Morgunblaðið - 09.04.1999, Page 57

Morgunblaðið - 09.04.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 1999 57 MINNINGAR + Kjai-tan Helga- son fæddist í Unaðsdal á SnæQallaströnd 18. september 1925. Hann lést á Landa- koti 26. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 8. apríl. Þau fluttust að Un- aðsdal frá Strandselj- um foreldrar hans, Helgi Guðmundsson og Guðrún Ólafsdóttir 1922, og þar fæddist þeim sonurinn Kjartan. Kjartan ólst upp á fjölmennu heimili í Dal, bömin mörg og löng- um margt um manninn að öðru, verkamenn hjá foreldrum hans, er var dugmikið athafnafólk og hafði faðir hans mörg járn í eldi, at- hafnamaður. Smíðaði heima þar með mönnum sínum vélbát og stóð í öðrum stórræðum. Mótaði bú- skapur foreldra hans og allt um- hverfi hug hans á ungum aldri og batt hann sterku bandi til jarðar- innar, sem síðar bar raun á. Kjart- an Gunnar tók við búi um 1950 af móður sinni, er þar hafði búið sem ekkja eftir lát manns síns 1945, sköruleg kona og kjarkmikil. Fljótlega komu í ljós þeir eigin- leikar, er gera mann að góðum bónda. Dugnaður hans og áhugi með afbrigðum og svo sagði mér múrari er hjá mér var við húsbygg- ingu hér í Vatnsfirði að röskari mann hefði hann ekki haft sér til aðstoðar en hann, en þegar mikill hugur var í bændum hér við Djúp um það er sjötti áratugurinn hélt innreið sína voru reist hér steinhús á nokkrum jörðum, m.a. í Unaðs- dal, og er það hagkvæm og snotur bygging. En þeir tímar fóru nú í hönd er vélaöld náði hingað og lét Kjartan heitinn ekki sitt eftir liggja að nýta sér þá möguleika, er þar í fólust. Skurðir grafnir og ræktun hófst í stórum stíl. Varð tún hans innan tíðar eitt hið stærsta hér á slóð, grasgefið og frjótt. Myndarbýli var í Dal risið, sem bezt gerist. Eiginlega má segja, að um væri að ræða landnám öðru sinni, nýr tími með nýjum vinnubrögðum í búskap, nýjar hug- myndir. Unaðsdalur mun jafnan hafa verið stórbýli, hggur vel í sveit og veldur þetta tvennt, að kirkja var þangað flutt fyrir ára- tugum frá Stað á Snæ- fjöllum. Hefur Kjartan haldið vel í því horfi og þó betur því verka hans þar mun lengur sjá stað en fyrri ábú- enda, en Unaðsdalur er landnámsjörð og mun Ólafi jafnakolli er þar kom að auðu og nam land allt að Langadalsá, til móts við landnám Vatnsfirðinga hafa þótt byggilegra þai- en innar, þar sem heitir á Langadalströnd. Er í nafngiftinni sem speglist við- horf og hrifning hans á dalnum með skógi vaxnar hlíðar og sil- ungsá í miðju - Unaðsdalur. Eftirlifandi konu sinni Salvöru Stefaníu Ingólfsdóttur frá Skjald- þingsstöðum í Vopnafirði kvæntist hann 1951 og hlaut þar dugmikinn og tryggan förunaut. Börn þeirra era Helgi, Elín Anna, Ingibjörg og Ingólfur, allt vel gert fólk til lík- ama og sálar. Vora hér í skóla hér- aðsins, góð til náms og góðir skóla- þegnar. Ymis störf í sveitarfélagsins þágu vora honum á hendur falin, oddviti Snæfjallahrepps árum sam- an, sýslunefndarmaður hið sama, meðan þær vora í stjómsýslunni hafðar. Þá var hann og mættur á hina og þessa fundi sem fulltrúi sveitarinnar, tillögugóður og at- hugull. I skólanefnd lágu leiðir okkar oftlega saman svo og á ýms- um vettvangi öðram. En í sóknar- nefnd og sem meðhjálpara mörg hin síðari ár, minnist ég hans með þökk og fyrir annað það er hann lagði fram á þeim vettvangi. Var jafnan mannmargt á heimili þeirra hjóna Kjartans og Stefaníu eftir messur í Dal, er kirkjugestir nutu gestrisni þeirra og þá ekki síður, ef um var að ræða sérstakar athafnir. A þá Stefanía mínar og annarra einnig allar þakkir skilið fyrir sinn hlut að þeim