars, 1999 Morgunblaðið, 27. mars, 1999 Morgunblaðið, 16. október, 1998 Læknablaðið, 77:160-152,1991 Höfundur er erfðafræðingur. »4»/innlent Frjáls félagasamtök halda menntaþing MENNTAÞING verður haldið laugardaginn 10. apríl á sviði tómstunda-, íþrótta- og félags- starfs. Félög sem starfa á þessum vettvangi hafa haft of lítið sam- starf og ekki fylgst mikið með því hvað aðrir hafast að m.a. á sviði fræðslumála. Öll þessi félög og fé- lagasamtök starfa í sama anda og að sama markmiði: Að gefa börn- um-, unglingum og ungu fólki tækifæri til að stunda þroskandi iðju í frítíma og tómstundum. „Menntaþingið er tilraun til að sameina mismunandi félög- og fé- lagasamtök um ákveðinn atburð. Það er einnig tækifæri til að láta reyna á samstarfsvilja þeirra sem nú um stundir eru í forystu fé- laga- og félagasamtaka og opin- berra aðila sem starfa á vettvangi frítímans. Gangi það eftir verður samstarfið þróað í framhaldi af Menntaþinginu,“ segir í fréttatil- kynningu. Á heimasíðu Menntaþings fer nú fram umræða á svokallaðri „kaffistofu“ um málefni þingsins. Einnig verður bein útsending á netinu heim á hvern sveitabæ ef svo ber undir og landsbyggðar- fólk og aðrir sem sitja heima hringja síðan inn sínar fyrir- spurnir. Umfjöllunarefni þingsins er menntun til framtíðar sem ef- laust mun að miklu leyti fara fram í fjarnámi á Netinu. Morgunblaðið/Þorkell EIGENDUR Hársnyrtistofunnar Hárbliks. Eigendaskipti á Hárblik EIGENDASKIPTI hafa orðið á Hársnyrtistofunni Hárblik, Kleifarseli 18, og eru nýir eig- endur Gerður Sævarsdóttir og Jónína Einarsdóttir hársnyrti- meistarar. Stofan er opin mánudaga til miðvikudaga kl. 9-18, fimmtudaga kl. 9-20, föstudaga kl. 9-19 og laugar- daga kl. 10-14.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.