málum. Raunar var á sumrum jafnan margt æskufólks og annarra á þeirra heimili. Kjartan var maðm’ léttur í skapi og glaðvær. Návist hans var góð og þægileg. Hann var ákafur málsvari stéttar sinnar ef um var að ræða og verðugur fulltrúi hennar þá litið er til verka hans og búskapar. Þessi fáu orð era þakklætisvott- ur okkar hér í Vatnsfirði fyrir góð kynni um áratugi. Eg leyfí mér einnig að þakka honum fyrir hönd þeirra bænda er samtímis byggðu Snæfjallaströnd svo og fjölskyldna þeirra, Engilbei-ts Páls, Jónasar og ekkju Jens heitins á Efri-bæ, Guð- mundu. Við sendum öll okkar kveðjur og fleiri hér úr Djúpi. Frú Stefaníu, börnum og barnabömum biðjum við blessunar Guðs og góðra daga, sem og systkinum hans og frænd- garði öllum. Mér koma í hug línur úr ævafornu kvæði þjóðarinnar: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Baldur Vilhelmsson, Vatnsfirði. Kveðja frá Lionsfélögum Kjartan Helgason, fyrrverandi bóndi, er látinn. Þegar okkur félög- um hans í Lionsklúbbi Mosfells- bæjar bárust þær fréttir reikaði hugurinn til baka til þeirra góðu stunda sem við áttum með honum. Kjartan gekk til liðs við klúbbinn í janúar 1996, þá tæplega 71 árs. Það þótti mörgum undarlegt að taka inn nýjan félaga sem kominn var á þennan aldur. En þrátt fyrir aldurinn lét Kjai-tan sitt ekki eftir liggja og mætti manna fyrstur til flestra þeima verkefna sem klúbb- urinn tók að sér. Gilti þá einu hvort um var að ræða blómaræktun og - sölu eða þökulagningu og girðingar- vinnu við kirkjugarðinn á Mosfelli. Kjartan hafði 100% mætingu allt þar tii veikindin fóra að hrjá hann. Kjartan var góður félagi, hafði frá mörgu skemmtilegu að segja og var fljótur að ná tengslum við fé- lagana. Minningin um traustan félaga sem ávallt hafði markmið Lions- hreyfingarinnar í hávegum mun lifa í huga okkar. Félagar hans í Lkl. Mosfellsbæj- ar senda eiginkonu hans, Salvöru Stefaníu, afkomendum þeirra og öðrum aðstandendum sínar inni- legustu samúðarkveðjur. Félagar f Lkl. Mosfellsbæjar. KJARTAN HELGASON + Þórir Leifsson fæddist á Akur- eyri 9. desember 1926. Hann lést á Landspitalanum 25. mars síðastliðinn. Foreldrar lians voru hjónin Sigur- björg Þorsteinsdótt- ir, f. 16. mars 1901, d. 15. des. 1975, og Leifur Kristjánsson, f. 26. sept. 1888, d. 8. júní 1956. Þórir var íjórði í röð fimm systkina. Eft- irlifandi systkini eru Kristjana Steinunn, f. 25. júní 1924, gift Þorsteini Sig- urðssyni, þeirra dætur eru Bryndís Ósk, Steinunn og Sig- ríður Þorbjörg; Þorsteinn. f. 2. ágúst 1925, kvæntur Ólöfu Hrafnhildi Baldvinsdóttur, börn þeirra eim Leifur Krislján, Sig- urbjörg, Jón Rúnar, Sigrún, Fyrir nærri tuttugu árum gerð- ist ég félagi í Bridsfélagi Borgar- fjarðar. Þar ríkir sannur félagsandi og þar eru allir félagarnir jafnir. En menn era sjaldan jafnir við spilaborðið og ég tók strax eftir knáum en smáum manni sem sýni- lega kunni meira fyrir sér en aðrir í salnum. Þessi maður var Þórir Leifsson. í þá daga starfaði hann sem vaktmaður í Hvalfirði en vílaði ekki fyrir sér að keyra tugi kíló- Sólveig Auður og Sigurlína Arna; Þröstur, f. 29. des. 1940, kvæntur Sig- urbjörgu Guðrúnu Jóhannesdóttur, börn þeirra eru Guðbjörn Þórir, Birkir, Guðrún Björk og Sigur- björn Leifur. Þórir fékkst við ýmis störf, svo sem af- greiðslustörf í kjöt- verslunum og hjá fiutningafyrirtæki, en megnið af starfsævi sinni starfaði hann hjá Islenskum aðalverktökum við lagerstörf og sem vaktmað- ur. Utför Þóris fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Minn- ingarathöfn um Þóri var haldin í Vídalínskirkju, Garðabæ, 6. apríl síðastliðinn. metra til að eyða kvöldi með félög- unum. Þórh- var keppnismaður sem lét illa að tapa en hann var líka maður uppbyggingarinnar og kunni að meta ef ungir menn lærðu handbragðið. Fyrsta kvöldið sem ég spilaði við Þóri tókst mér að leika á hann og makker hans. Þórir sagði nokkur vel valin orð við makker sinn en leit síðan á mig og sagði með blik í auga: „Þetta var ágætt hjá þér en þér skal ekki takast þetta aftur.“ Nú seinustu ár var Þórir búsett- ur á höfuðborgarsvæðinu en hann sinnti hvenær sem kostur var kalli félagsins um að spila fyrir þess hönd. Nú síðast kom hann helsjúk- ur keyrandi úr Reykjavík til að styi’kja lið félagsins er það atti kappi við starfsmannafélag Sem- entsverksmiðjunnar. Það liðsinni varð til þess að við unnum keppn- ina en svo reyndi keppnin á Þóri að hann var fluttur af spilastað í sjúkrabifreið. Eg heimsótti Þóri á sjúkrahúsið og sagði eitthvað sem svo að það væri Ijótt ef þessi spila- mennska gerði út af við hann. Þá sagði Þórir og enn brá fyuir bliki í auga þótt veikt væri orðið: „Ef ég varð að liði þá held ég það sé þess virði.“ Af þessum orðum má sjá að Þórir mat félagið og félagið mat hann. Þess vegna ákvað félagið að spila nú á vordögum opið mót hon- um til heiðurs. Ég ræddi það við Þóri í haust að ég vildi heldur hafa hann með á mótinu frekar en að hafa það til minningar um hann. Hann varð bæði glaður og hrærður og sagðist sannarlega skyldu mæta. Mótið var auglýst í mars en vegna lasleika Þóris ákváðum við að fresta því fram á haust. Sá frest- ur varð helst til langur. En Þórir verður áfram með okk- ur þó að í anda sé og minningar um góðan dreng, sem vildi félagi sínu vel, lifa meðan brids er leikinn í Borgarfirði. Heilar þakkir fyi-ir samstai'fið. Sveinbjörn Eyjólfsson. Þórir Leifsson + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA GUÐRÚN GUÐSTEINSDÓTTIR frá Þingeyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði mið- vikudaginn 7. apríl sl. Margrét Guðjónsdóttir, Sigurður Þ. Gunnarsson, Sigurður G. Guðjónsson, Lára Lúðvígsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLEY M.B. ÞÓRHALLSDÓTTIR, Karlagötu 20, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 21. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Aðstandendur. + Eiginmaður minn, INGVAR KRISTINN ÞÓRARINSSON kennari og bóksali á Húsavík, er látinn. Björg Friðriksdóttir. + Útför ÞURÍÐAR GUÐBRANDÍNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Hornbrekku, Ólafsfirði, verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju, laugardaginn 10. apríl, kl. 14.00. Aðstandendur. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, sonarsonur, tengdasonur, bróðir og mágur, JÓN STEFÁNSSON, Tindum 1, Kjalarnesi, sem lést af slysförum laugardaginn 3. apríl, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 12. aprfl kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Herdis Guðjónsdóttir, Jón Sveinbjörn Jónsson, Stefán Atli Jónsson, Marteinn Helgi Jónsson, Sigríður Sveinsdóttir, Stefán Jónsson, Jón Stefánsson, Nina Schjetne, Guðjón Haraldsson, Anna Björg Stefánsdóttir, Eiður Kristinsson, Sveinn Stefánsson, Dagný Arnþórsdóttir, Súsanna Harpa Stefánsdóttir, Helga Guðjónsdóttir, Geir H. Geirsson, Marta G. Guðjónsdóttir, Kristján H. Guðbrandsson, Haraldur H. Guðjónsson, Leifur Guðjónsson, Helga Kristjánsdóttir. + Faðir okkar, BENÓNÝ FRIÐRIK FÆRSETH skipstjóri, Keflavík, verður jarðsunginn frá Landakirkju Vest- mannaeyjum laugardaginn 10. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Gísli Benónýsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.